24 stundir - 17.06.2008, Blaðsíða 43

24 stundir - 17.06.2008, Blaðsíða 43
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2008 43 Söngkonan og ofurdópistinn Amy Winehouse sannaði enn og aftur um helgina að hún á ekki heima á sviði. Winehouse fékk tvær milljónir dollara fyrir að koma fram í einkasamkvæmi hjá rússneskum milljónamæringi. Kærasta Rússans var að opna listasýningu og þeim fannst bráð- sniðugt að fá hina margverðlaun- uðu Winehouse til að halda uppi fjörinu. Winehouse tókst að koma sér upp í flugvél en var víst ansi tuskuleg þegar vélin lenti í Moskvu. Hún staulaðist á svið tveimur klukkustundum of seint og náði að klára allt prógrammið. Söngurinn var að sögn ekki til fyrirmyndar en Winehouse sturt- aði í sig gosdrykkjum og keðju- reykti á sviðinu á milli þess sem hún sýndi fremstu röðinni undir kjólinn hjá sér. Gestirnir fengu töluvert djarfari sýningu en þeir gerðu ráð fyrir því Winehouse var ekki í neinum nærbuxum. Þetta hefur örugglega ekki verið alveg það sem ríka fólkið í Rúss- landi vildi sjá á listasýningunni en varla er við öðru að búast af Amy Winehouse sem virðist sökkva dýpra í neyslu með hverj- um deginum. íav Winehouse berrössuð á tónleikum Disney-stjarnan Vanessa Hud- gens er gyðja í augum allra lítilla stelpna á aldrinum 5-15 ára. Hún kann að syngja, dansa og leika og er súpersæt skvísa. Ekki spillir fyrir að hún á sætasta kærastan í Hollywood, Zack Efron, sem er einnig með alla þessa hæfileika. Á milli þess sem Vanessa leikur í Disney myndum reynir hún að slá í gegn sem poppari. Hún gaf út plötu fyrir nokkrum árum sem fór alfarið framhjá þeim sem ekki horfðu reglulega á Disney stöðina en þar voru lögin í stöðugri spil- un. Nú hefur Vanessa gefið út glænýtt lag sem á eflaust eftir að njóta mikilla vinsælda hjá allra yngstu kynslóðinni. Lagið heitir Sneak- ernight og fjallar um nokkrar gellur sem eru á leiðinni á djammið í strigaskónum. Myndbandið er sérhannað fyrir litlar gellur með tilheyr- andi neonlitum og blikkandi ljósum. Þeir sem eru eldri en 15 ára munu þó líklega ekki setja lagið í „favorite“ á You- tube. Gera má ráð fyrir því að hvítir strigaskór með neonlituðum reimum verði allsráðandi í skótískunni hjá litlu skvís- unum í sumar. íav Disney-stjarnan Vanessa syngur um strigaskó Rapparinn Lil Wayne, sem sagðist nýverið ekki nota eiturlyf vegna þess að hann sé of sætur strákur, virðist ætla að verða stjarna sum- arsins. Nýjasta plata hans, Tha Carter III, seldist í 423 þúsund eintökum fyrsta daginn. Rapp- arinn hefur ekki verið vinsæll hér á landi en lagið Lollipop af nýj- ustu plötu hans passar í hvaða FM-957-partí sem er. Söluhæstur þetta árið? Vinsældir plötunnar eru sér- staklega athyglisverðar í ljósi þess að henni var lekið á netið löngu áður en hún kom út og var jafnvel búist við því að það myndi skaða söluna. Svo virðist ekki vera en talið er að platan muni seljast í um 900 þúsund eintökum fyrstu vikuna og verði þá sú söluhæsta á fyrstu vikunni þetta árið. Kanye West var sá söluhæsti á síðasta ári með 957 þúsund seld eintök fyrstu vikuna af plötunni Graduation. íav 423.000 eintök seld fyrsta daginn Tölvuleikir elli@24stundir.is Einn þeirra leikja sem einkennt hafa Playstation-tölvurnar er Me- tal Gear Solid. Með hverri kynslóð af Playstation kemur ný útgáfa af leiknum, sem ávallt er beðið eftir með óþreyju. Metal Gear Solid 4: Guns of the Patriots mun verða sá seinasti undir stjórn föður leiksins, Hideo Kojima. Því er það svo að í hugum flestra er þetta seinasti sanni Metal Gear Solid-leikurinn. Væntingar til leiksins hafa því ver- ið ótrúlega miklar. Sem betur fer stendur leikurinn undir væntingunum sem til hans eru bornar. Allt sem einkennir leikina er til staðar, spennan, dramatíkin, kaldhæðinn húm- orinn og mullet-hárgreiðslurnar stórgóðu. Ýmsir nýir hlutir eru til staðar í leiknum eins og t.d. nýr búningur sem blandast inn í um- hverfið og lítið fjarstýrt vélmenni sem hægt er að nota til að njósna um fólk og þannig hætta ekki á að koma upp um sig. Stríðsrekstur hefur breyst Leikurinn gerist árið 2014 og stríð er daglegt brauð í heiminum. Solid Snake er orðinn gamall og gráhærður, svo gamall er hann að hann er kominn með vænlega hormottu sem meira að segja Tom Selleck gæti verið stoltur af. Öldr- un Snakes er þó ekki tilkomin af náttúrunnar hendi en það er óþarfi að fara nánar út í þá sögu. Enn og aftur þarf Solid Snake að bjarga heiminum en stríð eru nú ekki háð milli landa í nafni trúar eða pólitískra skoðana heldur eru stórfyrirtæki sem öllu stjórna. Illmennið Liquid Snake, betur þekktur sem Revolver Ocelot, er orðinn rekstraraðili og eigandi fimm stærstu einkaherja heimsins og hann hyggst nota herafla sinn til að sölsa undir sig kerfi sem nefnist SOP en með því kerfi er hægt að stjórna hverjum einasta hermanni heimsbyggðarinnar. Snake gamli þarf því að koma sér aftur í hátæknigírinn til að sigra illmennið og ganga úr skugga um að öllum spurningum aðdá- enda sögu Snakes sé svarað í þess- um lokakafla hennar. Gallinn við Metal Gear Solid- leikina er að söguþráðurinn er frekar flókinn og það er frekar erf- itt að fylgjast með nákvæmlega hvað er að gerast. Þrátt fyrir það er það ákveðin upplifun að spila leik- Ert þetta þú Snake? Hinn klóki Solid Snake hefur elst allsvakalega á skömmum tíma og skartar líka þessari fínu hormottu. Grár og gamall, en alltaf jafn góður inn en spilunin er eins og að upp- lifa kvikmynd, strax frá byrjun fær maður á tilfinninguna að það sé eitthvað epískt í gangi. Forkunnarfagur reykur Grafík leiksins er stórgóð, öll módel í leiknum eru ótrúlega raunveruleg og hreyfa sig skugga- lega mannlega. Reykurinn er lík- legast einn sá raunverulegasti sem sést hefur í leik og bætir ótrúlega við þá tilfinningu að maður sé á stríðssvæði. Auðvitað er ekki allt fullkomið, sumstaðar er áferðin á hlutunum frekar flöt en það er alls ekkert sem dregur úr upplifuninni. Metal Gear Solid 4 er pottþéttur leikur fyrir þá sem elskuðu fyrri leikina. En þeim sem ekki hafa spilað fyrri leikina gæti þótt hann óþarflega flókinn og ekki fattað húmorinn sem leynist alstaðar í leiknum, þar sem framleiðend- urnir gera grín að sjálfum sér, leiknum og hasarmyndum. Hrokagikkurinn Kanye West fékk að finna fyrir því á tónlistarhátíð- inn Bonaroo um helgina þegar áhorfendur kyrjuðu níðsöng um kappann. Ástæðan var sú að tón- leikar sem áttu að hefjast klukkan 02.45 hófust ekki fyrr en tveimur tímum seinna. Kanye átti víst ekki sökina en Pearl Jam eignaði sér sviðið klukkutíma of lengi og þá átti eftir að setja upp sviðs- mynd Kanye. Áhorfendum var þó nokkuð sama hver átti sökina enda ekki sáttir við að bíða eftir tónleikum til kl. hálf fimm. íav Óvinsæll Kanye West Grafík - 95% Spilun - 85% Hljóð - 95% Ending – 75% NIÐURSTAÐA: 87% Metal Gear Solid 4 PS3 | 18+

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.