Eintak - 30.03.1994, Síða 14
Efnahagslegur og félagslegur bakgrunnur pólitískra frambjóðenda segir oft meira til
um fyrir hvað þeir standa en framboðsræður og kosningaloforð. Styrmir
Guðlaugsson bar saman bakgrunn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins og Reykja-
víkurlistans við borgarstjórnarkosningarnar í vor; aldur, menntun, störf, tekjur, heimili,
bíla, barneignir og fleira. Hann komst að þeirri niðurstöðu að greinilegur munur er á
frambjóðendum á D- og R-lista en jafnframt að listarnir eiga það sameiginlegt að
tefla fram fólki sem býr við aðstæður sem eru flestum samborgurum þeirra framandi.
Isveitastjórnarkosningum
hneigjast kjósendur fremur til
að gffa upp hug sinn eftir ein-
stökum frambjóðendum en flokk-
um, eins og raunin er frekar við
kosningar til alþingis. Ekki er fjarri
lagi að ætla að kjósendur vilji að í
sveitar- og bæjarstjórnum sitji fólk
sem býr við aðstæður sem endur-
spegla líf þess sjálfs. f Reykjavík er
návígi manna við frambjóðendur
hins vegar minna en í öðrum bæj-
arfélögum og út um hinar dreifðu
byggðir landsins og því erfíðara fyr-
ir kjósendur að máta sitt líf við
þeirra.
f borgarstjórnarkosningunum í
Reykjavík, sem fram fara laugar-
daginn 28. maí, bjóða að öllum lík-
indum aðeins fram tveir listar.
Annars vegar D-listi Sjálfstæðis-
flokks og hins vegar R- listinn eða
Reykjavíkurlistinn, sem Alþýðu-
flokkurinn, Alþýðubandalagið,
Framsóknarflokkurinn og Kvenna-
listinn bjóða fram sameiginlega,
auk þess sem á honum sitja nokkrir
óflokksbundnir einstaklingar.
Þær aðstæður sem
fólk býr við hefur að
verulegu leyti áhrif á
viðhorf þeirra og oft
öfugt. Og þó að svo sé ekki í öll-
um tilvikum hlýtur það að hjálpa
kjósendum að gera upp hug sinn að
vita meira en minna um aðstæður
þær sem frambjóðendur búa við.
Þannig geta þeir frekar fundið
„sína“ fulltrúa sem eru líklegri en
aðrir til að þekkja líf þeirra sjálfra.
EINTAK skoðaði nokkuð skýrt af-
markaða þætti í bakgrunni
frambjóðenda beggja listanna, sem
líklegir eru til að segja lesendum
Menntun frambjóðendanna
25
20
15
10
Fláskólapróf
^ JÍ
w UjO
Verslunar- eða samvinnu- skólapróf
Stúdents- próf Ustnám Húsmæðra- iðnnám skólapróf Ustnám r
Landspróf
gagnfræðapróf
Iðnnám
Landspróf/
gagnfræðapróf
Fóstrunám Fláskólapróf
eitthvað um fyrir hvað þeir standa,
og bar saman listana. Þeir þættir
sem voru kannaðir eru aldur fram-
bjóðenda, menntun, starf og mán-
aðartekjur þeirra og maka þeirra,
hversu mörg börn þeir eiga, hverfi
sem þeir búa í og í hvernig húsnæði
og loks á hvernig bílum þeir aka.
Listarnir eru síðan bornir saman og
dregnar upp myndir af hinum
dæmigerðu frambjóðendum hvors
lista fyrir sig, svo langt sem slíkt
nær.
Aframboðslista Sjálfstæðis-
flokksins eru sautján karlar
og þrettán konur en á
Reykjavíkurlistanum eru konurnar
fleiri, eða sextán á móti fjórtán
körlum. Bæði framboðin líta á 8.
sætið sem baráttusæti og því segir
það kannski meira að skoða kynja-
skiptinguna milli þeirra átta efstu.
Þá er staðan þannig að konurnar
eru þrjár af átta hjá Sjálfstæðis-
flokknum en dæmið snýst við hjá
Reykjavíkurlistanum þar sem kon-
urnar eru fimm af átta. Sjálf-
stæðisflokkurinn: 17
karlar 13 konur.
Reykjavíkurlistinn: 14
karlar 16 konur.
Ef meðalaldur frambjóðenda
listanna tveggja er borinn
saman kemur í ljós að þeir
eru á líku reki, ef þannig er hægt að
komast að orði. Meðalaldur fram-
bjóðenda Sjálfstæðisflokksins er
41,9 ár en Reykjavíkurlistans 41,3 ár.
Lítill munur er á meðalaldri
karla og kvenna á listunum, fram-
bjóðendur af báðum kynjum eru
rúmlega fertugir að meðaltali.
Fjórir frambjóðendur Sjálfstæð-
isflokksins eru nálægt meðaltalinu í
sínum flokki í aldri, á bilinu 40-43
ára, Inga Jóna Þórðardóttir við-
skiptafræðingur, Ólafur F. Magn-
ússon læknir, Einar Stefánsson
augnlæknir og Helgi Eiríksson
verkamaður. Fjórar konur á Reykj-
avíkurlistanum eru fertugar og
þrjár til viðbótar eru nálægt meðal-
aldrinum þar, 39- 42 ára; Guðrún
Ögmundsdóttir borgarfulltrúi,
borgarstjóraefnið Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir alþingismaður,
Hulda Ólafsdóttir sjúkraþjálfari,
Guðrún Kr. Óladóttir varafor-
maður Sóknar, Bryndís Kristjáns-
dóttir blaðamaður, Margrét Sæ-
mundsdóttir fóstra og Bima Kr.
Svavarsdóttir hjúkrunarforstjóri.
Aldursdreifingin er áþekk á báð-
um listum. Á þrítugsaldri eru sjö á
D-Iista en sex á R-lista. sex á móti
tíu á fertugsaldri, tólf á móti tíu á
fimmtugsaldri, tveir á móti þremur
á sextugsaldri og svo eru þrír á D-
lista á sjötugsaldri og einn á R-lista
stendur á áttræðu.
Yngsti frambjóðandi Sjálfstæðis-
flokksins er Elsa Björk Valsdóttir
háskólanemi, sem er 24 ára, en á
Reykjavíkurlistanum er það Sig-
þrúður Gunnarsdóttir, einnig
nemi við Háskólann, 22 ára sem er í
25. sæti.
Aldursforsetarnir eru hins vegar
Páll Gíslason læknir og borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem á
eitt ár í sjötugt, og Guðmundur
Arnlaugsson fyrrverandi rektor
Menntaskólans við Hamrahlíð,
sem er áttræður. Báðir sitja þeir í
heiðurssætum; Páll í 27. sæti D-list-
ans en Guðmundur í því 30. á R-
listanum. Sjálfstæðis-
flokkurinn: Með- ...........
alaldur 41,9 ÉfiBi
ar. Reykja- Æm
víkurlistinn: """
Meðal-
aldur 41,3
ár.
Langflestir
frambjóð-
e n d u r
beggja lista eiga
maka og börn
Fimm á D-listanum og
þrír á R-listanum búa ein-
ir og eru flestir þeirra í yngsta
aldurshópnum.
Sjálfstæðismenn eiga fleiri börn,
eða 2,5 að meðaltali, en 2,3 börn
eiga frambjóðendur Reykjavíkur-
listans að meðaltali.
I báðum tilvikum nær barna-
fjöldinn þeim mörkum að fjölga
þjóðinni. Báðir listar geta því talist
fulltrúar barnafólks í borginni.
Skipting barna á einstaka fram-
bjóðendur er þó jafnari á R- listan-
um og fjölskyldumynstrið er nær
því sem kallað hefur verið vísitölu-
fjölskyldan. Þar eiga allir nema
tveir börn og þeir sem eiga mestu
barnaláni að fagna eiga fjögur börn.
Það eru Hulda Kristinsdóttir
klæðskeri, Guðrún Jónsdóttir
arkitekt, Helgi Pétursson mark-
aðsstjóri og tónlistarmaður, Jónas
Engilbertsson strætisvagnastjóri,
og Kristín Blöndal, myndlistar-
kona.
Fimm frambjóðendur Sjálfstæð-
isflokksins eru barnlausir. Stærsta
barnahópinn á Helga
óhannsdóttir
húsmóðir með
manni sínum,
Ómari Þ.
Ragnars-
syni frétta-
manni, en
þau eiga
sjö börn.
F i m m
börn eiga
hver um
sig, Jóna
Gróa Sigurð-
ardóttir hús-
móðir, Guð-
mundur Gunnars-
son formaður Rafiðnaðar-
sambandsins, Einar Stefánsson
14
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1994