24 stundir - 25.06.2008, Side 27
24stundir MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 27
Kvikmynd Ólafs Jóhannessonar,
The Amazing Truth About Queen
Raquela, hlaut sérstök verðlaun
fyrir afreksverk í þágu samtíma-
kvikmyndagerðar á kvikmyndahá-
tíðinni CinemaCity í Novi Sad í
Serbíu nú um helgina. The Amaz-
ing Truth About Queen Raquela
segir frá Raquelu, stelpustrák frá
Filippseyjum sem dreymir um að
flýja til Vesturlanda til að finna
draumaprinsinn. Myndin tók þátt í
aðalkeppni hátíðarinnar EXIT po-
int ásamt 12 öðrum myndum frá
öllum heimshornum.
Myndin hefur víðs vegar hlotið
verðlaun og lof gagnrýnenda um
allan heim. Nýlega hlaut hún tvenn
verðlaun á kvikmyndahátíðinni
NewFest í New York þar sem dóm-
nefnd valdi hana bestu alþjóðlegu
kvikmyndina og sagði hana vera
„hreinskilna, hvetjandi, fyndna,
sorglega og vongóða, og slá ekki
eina feilnótu“. Einnig var myndin
valin besta kvikmynd hátíðarinnar
af dómnefnd sjónvarpsstöðvarinn-
ar Showtime. Áður hampaði hún
hinum eftirsóttu Teddy-verðlaun-
um á kvikmyndahátíðinni í Berlín.
Að sögn Ólafs kemur þessi mikla
velgengni myndarinnar honum
mjög á óvart. „Ég er afar glaður og
hrærður yfir því að hafa fengið að
koma sögunni um Raquelu út til
heimsins við þessar móttökur,“
segir hann. Ólafur lauk nýlega tök-
um á kvikmyndinni Hringfaranum
sem verður sýnd í Ríkissjónvarpinu
í vetur. Hann er nú staddur í Los
Angeles í Bandaríkjunum þar sem
hann kynnir myndina um Ra-
quelu.
The Amazing Truth About Queen Raquela
Verðlaun í Serbíu
Eftir Hildi E. Einarsdóttur
hilduredda@24stundir.is
Söngvarinn og mannkynsfræðar-
inn Kinkir Geir Ólafsson er með
hjartað fullt af ást sem hann
hyggst úthella á kertaljósatónleik-
um á Seyðisfirði á föstudaginn.
Umfjöllunarefni hans verður þó
ekki bara ástin þar sem hann ætl-
ar að nota tækifærið og leiða
dreifbýlingana í allan sannleik-
ann um átthaga sína, 101 Reykja-
vík þar sem æðiliðið býr.
Málsvari nafla alheimsins
Einleikurinn Kinki – skemmti-
kraftur að sunnan eftir Benóný
Ægisson í leikstjórn Guðjóns Sig-
valdasonar verður frumsýndur í
Herðubreið föstudaginn 27. júní
klukkan 21, en önnur sýning
verður á Hótel Héraði á Egils-
stöðum daginn eftir. Að sögn
Benónýs, höfundar verksins, er
Kinkir Geir afar áhugasamur um
að leiðrétta ýmsar ranghugmynd-
ir um nafla alheimsins, 101
Reykjavík, þar sem hann er fædd-
ur og uppalinn. „Landsbyggðin
hefur alla tíð átt sína öflugu mál-
svara en einhverra hluta vegna
hefur vantað slíka málsvara fyrir
hundrað og einn. En Kinkir Geir
er fjölfróður maður og velvilj-
aður og hefur mikinn áhuga á að
uppfræða fólk í öllum landshlut-
um. Hann mun byrja á Austur-
landi og taka svo þátt í ein-
leikjahátíðinni Act Alone á
Ísafirði og flytja kertaljósakonsert
sinn í Hömrum fimmtudaginn 3.
júlí. Svo er aldrei að vita nema
hann eigi eftir að troða upp víð-
ar, hvort sem það verður á lands-
byggðinni eða í úthverfum og
svefnbæjum í nágrenni borgar-
innar. Það eru þó litlar líkur á að
hann eigi eftir að sýna í sínum
heimahögum í hundrað og ein-
um,“ segir hann.
Vel hönnuð fjöll
Benóný segir Kinki ekki hafa
mikla þekkingu á landsbyggðinni.
„Hann talar til dæmis um vel
hönnuð fjöll eða firði. En hann er
samt afar frjálslyndur og víðsýnn.
Til marks um fordómaleysi hans
á hann til dæmis vini utan af
landi og er ég sjálfur í þeim
hópi,“ segir hann.
Á kertaljósakonsertinum ætlar
Kinkir Geir að flytja frumsamin
ástarlög í bland við önnur eldri á
milli þess sem hann uppfræðir
dreifbýlingana og úthverfaliðið.
„Þess má geta að hann hefur lagt
stund á örnefnafræði og rann-
sakað Hlemm landnámsmann
sem honum finnst hafa fallið al-
gjörlega í skuggann af Ingólfi
Arnarsyni. Hann hefur sínar
meiningar um styttuna af Ingólfi
á Arnarhóli sem hann fjallar um
á konsertinum,“ segir Benóný og
bætir því við að Kinkir vonist
sérstaklega til þess að hitta sem
flestar landsbyggðarkonur á
ferðalagi sínu, enda kvensamur
mjög og rómantískur.
Einleikur eftir Benóný Ægisson frumsýndur í Seyðisfirði á föstudag
Uppfræðir úthverf-
alið og sveitamenn
Allt æðiliðið býr í 101
Reykjavík og nú hefur
það öðlast kröftugan
málsvara sem hyggst
leiða dreifbýlingana í
sannleikann um sína átt-
haga. Kinkir Geir Ólafs-
son, söguhetja einleiks-
ins Kinki – skemmtikraftur
að sunnan, er fjölfróður
maður og rómantískur.
Kinkir Geir Ólafsson
Vill kynnast landsbyggð-
arkonum.
➤ Verður frumsýnt í Herðubreiðá föstudaginn klukkan 21 og
önnur sýning verður á Hótel
Héraði á Egilsstöðum laug-
ardaginn 28. júní.
➤ Leikstjóri er Guðjón Sigvalda-son en tónlist og texti er eftir
Benóný Ægisson.
SÝNINGIN
Kvartett Q heldur tónleika í Sól-
heimakirkju næstkomandi laug-
ardag, þann 28. júní. Kvartettinn
skipa Eyjólfur Þorleifsson saxó-
fónleikari, Sunna Gunnlaugs-
dóttir píanóleikari, Scott Mcle-
more trommuleikari og Ólafur
Stolzenwald kontrabassaleikari.
Á efnisskránni er tónlist eftir
„meistara“ tenórsaxófónsins
Sonny Rollins auk valinna
„standarda“ af efnisskrá hans.
Mörg laga í hans flutningi eru vel
þekkt í djassheiminum og er tón-
smíðum hans í flestum tilfellum
lýst sem einföldum og blú-
skenndum.
Tónleikarnir hefjast klukkan 14
og er aðgangur ókeypis.
Kvartett Q á Sólheimum
Erlingur Sigurð-
arson býður til
ljóðveislu í Deigl-
unni á Akureyri á
sextugsafmæli
sínu á morgun,
fimmtudaginn
26. júní klukkan
20.45. Þar mun hann létta leynd
af ýmsu því sem hann hefur sett
saman á síðustu misserum. Er-
lingur var lengi kennari við MA
og síðast forstöðumaður skálda-
safna á Akureyri þar sem hann
hélt fjölda ljóðakvölda og nám-
skeiða um bókmenntir. Hann
hefur einnig fengist við ritstörf
og skriftir og gaf til að mynda út
ljóðabókina Heilyndi árið 1997.
Ljóðveisla í
Deiglunni
Sýning Kristleifs Björnssonar
sem opnar í Skaftfelli á Seyð-
isfirði á laugardaginn opnar
klukkan 16 en ekki 14 eins og
fram kom í blaði gærdagsins.
Klukkan 17 sama dag verður svo
opnuð sýningin í SJÓNHEYRN á
Vesturveggnum í Bístrói Skaft-
fells. Þar leiða þau Áslaug Íris,
Katrín Friðjónsdóttir og Nicholas
Brittain saman hesta sína.
Sýning Kristleifs
klukkan 16
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is a
Til marks um fordómaleysi hans á hann til
dæmis vini utan af landi.
menning
Efnalaugin Björg
Áratuga reynsla og þekking
- í þína þágu
.....alltaf í leiðinni
Opið: mán-fim 8:00-18:00 • fös 8:00-19:00