24 stundir - 25.06.2008, Side 24

24 stundir - 25.06.2008, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 24stundir Eftir Hauk Harðarson haukurh@24stundir.is „Það mikilvægasta er að bera á þau reglulega. Best er að gera það tvisv- ar á ári, þegar þau eru tekin út og þegar þau eru sett aftur inn,“ segir Magnús Ólafsson, brautarstjóri í húsgagnadeild Iðnskólans í Reykjavík til þrjátíu ára, aðspurður hvað sé best að gera til að hámarka endingu viðargarðhúsgagna. Glæra olíu á dökkan við Magnús segir mikilvægt að vatn komist ekki í beran við því þá gráni hann. „Á dökkan við eins og ma- honí er best að nota glæra olíu svo viðurinn fái að njóta sín sem best. Ef þau eru farin að grána þarf að pússa þau með sandpappír og bera svo olíuna á. Þannig er hægt að halda þeim fallegum þokkalega lengi,“ segir Magnús. Á ljósari við- artegundir á borð við furu segir Magnús gott að nota olíubæs eða litaða olíu. Hún er til í mörgum litum og tegundum en nota skal þann lit sem er næstur húsgagninu sjálfu. Umhirðan skiptir öllu máli „Ef maður vill hafa falleg hús- gögn í kringum sig skiptir öllu máli að gefa sér smá tíma til að hugsa um þau. Ef maður ber á þetta tvisvar á ári þarf voðalega lít- ið að gera. Ef maður aftur á móti missir þau úr höndunum þarf að fara út í heljarinnar slípingar- og sköfunarvinnu sem kosta mikinn tíma og peninga,“ segir Magnús. Viðarhúsgögn Það kemur í bakið á manni að trassa að bera á viðarhúsgögnin. Að bera á þau tvisvar á ári kemur í veg fyrir mikla slípingarvinnu. Það borgar sig að bera tvisvar á ári á viðargarðhúsgögnin Smá umhirða sparar mikla vinnu og vesen ➤ Magnús mælir sterklega meðþví að bera á viðarhúsgögn tvisvar á ári. ➤ Á dökkan við skal nota glæraolíu svo viðurinn fái að njóta sín sem best. VIÐARGARÐHÚSGÖGN Það færist í vöxt að fólk kjósi falleg og vönduð viðargarðhúsgögn fram yfir hina sígildu plast- stóla. Magnús Ólafsson hefur verið brautarstjóri í húsgagnadeild Iðnskól- ans í Reykjavík í hartnær þrjátíu ár. Til að ná sem bestum árangri í umhirðu á viðarhúsgögnum verð- ur að taka tíðarfar og viðartegund með í reikninginn og haga um- hirðu eftir því. En hvað sem því líður eru nokkrir punktar sem allir eigendur viðargarðhúsgagna ættu að tileinka sér óháð veðri, vindum og viðartegundum. Hyljið og geymið Yfir þá mán- uði sem ekki er fyrirhugað að nota garðhúsgögnin er ráðlegt að setja ábreiðu yfir þau og geyma í bílskúr eða garðskýli. Lesið leiðbeiningar framleið- anda Þegar keypt eru ný húsgögn ættu leiðbeiningar sem snúa að umhirðu og meðferð hús- gagnanna að fylgja með. Gætið þess að geyma og lesa slíkar leið- beiningar þar sem þær eru oftast mjög gagnlegar. Sólskin og regn Á meðan þessi tvenna er besti vinur gróðursins í garðinum er sambandið við við- argarðhúsgögnin ekki jafn- gæfuríkt. Hugleiðið að hylja hús- gögnin í rigningu en athugið að góð umhirða á borð við að bera á húsgögnin tvisvar á ári hjálpar verulega í baráttunni við sól og regn. Viðarvörn Berið á viðarvörn tvisvar á ári. Þegar þau eru tekin út og svo aftur þegar þau eru sett í geymslu eftir sumarið. Passið að bera á olíu sem passar við við- artegundina. Strjúkið óhreinindi af Það hefur reynst gagnlegt í gegnum tíðina að renna yfir húsgögnin með þurrum klúti vikulega. Ekki vanrækja stól- og borðfæt- urna Borðin og stólarnir standa jú flest á fjórum fótum og því er mikilvægt að gleyma ekki að bera vel á þá. Ekki láta fæturna standa í grasi því við það myndast of mikill raki fyrir viðinn. Í upphafi sumars er gott að fylla fjóra bolla með viðarvörninni sem er notuð á viðinn og setja fæturna ofan í þá og láta standa í nokkra tíma eða þangað til fæturnir hafa drukkið í sig viðarvörnina. haukurh@24stundir.is Sumt geta allir eigendur tileinkað sér Góð ráð fyrir alla eigendur viðargarðhúsgagna

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.