24 stundir - 17.06.2008, Blaðsíða 40

24 stundir - 17.06.2008, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2008 24stundir SÍMI 575 5600 www.forlagid.is Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@24stundir.is Saga Lödu Sport er afskaplega týp- ísk í íslenskri rokksögu. Mennta- skólavinir stofna hljómsveit vegna þess að þeir hafa ekkert betra að gera. Taka svo þátt í Músíktil- raunum og gengur sæmilega. Spila við hvert tækifæri sem býðst, semja ný lög í hverjum mánuði og eyða öllum peningunum sínum í að hljóðrita afurðina. Stærsti sigurinn er þegar eitt laganna fær spilun á X-inu og heimsóknarfjöldi á MyS- pace eykst. Við þetta kemur inn nýr eldmóður í sveitina sem skilar af sér fantagóðri plötu, sem af ein- hverjum óskiljanlegum ástæðum fer algjörlega undir radarinn. Það er akkúrat á þessum tíma- punkti sem sveitir annaðhvort styrkjast eða brotna. Lada Sport bræddi úr sér og engum þótti nægilega vænt um kaggann til þess að fara með hann á verkstæðið. Ætluðu að vinna plötu í sumar Það vakti athygli að Lada Sport spilaði nokkur lög á tónleikunum í gærkvöldi, er hvergi hafa komið út. „Við eigum ný lög sem við vor- um byrjaðir að taka upp,“ segir Haraldur Leví Gunnarsson, trommuleikari Lödu Sport og ann- ar stofnandi, sem hefur ákveðið færa sig yfir í popptónlistina. „Við tókum þessa ákvörðun fyrir nokkrum mánuðum og ætluðum ekkert að halda lokatónleika. Okk- ur bauðst svo að spila þarna.“ Haraldur viðurkennir að dræm- ar móttökur á annars stórkostlegri frumraun þeirra, Time and Time Again, hafi vissulega sett strik í reikninginn. „Okkur fannst platan okkar ekki fá eins mikla athygli og hún átti skilið. Við áttum von á meiru, og það spilar kannski töluvert inn í þessa ákvörðun. Við ætluðum að taka upp nýja plötu í sumar og vorum búnir að ráða John Good- manson, sem hefur m.a. unnið með Death Cab for Cutie og Nada Surf, til þess að vinna með okkur. Svo bara hættum við áður en það gerðist.“ Haraldur trommar nú með poppsveitinni Lifun, Stefnir vinnur sólóplötu í rólegheitum og Jón Þór er liðsmaður í rokksveitinni Dy- namo Fog. Lada Sport lést á sviði Organ í gær, langt um aldur fram Ekkert sport að vera í Lödu Sport ➤ Stofnuð árið 2003 í bíl-skúrnum þar sem hún lék að- allega lög eftir Weezer. ➤ Endaði í 2. sæti Músíktilrauna2004 með frumsamin lög og gaf út þröngskífu í 200 ein- tökum. ➤ 2007, gáfu fyrstu og einubreiðskífu sína. LADA SPORT Rokkhljómsveitin Lada Sport lést í gær af völd- um langvarandi rokk- leiða. Sveitin leystist upp í einingar sínar eftir tón- leika á Organ í gærkvöldi. Liðsmenn ætla allir að halda áfram að búa til tónlist, ýmist með sóló- verkefnum eða hljóm- sveitum. Lada Sport Gamall máls- háttur segir að þeir deyi ung- ir er guðirnir elska. Á það líka við rokkhljómsveitir? Hollywood Reporter hefur greint frá því að Robert Downey Jr. sé í viðræðum við Universal- og Dreamworks-kvikmyndaverin um að hann taki að sér aðalhlutverkið í myndinni Cowboys & Aliens. Myndin er byggð á samnefndri teiknimyndasögu eftir Fred Van Lente og Andrew Foley og er talið líklegt að Downey muni taka að sér hlutverk kúrekans Zeke Jackson. Myndin segir frá bardaga milli kú- reka og Apache-indíána en bardag- anum lýkur snarlega þegar geim- skip brotlendir á sléttunni nærri vígvellinum. Geimskipið inniheldur óvin- veittar geimverur og þurfa hinir fyrrverandi fjandmenn, kúrekarnir og indíánarnir, að snúa bökum saman til að sigrast á geimskrímsl- unum. Áætlað er að frumsýna myndina árið 2010 en ljóst er að ef Downey tekur að sér hlutverkið mun það setja strik í reikninginn við fram- leiðslu á Iron Man 2. vij Geimverurnar lentu á gresjunni Kúrekinn fram yfir Iron Man? Downey hugleiðir næsta hlutverk sitt. Tíkin Trouble er ekki lengur talin ríkasti hundur í heimi eftir að dóm- ari í New York ákvað að minnka arf hennar um tíu milljónir dollara. Trouble var áður í eigu hóteleigandans Leonu Helmsley en í erfðaskrá hennar er skýrt tekið fram að tíkin fái 12 milljónir dollara svo að hún geti lifað góðu lífi það sem eftir er af hennar hundalífi. Dómarinn kvað upp þennan úrskurð að beiðni umsjónarmanna dán- arbús Helmsley en þeir báru við að frúin hefði ekki verið með öllum mjalla þegar hún gekk frá erfðaskrá sinni. Dómarinn ákvað við sama tilefni að greiða skyldi tveimur barnabörnum Leonu, sem voru ekkert nefnd í erfðaskránni, sex milljónir dollara hvoru. vij Ekki lengur ríkasta tíkin Kraftaverkin eiga sér enn stað því B-mynda leikstjórinn Uwe Boll vann á dögunum tvenn verðlaun á alþjóðlegu Hoboken-kvik- myndahátíðinni. Boll fékk verð- laun sem besti leikstjórinn og nýjasta mynd hans, Postal, hlaut verðlaun sem besta kvikmyndin en þó verður að viðurkennast að samkeppnin var ekki upp á marga fiska. Verðlaun Bolls voru ávísun upp á 40.000 krónur. vij Uwe Boll vinnur til verðlauna Samkvæmt könn- un á vegum Shei- la’s Wheels, bresks trygginga- félags fyrir konur, hefur tölvuleik- urinn Wii Fit gert meira tjón en gagn. Af 1.000 breskum konum sem spurðar voru út í Wii Fit höfðu 86 prósent þeirra þegar náð sér í leikinn eða hugðust gera það á næstu dögum. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að kappsamar konurnar hefðu vald- ið að meðaltali tjóni á hús- munum sem nemur um 1.000 ís- lenskum krónum. Fært yfir á landsvísu þýðir það að heima- leikfimi breskra kvenna hefur kostað 3,1 milljarð króna í skemmdum húsmunum. vij Milljarðatjón af heimaleikfimi Leikkonan Kate Beckinsale er síður en svo ánægð með sinn eigin aftur- enda og þvertekur fyrir að botninn birtist á hvítatjaldinu. The Daily Mail greinir frá því að leikkonan hafi farið fram á það við framleið- endur nýjustu myndar hennar, Whiteout, að hún fengi rass- staðgengil en til stóð að kvik- mynda hana nakta í sturtu og beina myndavélinni að bakhluta hennar. „Kate hefur lélegt sjálfsálit. Hún heldur að hún sé feit og hún er alltaf að kvarta undan því að viss föt láti rassinn á henni virka stór- an. En að sjálfsögðu er raunin sú að hún er með hreint ótrúlegan líkama,“ sagði ónafngreindur heimildamaður á tökustað. vij Hatar stóra rassinn sinn FÓLK 24@24stundir.is a Það er akkúrat á þessum tímapunkti sem sveitir annað hvort styrkjast eða brotna. Lada Sport bræddi úr sér og engum þótti nægilega vænt um kaggann til þess að fara með hann á verkstæðið. fréttir

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.