24 stundir - 17.06.2008, Blaðsíða 46

24 stundir - 17.06.2008, Blaðsíða 46
7 9 2 8 6 3 4 1 5 8 1 6 4 5 2 3 9 7 3 4 5 7 9 1 2 6 8 9 2 8 3 4 6 5 7 1 1 6 4 5 2 7 8 3 9 5 3 7 9 1 8 6 2 4 2 5 3 1 8 9 7 4 6 4 7 1 6 3 5 9 8 2 6 8 9 2 7 4 1 5 3 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is „200 konur koma að útsending- unni, skemmtiatriðunum, viðtöl- unum og öllu sem fylgir þessu,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjásins, um söfnunarátakið Á allra vörum sem fer í loftið á Skjá Einum föstudags- kvöldið næstkomandi klukkan 21. Markmiðið með söfnunarátak- inu er að leggja Krabbameinsfélagi Íslands lið við að kaupa ný tæki sem greina brjóstakrabbamein á frumstigi. Verkefnið er gríðarlega stórt og hafa aðstandendur átaks- ins því fengið fjórar kjarnakonur frá fjórum mismunandi fjöl- miðlum til að stýra þættinum, sannkallað landslið íslenskra sjón- varpskvenna. Þær Svanhildur Hólm, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, Kolfinna Baldvins- dóttir og Nadía Banine munu sameina krafta sína og tryggja það að augu og athygli sjónvarpsáhorf- enda vafri ekki frá Skjá Einum. Sigríður segir að það séu ekki bara kynnarnir sem gleymi sam- keppninni í eina kvöldstund, held- ur komi margar aðrar konur að út- sendingunni sem hafa svipaða sögu að segja. „Samkeppnisaðilar hafa snúið bökum saman og vilja leggjast á eitt að gera þáttinn sem bestan.“ Og að sjálfsögðu þarf ekki að taka það fram að allir sem koma að útsendingunni gefa vinnu sína. Samkeppnin skiptir ekki máli „Þegar svona málefni er í gangi þá skiptir samkeppnin engu máli og það leggjast allir á eitt,“ segir Jó- hanna Vilhjálmsdóttir sem heldur uppi heiðri Ríkissjónvarpsins í átakinu. Hún segir að málstaðurinn sé mjög verðugur því ein af hverjum tíu konum greinist með brjósta- krabbamein og að í hverjum mán- uði deyi þrjár konur af völdum brjóstakrabbameins. Jóhanna bætir við að auk þeirra fjögurra munu margar lands- þekktar konur á borð við Vigdísi Finnbogadóttur, Helgu Brögu og Ilmi Kristjánsdóttur leggja söfn- uninni lið með því að svara í síma og vera með skemmtiatriði. Nú þegar hefur verið opnað fyr- ir söfnunarsímana og getur fólk styrkt söfnunina í símum 903- 1000, 903-3000 og 903-5000 og rennur þá tilsvarandi upphæð til málefnisins. Samstilltar konur með söfnunarátak á Skjá Einum Samkeppni víkur fyrir málstaðnum Á föstudagskvöld fer í loftið á Skjá Einum söfn- unarþátturinn Á allra vörum. Þar taka konur saman höndum og safna peningum til tækjakaupa fyrir Krabbameinsfélagið. Framkvæmdastýran Sigríður Margrét. Hinar fjórar fræknu Jóhanna, Svanhildur, Nadía og Kolfinna munu sameina krafta sína fyrir góðan málstað. Cirkus á föstudögum og laug- ardögum, og þriðjudögum í Soho- hverfinu,“ segir Snorri, sem býr í Tyrkjahverfinu í Lundúnum. „Ég er hvítasti maðurinn á þess- um ferkílómetra. En þó ég sé ein- ungis meðalmaður á hæð á Fróni, þá er ég með stærri mönnum hér úti. Það böggar mig því enginn,“ segir Snorri að lokum. traustis@24stundir.is „Ég held að þetta sé fyrsta uppi- stand Íslendings í fullri lengd á er- lendri grundu,“ segir grínistinn góðlyndi Snorri Hergill Krist- jánsson, sem hefur komið ár sinni ágætlega fyrir borð í Bretlandi með uppistandi. Næsta mánuðinn verður hann með daglegt uppi- stand á hinni virtu Edinburgh Fringe Festival, sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og selur til dæmis fleiri miða en EM í knattspyrnu. Kennir íslensku í hjáverkum „Ég verð með 45 mínútna sýn- ingu á degi hverjum frá 14.10 til 14.55 sem nefnist Hundadagakon- ungurinn og fjallar um þjóðarvit- und íslendinga, hvernig það er að vera frá svona litlu landi. Við Ís- lendingar eigum það nefnilega til að mikla okkur og landið okkar fyrir útlendingum, sem fæstir vita hvar Ísland er. Þess utan sinni ég ýmsum verkefnum, geri í raun allt sem krefst þess ekki að mæta í vinnu snemma á morgnana. Ég kenni íslensku í einkaskóla, þýddi High School Musical, sem verður til þess að ég fer til helvítis, talaði inn á Golden Compass, og svo verð ég með uppistand á Piccadilly Snorri Hergill vinnur sig til vegs og virðingar Með uppistand á Edinborgarhátíð Fyndinn „Einu sinni voru tveir tómatar á leið yfir götu …“ Snorri í vinnunni. 46 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2008 24stundir „Núna eru það Bíladagar, und- anfarin ár hefur það verið Halló Akureyri. Hvernig getur það ver- ið að fólk láti öllum illum látum og meira til í hvert skipti sem há- tíð er á Akureyri? Er eitthvað annað loftslag á Akureyri eða liggur bara „annað í loftinu“ þar þegar fólk safnast þar saman.“ Guðrún Þóra Hjaltadóttir gudruntora.blog.is „Sem Akureyringi svíður mér sárt að alla helgina hafi dunið á okkur fréttir af skrílslátum á Akureyri. Akureyringar eru og eiga að vera stoltir af bænum sínum. Það felst ekkert stolt í því að láta fámenn- an hóp kúga sig. Stoltið felst í því að láta alla vita að þeir séu vel- komnir til þessa góða bæjar.“ Viðar Garðarsson vg.blog.is Óskiljanlegasta auglýsingin í sjónvarpinu hlýtur að vera frá bílaframleiðandanum sem hamr- ar á því að verkfræðingateymi fyrirtækisins hafi einkaaðgang að lúxushóteli. Það yrði áhugavert ef einhver bankinn sýndi löng myndskeið af jólagjöfunum til millistjórnenda sinna …“ Stefán Pálsson kaninka.net/stefan BLOGGARINN HEYRST HEFUR … Gísli Örn Garðarsson komst ekki á Grímuna þar sem hann er á Spáni við undirbúning á kvikmynd- inni Prince of Persia. Þar er hann að læra bardaga- list og skylmingar fyrir ævintýralegar senur mynd- arinnar. Heyrst hefur að miklar vonir séu bundnar við myndina og að Gísli hafi þegar skrifað undir samning um að leika í framhaldsmynd verði hún gerð. bös Það kom gestum afmælisveislu Reykjavík Grape- vine í opna skjöldu á föstudagskvöldið þegar hljóm- sveitin Dáðadrengir mætti skyndilega í þyrlu og tók lagið. Sveitin hætti fyrir um þremur árum, án þess að hafa gefið út plötu, á meðan hún var á hátindi ferils síns. Vonast nú aðdáendur sveitarinnar og söngvarans Johnny Sexual til að sveitin klári loks- ins það sem þeir byrjuðu á. bös Ef leiðin liggur niður í miðbæ Reykjavíkur í dag til þess að fagna þjóðhátíðardeginum vill hljómsveitin Ultra Mega Teknó Bandið Stefán mæla með því að þið hafið augun á háloftunum á milli kl. 14 og 15. Þá mun flugvél svífa yfir fjöldanum með skilaboð í eftirdragi frá liðsmönnum sveitarinnar. Sveitin dustar rykinu af þessari gömlu auglýsingaaðferð er hefur verið ónýtt í áraraðir. bös Lífsgæðakapphlaup? Hver þarf svo sem á því að halda. a Það þykir mér aumkunarvert. Það væri alger ísbjarnarblús. Bubbi, er nauðsynlegt að skjóta þá? Annar hvítabjörn gekk á land í Skagafirði í gær. Bubbi Morthens samdi lag um veiðar á hvölum hér um árið, þar sem spurt var hvort nauðsyn- legt væri að skjóta þá. Þá þarf vart að taka fram að Bubbi samdi einnig Ísbjarnarblús. FÓLK 24@24stundir.is fréttir

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.