Eintak - 30.03.1994, Qupperneq 4
Fimmtudagurinn 24. mars
Ég er orðinn hálf ítalskur á veru minni hér (
Róm. Þegar ég hringdi heim eftir fréttum í
eftirmiðdaginn fannst mér ég allt í einu
hljóma eins og Kristján Jóhannsson. Það
var lífsgleði og hreimur í röddinni. Og ég var
nokkuð ánægður með hann. Hreimur bendir
til velgengni í útlöndum og að maður sé ekki
upp á skítapakkið heima kominn. Ég er að
hugsa um að halda honum.
köngkonan
|ANNA
"WIjöll Ol-
AFSDÓTTIR virðist
vera mest spenn-
andi Islendingurinn
þessa dagana ef
marka má viðtöl í aprílheftum tíma-
ritanna Mannlífs og Heimsmyndar. I
Mannlífi eru átta síður lagðar undir
myndir af Önnu og viðtal þar sem
hún meðal annars ræðir hvernig
það er að vera Ijóska, segir frá vini
© Gestir og gjörningar hjá Hallbirni kántrýkóngi
© Anna Mjöll talar um vin sinn Michael í tveimur tímaritum
sínum Michael Jackson, lýsir
lífinu í Los Angeles og viðbrögðum
sínum við jarðskjálftunum þar í
janúar. I Heimsmynd er Anna á fjór-
um síðum og þar ræðir hún meðal
annars hvernig það er að vera
Ijóska, segir frá vini sínum Michael
Jackson, lýsir lífinu í Los Angeles
og viðbrögðum sínum við jarð-
skjálftunum þar í janúar...
ættirnir Gestir og gjörningar
hafa hingað til eingöngu ver-
ið sendir út frá veitingahús-
um af Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Fljótlega verður þó breyting þar á,
en fyrirhugað er að senda út einn
þátt frá einum margrómuðum veit-
ingastað á landsbyggðinni einhvern
tímann á næstu vikum. Upptöku-
stjórinn BjÖRN EMILSSON
hyggst nefnilega halda með lið sitt
norður á Skagaströnd og taka hús
á Hallbirni Hjartarsyni, oft-
ast kenndum við kántrý, og senda
beint út frá veitingastað hans,
Kántrýbæ. Hallbjörn mun þegar
vera farinn að leggja drög að dag-
skránni en auk þess sem hann mun
að sjálfsögðu sjálfur troða upp, ætl-
ar hann að fá til liðs við sig kántrý-
unnendur af herstöðinni við Kefla-
vikurflugvöll. Þar verða fremstir í
flokki kántrýplötusnúðurinn þel-
dökki ALEX „Buck“ BUCHANAN
og dansflokkur sem mun sýna kú-
rekadansa. Hallbjörn mun hafa
uppgötvað þetta fólk í grein sem
birtist í EINTAKI fyrir tveimur vik-
um þar sem sagt var frá ferð
Bubbleflies inn fyrir girðinguna sem
umlykur herstöðina. Þegar Hall-
björn hafði samband við Alex og
félaga reyndist það auðsótt mál að
fá þá til að aðstoða hann við út-
breiðslu kántrýboðskaparins...
Föstudagurinn 25. mars
Ég horfði á Berlesconi flytja lokaræðu
sína í kosningabaráttunni. Á meðan aðrir
frambjóðendur kúldruðust á torgum sat
hann snyrtilegur og yfirvegaður í eigin stúd-
íói og bauð fólki að hlýða á sig í sinni eigin
sjónvarpsstöð. Þetta kalla ég stíl. Kannski
verður fjölmiðlafyrirtækið hans Frikka ein-
hvern tímann svo stórt að við getum boðið
Davíð að flytja sínar kosningaræður úr
okkar eigin stúdíói. Þá verður Efst á baugi
ef til vill orðið að vikulegum þætti þar sem
ég kryf mál líðandi stundar og fæ jafnvel til
mín vini mína í stúdíóið. Þegar ég horfði á
Berlesconi var mér hugsað til þess hversu
stutt við Davíð erum komnir þrátt fyrir
hversu langt við höfum komist.
Laugardagurinn 26. mars
EINTAK hefur undir höndum greinargerð sem Sævar M. Ciesielski ændi dómsmálayfirvöldum
á síðasta ári í þeirri viðleitni að fá mannorð sitt hreinsað vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna
Vill fá uppreisn
æru sinnar
tsas"*" 1
ræstingakerfi fangelsisins
bráðabirgðasamþykkt
Hollustuvernd og það
mjög köldu eða mjög 1
lofti inn í lokaða kle
seðI^an,
haldið
Fríkki hringdi í mig og sagði að Alþingi
væri hætt að kauþa Pressuna hans vegna
greinar um Vigdísí forseta í síðasta blaði.
Mín fyrstu viðbrögð voru að endurskoða
hugmynd mína frá því á föstudeginum um
sjónvarpsstöðina, Davíð, Frikka og mig.
Mín önnur viðbrögð voru spum: Hvaða
grein? Frikki send imér Pressuna en ég
man ekki eftir neinni grein um Vigdísi. Eg
las viðtal við ákaflega efnilegan og sjálf-
stæðan mann sem var að fóta sig í erfiðri
samkeppni nektardanssveina. Eg sagði
Frikka að þetta væri bara öfund í þingmönn-
unum. Ég hef pissað í þinghúsinu og veit vel
að sumir þingmannanna gætu aldrei látið
taka af sér myndir eins og af unga
manninum.
Priöjudagurinn 30. mars
Þeir hringdu í mig frá Ríkisútvarpinu og ég
gaf þeim túlkun mína á úrslitum kosning-
anna með sérstakri tilvísun til ástandsins
heima. Á meðan ég talaði undraðist ég sjálf-
ur hversu djúpa innsýn ég hafði fengið í
itölsk þjóðfélagsmál. Eg velti því mér á eftir
hvort það gæti stafað af því að þegar maður
þekkir eitt þjóðfélag ofan í hörgul að þá geti
maður greint sundur önnur þjóðfélög með
leifturhraða. Um stund skaut því upp í kollin-
um að ef til vill væri það ekkiástæðan held-
ur væri ég einfaldlega klár. Ég eyddi kvöld-
inu á rölti um þessa borg mikiimennanna og
er nú að leggjast sæll og glaður til hvílu.
Sævar M. Ciesielski, sem
fékk þyngsta dóm sakborning-
anna í Guðmundar- og Geir-
finnsmálunum svokölluðu, hef-
ur unnið sleitulaust að því að fá
nafn sitt og æru hreinsað frá því
hann losnaði úr fangelsi. Á síð-
asta ári fluttist hann búferlum til
Bandaríkjanna en áður en hann
fór vestur sendi hann Þorsteiní
Pálssyni dómsmálaráðherra,
Boga Nilssyni rannsóknarlög-
reglustjóra og fleirum greinar-
gerð þar sem hann fer ffam á að
dómsmálayfirvöld veiti honum
upþreisn æru.
Sævar var dæmdur til ævi-
langrar fangavistar af Sakadómi
Reykjavíkur í árslok 1977 en
Hæstiréttur mildaði refsinguna í
17 ára fangelsi í febrúar 1980.
Flestir sakborninganna hafa
haldið því fram að játningar
þeirra hafi verið knúðar
ffam með harðræði og
lýst yfir sakleysi sínu.
Enginn þeirra hefúr þó
gengið harðar ffam í því að fá
málið tekið upp aftur en Sævar.
EINTAK hefur undir höndum
greinargerð hans sem dagsett er
27. september 1993.
Ljóst er af lestri greinargerðar-
innar og samtölum við Sævar að
hann hefur lagt á sig mikla vinnu
til að finna leið til að hreinsa
nafh sitt fyrir dómstólum. Hann
bendir á að ef ljóst þyki að rang-
ur dómur hafi verið kveðinn upp
og verulegir gallar þyki hafa ver-
ið á meðferð málsins þá geti
Hæstiréttur kveðið upp úrskurð
þar að lútandi og ómerkt fyrri
dóm. Síðan segir Sævar orðrétt:
„Það eina sem vakir fyrir mér
er að ég geti um frjálst höfúð
strokið og fái uppreisn æru
minnar sem ég á örugglega skilið
þó aldrei verði bættur skaðinn.“
1 inngangskafla rekur Sævar
lauslega niðurstöðu Sakadóms
þar sem greint er frá því að
e n g a r
óyggjandi sannanir hafi komið
fram um sekt ákærðu en þeir
verið dæmdir á eigin játningum.
Ein helstu rökin fyrir því hjá
Sakadómi og Hæstarétti að neita
að taka mark á afturköllun sak-
borninga á játningum sínum
voru þau að Sævar og Tryggvi
Rúnar Leifsson hafi verið í
samhliða klefúm og því átt
möguleika á að samræma ffam-
burð sinn. Sævar segir í greinar-
gerðinni að það sé rangt. „Sam-
kvæmt fangelsisbókunum vor-
um við Tryggvi aldrei hafðir í
ldefa næst hvor öðrum. Við vor-
um á þessum tíma í sitthvoru
fangelsinu.“
Sævar Iýsir fyrir dómsmála-
ráðherra og rannsóknarlögreglu-
stjóra þeim aðstæðum sem hann
bjó við í langri einangrunarvist á
meðan á rannsókninni stóð. „Ég
var hafður í 6 ferm. klefa glugga-
lausum nótt og dag í tvö ár. Sá
aðbúnaður í Síðumúlafangelsi
sem ég þurfti að þola var hrylli-
legur. Ég naut ekki þeirrar
réttarverndar að fá að tala
við lögmann og var alfarið
tekið fyrir það af einhverjum
sérstökum ástæðum. Loft-
var á
hjá
og það blés
köldu eða mjög heitu
inn í lokaða klefana.
vitnaði um að
hefði verið vöku fýrir
mér með háreysti og öðrum
vitleysisgangi og beittur pynt-
ingum. Viðurkennt var af
fangelsisyfirvöldum að mér var
neitað um lesefni og skriffæri,
NAFNSPJALD VIKWNNAR
Seðillinn hér til hlíðar er eitt frumlegasta nafnspjald sem
EINTAK hefur komist yfir. Það er Páll Helgason frá
Vestmannaeyjum sem hefur endumýtt gamlan tíu króna
seðil á svona skemmtilegan hátt. Tíu kröna seðillinn var
fyrsti seðillinn sém datt ut eftir að tvö núll voru tekin
aftan af krónunni. Það er ekki víst að þeír sem eru yngri en tíu ára
muni eftir honum, svo lengi hefur tíu króna myntin verið i umferð. Tiu krónu seðl-
arnir hafa greinilega ekki allir lent i pappírstæturunum í Seðlabankanum eða hjá söfnurum því
Páll er með bunka sem hann hefur útbúið eíns og þann hér til hliðar. Vinstra megín á seðlinum, fyrir neðan
talnarunu, eru þessar venjulegu upplýsingar sem eru á nafnspjöldum og aftan á honum er lógó fyrirtækis
Páls: lundi með víkingahjálm, skjöld og öxi. Páll er vel þekktur í Eyjum enda ferðamógúli staðarins. Er það
mál manna að túristar í Eyjum komist ekki hjá því að láta eítthvað af hendi rakna til hans, svo umsvifamik-
ill er Páll. Hann er til dæmis með rútu og bátinn P.H. Víking sem hægt er að fara með í skoðunartúra um
eyjamar, meðal annars í Klettshelli. Páll klæðist jafnan kúrekafatnaði og hefur sá klæðaburður vakið mikla
athygli erlendra túrista sem koma til eldgosaeyjunnar.
Það var frí í kosningabaráttunni og ég
slappaði af ásamt góðum hægri manni sem
ég kynntist kvöldinu áður. Við ræddum um
heima og geíma og flest annað en kosning-
amar, Hann spurði mig um ísland og sjálfan
mig. Ég lýsti nánu samstarfi okkar Davíðs
og áður en ég vissi af var ég kominn á flug.
Fór að segja honum frá að við hefðum
þekkst í æsku, brallað ýmislegt og meira að
segja fermst saman. Itölum þykir mikið til
þess koma. Um tíma var ég farinn að velta
því fyrir mér að segja honum frá hvernig ég
bjargaði Davíð upp úr Ölfusá en hætti við.
Þess í stað sagði ég honum frá Krumma
og lét hann veiða Davíð upp úr ánni en lýsti
því síðan hvernig ég blés í hann lífi, Maður
er svo frjáls í útlöndum.
Sunnudagurinn 28. mars
Ég hringdi heim og talaði við Kjartan.
Hann sagði að Ámi stæði sig bara vel og
var bjartsýnni en áður. Ég benti honum á að
hingað til hefðum við verið alltof linir gagn-
vart andstæðingum okkar. Við ættum dóms-
málaráðherrann og sá ráðherra er lykilþer-
sóna í kosningaþaráttunni á Ítalíu. Ef Þor-
steinn væri leiðitamari gætum við látið hann
skipa sérstakan rannsóknardómara til að
kanna einhvem af R-listanum. Til dæmis
þennan Alfreð Þorsteinsson. Hann
er forstjóri Sölunefndar varnarliðseigna og
ég get hengt mig uþþ á að því starfi gegnir
enginn án þess að spillast. Ingibjörgu
mætti síðan örugglega negla á einhverju
sukki úr stúdentapólitíkinni úr því maðurinn
hennar getur ekki verið í neinum bisness.
Mánudagurinn 29. mars
auk rúmfatnaðar, mánuðum
saman og einnig var tóbak
skammtað. Ég hefði verið hafður
í fótjámum svo vikum skipti.
Mér var einnig neitað um útivist
í rúmt ár.“
Sævar segir jafnffamt ffá því
að sakborningarnir hafi gengist
undir lygapróf og þar hafi ekkert
komið ffam sem benti til sektar.
Það hafi hins vegar ekki verið tal-
ið þeim til tekna.
Hann fúllyrðir að annariegar
hvatir hafi ráðið þvi að rann-
sóknarmennirnir hafi þvingað
ffam niðurstöður úr rannsókn-
inni sem þeir hafi svo lagt fyrir
dómstóla. „Starfsmenn er unnu
við rannsókn þessara fyrrnefndu
mála nutu góðs af þeim og kom-
ust í betri stöður en ella hefði
orðið. Flestir af þessum aðilum
telja sig hafa upplýst málið þó
aldrei hafi fúndist tangur né tet-
ur af þeim manni eða mönnum
er hurfú... enda er það fátt sem
særir menn meira en að komast
að þeirri niðurstöðu að dóm-
greind þeirra hafi ekki staðist.“
Þá hnykkir á með því að segja að
rannsóknarmennirnir hafi hlotið
félagslegan og efnahagslegan
ávinning af því að ljúka málinu.
Drýgsti hluti greinargerðar-
innar inniheldur ýmsar tilgátur
Sævars um hver afdrif Guð-
mundar Einarssonar og Geir-
finns Einarssonar hafi orðið,
en ekki er hægt að rekja þær
hér. ©
t nœstu viku birtist hins vegar ít-
arlegt viðtal við Sœvar um baráttu
hans til að fá dómana i Guðmund-
ar- og Geirfinnsmálunum ógilda.
UNDARLEQ
VERÖLD
HILMARS
ARNAR
Verus incessu
paduit deus?
Þetta voru tímar júróhippanna: ótrúlegs
kynstofns sem flykktist til Evrópu með Ice-
landair í ódýrum pakkaferðum sem beinlín-
is gerðu ráð fyrir því að þeir kæmu við á
landinu ísa og ætu, reyktu og drykkju mig og
vini mína út á gaddinn. Júróhipparnir voru
allir karlkyns og hétu Bill, Bud eða Bo. Þeir
voru með sama fasið, heimsmennsku þess
sem hefur gert allt, verið alls staðar og þekkt
alla og þetta nægði þeim til þess að komast
yfir sætu stelpurnar, fá lánaða sæfæbækur
sem þeir aldrei skiluðu og síðan hurfu þeir
úr lífi okkar eins snögglega og þeir höfðu
komið. Júróhipparnir voru hins vegar alltaf
slæmir lygarar og maður skemmti sér við að
spyrja þá um látna andans menn og fékk um
hæl partýsögur af Keruac & co þar sem þeir
höfðu gert BillBudBo að trúnaðarvinum og
ætluðu helst að byggja næstu skáldsöguna á
þeim.
Það var því sérkennilegt að komast í kynni
við hið gangandi svarthol, þennan ameríska
sagnaþul sem var aldrei hægt að hanka á því
að hann hefði ekki lesið einhverja bók eða
vissi ekki nákvæm æviatriði allra þeirra sem
við minntumst á. Hann var einnig náma
upplýsinga um hættur helstu matartegunda,
málningar, rafmagnstækja, genitískrar
kvikasilfúrseitrunar eftir sárasóttarlækning-
ar nítjándu aldar og raunar alla þætti um-
hverfisins því ég man ekki í svipinn eftir
neinu sem honum tókst ekki að sanna að
væri lífshættulegt.
Viðkvæmir vinir mínir sem voru að éta
sér til heilagleika og voru jurtaætur af hug-
sjón fóru fölnandi því samkvæmt honum
var mysósúpa það eina sem fékkst í Náttúr-
unni sem var ekki bráðdrepandi. Annað
vinafólk var orðið svo sannfært að það væri
að deyja úr rafsegulmengun að það hug-
leiddi að flytjast inn í gamlan torfbæ á ein-
hverjum útkjálka þar sem einn þeirra hafði
verið í sveit.
Síðar hef ég notað margar þessar sannanir
hans til að hleypa lífi í partý víðs vegar um
heúninn og það merkilega er að flest er þetta
orðið að afmennum sannindum í meðvituð-
um kreðsum og oft hef ég flett í gegnum ný-
aldarrit og bæklinga í þeirri veiku von um að
sjá vin minn svartholið í tölu gúruanna.
Hann hefði getað orðið mega.
En bestar voru samt allar skandalasögum-
ar. Ég hef fengið mikla virðingu út á það í út-
löndum að geta sagt fólki subbulegar sögur
af frægu fólki mörgum ámm áður en þær
koma út í bókum eftir Kitty Kelly eða AI-
bert Goldman. Það eru að verða tveir ára-
tugir síðan ég kom Rock Hudson út úr
skápnum við mikla vantrú áheyrenda og ég
er enn að bíða eftir þvi að allt djúsí stöffið
sem hann sagði mér um Paul Newman og
Oral Roberts verði gert opinbert.
Eftir tveggja mánaða dvöl hvarf hann út
úr lífi okkar og kvaddi mig með þeim orðum
að hann vonaðist til að ég yrði ekki sama f-
ing næva fiflið að eilífú. Ári síðar fékk ég
póstkort frá fsrael sem sagði að allt væri að
fara til fjandans, að ég ætti að vara mig á eitr-
uðum appelsínum og að maður sem ég var
að lesa þá stundina væri hæfileikalaus barn-
sníðingur sem ætti ekki að taka mark á. Þetta
gat bara verið frá einum manni. Stundum
þegar ég verð heimspekilega þenkjandi dett-
ur mér í hug að þetta hafi ekki verið maður.
Og síðan hvort hann hafi komið að ofan eða
neðan. Stundum dettur mér í hug að hann
hafi verið CIA eða eitthvað álíka.
Þegar ég er á ferð í Evrópu heilsa ég alltaf
þessum örfáu júróhippum sem eru eftir með
nafúi. Þeir verða alltaf jafn hissa. Ég hef líka
alltaf augun opin ef ég skyldi rekast á hið
gangandi svarthol, því ef það er eitthvað sem
læknar horfið sakleysi er það góður skammt-
ur af slúðri.
4
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1994