24 stundir - 17.06.2008, Blaðsíða 29

24 stundir - 17.06.2008, Blaðsíða 29
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2008 29 Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Kristín Eysteinsdóttir var valin leikstjóri ársins á afhendingu Grímunnar, íslensku leiklistarverð- launanna, síðastliðinn föstudag. Titilinn hlaut hún fyrir leikstjórn í sýningunni Sá ljóti í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Verkið er sterk ádeila á yfirborðsmennsku í sam- félaginu en umgjörð sýningarinnar var allt annað en yfirborðskennd. „Allar umbúðir eru í lágmarki, sviðsmyndin einföld, ljósabreyt- ingar nánast engar og hljóðmyndin er öll búin til á sviðinu af leikurun- um sjálfum. Við fórum þessa leið einmitt út af þessari ádeilu á mik- ilvægi umbúða og ákváðum í stað- inn að fókusera fyrst og fremst á innihaldið. Þetta er form sem heillar mig mikið og ég vil gjarnan vinna með það áfram í framtíðinni. Ég lít á verðlaunin sem hvatningu til þess að halda áfram á svipaðri braut,“ segir hún og bætir því við að hún hafi alls ekki búist við að verða fyrir valinu. „Ég er ungur leikstjóri og hef aldrei áður verið tilnefnd. Það var mér því mikill heiður að hljóta til- nefningu í ár og ég gerði alls ekki ráð fyrir því að fá verðlaunin. Hinir leikstjórarnir sem voru tilnefndir eru miklir reynsluboltar sem ég hef lengi litið upp til.“ Leikstýrir Nemendaleikhúsinu Sýningum á verkinu Sá ljóti verður haldið áfram í Þjóðleikhús- inu í haust en þessa dagana vinnur Kristín að leikstjórn fyrstu sýning- ar Nemendaleikhússins sem verður frumsýnd í byrjun október. „Svo er ég að fara að leikstýra í Borgarleikhúsinu verki eftir Söruh Kane sem verður frumsýnt í byrjun febrúar,“ segir hún að lokum. Kristín Eysteinsdóttir, leikstjóri ársins Áherslan á innihald en ekki umbúðir Á afhendingu Grímunnar, íslensku leiklistarverð- launanna, síðastliðinn föstudag var Kristín Ey- steinsdóttir valin leik- stjóri ársins. Verðlaunin eru hvatning Kristín Ey- steinsdóttir leikstjóri. ➤ Höfundur verksins er Þjóð-verjinn Marius von Mayen- burg. ➤ Leikarar eru Dóra Jóhanns-dóttir, Jörundur Ragnarsson, Stefán Hallur Stefánsson og Vignir Rafn Valþórsson. SÁ LJÓTI Í tilefni af aldarafmæli ólympíu- þátttöku Íslendinga efnir Nýhil til ljóðaveislu á Næsta bar klukkan 20.30 annað kvöld, miðvikudags- kvöldið 18. júní. Kvöldið er haldið sérstaklega til heiðurs glímukapp- anum Guðmundi Sigurjónssyni Hofdal, þátttakanda á Ólympíu- leikunum í London árið 1908. „Hann er eini Íslendingurinn sem hefur verið dæmdur fyrir sódómíu. Að vísu fékk hann síðar uppreisn æru með konungsbréfi,“ segir Kristín Svava Tómasdóttir, eitt hinna ungu öfugsnúnu skálda sem hyggjast stíga á svið í ljóðaveisl- unni. „Kvöldið verður tileinkað öf- ugugganum í þjóðarsálinni og skemmtilegu samspili þjóðlegrar og karlmannlegrar glímu annars vegar og öfuguggaháttar hins veg- ar.“ Öfuguggaljóðaglíma Skáldsagan Tré Janissaranna eftir Jas- on Goodwin er kom- in út í kilju í þýðingu Ragnars J. Gunnars- sonar. Sagan gerist í Ist- anbúl árið 1836. Nótt eina er ung stúlka kyrkt í kvennabúri soldánsins og á sama tíma er liðsforingja slátrað á götum borg- arinnar. Borgin er sem púðurtunna og hið glæsilega heimsveldi Tyrkjasol- dánsins riðar til falls. Hinar fornu úrvalssveitir Janissaranna virðast koma við sögu, en hvernig? Aðeins einn maður getur leyst gátuna og það er Yashim, sérlegur útsendari soldánsins og geldingur úr kvennabúrinu. Höfundurinn, Jason Goodwin, heillaðist af Ist- anbúl þegar hann lagði stund á býsanska sögu við háskólann í Cambridge. Fyrir fimmtán árum fór hann í sex mánaða píla- grímsför um Austur-Evr- ópu til að leita borgarinn- ar í fyrsta sinn, ferð sem hann segir frá í On Foot do the Golden Horn, sem kom út árið 1993. Tré Janissaranna hefur verið þýdd á 30 tungumál og fékk hin virtu Edgar-verðlaun í Bandaríkj- unum sem besta glæpasagan árið 2007. Ný bók frá Skugga forlagi Tré Janissaranna LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Allar umbúðir eru í lágmarki, sviðsmyndin einföld, ljósabreytingar nánast engar og hljóðmyndin er öll búin til á sviðinu af leik- urunum sjálfum. menning

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.