Eintak

Tölublað

Eintak - 30.03.1994, Blaðsíða 2

Eintak - 30.03.1994, Blaðsíða 2
Ætlarðu að keyra leigubíl í ellinni, Björn? ©Ámi Samfjölgar umboðunum © Bíódagar að klárast QSambíóin og Stjömubíó setja DV í straffvegna gagnrýni | síðasta Eintaki |sögðum við frá því að Sambíóin hefðu aðeins sýnt eina af þeim sjö ; myndum sern hlutu flest Óskarsverðlauna í ár. Árni Samúelsson heldur engu að síður áfram að tryggja stöðu sína á ís- lenska kvikmyndamarkaðnum því nýlega gerði hann samning um dreifingu á myndum Morgan Creek og Miramax kvikmyndafyrirtækj- anna. Fyrir hefur Árni umboð fyrir amerísku risana Disney, Warner Brothers og 20th Century Fox. Mir- amax er sérstakur fengur fyrir Árna því fyrirtækið er stærsti dreifingar- aðilinn á listrænum kvikmyndum í heiminum og því má þúast við að fjölþreytni kvikmynda í Sambíóun- um eigi eftir að aukast verulega á næstunni... w IHamborg er verið að leggja síð- ustu hönd á vinnslu kvikmyndar Friöriks Þórs Friörikssonar, Bíódaga. í myndinni segir frá ung- um dreng á fyrri hluta sjöunda ára- tugarins í Reykjavík sem hrærist ( heimi kvikmynda og nýfengins Kanasjónvarps. Hann er sendur í sveit og fantasíur kvikmyndanna verða þar að raunveruleika í ís- lenskri sagnahefð. Með hlutverk piltsins fer Orri Helgason en hann er sonur leikaranna Helga Björns- SONAR og VlLBORGAR HALLDÓRS- dóttur. I öðrum hlutverkum er landslið íslenskra leikara með Rú- rik Haraldsson og Guörúnu Ás- mundsdóttur, en fjöldi annarra leikara kemur við sögu. Að sögn leikstjórans verður myndin frum- sýnd einhvern tímann í sumar... EINTAK sagði frá því fyrir ein- um og hálfum mánuði síðan að GIsla Einarssyni, kvik- myndagagnrýnanda DV, væri mein- aður aðgangur að Samþíóunum og Stjörnuþíói. Svo illa var Gísli þokk- aður að hann fékk ekki einu sinni að borga sig inn á myndir sem voru sýndar í þessum bíóhúsum. Sagði Karl Schöith, eigandi Stjörnubíós, þegar hann var spurður um þetta mál að Gísli hefði hagað sér eins og skepna í skrifum sínum um þíó- ið. Gísli vildi ekki una þessu og leit- aði réttar síns hjá lögfræðingi sem taldi bíóin í órétti. Það nýjasta sem er að frétta af þessu máli er að Sambíóin og Stjörnubíó hyggjast hvergi slaka á í baráttu sinni gegn Gísla og næsta skref hjá bíóunum er að hætta að auglýsa í DV. Tekju- tap DV vegna þessa mun varlega áætlað verða um þrjár milljónir króna á ársgrundvelli... LOF LAST PAÐ VÆRI TILQANQSLAVST... ...fær Gunnlaugur Clausen ríkislögmaður fyrir að hafa stefnt hluthöfunum í Sam- einuðum verktökum, tapa málinu í undirrétti, áfrýja þvi til Hæstaréttar og vinna það þar. Með því aflaði hann ríkissjóði hærri fjár- muna en stjórnmálamönn- um er treystandi til að eyða á...ja, um þremur dögum. ...fær Þorsteinn Pálsson fyrirað láta Guðjóni A. Kristinssyni varaþingmanni það eftir að flytja kvóta- málið inn í sali Alþingis. Meðan Þorsteinn hefur verið sjávarútvegsráðherra hafa þessir salir verið ör- uggasti staður á jarðríki fyrir þá sem geta ekki og vilja ekki mynda sér skoð- un á sjávarútvegsmálum. Það er honum að kenna að þegar þessi mál koma loks til umræðu er það gert með vestfirskum ofstopa. Stelling fyrír dymbilviku. Útréttir arm- ar og fæturnir eilítið krosslagðir. Með einbeitingu hefur fólki tekist að fá blóð til að vætla út úr lófunum. En þótt það takist ekki er aldrei að vita nema blóð vætli um heilann og auki mönnum inn- sýn í þjáninguna sem varpaði öllum syndum á bak við oss. Ástundist að- eins af einlægni og heilum hug. að draga á eftir sér lappirpar að fá sér kríu að sletta úr klaufupum Björn Bjarnason stendur fyrir frumvarpi sem afnemur ald- ursákvæði sem banna leigu- bflstjórum á tilteknum vinnu- svæðum í þéttbýli að keyra eftir 70 ára aldur. Allir upp úreftir kosningar Ógeðfelldasta frétt vikunnar birtist í DV á fimmtudaginn var. Hún var svohljóðandi: „Borgarráð hefur samþykkt til- lögu íþrótta- og tómstundarráðs um að sundstaðir borgarinnar verði opnir lengur. Sundstaðirnir verða opnir mánudaga til föstudaga frá 7 til 22 og er það lenging um klukkutíma. Sundlaugarnar verða opnar frá 8 til 20 á laugardögum og sunnudögum og er það lenging um tvær klukku- stundir. Árbæjarlaug verður opin mánu- daga til föstudaga frá 7 til 22.30 og laugardaga og sunnudaga frá 8 til 20.30 allt árið. Breytingarnar taka gildi 5. apríl.“ Þá veit maður það. Fyrst lagði Markús til 800 milljónir til at- vinnulausra til að bæta stöðu Sjálf- stæðisflokksins í borginni. Síðan leyfði hann strætóstjórum að vera í Starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar. Þá kom Árni Sigfússon og opnaði Fæðingarheimilið. Og nú ætla sjálfstæðismenn að tæla til sín atkvæði í laugunum. Ef einhver vill synda veit hann nú að þá er best að synda á kosn- ingaári. Á sama hátt og strætóstjór- ar, sængurkonur og atvinnuleys- ingjar mega éta það sem úti frýs eft- ir kosningar, þannig munu sundlaugagestir verða reknir upp úr þann 29. maí næstkomandi, daginn eftir kosningar. „Nei, ég hef ekki hugsað mér að gera það. Ég hef engin rétt- indi til þess. “ Af hverju er starfsaldur leigu- bílstjóra þér svona hugleik- inn? „Þetta er spurning um að allir séu jafnir fyrir lögunum. Núver- andi lög ná til leigubílstjóra á fimm svæðum á landinu og þau mismuna leigubílstjórum annars vegar og sendiferðabílstjórum, vörubílstjórum og langferðabíl- stjórum hins vegar. Lögin eru líka í uppnámi af öðrum orsök- um því aldursákvæði þeirra hafa verið kærð tit mannréttindar- nefndar Evrópu. “ Er ekki talið að það geti verið hættulegt að menn séu ak- andi bíl komnir á efri ár? „Ef öryggið er haft að leiðarljósi á að taka á þessum málum í umferðarlögum. “ Menn sem komnir eru yfir sjötugt geta verið þingmenn og ráðherrar en ekki sendi- herrar. Ætlarðu að reyna að breyta þvi líka? „Þar ráða önnur sjónarmið. Frumvarpið snýst ekki um það, hvenær menn eigi að hætta vinnu heldur miðar að þvíað upp- || ræta misrétti. “ Sveinsheit nudd fræðings og eiður nudd- fræðings Nuddjriddarinn Rafn Geirdal lætur 1 serneyra Jóhannes Gunnarsson, formaður neytendasamtakanna, kærði Rafn Geirdal, skólastjóra Nuddskóla Rafns Geirdals, til Rannsóknarlög- reglunnar þann 12. ágúst 1992 meðal annars vegna siðareglna sem nem- endur skólans vildu ekki sætta sig við að þurfa að gangast undir. Rafn hef- ur verið ötull við að senda fjölmiðlum afrit af bréfum sem hann hefur skrifað Jóhannesi að undanförnu. Skólastjórinn tekur starf sitt mjög alvarlega en fyrsta grein siðarregln- anna segir að nemendum beri að virða skólastjóra til fulls. Önnur grein krefst algjörrar þagnarskyldu um öll persónuleg samskipti, milli nemenda, milli nemenda og skólastjóra, og milli nemenda og gesta. Þá segir að óleyfi- legt sé að bera neikvæð ummæli út fyrir skólann. Nemendum er bent á að sýna fullt umburðarlyndi hver við annan í þriðju grein og í þeirri fjórðu er þeim hótað brottrekstri gerist þeir brotlegir við fyrrnefnd ákvæði. Þessar reglur gilda út fyrra námsárið en þá taka við strangari siðareglur fyrir sveinsárið og viðkomandi sveinn er látinn sverja heit; „sveinsheit nudd- fræðings" að þvi er segir í fimmtu og sjöttu grein siðareglnanna. Með bréfi Rafns Geirdals fylgir einnig plagg með yfirskriftinni: Eiður nuddfræðings, sem er svarinn eftir að nuddfræðingar eru full- menntaðir, og minnir hann einna helst á sáttmála riddara hringborðs Art- húrs konungs í hátíðleik sínum. Eiður nuddfræðings Þegar ég er nú tekinn í raðir nuddfræðinga: Skuldbind ég mig að helga líf mitt þjónustu við mannkynið. Ég mun sýna skólastjóra og kennurum mínum þá virðingu sem þeim ber. Ég mun rækja starf mitt af samviskusemi og göfuglyndi. Ég mun hafa heilbrigði skjólstæðinga minna í huga fremur öllu öðru. Ég mun virða þau leyndarmál sem mér er trúað fyrir, jafnvel eftir að skjólstæðingur er látinn. Ég mun viðhalda með öllum ráðum sem mér eru tiltæk, heiðri og göfugum hefðum nuddfræðistéttarinnar. Starfsfélagar mínir munu vera mér bræður. mun ekki láta umhugsun um trú, þjóðerni, kynþátt, flokkssjónarmið eða þjóðfélagsstöðu hindra mig í skyldum mínum við skjólstæðinga mína. Ég mun viðhalda æðstu virðingu fyrir mannlegu lífi allt frá upphafi þess, jafnvel þó mér sé ógn- að, og ég mun ekki nota nuddþekkingu mína andstætt lögmálum manngæsku og mannúðar. Þessi loforð gef ég af öilu hjarta og bestu vitund. W/ái ... ft \ OQEÐFELLDASTA FRÉTT VIKWNNAR STELLINQ VIKWNNAR 2 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1994 © JÓN ÓSKAR

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.