Eintak - 30.03.1994, Blaðsíða 17
Sta rff svettva n g u r
frambjóðenda
Heimavinn
i
ö
og aðrir láglaunamenn
- þurfa þvi að leita
vel til að finna fram-
bjóðendur sem búa við
svipaða afkomu
og þeir.
Tekjur, lífsstíll og fleira skiptir
máli þegar fólk velur sér
hverfí til að búa í. Rætur hafa
örugglega einnig sitt að segja. Það
er fróðlegt að sjá hvernig búseta
frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins
og Reykjavíkurlistans skiptist.
Til einföldunar er hér miðað við
póstnúmer því hverfi borgarinnar
skipta tugum.
I grófum dráttum má segja að
sjálfstæðismennirnir haldi sig aust-
arlega í borginni, þó lítið í úthverf-
unum, en fólkið á Reykjavíkurlist-
anum vestar.
Sjálfstæðismenn eru fjölmenn-
astir í póstnúmeri 108, eða sjö tals-
ins, en undir það fellur meðal ann-
ars Fossvogurinn og Smáíbúða-
hverfið.
Fimm búa í hverfum sem falla
undir póstnúmer 101, Miðbæinn,
og 107, Vesturbæinn. Fjórir eru í
póstnúmeri 104, Heimunum, Vog-
unum og Sundunum, og jafnmarg-
ir í 105 en undir það póstnúmer
falla meðal annars Hlíðarnar og
Holtin. Tveir búa í Grafarvogi, tveir
í Breiðholti og einn í Árbæ.
Níu á Reykjavíkurlistanum búa í
Miðbænum, eða póstnúmeri 101.
Fimm eru Vesturbænum og sex í
póstnúmeri 105, Hlíðunum og
hverfunum þar í kring. Fjórir búa í
Breiðholti en þeir sex sem eftir eru
skiptast á fjögur póstnúmer. Tveir
eru í Leitunum, póstnúmeri 103,
tveir í 108, Fossvogi og nágrenni,
einn í Grafarvogi og loks einn í 104,
Laugarásnum.
Þessi upptalning segir kannski
ekki mikið. En þo er hægt
að skipta listunum
í austur- og vestur-
framboð. Wleira en
helminaur frambióð-
enda H-listans búa
vestarlega í borginni á
meðan sjálfstæðis-
mennirnir eru austar.
Þeir síðarnefndu eru
frekar í einbýlis-
og raðhúsahverfum.
Tiltölulega fáir á
báðum listum búa í
úthverfunum sem sýnir
enn og aftur að
frambjóðendur list-
anna búa við aðrar og
betri aðstæður en
flestir reykvíkinga.
Frambjóðendur listanna
tveggja halda sig ekki aðeins í
ólíkum hverfum heldur búa
þeir líka í mismunandi húsnæði.
Átján manns á D-listanum býr í
Par-, rað- eða einbýlishúsi á móti
þrettán á R-listanum. Þeir síðar-
nefndu búa þó í hverfum þar sem
hús eru bæði minni og ódýrari. Níu
sjálfstæðismenn búa í tví- eða þrí-
býli en sjö á R-listanum. I fjölbýlis-
húsum búa fæstir á báðum listum,
fimm á D-lista og átta á R-lista.
Munurinn á því
húsnæði sem fram-
bjóðendur listanna búa
í er einkum sá að að
fleiri sjálfstæðismenn
búa í stórum einbýlis-
og raðhúsum.
Þótt tæpur helmingur
frambjoðenda Reykja-
víkurlistans búi í
slíkum húsum eru þau
að jafnaði minni og
ódýrari. Þó er ekki
hægt að segja
annað en ao
frambióð-
enaur
beggja
listanna
búi al-
mennt
betur en
gildir um
aðra
borgar-
búa.
Se n n i 1 e g a
komast fram-
bjóðendurnir næst
norminu í lífsstíl þegar bílaeign er
annars vegar. Langflestir eiga bíl og
á sumum heimilum eru þeir tveir.
Sjaldnast er þó um lúxusvagna að
ræða. Fjórir sjálfstæðismenn og
þrír á Reykjavíkurlistanum eiga
hins vegar ekki bil.
Þeir fýrrnefndu eiga vinninginn
þegar meðaltalið er skoðað með
1,34 bíla á heimili á móti 1,13 að
meðaltali á heimilum frambjóð-
enda Reykjavíkurlistans.
Japanskir bílar eru langalgeng-
astir hjá báðum listum en inn á
milli er að finna annarra þjóða teg-
undir. Hjá sjálfstæðismönnum er
að finna sjö jeppa, átta fólksbíla af
stærri gerðinni og tuttugu og tvo
minni. Jepparnir eru sex hjá R-list-
anum, stærri fólksbílarnir 7 og þeir
minni tuttugu og einn.
Þegar rýnt er nánar í
tegundir og áraerðir
sést að frambjóðendur
Reykjavíkurlistans aka
a odýrari gerðum
og eldri.
ert er
að
gera
tilraun til að
draga sam-
an niður-
stöður af
saman-
burðinum
á frambjóð-
endum Sjálf-
stæðisflokks-
ins og Reykja-
víkurlistans sem
gerður hefur verið
hér að framan.
Fyrst er til að taka að konum er
gert hærra undir höfði hjá Reykja-
víkurlistanum. Þær eru fleiri en
karlarnir, bæði í heildina og í efstu
sætunum. Dæmið snýst hins vegar
við hjá Sjálfstæðisflokknum.
Enginn teljandi munur er á með-
alaldri frambjóðenda listanna eða
aldursdreifingu þeirra. Fólk á aldr-
inum frá miðjum þrítugsaldri og
upp í áttrætt er í framboði. Meðal-
aldur á báðum listum er rúmlega
fjörutíu ár.
Langflestir frambjóðendanna
eiga maka og barneignin er svipuð.
Sjálfstæðismennirnir eiga 2,5 börn
að meðaltali á móti 2,3 börnum hjá
INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR
BORGARSTJÓRAEFNI R-LISTANS.
Annað hvort þeirra Árna verður borgarstjóri í Reykjavík næsta kjörtímabil. Að mörgu leyti eru þau
dæmigerðir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Reykjavíkuríistans. Fyrir það fyrsta eru konur í meiríhluta á
R-listanum en karlará D-listanum og bæði eru þau nálægt meðalaldri frambjóðendanna á listunum
sem þau leiða. Ingibjörg hefur lægri tekjuren Árni, hún á hæð í vesturbænum sem rímar við hverfa-
skiptinguna. Árni á fleiri börn en Ingibjörg.
frambjóðendum Reykjavíkurlist-
ans. Stærri barnahópar eru algeng-
ari hjá þeim fyrrnefndu en skipt-
Arni Þór Sigurðsson
FÉLAGSMÁLAFULLTRÚI
hjá Kennarasambandinu ergott dæmi um
menntun og starf frambjóðenda
Reykjavikuríistans. Hann hefur Cand.mag.-próf í
þjóðhagfræði, rússnesku og almennum
málvísindum, auk þess sem hann stundaði
framhaldsnám í slavneskum málvísindum. Margir
á listanum hafa háskólanám í húmanískum
greinum að baki og starfa hjá hinu opinbera eða
hjá félagasamtökum.
ÓLAFUR F. MAGNÚSSON LÆKNIR
er í hópi þriggja annarra kollega sinna á lista
Sjálfstæðisflokksins, auk þess sem einn er i
læknisnámi. Áberandi er hve frambjóðendur D-
listans hafa valið sér hagnýtara nám sem gefur
meirí von um hærrí tekjur.
ingin er jafnari hjá þeim síðar-
nefndu.
Þegar kemur að menntun, starfi
og tekjum fer munurinn á listun-
um að koma í ljós. Helftin af fram-
bjóðendum beggja lista eru þó
langskólagengin. Sjálfstæðismenn-
irnir hafa frekar lagt fýrir sig hag-
nýtt nám þar sem tekju- og starfs-
framavonin er meiri en áberandi er
hjá R-listanum hve margir hafa há-
skólagráður í húmanískum grein-
um. Þetta endurspeglast í störfum
og tekjum. Sjálfstæðismennirnir
hafa talsvert hærri tekjur að meðal-
tali og eru frekar í stjórnunarstörf-
um. Áberandi er líka hve miklu
fleiri á R-listanum starfa hjá ríki
eða borg. Athyglisvert er þó að þeg-
ar aðeins eru bornar saman tekjur
þeirra fimmtán hæstu á listunum
þá hefur Reykjavíkurlistinn vinn-
inginn. Augljóst er að menntun,
starf og tekjur frambjóðenda á báð-
um listum eru langt frá því að end-
urspegla þann raunveruleika sem
flestir Reykvíkingar búa við.
Það ætti ekki að koma á óvart að
það sama gildir um húsnæði og bú-
setu eftir hverfum. Sjálfstæðis-
mennirnir eru fjölmennir í einbýl-
is- og raðhúsum í finni hverfum
borgarinnar. R-listafóIkið býr einn-
ig flest vel en í minni húsum í ódýr-
ari hverfum. Sammerkt með listun-
um er að fæstir búa í fjölbýli. Svip-
aður rnunur er á bílaeign en bíla-
floti Reykjavíkurlistans er eldri og
gerðirnar að jafnaði ódýrari.
Niðurstaðan af þessari saman-
tekt er sú að það er talsverður mun-
ur á aðstæðum og lífsstíl frambjóð-
enda Sjálfstæðisflokksins og Reykj-
avíkurlistans. Ólík menntun er líka
vísbending um mismunandi
þankagang sem ætti í sjálfu sér ekki
að koma á óvart.
Meginniðurstaðan er
hins vegar sú að hvorki
D- ne R-listi endur-
spegla íbúasam-
setningu Reykjavíkur
óg þær aðstæður
sem þorri borgarbúa
býr við.
Það hlýtur að vera umhugsunar-
efni. 0
Kynjahlutfall
listanna
Stærri skífurnar sýna
kynjahlutföll listanna
allra, en þær mlnni
hlutföll í efstu átta
sætum.
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1994
17