24 stundir - 25.06.2008, Síða 21

24 stundir - 25.06.2008, Síða 21
24stundir MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 21 Ein besta og næringarríkasta moldin fæst með því að búa hana til sjálfur úr lífrænum úrgöngum. Til þess nota margir sértilbúna safnhauga sem hægt er að fá í ýms- um stærðum og gerðum. Þeir sem ekki eru alveg jafn stór- tækir og vantar jafnvel bara mold á lítil svæði geta búið sér til eins- konar smásafnhaug, sem færa má á milli beða eftir þörfum. Einföld leið til að verða sér úti um slíkan safnhaug er að búa hann til sjálfur. Taktu fjóra spýtubúta, um það bil 30 sm langa, 10 sm breiða og 2-3 sm þykka. Búðu til eins konar ramma úr þeim með því að negla þá saman á endunum. Einnig er ágætt að verða sér úti um tréplötu sem hægt er að nota sem lok. Veldu svo stað fyrir smásafn- hauginn þar sem þú hyggst gróð- ursetja síðar meir og grafðu ramman sem þú byggðir niður. Nú geturðu byrjað að safna úrgangi. Prófaðu þig áfram Í kassann má setja ýmislegt, t.d. gras og lauf og nánast allt sem fell- ur til í eldhúsinu. Ekki er þó mælt sérstaklega með kjöt- eða fisk- afgöngum eða öðrum fitugum mat. Mikilvægt er að einhver raki sé í kassanum því annars getur nið- urbrot stöðvast. Hrærðu í haugn- um af og til. Ef hann hefur þornað um of skaltu vökva hann örlítið. Allt er þó gott í hófi. Verði raki of mikill getur myndast vond lykt af haugnum en þá er best að blanda meira af grófum og þurrum garðúrgangi, sinu eða sagi við það sem fyrir er og hræra vel í. Þá loft- ar betur um og lyktin ætti að fara. Þessi safnhaugur er ætlaður til notkunar á sumrin í löndum eins og Íslandi þar sem loftslag er frem- ur kalt, enda þarf smáhita í haugn- um til að niðurbrot gangi sem best. Búðu til þína eigin mold í heimatilbúnum safnhaugi Lítill færanlegur safnhaugur Ódýrt og sniðugt Þeir sem ekki eru stórtækir í garðinum geta látið lítinn heimatilbúinn safnhaug nægja. Flott híbýli fyrir fuglana Kryddjurtir fyrir klaufa Á misjöfnu þrífast plönturnar best. Ef þú vilt aðeins það besta fyrir uppáhaldsplöntuna þína gætirðu nýtt þér GardenGro tækið frá Plantsense. Þú stingur því í jarð- veginn við hlið plöntu eða þar sem þú hyggst planta. Eftir sólarhring tengirðu GardenGro við tölvuna og forrit á Plantsense.com reiknar út hvaða plöntur þrífast best á staðnum og gefur ráð til að auka lífslíkur uppáhaldsblómsins þíns. Finndu bestu aðstæðurnar Það er mikill misskilningur að grænir fingur séu nauðsynlegir til að rækta eilítið af kryddjurtum. Á vefsíðunni Sprouthome.com má nú kaupa þessa skemmtilegu kryddjurtapoka sem þeir styttra komnu í garðrækt ættu að prófa. Þú opnar pokann, dreifir fræj- unum sem fylgja í hann og vökvar. Kryddjurtirnar ættu svo að gægjast upp úr innan skamms. Margar teg- undir eru í boði. Gerum gott úr flessu Árlega berst miki› af prentu›um pappír inn á heimilin í landinu en kosturinn er sá a› hann má endurn‡ta. Leggjum okkar af mörkum fyrir náttúruna og skilum honum í næsta pappírsgám e›a endurvinnslutunnu. S am tö k ið na ð ar in s o g S V Þ S am tö k ve rs lu na r o g þ jó nu st u / S já ná na r um en d ur vi nn sl u p re nt m ið la á w w w si is H ö nn un H ví ta Hver sagði að fuglar hefðu ekki nef fyrir hönnun? Hengdu upp eitt flott fuglahús eins og þetta túrkis- litaða keramikhús og þú getur ver- ið viss um að einungis svölustu fuglarnir í hverfinu hangi í garð- inum þínum. Þeir sem þora ekki að taka áhættuna á að fá stara í húsið geta líka notað slík hús til skreytinga. En hvað sem þú gerir þá geturðu verið viss um að það gleðji bæði þig og fiðruðu félagana.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.