24 stundir - 17.06.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 17.06.2008, Blaðsíða 18
SALA JPY 0,741 -0,01% EUR 123,97 0,90% GVT 159,67 0,76% SALA USD 80,10 0,23% GBP 157,27 0,95% DKK 16,623 0,88%a Hér áður fyrr biðu menn eftir arkitektúrnemum og slógust um þá, en það er ekki lengur svo. 18 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2008 24stundir Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is „Vissulega finnum við fyrir sam- drætti,“ segir Pálmi Guðmundsson hjá Arkitektastofu Pálma Guð- mundssonar, aðspurður hvort nið- ursveiflan í efnahagslífinu sé farin að bitna á arkitektum. Viðmælendur 24 stunda eru flestir sammála um að niðursveifl- an sé farin að koma við arkitekta. Stofur virðast þó almennt hafa nóg fyrir stafni, en hægt hefur á fjölgun nýrra verkefna, sér í lagi frá ein- staklingum og smærri verktökum. Erfiðara að fá vinnu Jóhannes Þórðarson, deildarfor- seti hönnunar- og arkitektúrdeild- ar Listaháskóla Íslands, segir nem- endur við skólann finna fyrir því að um hefur hægst á arkitektastofum. Sérstaklega hafi verið erfitt fyrir nemendur af fá sumarstörf síðustu vikur, en ástandið hafi ekki verið jafn slæmt í vor. „Hér áður fyrr biðu menn eftir arkitektúrnemum og slógust um þá, en það er ekki lengur svo. Í fyrra fékk ég t.d. miklu meira af fyrirspurnum frá arkitektastofum, um hvort ég gæti bent á nemendur sem vildu sumarvinnu eða heils- ársvinnu áður en þeir héldu áfram í námi, en ég fæ nú,“ segir hann. Gunnar Stefánsson, einn eig- enda Eon Arkitekta sem aðallega hefur unnið fyrir einstaklinga, seg- ist finna fyrir því að kúnnar gera ekki kröfu um að hlutirnir gangi jafn hratt fyrir sig og áður. „Menn ætlast ekki lengur til þess að fá allt helst í gær. Hamagangurinn er ekki sá sami og verið hefur undanfarin ár. En við erum ennþá að fá ein- hver ný verkefni.“ „Nú hringir enginn lengur“ „Áður fyrr hringdu einstaklingar reglulega, jafnvel bara til að þreifa fyrir sér. Nú hringir enginn leng- ur,“ segir starfsmaður arkitekta- stofu sem ekki vill láta nafn síns getið. Hann segir fá ný verkefni hafa bæst á lista stofunnar, og eng- in frá verktökum eða einstakling- um. Pálmi Guðmundsson segir arki- tekta eins og aðra verða vara við að einstaklingar eigi erfiðara með að fá lán til að ráðast í nýjar fram- kvæmdir. Þá sé tvísýnt með ein- staka byggingar sem þegar hafa verið hannaðar að mestu. „Menn eru stundum að velta fyrir sér að byggja íbúðarhús, sem eru nú þeg- ar í byggingu, upp að fokheldi en sjá svo til hvort þau verði kláruð. Því kaupendur fá heldur ekki lán fyrir því sem hefur verið byggt.“ Viðmælendur 24 stunda nefndu sumir hverjir að ekki hafi dregið úr nýjum verkefnum frá sveitarfélög- um. Valdimar Harðarson, einn eig- enda ASK Arkitekta segir sam- dráttinn í nýjum verkefnum ekki vera tilfinnanlegan, en stofan hefur aðallega verið í viðskiptum við sveitarfélög og stórfyrirtæki. „Við erum með mjög dreifða þjónustu byggða á gömlum grunni, en höf- um lítið unnið fyrir verktaka.“ ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Hægist um hjá arkitektum  Erfiðara fyrir nema í arkitektúr við LHÍ að fá vinnu nú en áður Minni eftirspurn Ekki er slegist um nema í arkitektúr líkt og áður, segir deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar LHÍ. ➤ Forstjóri Íbúðalánasjóðs telurað byggt hafi verið umfram þörf. ➤ Talið er að allt að 4.000 íbúðirstandi auðar og óseldar á byggingarstigi. OF MIKIÐ BYGGT? MARKAÐURINN Í GÆR               !" #$$%                        !"   # $   %   &"  '()*+ '  , -. /0.  "1  2        345  "!  ! 61 ! (""  (7/  /81  !"!   +9 "0  1- -  :  -          ;" 1        -0   !  "                                                            :-  - <  = # ' >5?535> >@ABBCDB> CB4>>CDA@ >C?5@CCAD B43@>? >35B?BB4 3B4B5>455 >@?>D5>ACD 5@5435D5 C3?B?3@4 4CA@5?A5 CD45@?B C?@ACDD DDCB4 ?A?>B4 A 3?3@?4@B DD>3@4 >BACC3D , , , , 5A3?AAAA , , 4E?? 3CE5A @EBC C4E>5 C?E3B C?EBA B5@EAA >3E5A @DEAA 3E@> CAEAD >ECA D3EAA CECA 4ED? >CBEAA C535EAA 3ACEAA C?AEAA , , , , 54>5EAA , , 4E5> 3CEB5 @EBD C4E3A C?E5@ C?EB5 B5DEAA >3E55 @DE4A 3E@5 CAEC3 >EC3 D3E4A CEC> 4EDD >>AEAA C5?AEAA 3A4EAA C?@EAA CEAA >>ECA , @E?D 544AEAA CAEAA 5E5A /0  - 3 CD >@ 3B ? B ?C ?3 D C? C@ 5 > C C , CA C CC , , , , 3 , , F" - "- C44>AA@ C44>AA@ C44>AA@ C44>AA@ C44>AA@ C44>AA@ C44>AA@ C44>AA@ C44>AA@ C44>AA@ C44>AA@ C44>AA@ C44>AA@ C44>AA@ C44>AA@ CA4>AA@ C44>AA@ C44>AA@ C44>AA@ CA3>AA@ C34>AA@ 4C>>AAB 34>AA@ C44>AA@ ?4>AA@ B3>AA@ ● Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Lands- banka Íslands fyrir 2.843 milljónir króna. ● Mesta hækkunin var á bréfum í Bakkavör Group eða um 5,83%. Bréf í Century Aluminum hækk- uðu um 4,26%. ● Mesta lækkunin var á bréfum í Færeyjabanka, 3,27%. Bréf í Ice- landair Group lækkuðu um 2,65% og bréf í SPRON um 1,55%. ● Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,72% og stóð í 4.471,13 stigum í lok dags. ● Íslenska krónan veiktist um 0,74% í gær. ● Samnorræna OMX-vísitalan lækkaði um 0,62%. Breska FTSE- vísitalan lækkaði um 0,2% og þýska DAX-vísitalan um 0,6%. Stangaveiðifélag Reykjavíkur átti hæsta tilboð í Laxá í Leirársveit en áin var boðin út fyrir skömmu. Tilboðin eru fyrir þrjú næstu veiðiár og voru þau opnuð á laugardags- kvöld. Stangaveiðifélag Reykjavíkur bauð 124,6 milljónir króna. Stangaveiðifélagið Lax-á bauð 120,6 milljónir, Sporðablik 112,8 milljónir og Eljan ehf. 99 milljónir. Auk þess komu tvö frávikstilboð frá Sporðabliki. Veiðifélagið er að fara yfir tilboðin en veiði hefst í ánni 22. júní. Til- boðin gilda frá næsta veiðiári. Fjórir buðu í Laxá Heildarvelta debet- og kred- itkorta dróst saman um 2,4% að raunvirði á milli apríl og maí, samkvæmt tölum Seðlabanka Ís- lands. Greiðsluvelta í maí nam 59,9 milljörðum króna. Í morgunkorni Glitnis er bent á að verulega hafi hægt á aukningu kortanotkunar á undanförnum mánuðum, en maí er fyrsti mán- uðurinn þar sem samdráttur mælist frá sama mánuði árið áð- ur. „Þróun kortanotkunar í versl- un, leiðrétt fyrir gengis- og verð- bólguáhrifum, þykir gefa góða vísbendingu um þróun einka- neyslu. [...] Þessar tölur, ásamt tölum um samdrátt í bílainn- flutningi, eru því vísbending um að búast megi við stöðnun í einkaneyslu eða jafnvel sam- drætti strax á 2. ársfjórðungi,“ segir þar ennfremur. hos Kortanotkun minnkar Samkeppniseftirlitið hefur sam- þykkt kaup IP-fjarskipta ehf. á öllu hlutafé í Ódýra símafélaginu ehf. og kaup Teymis hf. á 51% hlutafjár í IP-fjarskiptum. Eft- irlitið samþykkti samrunann eftir að sátt var gerð við Teymi hf. og IP-fjarskipti ehf. um skilyrði til að tryggja að full óskoruð sam- keppni ríki á milli Vodafone og Tal. mbl.is Kaup Teymis samþykkt Tólf mánaða verðbólga á evrusvæðinu mældist 3,7% í maí samkvæmt evrópsku hagstofunni Eurostat. Í Vegvísi Landsbankans segir að verð- bólgan hafi ekki mælst jafnmikil í 16 ár eða frá því í júní 1992 og var hún lítillega yfir meðalspá sem Bloomberg tók saman. Verð hækkaði um 0,6% milli apríl og maí og vó hækkun á mat og elds- neyti einna þyngst. Matvælaverð hækkaði um 0,5% og orkuverð um 3,6%. Seðlabanki Evrópu hefur barist við minnkandi hagvöxt und- anfarna mánuði og haldið stýrivöxtum óbreyttum. Í byrjun júní til- kynnti Jean-Claude Trichet seðlabankastjóri hins vegar að seðlabank- inn myndi hugsanlega hækka stýrivexti í júlí til að stemma stigu við vaxandi verðbólgu. Verðbólga á evrusvæðinu sú mesta í sextán ár Aflaverðmæti íslenskra fiskiskipa nam 21,8 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við 25,2 milljarða á sama tíma í fyrra. Greina má því mikinn samdrátt milli ára eða 3,4 milljarða. Aflaverðmæti þessa fyrstu þrjá mánuði ársins er því 13,5% minna en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Aflaverðmæti dregst saman FÉ OG FRAMI frettir24stundir.is

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.