Sunnudagsblaðið


Sunnudagsblaðið - 10.05.1964, Qupperneq 15

Sunnudagsblaðið - 10.05.1964, Qupperneq 15
Hlíð, or fæddist milli 1G20-40, Höskuldssonar í Hlíð, Hannesson- ar Krango eður Krangefod, er bjó ® Kambafelli kominn liingað frá Noregi og þangað frá Grikkiandi. Margrét dó 1826. Hún var móðir borbjargar í Steinum”. VI. Eins og getið er hér að framan, befur Jón Sigurðsson þjóðsagna- safnari skrásett munnmo-din um á- lögin á Steinabæjunum 08 e? sag* an á þessa leið: „Sú er sögn um Steinalæk, að í Steinum liefðu áður búið fjórir bændur og hefði einn þeirra átt alla tpríuna. Það sést'og enn i dag á nöfnum engja og tuna, áð bændur hafa yerið þar þrír eða fjórir, og er svo að sjá, sem hver hafi átt spildu sér. Þar til benda nöfnin Árnatún, Narfar og ívarsskákir. Sá, er átti alla jörðina, varð einhverra orsaka vegna að selja hana fyrir lítið yerð. Nagði hann það þá á, að hún skykli fara fyrir minna, og skyldi lækurinn taka bæinn af, en þó ekki meðan kirkjan yæri, enda er það trú, að lækurinn grandi ekki bæn- um meðan kirkjan stendur. Önnur sögn er það um Steinalæk, að förukvenmaður kæmi að Steinum bæði að gefa sér að drekka, og v§rð fyrir þeirri mannvonzku, sem sialdgæf er, að sá, er hún liitti, visaði heuni í lækinn. Mælti hún Þá svo um, að hann skyldi verða Þpl bæjarmanna. Hess hefur oít vart orðið, að eitthvað hefur slag- að heim á bæinn í Steinum, ann- aðhvort undan óveðri eða ofsa- hlaupi og umbroti í læknum, svo sem i hitt eð fyrra vetur (1860). Stundum hefur heyrzt gól, en þó sjaldan. En þar til er sú sögn, að útburður hafi verið borinn undir hæjarhekk. En hvernig sem á þessu hefur staðið, þá hefur engum manni orðið meint við, sem það hefur fyrir borið”. Jón skrásptur þessa álagasögu Wn Steinaþæi og Steinalæk árið 1863. Qg eru nú engin tíðindi af Steinalæk að segja um aldarfjórð- ÚÚgsskeið. Jón flytur hinsvegar frá Steinum til Reykjavíkur á Þessu tímabili og er ekki meir til íyásagnar um álögin í Steinum. Hann varð úti i Kó'pavogshálsi 17. ían. 1877. " VII. Þessu næst er frá því að segja, að þar kom, að farið var að ræða um að leggja niður kirkjuna í ■ Steinum. Þrjár kirkjur voru í Austur-Eyjafjallalireppi um þess- ar mundir: Steinakirkja, Skóga- kirkja og kirkjan í Eyvindarhól- um. Munu ýmsir hafa talið, að all- vel væri fyrir kristindómi og sálu hjálp Austur-Eyfellinga séð með einni kirkju, og lögðu til, að kirkj- an í Eyyindarhólum yrði látin nægja, en kirkjurnar í Skógum og Steinum lagðar niður. Ekki munu þó allir hafa verið á einu máli um þetta, enda bera flestir hlýjan hug til kirkju sinnar, en auk þess var kirkjan í Steinum nokkurs konar verndarvættur stað arins og þannig á henni sérstök helgi. Kirkjurækni og trúaráliugi höfðu og löngum fylgt Steina- kirkju. Til marks um það er m. a. eftirfarandi saga: Mpskulcjur hét maður Ólafsson og Ingvildar Jóns- dói,tur í Steinum. Hann bjó á Núpakoti, en seinna að Berjanes- koti. Hann var mikill maður vexti og heljarmenni að burðum, enda kallaður Höskuldur sterki. Hösk- uldur var maður sérlega kirkju- rækinn og var cinu sinni sem oftar við Steinakirkju fyrsta sunnu dag í föstu, þegar guðspjallið er um freistnina; en er íesin voru þessi orð: „Allt þetta mun ég gefa þér ef þú fellur fram og tilbiður mig“, — — kallar Höskuldur upp undir messunni: „Hefði ég verið herrann Kristur þá skyldi ég hafa gefið honum á andskotans kjaft- inn“. Framh. á bls. 352J ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 35I

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.