24 stundir


24 stundir - 08.08.2008, Qupperneq 1

24 stundir - 08.08.2008, Qupperneq 1
„Ég er sallarólegur yfir þessu öllu saman,“ segir Ásmundur Jóhannsson, kvótalausi sjómaðurinn, en Landhelg- isgæslan stöðvaði hann við veiðar í gær og innsiglaði bát hans. Hafði hann þá veitt 600-700 kíló af fiski, aðallega þorski. „Ef ég fæ ekki þessa kæru þá fer ég náttúrlega bara að róa aftur og aftur, þar til þeir kæra mig,“ segir Ás- mundur enda þarf hann kæruna til að fara með málið fyrir dómstóla. Þegar hún berst ætlar hann að selja bátinn. Ásmundur bíður eftir kæru „Ef ég fæ ekki þessa kæru þá fer ég náttúrlega bara að róa aftur“ Mynd/Víkurfréttir Hreyfingarlausir innlánsreikningar fyrnast á tuttugu árum en áætlað er að landsmenn eigi til samans um 20 milljónir á gleymdum banka- reikningum. Eigendur finnast ekki alltaf. Gleymdir pen- ingar að fyrnast »14 24stundirföstudagur8. ágúst 2008149. tölublað 4. árgangur ...ferskleiki er okkar fag ! Melabúðin Hagamel Reykjavík Þín verslun Seljabraut Reykjavík Spar Bæjarlind Kópavogi Kassinn Norðurtanga Ólafsvík Kostur Holtsgötu Njarðvík »12 Matthías Stefánsson er aðeins 6 ára gamall en veiddi samt 16 punda lax á ódýra bensínstöðv- arstöng. Þetta er fyrsti lax Matt- híasar sem var að vonum stoltur. 16 punda lax VEIÐI»30 Draggkóngur Íslands er ekki samkyn- hneigður og draggdrottningin end- aði atriði sitt með því að sofna ofan í hveitihaug er átti að vera kókaín. Skopstæling á Amy Winehouse. Draggkeppni Íslands FÓLK»38 Bílar, smáir og stórir 12 14 10 12 11 VEÐRIÐ Í DAG »2 Rafpoppsveitin Sometime andar léttar eftir að hafa fundið bíl til þess að keyra í GayPride-göngunni. Diskópartí á hjólum segir söngkonan. Sometime fann bíl »35 Það er til mikið úrval af fallegum samkvæmistöskum í íslenskum verslunum og því lítið mál að vera með glæsilega fylgihluti þegar farið er í veislu. Töskur við öll tækifæri »25 Ólympíuleikarnir í Peking hefjast formlega í dag við hátíðlega athöfn en alls taka 27 íslenskir keppendur þátt. 24 stundir skoða fólkið okkar á leikunum. Fólkið okkar »16 SÉRBLAÐ NEYTENDAVAKTIN »4 64% munur á sundferð 38 manns bíða nú svars við um- sókn um hæli hérlendis. Jóhann Thoroddsen sálfræðingur segir andlega heilsu þeirra sem bíða slæma og að margir þjá- ist af áfallastreituröskun. Bið eftir hæli hefur vond áhrif »2 Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir.is „Ég vil sem almennur borgari hefja baráttu fyrir því að það verði ein hjúskaparlög í landinu. Þetta hefur þegar gerst í Noregi og ég held að það sé ekki langt í að við siglum í kjölfarið,“ segir dr. Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Grafarholti. Hún stofnaði á miðvikudag hóp innan vefsamfélagsins Fa- cebook sem berst fyrir því að lög um hjúskap gagnkynhneigðra og staðfesta samvist verði sameinuð í ein. Öllum meðlimum Facebo- ok er frjálst að ganga í hópinn. Sigríður segir ekki nóg að lög- in séu sambærileg. „Mér finnst ekki að við eigum að gefa afslátt af mannréttindum,“ segir hún og bætir við að þótt stór hópur inn- an kirkjunnar sé sammála henni sé þetta baráttumál á borgaraleg- um vettvangi og hún beiti sér fyrir því sem almennur borgari. Frosti Jónsson er formaður Samtakanna ’78. Hann segir framtakið fagnaðarefni enda sé þetta eitt helsta stefnumál sam- takanna. Engan afslátt af mannréttindum  Hópur innan Facebook-vefsamfélagsins berst fyrir því að lög um hjúskap og staðfesta samvist verði sameinuð ➤ Hópurinn vill að lög um hjú-skap gagnkynhneigðra nr. 31/1993 og staðfesta samvist samkynhneigðra nr. 87/1996 verði sameinuð í ein hjúskap- arlög og að samböndum fólks verði ekki mismunað með ólíkum nöfnum eftir kynhneigð. SÖMU LÖG Þingflokkur Vinstri hreyfing- arinnar – græns framboðs missir núverandi húsnæði sitt innan skamms. Honum hefur þó verið fundinn nýr staður í Morgunblaðshöllinni. Moggahöllin verður VG-höll »2 „Almenningssamgöngur munu aldrei koma ístað einkabílsins, jafnvel þótt þær yrðu mjögfullkomnar,“ segir Reynir Jónsson, fram-kvæmdastjóri Strætó bs. „Þeirri hugsun þarfað koma að, að nota eigi báða samgöngu-máta jöfnum höndum, eins ogvel þekkist erlendis.“ Kostur einkabíla »18 Guðmundur Hannesson, stjórnarmaður íakstursíþróttafélaginu KKA, segir aksturs-braut félagsins á Akureyri vera brautryðj-endastarf. Brautin er glæsileg með flóð-ljósum og vatnsveitukerfi auk þess sem ástaðnum er líka akstursbrautfyrir börn. Mjúk og góð braut »22 Ólafur Gunnarsson rithöfundur þurfti aðbíða lengi eftir draumabílnum sínum,Pontiac 1959 með stélum. Ólafur var 17ára þegar hann lét sig dreyma um hannfyrst en fékk hann ekki fyrr en árið 2004.„Og hann er enn drauma-bíllinn.“ Loksins, loksins »24 BÍLAR AUGLYSINGAR@24STUNDIR.IS Fjármálastjóri Garðabæjar dró sér 9,2 milljónir króna frá áramótum til júlí. Maðurinn samþykkti að greiða upphæðina til baka og sagði upp störfum í kjölfarið. Fjármálastjóri í fjárdrætti »8

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.