24 stundir - 25.06.2008, Side 23
24stundir MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 23
KYNNING
Tímaritið Sumarhúsið og garð-
urinn fagnar 15 ára afmæli um
þessar mundir. Blaðið, sem sérhæf-
ir sig í umfjöllun um gróður, garða
og sumarbústaði, er hið eina sinn-
ar tegundar á landinu og fer sífellt
stækkandi.
„Áhugi fólks á gróðri og sumar-
húsalífi fer vaxandi. Í byrjun 20.
aldarinnar flutti fólk úr sveitinni í
borgina en nú vilja æ fleiri komast
í sveitina aftur sem sést best á því
að þeim fjölgar stöðugt sem nota
sumarbústaði sína allan ársins
hring og færa jafnvel lögheimili sitt
þangað,“ segir Páll Jökull Péturs-
son sem ásamt eiginkonu sinni
Auði I. Ottesen gefur út tímaritið
Sumarhúsið og garðinn. Tímaritið
fjallar um allt sem viðkemur lífinu
í bústaðnum, bæði viðhald, arki-
tektúr og hvernig best sé að njóta
tilverunnar í sveitinni. Umfjöllun
um gróður og garðrækt er einnig
fyrirferðarmikil en líka er fjallað
um umhverfismál, villt dýr, útivist
og ferðalög. „Blaðið er því ómiss-
andi fyrir sumarhúsa- og garðeig-
endur, útivistarfólk og allt áhuga-
fólk um umhverfið,“ segir Páll
Jökull.
Aukinn áhugi á garðrækt
Sumarhúsið og garðurinn hefur
komið samfellt út í 15 ár og fer út-
gáfan stöðugt vaxandi. Blaðið byrj-
aði sem örþunnt dreifirit en þró-
aðist smám saman yfir í áskriftar-
tímarit með dyggan lesendahóp.
Það kemur nú út sjö sinnum á ári
og er hvert tölublað að meðaltali
um 100 síður.
„Tímaritið er eina sinnar teg-
undar á landinu og við leggjum
áherslu á að það sé vandað, efn-
istökin fjölbreytt og þar skrifi fag-
fólk með þekkingu á umfjöllunar-
efninu,“ segir Páll og bendir á að
Auður Ottesen, ritstjóri blaðsins,
sé til dæmis bæði smiður og garð-
yrkjufræðingur. „Blaðið er afar sér-
hæft en það er líka þess stærsti
kostur,“ segir Páll Jökull sem
merkir mikinn áhuga á viðfangs-
efninu. „Með hlýnandi veðurfari
hefur áhugi fólks á garðrækt bara
aukist. Gróður vex almennt betur
nú orðið og fólk sér árangur fyrr
sem hvetur það áfram. Hér á landi
eru líka farnar að vaxa ýmsar
framandi plöntur sem ekki þekkt-
ust fyrir nokkrum árum svo mögu-
leikarnir eru mun meiri, sem gerir
garðræktina fjölbreyttari og meira
spennandi.“
dista@24stundir.is
Með óslökkvandi
áhuga á gróðri Talið frá
vinstri: Auður I. Ottesen,
Páll Jökull Pétursson,
Helga Austmann, Davíð
Samúelsson og Hildur
Arna Gunnarsdóttir.
Gróskumikið blað um gróður
15 ár í
garðsérvisku
Í byrjun 20. aldarinnar
flutti fólk úr sveitinni í
borgina en nú vilja æ
fleiri komast í sveitina
aftur, segir Páll Jökull
Pétursson ljósmyndari
sem fagnar ásamt eigin-
konu sinni, Auði I. Otte-
sen, 15 ára afmæli tíma-
ritsins Sumarhúsið og
garðurinn.
Ekki ómerkari maður en Thom-
as Jefferson fyrrum forseti Banda-
ríkjanna hélt slíka dagbók og má
reyndar kaupa útdrætti úr henni
frá Monticello Society.
Garðdagbókin er gagnleg fyrir
alla þá sem stunda garðyrkju af
fullum huga og í hana má til dæm-
is skrá hvenær gróðursett er, hvar í
garðinum og hvernig aðferð er
notuð. Skrá yfir fræ og hvar þau
eru staðsett og hvar þau fást. Veð-
urfarsskrá, til að mynda hvenær
frost er farið úr jörðu, úrkomu,
þurrka og slæm veður. Þá er skrá-
sett hvenær blóm blómgast og
hversu mikið, jafnvel teknar mynd-
ir og þær límdar í dagbókina.
Einnig er gott að skrá allar til-
raunir með áburði og önnur efni
notuð við garðræktina og tíma-
setningar á uppskeru matjurta og
berja í garðinum. Margir hafa
brugðið á það ráð að stofna blogg-
síðu sem nýtist sem garðdagbók,
bloggið er hentugt form enda opin
dagbók og auðvelt að setja myndir
við færslurnar. Þannig myndast
auðveldlega skemmtilegt samfélag
þar sem áhugafólk um garðrækt
skiptist á ráðum og dáðum.
dista@24stundir.is
Garðblogg og garðdagbók geta reynst vel
Að rækta í sér ræktarsemina
Garðdagbækur Geta
reynst ómetanlegar og
skemmtilegar til eigu og
arfleifðar.
Notað dót er oft mjög fallegt að
nota sem skraut í garðinn. Gamlir
blómapottar með fallegu mynstri
njóta sín vel með marglesnum
bókum en gæta þarf að veðri og
vindum ætli maður að hafa slíkt
utandyra. Glerflöskur má líka nota
sem blómavasa og dreifa um stétt-
ina og fallegur heklaður dúkur get-
ur gert mikið fyrir illa farið úti-
borð. Lítil borð og kollar geta líka
verið sætir í garðinn.
Litir og mynstur í bland
Það þarf ekki endilega allt að
passa saman í garðinum, leyfðu
hugmyndafluginu að njóta sín og
raðaðu saman skemmtilegum lit-
um og mynstri. Pullurnar í stólana
geta t.d. verið ólíkar en passað
saman í litum og það sama er að
segja um glös, bolla og diska sem
girnilegar veitingar eru bornar
fram á utandyra í sólskini og blíðu.
maria@24stundir.is
Fallegt bland í poka
Notað dót í
garðinn
Ikebana blómaskeytingalist er upp-
runnin í Japan. Listin byggir á því
að endurskapa landslag í minnk-
aðri mynd, nokkurs konar garði í
blómapotti. Skreytingar eru allt frá
því að vera einfaldar með nokkr-
um blómum og vafningum er hafa
merkingu í að innihalda tjarnir,
steina og örlitla sandgarða. Orðið
Ikebana merkir á japönsku að lifa
og það að búa til Ikebana skreyt-
ingu hefur merkingu að búa til líf.
Ikebana skreytingar sóma sér vel
úti á palli eða við dyraþrep og er
gaman að spreyta sig á.
Ikebana blóma-
skreytingalist