24 stundir - 08.08.2008, Síða 38

24 stundir - 08.08.2008, Síða 38
Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@24stundir.is Draggdrottning Íslands endaði at- riði sitt á Draggkeppni Íslands á miðvikudagskvöldið með því að sofna með andlitið ofan í haug af kókaíni. Auðvitað var ekki um al- vöru eiturlyf að ræða en atriðið var skopstæling á lífsháttum Amy Winehouse. „Eftir atriðið fór ég baksviðs allur hvítur í framan og lét taka allt af mér. Lét svo meika mig aftur, því ég ætlaði að mæta í eftirpartíið á Q-bar svaka fínn,“ segir dívan, réttu nafni Magnús Jónsson, er fullyrðir að hann ætl- aði sér aldrei að vinna. „Svo þegar ég vann þurfti ég að taka atriðið aftur og var svekktur, því ég þurfti að rústa farðanum strax. Ég var því bara með hveitið framan í mér, all- ur sjúskaður og ógeðslegur í partí- inu.“ Atriði Magnúsar byggðist á því að blanda kvikmyndapersónunni Mary Poppins saman við Amy Winehouse. Úr varð hin svaðalega Amy Poppers sem fann öll þau eit- urlyf er hún þráði í galdratösku fljúgandi barnapíunnar. Atriðið, sem þótti meinfyndið og flugbeitt, átti að vera fyrsta og eina skiptið sem Magnús myndi fara í dragg en hann mætir nú samt í gönguna á morgun. Skarphéðinn úr Fljótstungu „Hann er mjög hægfara maður og tekur sinn tíma,“ segir dragg- kóngur Íslands, Agnes Þorkels- dóttir Wild, um persónu sína, bóndann Skarphéðin úr Fljóts- tungu. „Hann kom og ætlaði að skemmta áhorfendum með því að steppa fyrir þá. Hann mætti með spýtur með sér til þess að steppa á og steppskóna sína í verkfæra- tösku. Svo tók það svakalegan tíma fyrir hann að klæða sig í skóna, greyið. Svo bara byrjar hann að steppa og steppar út um allt sviðið. Fílar sig svo eins og hann sé á Broadway-sýningu eða eitthvað.“ Það vakti athygli í ár að bróðir hennar keppti einnig, en hvorugt þeirra er samkynhneigt. „Þetta er ótrúlega mikil áskorun að þora að koma svona fram. Mörgum finnst það vandræðalegt en það að búa til persónuna er svo skemmtilegt. Ég fæ ekkert út úr því að klæða mig upp eins og karl. Við erum bara ákaflega opnar manneskjur, myndi ég segja. Okkur finnst að þessi keppni sé fyrir alla.“ Hinsegin dagar hófust í höfuðborginni á Draggkeppni Íslands Sofnaði með höf- uðið í kókaínfjalli Hinsegin dagar standa nú yfir og ná hámarki með GayPride-göngunni á morgun. Í fyrrakvöld voru valin draggkóngur og -drottning Íslands. Þar kom margt á óvart. Steini díva Krýndi nýju drottninguna. 24stundir/Haraldur Guðjónsson Kóngafólk Draggkóngur og draggdrottning Ís- lands, ólíklegt par. 38 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 24stundir HAUST 2008 MOLO - COTTONFIELD - JACKPOT Englabörnin ehf - Laugavegi 51 - 101 Reykjavík - Sími 552 2201 „Ég gerðist næstum því sek um ofbeldi í umferðinni í gær. Fann til samkenndar með fólki sem tjúllast í Bandaríkjunum. Red neck-týpan sem teygir sig í hagla- rann og tæmir á nokkrum sek- úndum. Fjandinn hafi það, bíll- inn flautaði á mig því ég tafði hann um um 5 sekúndur!“ Jóna Á. Gísladóttir jonaa.blog.is „Þann 8. september mun ég hefja nám í súludansi. Þó ekki til þess að stunda þá iðn á Goldfinger eða öðrum þannig stöðum heldur til þess eins að koma mér í form á skemmtilegan máta :-). Pole fit- ness er jú það heitasta í dag. Eftir að hafa prófað þetta þá öðluðust súludansmeyjar mína virðingu.“ Guðlaug Birna Björnsdóttir godpool.blog.is „Trúarbrögð eru tabú. Í tilefni þess að Egill Helgason vísar á grein þar sem hnattrænni hlýnun er líkt við trúarbrögð vil ég nefna að ég hef komist að því að það er aldrei gott að líkja einhverju við trúarbrögð. Ekki einu sinni trúarbrögðum.“ Matthías Ásgeirsson www.orvitinn.com BLOGGARINN HEYRST HEFUR … Ellen Kristjánsdóttir mun í kvöld hita upp fyrir tón- leika Erics Clapton með nýrri hljómsveit sinni sem er meðal annars skipuð eiginmanni hennar, Eyþóri Gunnarssyni, og dætrum þeirra. Auk hinnar fjöl- skylduvænu hljómsveitar mun Ellen fá til liðs við sig bróður sinn KK en hann mun verða sérstakur leynigestur á tónleikunum. Það verður því hálfgerð ættarmótsstemning á tónleikunum í kvöld. vij Sjálfur kom Eric Clapton til landsins í gær með einkaflugvél sem bar hann frá Bergen í Noregi. Hann lenti á Reykjavíkurflugvelli ásamt annarri vél er flutti nokkur tonn af græjum. Samkvæmt Grími Atlasyni var það sérstök bón Claptons að fá konu til þess að hita upp og engan blús. Því er spurning hvernig hann tekur tónum leynigestsins, KK, sem er án efa dáðasti blústónlistarmaður landsins. bös Heimasíðan TheCoolHunter, sem gefur sig út fyrir að þefa uppi allt sem er eitursvalt í heiminum og láta aðra vita af því, nefnir tónleikahátíðina Aldrei fór ég suður sem eina af fimm svölustu tón- leikahátíðum heims. Aðrar hátíðir á sama lista eru Sónar, Exit, Fuji Rock og Splendour in the Grass. Mugison hefur svo sannarlega ástæðu til þess að kætast yfir þessu. Monitor greindi frá. bös „Ég ætti að ná þessu ef það verð- ur greið leið upp eftir. Ég er að vonast til þess að allir verði búnir að koma sér fyrir, allir bílar og svo- leiðis, svo að ég þurfi ekki að vera í röðinni,“ segir Sturla Birgisson, veiðifélagi Erics Claptons, að- spurður hvort hann hyggist fara á Eric Clapton-tónleikana í kvöld. Sturla hefur fylgt Clapton í öll þau fjögur skipti sem hann hefur kom- ið hingað til lands til að renna fyrir lax en hann sér meðal annars um að elda fyrir Clapton meðan á veiðitúrnum stendur. Beint úr brúðkaupinu Sturla er margverðlaunaður kokkur sem hefur unnið við góðan orðstír erlendis, til dæmis í Banda- ríkjunum og Frakklandi. Nú rekur hann veislusalinn Glersali í Kópa- vogi og það er einmitt sá rekstur sem gæti komið í veg fyrir að hann komist á tónleikana því mikil veisluhöld eru fyrir höndum. „Ég ætla að reyna að komast. Ég er með stóra veislu bæði í dag og á morgun,“ segir Sturla en dagurinn í dag er býsna vinsæll hjá brúð- hjónum enda dagsetningin 08.08.08 einkar þægileg fyrir gleymna eiginmenn. Sturla hefur þegar tryggt sér miða á tónleikana og segir að ef hann komist á þá muni hann auð- vitað kíkja baksviðs og spjalla við Clapton. Hann segir að tónlist- argoðsögnin sé laus við alla stjörnustæla. „Hann er algjör öð- lingur og mjög jarðbundinn.“ Hann bætir við að það sé lítið mál að elda ofan í Clapton því hann sé ekki matvandur. vij Sturla er veiðifélagi Eric Clapton á Íslandi Óviss um að kom- ast á tónleikana Kokkar fyrir Clapton Sturla segir Clap- ton vera jarðbundinn öðling. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 1 6 5 2 4 8 3 7 9 7 3 8 1 5 9 2 4 6 4 2 9 3 6 7 1 8 5 3 7 6 4 8 2 5 9 1 5 1 2 9 7 3 4 6 8 8 9 4 5 1 6 7 2 3 6 4 1 7 9 5 8 3 2 2 8 7 6 3 1 9 5 4 9 5 3 8 2 4 6 1 7 Ertu til í að senda inn næstu þrjá sjúklinga? Helgi, er þetta ekki VITA vonlaust nafn? Helgi Eyþórsson er framkvæmdastjóri VITA, nýrrar ferða- skrifstofu á vegum Icelandair Group.FÓLK 24@24stundir.is a Nei, þetta er la dolce vita, hið ljúfa líf. fréttir

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.