Eintak

Eksemplar

Eintak - 30.03.1994, Side 6

Eintak - 30.03.1994, Side 6
Þýsk-fslenska hf. lætur umboðin fyrir Marabou og Seiko til Hans Petersen hf. Vóg IfHð í rekstrinum segir Ómar Kristjánsson framkvæmdastjóri Þýsk-íslenska Hildur Petersen og Ómar Kristjánsson undirrituðu í gær samning um kaup Hans Petersen hf. á umboðum Þýsk-islenska hf. á Marabou sælgæti og Seiko úrum og klukkum. Hans Petersen hefur sí- fellt verið að auka umsvif sín á und- anförnum árum og haslað sér völl á fleiri sviðum undir framkvæmda- stjórn Hildar, en íýrirtækið er sem kunnugt þekktast fyrir framköllun og sölu á myndavélum. Eitt sinn var Seiko eitt af þekkt- ustu umboðunum sem Þýsk-ís- lenska haíði og salan á úrum og klukkum af þeirri tegund gríðarleg. Nú er hún hins vegar lítil sem eng- in. Þegar heildsölur láta frá sér þekkt umboð er raunin oft sú að erlendu framleiðendurnir eru óánægðir með frammistöðu heildsalanna og knýja þá til að selja umboðið öðr- um fyrir málamyndaupphæð. Ómar staðfesti í samtali víð EIN- Hildur Petersen FRAMKVÆMDASTJÓRI HANS Petersen Hreppti umboðin en ekki er vit- að hvort erlendu framleiðend- urnir hafi átt frumkvæðið að því. TAK að umboðin hafi verið seld fyr- ir lága upphæð en sagði jafnframt að ástæðan fyrir sölunni væri sú að Þýsk-íslenska ætlaði að snúa sér meira að byggingavörum. Innflutn- ingur og heildsala á þeim er nú burðarbitinn í starfsemi fyrirtækis- ins en Metró-verslanirnar eru hin hliðin á vaxandi veldi Ómars á byggingavörumarkaðnum. „Þessi umboð gengu ágætlega en hafa vegið sáralítið í rekstri Þýsk-ís- Ienska,“ sagði Ómar. „Þetta var pínulítið brot af okkar viðskipt- um.“ Þýsk-íslenska var dæmt til að greiða háar sektir vegna undan- skota á söluskatti fýrir nokkrum ár- um auk skattaskuldarinnar sjálfrar .og dráttarvaxta. Kunnugir hafa leitt að því getum að salan á Marabou og Seiko eigi sér skýringu í því máli. Ómar neitaði því hins vegar að skuld við skattinn kæmi við sögu. „Hún spilar ekki inn í og er löngu uppgerð og frágengin.“ © Ómar Kristjánsson framkvæmdastjóri Þýsk-íslenska Neitar að háar sektir vegna söluskattsvika séu ástæða sölunnar á umboðunum. Þaö er vitað mál að þú gerir reyfarakaup í EINTAKI á aðeins 195 krónur eintakið... En vissir þú að fyrir aðeins 700 krónur á mánuði getur þú gerst áskrifandi að blaðinu? Hringdu í síma 16888 og pantaðu áskrift strax! EINTAK w Dían Valur Dentchef íslenskur ríkisborgari fæddur í Búlgaríu í baráttu við kerfið og barnsmóður sína um umgengnisrétt við son sinn sem hann hefur ekki séð síðan í október. Sýslumaður staðfestir umsögn barnaverndarnefndar í máli íslenska búlgarans Díans Vals Dentcher. Samvistir feðganna næstu fpra mánuði aðeins 32 klukkustundir Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur kveðið upp úrskurð í máli Hönnu Ragnarsdóttur og Díans Vals Dentchef varðandi umgengnisrétt föðurins við son þeirra hjóna, Dav- íð Valdimar Dentchef. I úrskurðinum er staðfest um- sögn barnaverndarnefndar Reykja- víkur sem nefndin skilaði til sýslu- manns, en þar er lagt til að næstu fjóra mánuði fái þeir feðgar að vera í samveru annan hvern laugardag frá kl. 13.00 til kl.16.00 í fyrstu fjög- ur skiptin og tveimur stundum bet- ur næstu fjögur skipti þar á eftir. Sýslumaður úrskurðar að þessi samskipti skulu eiga sér stað í hús- næði barnaverndarnefndar undir eftirliti starfsmanns nefndarinnar. I eintaki þann 24. febrúar síð- astliðinn var viðtal við Dían Val Dentchef þar sem forsaga þessa úr- skurðar er rakin. Þar kom fram að hann hefur ekki fengið að sjá son sinn frá 30. október 1993 en fýrir þann fund höfðu þeir feðgar ekki sést frá því í desember árið áður. Mikil beiskja hljóp í samskipti Dí- ans og Hönnu eftir að þau slitu samvistum að hans frumkvæði 1991 og þrátt fýrir að hann hafi ítrekað sóst eftir eðlilegum umgengnisrétti við Davíð hefur móðirin hafnað er- indinu og margsinnis kært hann til lögreglu fyrir áreitni. I bréfi frá Sig- mundi Böðvarssyni, lögmanni Díans, til Sýslumannsins í Reykja- vík frá 9. febrúar 1994 segir hann meðal annars um álitsgerð barna- verndarnefndar: „Undrun vekur að nefndin skuli gera ráð fyrir að feðg- arnir skuli hittast undir eftirliti, þar eð haft er eftir móðurinni að faðir- inn sé drengnum mjög hugleikinn og hafi verið glaður og ánægður þegar hann hefur fengið að hitta hann.“ Sigmundur og Dían eru sammála um að það geti haft skaðleg áhrif á samband feðganna ef sonurinn finnur að fylgst er með samveru þeirra. Dían Valur Dentchef sagði í samtali við EINTAK að fengnum úr- skurði sýslumanns að hann hygðist kæra hann til dómsmálaráðuneyt- isins og í örvæntingu sinni hefur hann einnig leitað til Mannrétt- indadómstóls Evrópu en þangað getur hann ekki sent málið fýrr en það hefur verið útkljáð fyrir æðstu dómsstólum hér á landi.Ó 6 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1994

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.