24 stundir - 19.04.2008, Page 49
gera í lífinu. Oftast fer ég eftir því
hvernig vindarnir blása og hvað
mig langar að gera. Oft mótast það
líka af fjárhagsástæðum eða utan-
aðkomandi aðstæðum. Það er
mjög erfitt að hafa ekki föst laun og
megnið af starfsævinni hef ég verið
lausráðinn. Ég hef alltaf fengið
gríðarlega góðan stuðning frá fjöl-
skyldunni og það er frábært að eiga
maka sem leyfir mér að taka svona
áhættu. En til þess þarf maður líka
að hafa ákveðið kæruleysi og „þetta
reddast“-viðhorf.“
Stærsti ósigur lífs míns
Enda segist Þorsteinn stundum
hafa gefist upp á gríninu og til
dæmis fór hann að vinna á auglýs-
ingastofu nokkrum árum eftir að
hann lauk leiklistarskólanum.
„Mér fannst það vera stærsti
ósigur lífs míns að fara að vinna á
auglýsingastofu en eftir á að hyggja
er það eitt það besta sem hefur
komið fyrir mig. Í fyrsta lagi gerði
starfið á auglýsingastofunni það að
verkum að ég fékk peninga,“ segir
Þorsteinn og hlær. „Ég gat þá kom-
ið undir mig fótunum og fékk pínu
sjálfstraust aftur því ég var ekki í
góðu standi eftir leiklistarskólann.
Á auglýsingastofunni lærði ég líka
vinnubrögð sem eru alls ekki tíðk-
uð alls staðar í listageiranum og
þau eru fyrst og fremst þau að þú
vinnur að ákveðnu verkefni og
mátt ekki taka því persónulega. Ef
þú færð gagnrýni þá kemurðu bara
með eitthvað nýtt því ef þú tekur
hlutina persónulega þá endistu
ekki í svona starfi. Þetta er eitthvað
sem ég reyndi að taka með mér út í
vinnuna í gríninu og þetta skiptir
heilmiklu máli. Það eru svo margir
sem hugsa alltaf um sjálfan sig í
stað þess að hugsa um hvað þeir
eru að gera og hvort þeir þurfa að
leggja meira á sig. Það getur verið
heilmikil hindrun að láta egóið
alltaf þvælast fyrir sér.“
Huggulegt í sviðsljósinu
Oft á tíðum virðist grínleikur
vera settur skör lægra en önnur
leiklist en Þorsteinn segir það ekki
trufla sig. „Ég hef aldrei haft for-
dóma gagnvart gríni. Enginn
dramatískur leikari þekkir þá til-
finningu þegar góður grínleikur
nær í gegn vegna þess að drama-
tískur leikari gengur um bæinn og
fólk kannast við hann en lítið meir.
Ef það er einhver gamanleikur sem
slær í gegn þá eru allir utan í þér. Í
mínum huga nær grínið miklu nær
hjartanu. Persónulega finnst mér
huggulegt að vera í sviðsljósinu og
um 90 prósent þeirra sem tjá sig
um verk mín eru jákvæð og
skemmtileg. Ég get ekki kvartað yf-
ir því. Sigurjón Kjartansson lýsti
því ágætlega hvernig er að vera
frægur á Íslandi. Hann sagði það
vera eins og að búa á Ísafirði, það
vita allir hvað þú heitir og kinka til
þín kolli. Heimurinn verður aðeins
minni og það hentar mér vel því
fólk nálgast mig auðveldar.“
Þorsteinn segist passa sig á því
að kaffæra sig ekki í vinnu því það
er líka nauðsynlegt að hugsa og
skapa. „Reyndar leiddi nýleg rann-
sókn í ljós að skapandi hugsanir
fæðast fyrst og fremst þegar þú ert
ekki að hugsa um það. Það á vel við
því ég fæ mínar bestu hugmyndir
þegar ég er að hugsa um eitthvað
allt annað. Það er því engin vitleysa
að fara út að labba eða í sund og
vera með vasabókina með sér. En
að sitja við tölvuna og ætla að vera
fyndinn núna, það er erfitt.“
Ég hef skánað
Þegar Þorsteinn er beðinn um
að lýsa sér í nokkrum orðum segist
hann vera batnandi maður. „Það er
það sem ég er ánægðastur með við
sjálfan mig, ég hef skánað. Þegar ég
var yngri var ég hrokafullur og
leiðinlegur en ég hef hitt svo gott
fólk í lífinu og það hefur breytt
mér. Ég myndi ekki segja að ég sé
viðkvæm sál en það sem ég glími
frekar við er „vænisýki“. Ef ég er
þreyttur eða undir miklu álagi þá
ímynda ég mér hluti, að fólk sé á
móti mér og annað þess háttar. Ég
er farinn að þekkja þetta, vinir
mínir hlæja að þessu og ég get því
alveg lifað með þessu. Sjálfsagt er
þetta skortur á sjálfstrausti. Reynd-
ar tek ég hlutina ekki persónulega
og lít ekki stórt á mig. Það getur
brotist út í hugsunum eins og að ég
geti þetta ekki og eigi ekkert erindi
hér en þá fæðast oft bestu hug-
myndirnar. Grínleikur er mjög
manneskjuleg vinna og það fylgir
því að maður er oft algjör „lúser“.
En er það ekki þannig í lífinu líka?“
a
Þegar ég var
yngri var ég
hrokafullur og
leiðinlegur en ég hef hitt
svo gott fólk í lífinu og
það hefur breytt mér.
Grínið Grínleikur
er mjög mann-
eskjuleg vinna og
það fylgir því að
maður ert oft al-
gjör „lúser“.
24stundir LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 49
2421 outlet utsolubomba 2.ai 4/17/08 2:25:54 PM