Sunnudagsblaðið


Sunnudagsblaðið - 10.05.1964, Qupperneq 16

Sunnudagsblaðið - 10.05.1964, Qupperneq 16
ÁLÖG OG EYÐING Framh. af bls. 351. Nú-bar svo við, meðan umræð- urnar um sameiningu kirknanna. stóðu yfir, að Steinamenn voru minntir óþægiléga • á hina gömlu álagasögu. Sú áminning var þó að engu höfð. Hcfur Þórður Tómas- son frá Vallnatúni skráð ítarlega frásögn af þeim atburðum, er nú gerðust, í Eyfellskum sögnum, og verður hér stuðzt við þær heim- ildir, en farið fljótt yfir sögu. En segja má, að þessir atburðir hafi verið fyrirboði annarra og meiri tiðinda síðar. i,í annari viku þorra 1888 sner- ist snögglega frá frostum og fann- kyngi til bráðrar leysingar. Hún hafði strax nokkur áhrif á Steina- læk, en meiri vélræðum bjó hann þá yfir til handa Steinamönnum en nokkru sinni áður. Klukkan var á níunda tímanum að morgni, þegar mönnum varð ljóst, hvaða voði var á ferðinni. Þess varð þá vart heiman frá Steinum, að ógur- legur vatnsflaumur ruddist niður eftir lækjargilinu, og kastaði hann sér að miklum hluta vestur á bóg- inn í áttina á Steinabæirni, þegar hömrum sleppti. Tveir karlmenn þutu þegar sem fætur toguðu upp til lambhúsanna, sem voru rétt of- an við bæinn, og hleyptu lömbun- um út og hóuðu þeim vestur í brekkur. Héldu síðan til bæjanna með sama flýti, og þó var vatnið þeim skjótara. í Steinum voru allir rólegir á yfirborðinu, en óttuðust hið versta. Fyrr en varði steyptist vatns- flaumurinn fram af görðunum of- an bæjarins, rann inn í heygaröa og h’öður og rann síðan fram úr hverju húsasundi með feikna flugi“. Von bráðar flæddi vatnið inn um dyr og glugga á bæjarhúsun- um og útihúsum. Var þegar und- inn bráður bugur að bjarga börn- um og gamalmennum á öruggan stað, kýr leystar úr fjósi og rekn- ar út í Steinahelli. Tók vatnið kúnum á miðjar síður á leiðinni- Inni í bæjunum var allt hálffult af vatni, kistur og annað lauslegt á floti, en matvæli bárust með straumnum út og niður í mýri og ós. „Mcnn reyndu að bægja vatninu frá húsunum, en það var lítið» sem þeir gátu gert. Þó brutu þcir skarð á vesturenda garðs ÞcsS’ sem nær var bænum að ofan, beindist mikil vatnsrás í gegnum það og gróf sig mjög. Dró þó ekk- crt úr vatnsstraumnum fram úr húsasundum. Tveir menn brutust út í kirkju og hringdu kirkju- klukkunum langa stund og væntu staðnum nokkrar hjálpar af því úr- ræði. Vatn það, sem kom fram úr sundunum, rann vestur stéttina. því að henni hallaði vestur, breiddi það svo úr sér niður í kálgarðinn, sem var fram af vestustu bæjun- um. Sá óll var strangur og djúp- ur, bar hann mcð sér stærðar steina sem völur væru. Furðu þótti gegna, að ekki vætlaði vatn inn í kirkjugarðiim í þessum ham förum“. Skemmdir eftir lilaupið vorU miklar á mannvirkjum og landi- Samt sem áður þraukuðu Steina- menn enn um sinn og létu þessa viðvörun Steinalækjar sem vind um cyi-u þjóta. Árið eftir var kirkjan í Steinum lögð niður með lögum ásamt Skógakirkju og rif' in skömmu síðar. En Steinalæk- ur hafði ekki ennþá sagt sitt síð- asta orð. Vllf. Dr. Jón Þorkelsson þjóðskjala- vörður gaf út Þjóðsögur og munn- mæli árið 1899. í því safni eru margar sögur Jóns Sigurðssonar í Stcinum, eins og vikið er að hér að framan, m. a. álagasagan. Þcss má geta til gamans, að dr. Jón sct- ur svohljóðandi atliugasemd v^ söguna neðanmáls: „Steinakirkja var lögð niður 1889, og geta Steina menn nú því livað af livcrju átt von á góflunni'*. Eins og orðalagiú ber með sér, er svoh'til agnarögn af spéi í athugasemdinni og lítil tni á því, að nokkuð sé að óttast í Stcinum. Dr. Jón lifði það að vísu ekki, að „gúflan“ káemi, eö „Hvert sinn, er þú sérð þessa kerlingu koma inn, skaltu sitja og liamast við að þrýsta á þessa takka hérna.“ 352 CVNhVCAGSBhAf) - AitÝÐUBhAÐlö ,

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.