Sunnudagsblaðið - 10.05.1964, Side 14

Sunnudagsblaðið - 10.05.1964, Side 14
ALÖG OG EYÐING Framh. af bls. 349. liann léttan. En er hann kom á móts við steininn fyrir framan hellisdyrnar, stendur hesturinn allt í einu kyrr, svo hann kemur honum ekki feii framar. En er hann fer að knýja hann, stendur hann upp á afturfótunum með frýsi og ólátum, en Skúli, sem er einhuga og kappsfullur, vildi víst ekki láta undan, en allt kom það iyrir eitt. Svo gekk hann vest- ur eftir götunni, skoðaði og skim- aði í allar áttir, en sá ekkert. Sneri síðan austur og upp fyrir hellinn og fór síðan fyrir ofan hann. Frá þessu heyrði ég hann sjálfan segja“. III. „Þegar fjórbýli var hérna í Síeinum, var fjósið og heygarður- inn hér um bil rúmt hundrað faðma frá bænum fram á túninu. Þar voru tíu básar hvoru megin í fjósinu, en geldnaut í öðru liúsi. Einu sinni eftir vöku voru tvær komir að mjólka (i fjósinu), önn- ur á yzta básnum vestan megin, en hin á innsta básnum. Voru þær aö skrafa saman. Þá heyrir sú, er var á yzta básnum, undirgang mik inn, hætti því ræðunni og hlust- aði eftir, hvað var. Hin sleit og ræðunni og setti frá sér skjól- una á flórinn. Sér þá sú, er utar var, hvar afarstór maður kemur í dyrnar með svartan barðastóran hatt og á mórauðri úlpu, er tók allt í hnésbæíur. Dregur hún sig þá upp í básinn undir kúna, en slökkti þó áður ljósið. En er liann var innar hjá kominn, stekkur hún lieim slíkt er af tekur og segir frá. Brugðu þá allir karlmenn við, er heima voru og fóru til fjóss- ins, fundu kvenmanninn dauðan og átján stungur á lífi hennar, en báðar föturnar tómar. Síðan var fjós og lieygarður af'agt, en byggð- ur í fjósstæðinu kálgarður, og sér þess enn merki“. IV. t Nykurpyttl „skal nykur hafa haft aðsetur sitt og (hafa) sézt þar ekki fyrir mjög löngu. Ósinn er nú búinn að fylla hann, svo hann er ekki meira en í mjöðm á full- orðnum manni. En ekki er undir einum skjól. Pyttur er í Hellis- vatninu, sem enginn veit, hvað djúpur er. Þar í er hann haldinn vera nú orðið. Ekki er pytturinn síærri en sem svarar fari eftir heilan hest fullorðinn. Hér við Hellisvatnið sá einu sinni stúlka frá Steinum, er Guðrún hét, grá- an hest í Hellismýrinni, tók styttu band sitt og hnýtti upp í hann. Ætlaði síðan 'á bak, en varð þá lilið á hófana og eyrun, sem hvo.rt tveggja snýr aftur á nykrinum, og baö guð þá að hjálpa sér. Við það stökk hann í Nykurpyttinn, en komst ekki niður, því nafn stúlk- unnar var ofið í lindann, eins og forn siður var. Einu sinni fóru mörg börn á bak grám hes i, en er það seinasta ætlaði á bak, kross' aði það á lend hestinum. En er þau yoru öll komin á bak, stökk hann með þau í eitt vatnið, ncma það, sem krossmarkið gerði, hraut ofan á bakkann". V. „Þegar Margrét heitin Rafnkels- dóttir var á Núpakoti hjá föður sfnum, kom hún eitt sinn sem oftar úr sandinum. Þá voru skipln fram undan Steinahelli, eins og oft hef- ur verið. Þetta var um kvöld ná- lægt dagsetursskeiði. Þá var frem- ur skuggsýnt, því veður var þykk- fengið. í þetta sinn var hún ein sér, því sjómenn höfðu riðið heim á undan. Er hún kom yfir glána miðja vega á syðri hlut Steina hólma, sá hún mann kippkorn á undan sér, og hafði sá tvo hesta í taumi með blautum fisk. Margrét hvatti sporið og ætlaði að ná hon- um, svo hún gæti orðið samferða, en hvað mikið sem liún þæfði í mó inn, dró livorki sundur né saman með þeim, allt þar til hann hvarf austan Stóruhóla í landsuður af Hlíð. Hún hélt samt áfram um stund. Þá litlu seinna var kallað eftir henni með dimmri röddu: „Haltu áfram. Flýttu þér”. Hún gaf sér ekki um það annað en hélt leið sína. En er hún kom undir túngarðana í Núpakoti, datt henni í hug, það hún var langseinust úr sandinum, og aS þetta hlaut aO 350 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAUIÐ vera huldumaður. Brá henni þá * brún og varð ákaflega hrædd, flýtt1 sér sem hún gat, dreif ofan af hcst unum fiskinn og því næst virkin, lét þá í hesthúsið og fór sem skjót- ast inn, enda skall þá á blindbylur í sama bili, svo ekki var hundi út sigandi, og gaf þessi góði huldu- maður henni líf á þennan hátt. Margrét þessi varð síðan oft vör við huldufólk, einkum efth' að hún var orðin kona í vestasta bænum í Steinum. Þar gekk huldu- fólkið um brunnhúsið og sótti þangað vatn, enda lét hún þuð ávalit opið standa. Líka brúkaði það eldhúsið, þvi oft héyrðist glamur í skörungnúm, og lagði sætan hangikjötsiim inn til henn- ar. Hún var dóttir Kafnkels bónda í Núpakoti, Ólafssonar gamla í Þegar fariff er yfir gijtu .. • líttu til vinstri . . . líttu svo til hægri aftur.

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.