24 stundir


24 stundir - 21.06.2008, Qupperneq 44

24 stundir - 21.06.2008, Qupperneq 44
Það er meira í Mogganum Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800 í dag Föstudagur 20. júní 2008  Fótboltalandsliðið ætlar alla leið á morgun » Meira í Morgunblaðinu Fylla völlinn  Dísa í hárgreiðslustof- unni Hárný fékk „Óskarinn“ »Meira í Morgunblaðinu Á rauða dreglinum  Óðinn er lögmaður og refaskytta af ástríðu » Meira í Morgunblaðinu Lifi fyrir veiðarnar  Ágústa Eva og Jörundur í stuttmyndinni Góða ferð » Meira í Morgunblaðinu Ferðalag Davíðs  Heimsótti flóttamenn sem fá hæli hérlendis » Meira í Morgunblaðinu Örvænting í Írak Château Suduiraut 2002 Þrúgur: Semillon 90%, Sauvignon Blanc 10% Land: Frakkland Hérað: Sauternes Château Suduiraut er svokallað eðalmyglu (Botrytis Cinerea) sætvín. Í hnotskurn er Bot- rytis Cinerea hliðarverkun af sökum raka sem kemur í kjölfar morgundaggar. Myglan sest á þrúgurnar og sprengir göt á hýðið og sýgur vökvann út. Að lokum situr ekkert eftir í vínberinu nema föst efni svo sem sykur, ávaxtasýrur og steinefni. Þegar pressun fer loks fram virðast þrúguklasarnir vera lítið annað en gráir öskubúntar en afraksturinn er dísæti vökvinn sem við höf- um lært að þekkja og meta. Eftir pressun eru þrúgurnar gerjaðar mestmegnis á ryðfríu stáli og þroskun fer fram á franskri eik. Hunangs og aprikósu eðalmyglu einkenni í nefi ásamt mel- ónum, kókos, og nettum votti af saffran. Áferðin minnir helst á síróp í munni með hunangi, rauðum eplum, ananas, ferskju, sultu og sykurgljáðum sítrónum. Þykkt og þétt en með frábæra sýru til að hífa upp þyngdina. Parast við flest alla eftirrétti og þá sérstaklega Créme Brûlée en ekki má gleyma fullkomnu sambandi Sauternes og Foie Gras. Tilbúið strax en ráðlegt að geyma næstu 5-6 ár. Vín vikunnar Château Suduiraut 2002 44 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2008 24stundir Björn Bergmann kjötmeistari óhræddur við að prófa nýja hluti Með ólæknandi grillbakteríu Björn Bergmann Ein- arsson er ungur kjöt- meistari og starfar í kjöt- borði Nóatúns í Árbænum. Hann er óhræddur við að fara nýj- ar og spennandi leiðir í matargerð og gefur les- endum til að mynda upp- skrift af strútasteik í dag fyrir þá sem þora. Björn Bergmann Fyrir aftan kjötborðið. ➤ Fékk áhugann á matargerð í gegnum starfið en hann er kjötmeistariNóatúns í Árbæ og hefur starfað hjá fyrirtækinu frá 2002. ➤ Grillmatur er í uppáhaldi hjá Birni en hann gefur lesendum í dagmeðal annars uppskrift af strútakjöti og fylltum kartöflum. BJÖRN BERGMANN EINARSSON Eftir Hauk Harðarson haukurh@24stundir.is „Áhuginn á matargerð kviknaði eiginlega þegar ég byrjaði að vinna í Nóatúni árið 2002,“ segir Björn Bergmann Einarsson, kjötmeistari Nóatúns í Rofabæ, en hann segist duglegur að prófa sig áfram með nýja hluti utan vinnu. „Ég geri mikið af því að elda utan vinnu- tíma en mér finnst skemmtilegast að grilla og er mest fyrir það. Ég er mjög duglegur að prófa mig áfram með nýja hluti og þeir hafa heppn- ast vel hingað til,“ segir Björn sem í dag lætur lesendum 24 stunda þrjár spennandi uppskriftir í té. Strútasteikur koma sterkar inn „Við erum tiltölulega nýbyrjuð með strútakjöt en við flytjum það inn frá Nýja-Sjálandi. Það er ekki löng reynsla af því en vinsældir þess eru alltaf að aukast og fólk er ánægt með þetta,“ segir Björn en hverju skildi strútakjöt líkjast. „Þetta er náttúrlega villibráð en það mætti einna helst líkja þessu við nautakjöt. Þetta er rosalega mjúkt, meyrt og bragðgott kjöt. Lamb og naut vinsælt á grillið Björn gerir mikið af því að grilla yfir sumartímann. „Lambakjöt og nautið er alltaf mjög vinsælt á grill- ið hjá Íslendingum yfir sumartím- ann. Í uppáhaldi hjá mér er nauta- ribeye sem ég grilla snögglega á hvorri hlið. Ég held að þessi grill- baktería sé alveg ólæknandi og ég er alltaf að prófa mig áfram með eitthvað nýtt.“ LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is matur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.