24 stundir - 21.05.2008, Page 13

24 stundir - 21.05.2008, Page 13
NordicPhotos/AFP Sorg Syrgjandi móðir er flutt á brott eftir að hafa þurft að bera kennsl á lík barns síns í líkhúsi í Hanwang. Ljóst er að fjöldi foreldra á skjálftasvæðunum hefur misst sitt eina barn, þar sem stefna yfirvalda hefur verið að hver fjölskylda megi einungis eignast eitt barn. Kyrrð Þúsundir manna komu saman á Torgi hins himneska friðar í Peking. Minnast látinna Þúsundir grunnskólanema mynduðu saman hjartalaga hring um tákn Wenchuan-bæjar á torgi í Linfen í Shaanxi-héraði á mánudaginn. Bjargað Kínverskir hermenn flytja konu á brott sem fannst á lífi í rústum húss í Beichuan. Úrhellisrigning hefur gert björg- unarmönnum mjög erfitt fyrir og lokaðist fjöldi bæja af eftir að aurskriður lokuðu vegum. Rökkur Þúsundir manna hafa dvalið utandyra síðustu nætur af ótta við öflugan eft- irskjálfta. Þessi ungmenni styttu sér stundir með því að taka í spil á torgi í Chengdu. Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is „Það ríkir bæði reiði og sorg hér í Kína eftir jarðskjálftann,“ segir Hans Bragi Bernharðsson, framkvæmda- stjóri Enex Kína. „Ekki er talað um annað en skjálftann. Þriggja daga þjóðarsorg hófst í landinu á mánu- daginn og fólk er að sjálfsögðu slegið yfir þessu. Fólk fylgist mjög vel með þar sem bæði kínverskir og erlendir fjölmiðlar hafa verið með beinar út- sendingar allan sólarhringinn frá þeim svæðum sem urðu hvað verst úti.“ Allir létu sig hverfa Hans Bragi hefur verið búsettur í Kína í tólf ár og býr nú í borginni Xia- nyang í Shaanxi-héraði, um 600 kíló- metra frá upptökum skjálftans. „Ég var reyndar staddur í Peking þegar skjálftinn reið yfir, en ég er farinn að halda að ég sé eini maðurinn í landinu sem fann ekki fyrir honum. Ég var á 15. hæð í skrifstofubyggingu og var að bíða eftir fólki þegar mjög æst kona birtist allt í einu, talar mjög hratt og óskýrt og eina orðið sem ég skildi var jarðskjálfti. Þá gekk ég út og sá að allir létu sig hverfa. Konan mín og dóttir fundu hins vegar mjög greinilega fyrir skjálftanum.“ Skjálftinn mældist 7,9 stig á Rich- terskvarða í Sichuan-héraði, en um 3,5 stig í Peking, 1.400 kílómetra frá upptökunum. Mestu hörmungarnar Hans Bragi segir þetta mestu hörmungarnar sem hafa riðið yfir Kína þann tíma sem hann hefur verið þar. „Ég finn fyrir miklum samhug meðal Kínverja. Það sem er öðruvísi við þessar hörmungar samanborið við aðrar er að það hefur verið mjög mik- ið fjallað um þetta í fjölmiðlum. Það er ekki algengt að innlendum jafnt sem erlendum fjölmiðlum hafi verið hleypt inn á hamfarasvæði, en um- fang eyðileggingarinnar hefur auðvit- að sitt að segja. Það hafa verið haldnar vökur um allt land og Kína stoppaði í þessar þrjár mínútur í gær [mánu- dag].“ Hans Bragi segir að fólk í Xianyang hafi fundið fyrir tíðum eftirskjálftum. Hann segir margt fólk vera mjög stressað og að fjöldi fólks hafi dvalið utandyra yfir nóttina. „Mér sýnist á öllu að svo verði aftur í nótt. Maður skilur þetta að ákveðnu leyti en manni finnst það ákveðin móðursýki líka.“ Reiði vegna eyðileggingar Að sögn Hans Braga hefur sérstak- lega mikið verið fjallað um allan þann fjölda skólabygginga sem hrundu í skjálftanum, en áætlað er að um sjö þúsund skólar hafi eyðilagst í Sichuan- héraði. „Á svæðum næst upptökun- um hrundi allt en á svæðum fjær gerðist mjög oft að skólar hrundu þó að aðrar byggingar hafi staðið þetta af sér. Stjórnvöld segja að þetta verði skoðað sérstaklega og að þeir sem ábyrgðina bera á illa byggðum skóla- byggingum verði dregnir fyrir dóm- stóla. Kurteislega þýðir þetta að þeir sem hafa gerst sekir um eitthvað slíkt megi eiga von á að fá dauðarefsingu. Það ríkir því bæði reiði og sorg hérna í Kína.“ Reiði og sorg í kjöl- far skjálfta  Íslendingur búsettur í Kína segir Kínverja slegna og að samhugurinn sé mikill ➤ Kínversk yfirvöld hafa stað-fest að rúmlega 40 þúsund manns hafi látist og um 250 þúsund slasast. ➤ Fleiri tuga þúsunda er ennsaknað, en í gær var fólk enn að finnast á lífi í rústum húsa. JARÐSKJÁLFTINN 24stundir MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 13 ÁSTANDIÐ Í KÍNA frettir@24stundir.is a Kurteislega þýðir þetta að þeir sem hafa gerst sekir um eitthvað slíkt megi eiga von á að fá dauðarefsingu. Hans Bragi Berharðsson, framkvæmdastjóri Enex Kína.                                   

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.