Eintak - 30.03.1994, Side 9
Markaðsverð hlutabréfa í Eimskipafélagi íslands hefur rýmað um 11,5 prósent á þremur árum sem að
stórum hluta má rekja til einkennilegra hlutaljárkaupa í öðrum fýrirtækjum. Fjórtán þúsund hluthafartapa
sparifé á meðan stjórnarsætum forráðamanna félagsins Ijölgar stöðugt. Styrmir Guölaugsson rakti
hlutabréfakaup og ítök Eimskips í öðrum fýrirtækjum og velti fýrir sér ástæðunum að baki ákvarðana
stjórnenda fýrirtækisins.
Stjórn
keypt
hundr
milliór
Höröur Sigurgestsson,
® FORSTJÓRI ElMSKIPS
Auk stjórnarsetu i ýmsum
fyrirtækjum i gegnum starf sitt
sem forstjóri hefur Hörður
eignast ótrúlega stóran hlut i
Eimskip frá þvi hann tók við
störfum. Hann á nú einn um
52 milljóna króna virði i
félaginu.
Umræðan um fjölskyldurnar
fjórtán og kolkrabbann gjósa alltaf
upp annað veifið. Nýlegar upplýs-
ingar um gríðarlegt tap Eimskipa-
félags íslands á hlutabréfakaupunr í
gegnum dótturfyrirtæki sitt, Burð-
arás, á undanförnum árum, hafa
orðið til þess að beina kastljósinu
enn einu sinni að þeim valdaþráð-
um í íslensku viðskiptalífi sem
liggja inn í stjórnarherbergi fýrir-
tækisins. Þá hefur gagnrýni stór-
kaupmanna á há flutningsgjöld,
sem þeir rökstyðja með skýrslu er-
lends ráðgjafafyrirtækis, einnig
veitt þeim skoðunum vind í seglin
að Eimskip eigi að einbeita sér að
skipaflutningum í stað þess að auka
sífell ítök sín í óskyldum atvinn-
rekstri.
Engar augljósar skýringar hafa
fundist eða fengist á ýmsum fjár-
festingarákvörðunum sem teknar
hafa verið en það er í það minnsta
freistandi að túlka sumar þeirra á
þann hátt að stjórnarmennirnir
hafi einfaldlega verið að auka mátt
sinn og völd í íslensku viðskiptalífi
á kostnað almennra hluthafa.
Agnes Bragadóttir, blaðamað-
ur Morgunblaðsins, komst að
þeirri niðurstöðu í grein sem hún
skrifaði að raunávöxtun hluthafa í
Eimskip hafi verið minni en engin á
síðustu þremur árum
þar sem markaðsverð
hlutabréfa í Eimskip
hefur rýrnað um 11,5
prósent á þeim tíma. Til
hliðsjónar benti hún á
þá staðreynd að ef ein-
ungis hefðu verið keypt
ríkisskuldabréf á um-
ræddu tímabili, en ekki
hlutabréf í öðrum fyrir-
tækjum í gegnum Burð-
arás, þá hefðu hluthafar
í Eimskip verið 1,4
milljörðum ríkari um
síðustu áramót en í árs-
lok 1990. Stjórnendur
Eimskips svöruðu full-
um fetum og tilskrif frá félaginu,
sem birtist á miðopnu Morgun-
blaðsins, bar yfirskriftina „Hluthaf-
ar Eimskips hafa engu hlutafé tap-
að“. Það er erfitt að skilja þessa fyr-
irsögn því varla hafa fjórtán þús-
und Islendingar lagt sparifé sitt í
Eimskip til að það rýrnaði. Auk
þess hlýtur það að vera skylda
stjórnenda almenningshlutafélaga
að ávaxta sem best það fé sem þeim
er falin umsjá með.
Valdaþræðimir li'ggja víða
Valdaþræðina í íslensku við-
skiptalífi má rekja eftir stjórnum
helstu fyrirtækja. Nánast er nóg að
rekja spor stjórnarmanna Eimskips
og annarra stjórnenda þess til að
komast að kjarna valdsins í við-
skiptalífinu. Öruggari leiðarvísir er
að minnsta kosti vandfundinn.
Hörður Sigurgestsson, for-
stjóri Eimskips, er stjórnarformað-
ur Flugleiða og situr auk þess í
stjórnum Skeljungs og Hafnar-
bakka.
Indriði Pálsson, stjórnarfor-
maður Eimskips, er jafnframt
stjórnarformaður Skeljungs og
Hafharbakka.
Synir Halldórs H. Jónssonar,
sem nú er látinn en var oft kallaður
stjórnarformaður Islands, skipta
með sér stjórnarsetu í nokkrum
fyrirtækjum.
Garðar Halldórsson er varafor-
maður stjórnar Eimskips og á sæti í
stjórn Sjóvár-Almennra og Úrvals-
Útsýnar. Halldór Þór Halldórsson
er í stjórn Flugleiða. Og þriðji
bróðirinn, Jón Halldórsson, er
fúlltrúi þeirra í stjórn Islandsbanka.
Benedikt Sveínsson á sæti í
stjórnum Eimskips, Hafnarbakka
og Flugleiða og er stjórnarformað-
ur Sjóvár-Almennra og Marels.
Bróðir hans, Einar Sveinsson, sit-
ur hins vegar í stjórn íslandsbanka.
Aðrir stjórnarmenn í Eimskip
eru Jón H. Bergs, Hjalti Geir
Kristjánsson, Jón Ingvarsson,
Gunnar Ragnars, Baldur Gu-
laugsson og Kristinn Bjömsson
forstjóri Skeljungs.
Hörður, Indriði og Halldór hafa
verið kallaðir guðfeður kolkrabb-
ans en eftír lát Halldórs tóku synir
hans við kyndlinum. Hægt er að
rekja valdaþræði þeirra og fleiri
sem tengjast Eimskip á einn eða
annan hátt miklu víðar í íslensku
viðskiptalífi.
Almenna bókafélaginu
bjargað á kostnað hluthafa
Það er ekki skrýtið að menn velti
fyrir sér þeirri spurningu hvort það
sé hlutverk Eimskips sem almenn-
ingshlutafélags að fjárfesta hinum
og þessum fyrirtækjum sem standa
í rekstri alls óskyldum skipaflutn-
ingum. Forráðamenn fyrirtækisins
hafa gjarnan bent á að stærri og öfl-
ugri fyrirtæki í öðrum löndum hafi
gert það til að dreifa áhættunni til
hagsbóta fýrir hinn almenna hlut-
hafa. En setja má spurningamerki
við það hvort pláss sé í smáríki eins
og Islandi fyrir fyrirtæki sem þenur
sig út á mörgum sviðum og hefúr
ítök í flestum geirum viðskiptalífs-
ins.
Gagnrýnisraddir benda á að með
vafasömum fjárfestingum geti
stjórnarmenn Eimskips hindrað
eðliiega samkeppni og hafi gert
það.
Augljósasta dæmið kom upp fyr-
ir þremur árum þegar nokkur fýrir-
tæki keyptu hlutafé í Al-
menna bókafélaginu
fýrir samtals 100 millj-
ónir króna. AB var þá í
dauðateygjunum og
ekkert nema gjaldþrot
blasti við. Eimskip lagði
ffam 20 milljónir á móti
Sjóvá-Almennum,
Skeljungi og fleiri fýrir-
tækjum. Fæstir sáu til-
ganginn með þessum
björgunaraðgerðum.
Leitað var pólitískra
skýringa, bent á kunn-
ingjatengsl og annað
sem gæti skýrt þessa
ákvörðun. Það eina sem
hönd var á festandi var að Eimskip
átti ítök í flestum fýrirtækjanna í
björgunarhópnum. Leiðir stjórnar-
manna lágu víða saman og sumir
þeirra sátu og sitja í stjórnum
nokkurra þeirra. Sögur gengu um
að bjarga ætti Bimi Bjamasyni,
stjórnarformanni AB, ffá persónu-
legum ábyrgðum sem hann hafði
gengist í og að bókhaldið þyldi ekki
skoðun skiptaréttarins.
Þótt forsvarsmenn björgunarfýr-
irtækjanna vr'suðu öllu slíku tali á
bug er eðlilegt að slíkar vangaveltur
komi upp. Ekki var með nokkru
móti hægt að sýna fram á að hags-
munir hins almenna hluthafa í fyr-
irtækjunum hafi verið höfð að leið-
arljósi.
Aðrar fjárfestingarákvarðanir
stjórnarmanna Eimskips á undan-
förnum árum hafa einnig orkað
tvímælis. Fnykur af valdafíkn hefur
fýlgt þeim að mati ýmissa gagnrýn-
enda.
Tap á fíestum fjárfesting-
um í öðrum fýrirtækjum
Eimskip á 9,6 prósenta hlut í Sjó-
vá-Almennum og situr Garðar
Halldórsson þar í stjórn fyrir félag-
ið. Engin rök sýna ffam á að hags-
munir stórs skipafélags felist í því
að eiga ítök í vátryggingafélagi.
Tryggingarnar eru boðnar út og
stórt fýrirtæki getur fengið bestu
kjör án þess að eiga hlut í slíku fé-
lagi. Árið 1990 keypti Eimskip stór-
an hlut í Sjóvá-Álmennum á átt-
földu nafnverði en á þeim tíma var
gangverð hlutabréfanna sexfalt
nafnverð. Jókst hluturinn þá úr 3,5
prósentum í 9,6 prósent. Nú er
skráð gengi hlutabréfanna innan
við fimmfalt nafnverð. Þessi gjörn-
ingur stingur í augu þegar litið er til
fullyrðinga stjórnenda Eimskips í
Morgunblaðinu að keypt hafi verið
hlutabréf á hagstæðu verði áður en
markaðurinn fór að hækka.
Þeirri kenningu hefur verið hald-
ið á lofti að Hörður Sigurgestsson
og Halldór H. Jónsson hafi viljað
sýna Einari og Benedikt Sveinsson-
um hver valdið hefði. Þeir ættu
ekkert með það að auka hlut sinn í
Eimskip í gegnum Sjóvá-Almenn-
ar.
Tengsl Eimskips og Skeljungs eru
augljós þar sem Indriði Pálsson er
stjórnarformaður beggja fýrirtækj-
anna og Kristinn Björnsson, stjórn-
armaður í Eimskipi er forstjóri
Skeljungs. Hörður Sigurgestsson
tók einnig sæti í stjórn Skeljungs í
fyrra. Eimskip á 11,7 prósenta hlut í
fyrirtækinu. Olíukaup Eimskips
fara ffam með útboði og hörð sam-
keppni er ríkjandi á olíusölumark-
aðnum. Rök fyrir slíkri tengingu
fýrirtækjanna geta því ekki falist í
þeim hagsmunum að tryggja Eim-
skipi ódýra olíu.
Stjórnarmenn Eimskips telja
greinilega ástæðu til að fyrirtækið
eigi ítök í bankakerfinu. Hlutur
þess í íslandsbanka nemur 206
milljónum króna sem er 5,8 pró-
sent af hlutafé bankans. Fyrir Eim-
skip sitja Einar Sveinsson og Jón
Halldórsson í stjórn bankans. Fjár-
festingin hefur ekki skilað neinum
arði og vandséð er hvaða hagsmun-
ir eru á ferðinni þar sem Lands-
bankinn er viðskiptabanki Eim-
skips. Valdabrask, segja gagnrýn-
endur.
Eimskip var einu sinni í ferða-
geiranum þegar Gullfoss var og hét.
Fyrirtækið haslaði sér aftur völl í
þessurn geira þegar keypt voru
hlutabréf í Úrval-Utsýn en þau telja
nú 18,5 prósent. Hörður og Indriði
sitja þar í stjórn og njóta ferðafríð-
inda auk stjórnarlauna. Ferðaskrif-
stofurekstur hefur verið mjög
áhættusamur á íslandi í gegnum
tíðina og því varla hægt að grípa til
ffasans um dreifða áhættu til að
réttlæta þessa fjárfestingu.
Marel hf., sem framleiðir tæki
fýrir sjávarútveg, er enn eitt fýrir-
tækið sem Eimskip á stóran hlut í
en hann nemur 40 prósentum.
Benedikt Sveinsson fer með stjórn-
arformennskuna í krafti eignar-
hluta Eimskips. Starfsemi Marels er
á allt öðru sviði en Eimskips. Hægt
væri að réttlæta fjárfestinguna með
því að styðja þurfi við bakið á ffam-
sæknum nýsköpunarfýrirtækjum
en þetta er mikill áhætturekstur og
hlutur Eimskips stór.
Eimskip keypti 27,7 prósenta hlut
í Fjárfestingarfélagi Islands. Fyrir
nokkrum árum var fyrirtækið áber-
andi á verðbréfamarkaðnum en bar
skarðan hlut frá borði í samkeppn-
inni og er nú eignarhaldsfélag.
Nokkuð ljóst er að fjárfestingin
mun aldrei skila sér.
Þótt verulegir fjármunir séu í
húfi í tengslum við ofangreind fýr-
irtæki eru það smámunir þegar
kemur að eignarhluta Eimskips í
Flugleiðum. Félagið á 34 prósent í
flugfélaginu og nægir það til að
ráða stjórn þess að nánast öllu leyti.
Hörður er stjómarformaður Flug-
leiða og aðrir fúlltrúar Eimskips
eru Indriði Pálsson, Halldór Hall-
dórsson og Benedikt Sveinsson. Þá
er Jón Ingvarsson í varastjórninni.
50 prósent af hlutafjáreign Eim-
skips liggur í Flugleiðum, er það
fært til bókar á 801 milljón. Áætlað
markaðsverð í dag er hins vegar tal-
ið um 60 milljónum króna lægra. Á
aðalfundi Flugleiða nú nýlega var
ákveðið að greiða hluthöfúm engan
arð. Það getur því ekki talist annað
en slæmur kostur að liggja með há-
ar fjárhæðir í fyrirtæki sem gefur
enga ávöxtun. Rök Eimskipsmanna
eru þau að um langtímafjárfestingu
sé að ræða. Gagnrýnendum verður
hins vegar starsýnt á ferðahlunn-
indi stjórnarmanna auk launa fyrir
stjórnarsetuna. Enginn efast heldur
um að stjórnarsetu í Flugleiðum
fylgir vald í viðskiptalífinu.
Fjórtán þúsund hluthafar
bíða ennsvara
Ekki liggja allar fjárfestingar-
ákvarðanir stjórnenda Eimskips
um kaup á hlutabréfum í öðrum
fýrirtækjum undir gagnrýni. Eðli-
legt hlýtur að teljast að fýrirtækið
eigi ítök í atvinnurekstri sem teng-
ist starfsemi fýrirtækisins á augljós-
an hátt. Dæmi um þetta er eignar-
hlutur í Tollvörugeymslunni og
Saltfélaginu á Reykjanesi. Dótturfé-
lag Eimskips, Hafnarbakki, selur
fiskverkendum salt og fyrir fjárfest-
ingu í Saltfélaginu eru því fullkom-
lega eðlilegar ástæður.
En það eru upphæðirnar sem
telja og þegar tap félagsins á hluta-
bréfum nemur meira en einum
milljarði á þriggja ára tímabili er
eðlilegt að skýringa sé krafist og
stjórnendur krafðir um fúllnægj-
andi rök fýrir fjárfestingarákvörð-
unum sinum. Fjórtán þúsund hlut-
hafar bíða svars.
Einni athyglisverðri spurningu
hefur verið velt upp. Fyrst stjórn-
endur Eimskips hafa svona mikla
trú á fjárfestingum í þessum fýrir-
tækjum, hvers vegna leggja þeir þá
ekki sitt eigið sparifé í þau? Það
heyrir nefnilega til undantekninga
að þeir hafi sjálfir keypt hlutabréf í
þeim og virðast hafa valið aðra og
fýsilegri fjárfestingarkosti.
I framhaldi af þeirri spurningu
hafa menn velt fyrir sér hvort verið
sé að kaupa stóla við stjórnarborð
annarra fýrirtækja handa forráða-
mönnum Eimskips fýrir sparifé al-
mennra hluthafa þannig að þeir
geti geti þegið stjórnarlaunin og
ffíðindin. Ef sú kenning er sett í
samhengi við rýrnun á markaðs-
verði hlutabréfa Eimskips eru það
örugglega dýrustu stólar á Is-
landi. ©
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1994
9