24 stundir - 25.06.2008, Qupperneq 26
Eftir Sindra Sverrisson
sindris@24stundir.is
„Við höfum unnið svolítið eftir
þeirri línu að ef við finnum leik-
menn hérna heima sem henta okk-
ur og okkar leikstíl þá byrjum við á
að skoða þá,“ sagði Ásmundur
Arnarsson, þjálfari Fjölnis, í sam-
tali við 24 stundir í gær. Fjölnislið-
ið er nýliði í Landsbankadeildinni
og styrkti sinn leikmannahóp fyrir
átökin líkt og önnur lið, en nýju
leikmennirnir eru hins vegar allir
íslenskir.
„Það hefur kannski líka vantað
svolítið efni og aðstæður hjá okkur
til að geta staðið í einhverjum inn-
flutningi, en það er alls ekki svo að
það komi ekki til greina. Við skoð-
um bara með opnum hug hvaða
leikmenn vantar og hingað til hef-
ur það gengið hér innanlands án
þess að kosta of mikið. Ég hef ekki
verið mikið að taka inn erlenda
leikmenn á mínum ferli en þegar
ég var hjá Völsungi á Húsavík voru
þar tveir Júgóslavar,“ sagði Ás-
mundur.
Eins og áður segir hefur mikill
fjöldi erlendra leikmanna komið til
landsins síðustu ár. Einstaka leik-
menn ílengjast og festa hér rætur,
eins og til að mynda Skotinn Scott
Ramsay hjá Grindavík, en lang-
flestir staldra þeir þó stutt við. Ás-
mundur segir einfaldlega of al-
gengt að meðalgóðir leikmenn séu
keyptir að utan.
„Símhringingar daglega“
„Það leið varla sá dagur í vetur
að við fengjum ekki símhringingu
eða netpóst þar sem var verið að
bjóða okkur eitthvað misgáfulegt.
Við skoðuðum auðvitað einhverja
leikmenn en fundum enga sem
okkur leist nógu vel á.
Mín skoðun er sú að það sé verið
að flytja inn allt of marga með-
alleikmenn. Þá er betra að nota
frekar þessa stráka sem eru til stað-
ar. Við leituðum eftir því að fá Óla
Stefán [Flóventsson], Gústa [Ágúst
Gylfason] og Ólaf Pál [Snorrason]
strax síðastliðið haust því við töld-
um okkur þurfa þessa leikmenn
inn í hópinn. Þessi blanda hefur
gengið upp hjá okkur hingað til og
þá er engin ástæða til að breyta til.
En það eru nú engir kynþáttafor-
dómar sem valda þessu hjá okkur
heldur hefur þetta bara raðast
svona upp,“ sagði Ásmundur í létt-
um tón.
Langflestir frá Danmörku
Keflavík, Breiðablik og Grinda-
vík eru með flesta erlenda leik-
menn í sínum röðum, eða fimm
talsins. Fram, Þróttur, Valur, ÍA og
HK eru með fjóra leikmenn hvert,
Fylkismenn hafa þrjá, FH tvo Dani,
og KR fékk til sín portúgalskan
leikmann nú í sumar.
Algengast er að leikmennirnir
komi frá Danmörku, en fjórtán
danskir leikmenn leika hér á landi í
sumar. Helmingi færri leikmenn
eru frá Stóra-Bretlandi. Sex króat-
ískir leikmenn eru hjá íslensku lið-
unum, þar af þrír hjá ÍA á Akra-
nesi. Þá leika hér þrír Serbar, allir
hjá Breiðabliki, tveir Svíar, tveir
Brasilíumenn, einn Færeyingur,
einn Portúgali, einn Hollendingur,
einn Pólverji og einn Slóveni.
„Íslenskt“ lið
í Grafarvogi
➤ Rúmlega fjörutíu erlendirleikmenn leika með liðunum
tólf í Landsbankadeild karla í
knattspyrnu.
➤ Flestir eru frá Danmörku, eðafjórtán talsins, en alls koma
leikmennirnir frá tólf þjóð-
löndum.
➤ Breiðablik, Grindavík ogKeflavík hafa flesta erlenda
leikmenn, eða fimm talsins.
ERLENDIR LEIKMENN
24stundir/hag
Fjölnir úr Grafarvogi er
eina lið Landsbanka-
deildar karla í knatt-
spyrnu sem ekki er með
útlending í sínum röðum.
Algengast er að liðin séu
með fjóra eða fimm er-
lenda leikmenn, sem er
nærri helmingur byrj-
unarliðsins, en þó eru KR-
ingar aðeins með einn og
FH tvo.
Frískir Fjölnismenn hafa
komið skemmtilega á
óvart í sumar.
26 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 24stundir
Keflavík:
Hans Mathiesen, Danmörku
Kenneth Gustafsson, Svíþjóð
Nicolai Jörgensen, Danmörku
Patrik Redo, Svíþjóð
Símun Samuelsen, Færeyjum
FH:
Dennis Siim, Danmörku
Tommy Nielsen, Danmörku
Fylkir:
Allan Dyring, Danmörku
Ian Jeffs, Englandi
Peter Gravesen, Danmörku
Þróttur R.:
Carlos A. Bernal, Brasilíu
Dennis Danry, Danmörku
Ismael Silva Francisco, Brasilíu
Michael Jackson, Englandi
Breiðablik:
Casper Jacobsen, Danmörku
Nenad Petrovic, Serbíu
Nenad Zivanovic, Serbíu
Prince Rajcomar, Hollandi
Srdjan Gasic, Serbíu
KR:
Jordao Diogo, Portúgal
Fram:
Henrik Eggerts, Danmörku
Paul McShane, Skotlandi
Joseph Tillen, Englandi
Samuel Tillen, Englandi
Grindavík:
Marinko Skaricic, Króatíu
Scott Ramsay, Skotlandi
Tomasz Stolpa, Póllandi
Zankarlo Simunic, Króatíu
Zoran Stamenic, Bosníu
Valur:
Barry Smith, Skotlandi
Dennis Bo Mortensen, Danm.
Rasmus Hansen, Danmörku
René Carlsen, Danmörku
ÍA:
Dario Cingel, Króatíu
Esben Madsen, Danmörku
Igor Bilokapic, Króatíu
Vjekoslav Svadumovic,
Króatíu
HK:
Almir Cosic, Bosníu
Goran Brajkovic, Króatíu
Iddi Alkhag, Danmörku
Mitja Brulc, Slóveníu
Alls leikur 41 erlendur leikmaður í Landsbankadeild karla í sumar
Skiptast á milli ellefu liða af tólf
ÍÞRÓTTIR
ithrottir@24stundir.is a
Það leið varla sá dagur í vetur að við fengjum ekki sím-
hringingu eða netpóst þar sem var verið að bjóða okkur
eitthvað misgáfulegt. Við skoðuðum auðvitað einhverja leik-
menn en fundum enga sem okkur leist nógu vel á.
ERLENDIR LEIKMENN Í LANDSBANKADEILD KARLA
F
jö
ln
ir
0
le
ik
m
en
n
F
H 2
le
ik
m
en
n
K
R 1
le
ik
m
að
ur
Þ
ró
tt
u
r
4
le
ik
m
en
n
V
a
lu
r
4
le
ik
m
en
n
ÍA 4
le
ik
m
en
n
H
K 4
le
ik
m
en
n
F
ra
m
4
le
ik
m
en
n
G
ri
n
d
a
ví
k
5
le
ik
m
en
n
K
e
fl
a
ví
k
5
le
ik
m
en
n
B
re
ið
a
b
li
k
5
le
ik
m
en
n
F
yl
k
ir
3
le
ik
m
en
n
24
st
un
di
r/
BM
S