24 stundir - 21.05.2008, Side 12

24 stundir - 21.05.2008, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 24stundir Magn falsaðra snyrtivara, lyfja og leikfanga sem hafa verið gerð upptæk á leið inn til ríkja Evrópu- sambandsins hefur stóraukist. Samkvæmt gögnum frá ESB var fjöldi tilfella 43 þúsund árið 2007 og jókst um heil 17 prósent milli ára. Ólöglegir innflytjendur virðast hafa aukið innflutning sinn á föls- uðum snyrtivörum, leikföngum og lyfjum, en á móti hefur dregið úr innflutningi þeirra á fölsuðum geisladiskum, mynddiskum og sígarettum. Algengustu fölsuðu lyfin sem voru gerð upptæk voru eftirlíkingar á stinningarlyfinu Vi- agra, blóðþrýstingslækkandi lyfj- um og lyfjum gegn beingisnun. Á vef Financial Times segir að sem fyrr megi rekja langflestar föls- uðu vörurnar til Kína, eða 60 pró- sent. Falsaðar snyrtivörur eru hins vegar flestar framleiddar í Georgíu, en eftirlíkingar á mat og drykk í Tyrklandi. aí Smygl á fölsuðum varningi til ríkja ESB Fölsuð lyf gerð upptæk Öryggisvörður á Mauer-sjúkrahúsinu í austurríska bænum Amstetten var á mánudaginn sleginn með kylfu af ljósmyndara í tilraun hans til að ná ljósmynd- um af Elísabetu Fritzl og sex börnum hennar sem þar dvelja og reyna að aðlagast breyttum veruleika. Margir fjölmiðlar hafa lýst sig reiðubúna að borga himinháar upphæðir til að geta birt myndir af fórn- arlömbum hins 74 ára Josefs Fritzl, sem hann hélt föngnum í kjallara sínum um margra ára skeið og beitti svívirðilegu ofbeldi. Dæmi eru um að reynt hafi verið að múta starfsfólki sjúkrahússins til að taka myndir af Elísabetu og börn- unum með farsíma sínum. Stjórn sjúkrahússins segir ljósmyndarana ágengasta á nóttunni og hefur þurft að snúa nokkra niður sem hefur tekist að komast inn á lóðina og hafa reynt að taka myndir inn um glugga. Til að bregðast við þessum ljósmyndurum hefur sjúkrahúsið leigt þjónustu einkarekins öryggisfyrir- tækis, auk þess sem einungis fimmtán sérvaldir sjúkra- hússtarfsmenn hafa fengið leyfi til að hlúa að og hafa afskipti af Fritzl-börnunum. Starfsmönnunum hefur einnig verið bannað að vera með farsíma, myndavélar eða önnur tæki sem geta tekið myndir eða hljóðbrot. Sjúkrahússtjórnin segir þó, að allir starfsmenn sjúkrahússins séu sammála um að gera allt til að tryggja öryggi og frið fólksins. atlii@24stundir.is Ágengir ljósmyndarar svífast einskis Papparassar elta Fritzl-börnin Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is Ítölsk stjórnvöld hyggjast grípa til tafarlausra aðgerða vegna þess „neyðarástands sem hefur skapast í öryggismálum landins“ og rekja má til mikillar fjölgunar flóttafólks frá Rúmeníu, eða sígauna. Innanríkisráðherrann Roberto Maroni hefur heitið lögreglu og ör- yggisstofnunum landsins auknu fjármagni, en spenna hefur aukist í landinu vegna fjölgunar sígauna á Ítalíu síðustu mánuði. Fjöldahandtökur Lögregla á Ítalíu hefur síðustu daga handtekið fleiri hundruð manns sem liggja undir grun um að vera ólöglegir innflytendur í að- gerðum í norðurhluta landsins, höfuðborginni Róm og í kringum Napoli. Tugum hinna handteknu hefur þegar verið vísað úr landi, en innflytjendurnir höfðu flestir kom- ið frá Rúmeníu, Albaníu, Grikk- landi, Kína og Marokkó. Reynt að ræna stúlkubarni Cristian David, innanríkisráð- herra Rúmeníu, sagði alveg ljóst að Rúmenar eigi að fá að ferðast að vild innan ríkja Evrópusambands- ins. „Það er tvennt sem ekki er hægt að semja um. Annars vegar að virðing sé borin fyrir lögum og hins vegar að virðing sé borin fyrir því ferðafrelsi sem Rúmenar fengu með inngöngu í ESB.“ Ofbeldisaldan gegn sígaunum á Ítalíu hófst þegar fréttist að sígauna- stelpa hafði gert tilraun til að ræna ungbarni. Í kjölfarið var kveikt í mörgum bráðabirgðaheimilum sí- gaunafjölskyldna í ítölsku borginni Napoli, þannig að þær neyddust margar til að flýja borgina. Málefni innflytjenda áberandi Maroni segist hafa verið í sam- bandi við bæði rúmensk og líbísk stjórnvöld til að finna skilvirkari leiðir til að halda innflytjendum frá, sem hafa litla sem enga von um að finna atvinnu. Fjölgun innflytjenda var áber- andi í kosningabaráttunni fyrir ítölsku þingkosningarnar í síðasta mánuði. Vakti það sérstaka athygli þegar Silvio Berlusconi forsætis- ráðherra skipaði Maroni í embætti innanríkisráðherra, en hann kem- ur úr röðum Norðurbandalagsins sem hefur barist hart gegn fjölgun innflytjenda. Spánverjar gagnrýnir Spænsk stjórnvöld gagnrýndu Ítalíustjórn harðlega um helgina vegna stefnu hennar. Maria Teresa Fernandez, aðstoðarforsætisráð- herra Spánar, sagði Spánverja „hafna ofbeldi, kynþátta- og út- lendingahatri og því ekki geta stutt það sem nú gerist á Ítalíu“. Spænski innflytjendaráðherrann Corbacho Celestine bætti því við að það væri vilji Berlusconi að stimpla alla þá sem væru öðruvísi sem glæpamenn. Ítalir bregðast við fjölgun sígauna  Hundruð manns handtekin í aðgerðum ítölsku lögreglunnar  Spánverjar gagnrýna Berlusconi og segja hann vilja stimpla alla þá sem eru öðruvísi sem glæpamenn Handtökur Um 50 sígaunar voru handteknir í Rómaborg um síðustu helgi. ➤ Sígaunar eru stærsti minni-hlutahópur í Evrópu. ➤ Talið er að rúmar átta millj-ónir sígauna séu á meg- inlandi Evrópu. ➤ Flestir sígaunar búa í Austur-Evrópu og lifa flestir flökku- lífi. ➤ Sígaunar eiga rætur að rekjatil Indlands og nefna sjálfa sig Rom eða Romani. SÍGAUNAR Hungursneyð vofir nú yfir um sex milljónum eþíópískra barna vegna langvarandi þurrka. Að sögn Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna þurfa nú um 60 þúsund börn í tveimur héruðum landsins á bráðri sérfræðihjálp að halda einungis til að þau geti haldið lífi. Fastlega er búist við að ástandið versni á næstu mán- uðum vegna minnkandi upp- skeru og skorts á úrkomu. Þarlend hjálparsamtök segjast búa við mikinn fjárhagsskort þar sem styrktaraðilar beini nú sjónum sínum að hörm- ungum í Kína og Búrma. aí Þurrkar í Eþíópíu Hungursneyð vofir yfir Verkfall starfsmanna norskra flugvalla breiddist út til sex flugvalla til viðbótar í gær. Verkfall truflar nú starf- semi alls þrettán flugvalla og þar af eru tólf þeirra alveg lokaðir. Sola í Stavangri er stærsti flugvöllurinn sem hefur verið lokað, en um 11 þúsund flugfarþegar fara dag- lega um völlinn. Flugfélagið SAS aflýsti 200 ferðum í gær vegna lokananna. aí Verkfall í Noregi Tólf flugvellir nú lokaðir Eldur braust út í húsi Fílharm- óníusveitarinnar í Berlín í gær. Mikinn reyk lagði frá þaki tón- leikahússins, sem var reist á sjö- unda áratug síðustu aldar og er ekki langt frá Potsdamer Platz. Örugglega tókst að koma bæði gestum og starfsfólki út úr bygg- ingunni, en tónlistarfólki var gef- ið leyfi að halda inn til að koma hljóðfærum út. Síðdegis í gær var ekki vitað um orsök eldsins né umfang skemmda. aí Fílharmónían í Berlín Eldur braust út í þaki hússins Kona á þrítugsaldri lést eftir að tveggja hæða strætisvagn ók á tré í morgunumferðinni á Tower Bridge Road í Lundúnum í Eng- landi í gær. Að sögn lögreglu var konan gangandi vegfarandi og lést á vettvangi eftir að hafa feng- ið trjágreinar í höfuðið. Á vef Sky-fréttastofunnar segir að átján farþegar strætisvagnsins hafi einnig slasast í slysinu, en enginn þeirra alvarlega. aí Strætisvagn ekið á tré Banaslys á Tower Bridge Þýskir þing- menn hafa fellt tillögu um að laun þeirra verði hækkuð um 16,4 pró- sent á þremur árum. Angela Merkel kansl- ari var fylgj- andi hækkuninni, sem hún sagði að myndi færa laun þingmanna í sama horf og laun dómara. Tillagan um launahækkunina hafði sætt mikilli gagnrýni, bæði innan stærstu flokkanna og með- al stjórnarandstöðuþingmanna. Samkvæmt tillögunni hefðu mánaðarlaun þingmanna farið í 8.159 evrur árið 2010, eða um 950 þúsund íslenskar krónur. mbl.is Launamál þingmanna Þingmenn hafna launahækkun

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.