Sunnudagsblaðið - 10.05.1964, Blaðsíða 11

Sunnudagsblaðið - 10.05.1964, Blaðsíða 11
ay Bradbury: vandrœðum. Hann kom ekki upp nokkru orði. Hann hafði komið til leiguhýsis frú O’Brien fyrir meira en tveim ur árum og búið þar æ síðan. Hann hafði komið með áætlunarbifreið frá Mexico City til San Diego og svo haldið þaðan til Los Angeles. Þar hafði hann svo fengið þetta litla, vistlega herbergi með bláa litnum og öllum myndunum og fallega dagntalinu ú blómskrýdd- um veggjum. Og þá hafði frú O' Brien gerzt hans strangi en jafn- framt vingjarni leigusali. Allan tímann hafði liann svo unnið fyrir sér í flugvélaverksmiðju og smíð að hluti í flugvélar, scm fíugu um víða veröld, og jafnvel núna, að stríðinu loknu, vann liann þar cnnþá. Hann hafði frá upphafi þénað vel. Og hluta launanna lagði hann fyrir, og vei ti sér þann cina munað að drekka sig full- an einu sinni í viku, — munað, sem frú O.Brien taldi hverjum erf iðismanni nauðsynlegan. f eldhúsi frú OBrien var verið að brúna baunir. Og innan skamms myndu baunirnar fá á sig sama lit og hr. Ramirez, — brúnan og gljáand' og mjúkan. Hvílík angan. Lögreg uþjónarnir hölluðu sér Ift ið eitt fram á við til anda að sér Ijúfum ilminum. En hr. Ramirez horfði stöðugt niður fyrir fætur sér eins og hann væri í lireinustu vandræðum með hvað til bragðs shyldi taka. i.Hvað er á seyði, hr. Ramirez", spurði frú O'Brien. ^egar lir. Ramirez lyfti höfði Sat ekki hjá því farið að hann sæi °ttar krásirnar á eldhúsborðinu hjá frú 0‘Brien. Hann sá langt dúklagt borðið með skínandi hrein um matarílátum, vatnskönnu með ffjótandi ísmolum, skál með nýrri kartöflustöppu og sykraða banana °6 appelsínur. Og við borðið sátu hörn frú O'Brien, þrír uppkomnir synir og tvær dætur, og úðuðu í sig góðgætinu með beztu lyst. ,,Ég hef vcrið hér í tvö og hálft ár“, sagði hr. Ramirez dapur í bragði og horfði á liandarbökin á frú O'Brien. „Það er hálfu ári of mikið“, sagði annar lögreglumaðurinn. „Hann hafði tímabundna vega- bréfsáritun. Og við erum búnir að leita hans um alla borgina”. Skömmu eftir komu sína liafði hr. Ramirez keypt sér lítið ú.varps tæki. Á kvöldin hafði hann kveikt á því og hlýtt á dagskrána. Og hann hafði í fyrsta sklpti á æv- inni fest kaup á armbandsúri. Og mörg kvöldin hafði hann reikað um stræti borgarinnar og skoðað öll fallegu fötin, sem sýnd voru í biiðagluggunum, og sum þeirra hafði liann keypt sér, og hann hafði skoðað alla skartgripina, sem stillt var út, og suma þeirra hafði hann keypt handa vinkonum sínum. Og hann hafði farið á bíó Hmm kvöld í viku, og kvöld eftlr kvöld liafði hann rúntað um í strætisvögnum og leigubílum og horft liugfanginn á það, sem fyr ir augu bar.' Auk þess hafði hann stundum farið í stóru, fínu veit- ingahúsin og fengið margréttaðar máltiðir og hann hafði farið í ó- peruna og leikhúsið. Og hann hafði jafnvel keypt sér bíl en orðið að sjá honum á bak, þar sem hann gat ekki staðið í skilum við bíla- Salann. Já, hann hafði séð og reynt alla heimsins dýrð. „Og þá er ég hingað kominn", sagði hr. Ramirez, „til að láta yður vita, að nú verð ég að fara úr herberginu yðar, frú 0‘Brien. Ég var að enda við að sækja far- angurinn minn, og nú verð ég að fara með þessum mönnum.“ „Aftur til Mexico?“ „Já, til Lagos. Það er lftil borg norður af Mexico City”. „Mér þykir þetta ákaflega l.eitt, lrr. Ramirez.“ „U-humm“, sagði hr. Ramirez og ræskti sig um leið og hann deplaði svörtu augunum og neri vandræðalcga hendurnar. Lög- reglumennirnir snertu ekki við honum. Það var líka hreinasti ó- þarfi. „Hér er Iykillinn að herberg- inu frú 0‘Brien" sagði hr. Ram- irez. „Ég er búinn að taka þaðan allt dóti.ð mitt“. Frú 0‘Brien tók nú eftir tösku, sem stóð fyrir aftan hann. Hr. Ramirez leit aftur inn í eldhúsið, á si’furlituð hnífapörin og unga fólkið, sem notaði þau til að raða í sig góðgætinu. Og liann sneri sér við og horfði lengi á íbúðarhúsið við hlið'na, sem gnæfði þarna þrjár hæðir í loft upp, vistlegt og glæsilegt á að líta. Ilann horfði á sv.alirnar og brunastigana og stigana á bak- hliðinni og aðdáunarstuna leið um varir lians. „Þér hafið verið góður leigj- andi,,‘ sagði frú O'Brien. „Þakka yður fyrir, frú O'Brien", sagði hr. Ramirez og tár komu fram í augu hans. Ffú 0‘Brien slóð í gættinni og hélt hurðinni opinni í liálfa gátt. Einn sona hennar kallaði innan úr eldhúsinu, að maturinn hennar færi að kólna cn hún skeytti því engu heldur snéri sér að hr. Rami- rez. Nú minntist hún allt í einu Framh. á bls. 354. AUÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 347

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.