24 stundir - 25.06.2008, Síða 6

24 stundir - 25.06.2008, Síða 6
Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Icelandair tilkynnti í gær að það myndi segja upp 240 einstakling- um fyrir lok júnímánaðar. Um er að ræða 64 flugmenn og 138 flug- freyjur auk starfsmanna á tækni- sviði, á söluskrifstofum og í flug- umsjón. Til viðbótar var 24 flug- mönnum sagt upp í lok maí og 116 flugfreyjum sem ráðnar höfðu ver- ið til sumarstarfa. Þá var búið að fækka um 15 til 20 manns á skrifstofu fyrirtækisins frá áramótum og ljóst að 38 starfs- menn á tæknisviði, á söluskrifstof- um og menn sem vinna við flug- umsjón missa einnig vinnuna. Starfsmenn Icelandair á Íslandi voru 1.361 í maí síðastliðnum og þeim hefur því fækkað um fimmt- ung í þessum aðhaldsaðgerðum. Stjórnendur Icelandair funduðu með flugmönnum og -freyjum í gærmorgun þar sem tilkynnt var um aðgerðirnar. Uppsagnarbréf þeirra sem missa vinnuna voru send út í gær. Icelandair er eitt af tólf dóttur- fyrirtækjum Icelandair Group. Samkvæmt tilkynningu félagsins eru öll fyrirtækin að bregðast við breytingum í rekstrarumhverfi í flug- og ferðaþjónustu með áherslu á „kostnaðaraðhald og sveigjan- leika.“ Í síðustu viku tilkynnti Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli (IGS), eitt dótturfyrirtækjanna, Vinnumálastofnun að hún myndi segja upp allt að 100 einstaklingum um komandi mánaðamót. Guðjón Arngrímsson, upplýsingastjóri Ice- landair Group, vildi aðspurður ekki segja neitt um hvort von væri á frekari uppsögnum hjá öðrum dótturfyrirtækjum félagsins. Verið að taka til í rekstrinum Birkir Hólm Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Icelandair, segist ekki sjá fram á frekari uppsagnir að sinni. „Við stefnum að því að styrkja reksturinn og hagræða í honum þannig að við fáum fyrir- tækið aftur í plús. Það er verið að taka á ýmsum rekstrarþáttum, til dæmis að draga úr olíukostnaði með því að fljúga hægar, létta vél- arnar og annað slíkt. Það eitt og sér sparar um 300 milljónir króna. Svo höfum við fækkað millistjórnend- um úr fimmtán í sjö og sölu- og markaðsstjórum úr átta í þrjá.“ Birkir vill ekki gefa upp hversu mikið sparast í rekstrinum með uppsögnunum. Hann segir vel koma til greina að endurráða hluta af starfsfólkinu sem hefur verið sagt upp ef aðstæður skapast til þess. „Við erum að leita verkefna fyrir vélarnar okkar og ef þau koma inn þá ráðum við fólk. En eins og staðan er í dag er lítil eftirspurn eft- ir leiguvélum.“ Þriðjungur úr háloftunum  Icelandair segir upp fimmtungi starfsfólks á Íslandi  Flug- mönnum og flugfreyjum fækkar um þriðjung frá því sem var ➤ Flugmenn hjá Icelandair hafaverið í kringum 300. 88 hefur verið sagt upp. Þeim fækkar því um tæpan þriðjung. ➤ Flugfreyjur hjá Icelandairvoru um 430 síðasta vetur. 138 flugfreyjum var sagt upp í gær. Þeim fækkar því um þriðjung. ➤ Þess utan var 38 manns sagtupp í öðrum deildum. Áður hafði fækkað um 15 til 20 á skrifstofu Icelandair. HÓPUPPSAGNIR 24stundir/Árni Sæberg Uppsagnir Forsvarsmenn Icelandair funduðu með flugfreyjum í gær þar sem tilkynnt var um hópuppsagnir á meðal þeirra. 6 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 24stundir Hressing í bolla frá Knorr „Eins og gefur að skilja þá bitnar hækkandi eldsneytisverð og fall krónunnar mjög hart á strætó,“ segir Ármann Kr. Ólafsson stjórn- arformaður Strætó. Hann segir að reksturinn sé orðinn erfiður en vekur athygli á að almenningssam- göngur séu mikilvægari nú en áður vegna hás eldsneytisverð. „Þetta hlýtur að vera sameigin- legt markmið ríkis og sveitarfélaga. Ég skil að ríkið vilji fara varlega í að breyta álögum á eldsneyti en hins vegar gæti sameiginlegt átak í al- menningssamgöngum verið útspil sem kæmi báðum aðilum til góða,“ segir Ármann og bætir við: „Ríkið gæti til dæmis fjölgað strætórein- um meðfram þjóðvegum á höfuð- borgarsvæðinu til að gera þær eft- irsóttari.“ elias@24stundir.is Ármann Kr. Ólafsson stjórnarformaður Strætó Eldsneytisverðið þyngir róðurinn Stjórnendur fyrirtækja í ferða- þjónustu kvíða haustinu, að sögn Ernu Hauksdóttur, framkvæmda- stjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. „Sumarið gengur sinn gang. Það var búið að selja mikið fyrirfram í ferðir hingað í sumar og gengisfall- ið gagnast þeim sem koma hingað á eigin vegum.“ Erna bætir því við að það sem ráði fyrst og fremst ferðum fólks sé efnahagsástandið í þess eigin lönd- um. „Við vitum að það er mikil efnahagslægð í Bretlandi þaðan sem flestir erlendir ferðamenn koma. Bandaríkjamenn ferðast ekki í þessa átt vegna óhagstæðrar stöðu dollars gagnvart evru og í Þýskalandi er mikil herferð fyrir því að fólk ferðist heima. Sam- dráttur hjá flugfélögum hefur auk þess áhrif á alla ferðaþjónustuna. Menn kvíða þess vegna haustinu.“ Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir verið að hag- ræða hjá fyrirtækinu á ýmsum sviðum fyrir haustið. Starfsmenn fyrirtækisins eru rúmlega 200 en að undanförnu hefur á annan tug manns verið sagt upp og koma uppsagnirnar til framkvæmda í haust. „Við erum að rýna í hvað framundan sé og búa okkur undir að þurfa að takast á við samdrátt. Það er ekki spurning að hópupp- sagnir hjá Icelandair vekja ugg inn- an ferðaþjónustunnar. Það ríkir mikil óvissa með haustið og vet- urinn, bæði vegna aðgerða Ice- landair og svo virðist sem bókanir séu ekki endilega með þeim hætti sem menn vilja sjá.“ Áætlanir Bláa lónsins um heilsu- hótel hafa verið settar í salt, að sögn Gríms. „Framkvæmdir vegna stækkunar baðstaðarins og flutn- ingur Hreyfingar voru umfangs- meiri en við bjuggumst við. Svo hafa ytri aðstæður þróast með svo ótrúlegum hætti að það væri óðs manns æði að láta sér detta í hug að fara í framkvæmdir.“ ingibjorg@24stundir.is Fyrirtæki í ferðaþjónustu búa sig undir mögulegan samdrátt Stjórnendur kvíða haustinu Stofnað hefur verið nýtt fasteigna- félag, Eik Properties ehf., sem verður að öllum líkindum næst- stærsta fasteignafélag á landinu, á eftir Landic Property. Heildareignasafn hins nýja félags er 54 milljarða virði en eigið fé þess er um 21 milljarður. „Við komum því mjög sterkt til leiks,“ segir Garðar Hannes Frið- jónsson, forstjóri Eikar Proper- ties. Eik Properties á nú allt hlutafé í Eik fasteignafélag hf., allt Fast- eignafélag Íslands ehf., sem á t.d. Eignarhaldsfélagið Smáralind hf., 64% hlut í Glitni Real Estate Fund hf. og 10% hlut í Eignarhaldsfélag- inu Fasteign hf., sem á opinberar byggingar í ýmsum sveitarfélögum á landinu. Garðar segir að ólíkt sumum félögum í þessum bransa séu öll félög Eikar Properties með jákvætt fjármagnsflæði eftir að búið er að greiða vexti. „Þetta er alls engin neyðarsameining, heldur sameining til að búa til sterkt félag sem stendur af sér niðursveifluna og getur nýtt þau tækifæri sem verða til með henni.“ Hið nýja fasteignafélag verður í eigu Saxbygg ehf. sem er með 52% eignarhlut og Glitnis sem er með 46% eignarhlut. Þá eiga aðrir fjár- festar 2%. Saxbygg eignast hlutaféð í skiptum fyrir hlut sinn í Fasteignafélagi Ís- lands og hlut sinn í Glitni Real Estate Fund. Glitnir eignast hlutaféð í skiptum fyrir hlut bankans í Fasteignafélagi Íslands, hlut sinn í fast- eignafélaginu Eikarhaldi, hluta af eign sinni í Eignarhaldsfélaginu Fasteign og hlut sinn í Glitni Real Estate Fund. Eigendur Eikar Properties stefna á að skrá félagið á markað þegar markaðsaðstæður eru betri, og þegar búið verður að byggja félagið upp. Garðar segir ómögulegt að segja til um hvenær það verður. hos 54 milljarða fasteignafélag Utanríkisráðherrar Norður- landanna taka undir ályktun ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem pólitískt ofbeldi í Sim- babve er fordæmt. Þeir segja að binda verði enda á ofbeldið og leggja drög að lögmætri, lýðræð- islegri og umbótasinnaðri stjórn í Simbabve. Norðurlöndin segjast í yfirlýsingu reiðubúin að veita slíkum stjórnarumbótum öfl- ugan stuðning. Stöðva verður óöld í Simbabve Ríkislögreglustjóri hefur sent frá sér aðvörun vegna sms-skilaboða þar sem viðtakendum er sagt að þeir hafi unnið 945 þúsund bresk pund og þeir beðnir að senda póst á uppgefið netfang. „Hér er um að ræða enn eina að- ferðina við að reyna að svíkja fé út úr fólki. Ríkislögreglustjóri ráðleggur fólki að svara ekki þessum sms-skilaboðum.“ hos Reynt að svíkja fé út úr fólki

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.