Eintak - 30.03.1994, Blaðsíða 18
GunnarSmári Egilsson
til að éta íbúðina sína
leigja er álíka niðurlægjandi og einokunarverslu in og yfirráð Dana.
rekur hér nokkrar sögur af leigjendum, húseigenda sem gerði tilraun
og straujárni sem stóð undir veisluhöldum í forstofuherbergi. /
Leigjendur eru ekki fínasta fólk á íslandi. Þetta er fólk sem hefur svikið sjálfstæðishugsjónina og neitað að
koma sér upp þaki yfir höfuðið. Fólk sem skilur ekki að sjálfseignarstefnan er sjálfstæðisstefnan og það að
Ég efast um að jafn stirðbusalegt
hugtak og „séreignarstefna í hús-
næðismálum“ hafi yfir sér töfra-
hljóm hjá annarri þjóð en íslend-
ingum. Ég efast meira að segja um
að þetta hugtak sé til hjá öðrum
þjóðum. í það minnsta ekki í þeirri
merkingu að æskilegast sé að allir,
án undantek-
inga, eignist
íbúð. Ef
son skrifað um þá hrökklandi
milli forstofuherbergja. En Guð-
bergur skrifaði líka um mesta hús-
eiganda á íslandi, Tómas Jónsson,
sem á endanum varð að íbúðinni
sem hann átti.
Þótt einhverjir álíti þetta mikinn
skáldskap hjá Guðbergi fmnst mér
það ekki. Ég veit í það minnsta um
einn mann sem reyndi að verða að
íbúð sinni og hefði tekist það ef
leigjendurnir hefðu ekki flúið
hann.
Af því er lítil saga.
Þegar ég vann á
skrifstofu
Leigjenda-
samtakanna ein-
hvern tímann fyrir
tvítugt kom einu
sinni til mín par
sem var ósátt við
viðskipti sín við
húseigandann
einhver hópur hefur sannanlega
ekki efni á því skal samfélagið taka
höndum saman og greiða niður í
hann húsnæðið.
Fyrir Islendingum er eigið hús-
næði samofið sjálfstæði þjóðarinn-
ar. Eins og íslenska þjóðin losaði sig
úr danska konungssambandinu
þannig ber hverjum Islending að
koma sér úr leiguhúsnæði og í sína
eigin sjálfstæðu íbúð. I huga þeirra
býr leigjandinn við sömu niðurlæg-
ingu og íslenska þjóðin þegar hún
kúldraðist hokin og svöng í mold-
arkofum á sama tíma og íslands-
verslunin blómstraði í Kaup-
mannahöfn.
Enginn leigjandi í íslenskum
bókmenntum hefur verið almenni-
legur maður nema leigjandi
Svövu Jakobsdóttur sem var
ekki íslenskur leigjandi heldur sjálf
heimsvaldastefna Bandaríkjanna
holdi gerfur. Aðrir leigjendur í
bókmenntunum eru aumingjar.
Svo miklir aumingjar að í raun hafa
fáir aðrir en Guðbergur Bergs-
sem þau leigðu hjá.
Þau voru búin að auglýsa lengi
eftir íbúð án þess að fá svör frá öðr-
um en þeim sem vildu leigja þeim
óeinangraða hanabjálka eða íbúðir
tilbúnar undir tréverk. Þar til einn
daginn að húseigandi í Ljósheim-
unum hringir í þau og býður þeim
að leigja fjögurra herbergja glæsi-
íbúð með bæði eldhús- og baðher-
bergistækjum í fullkomnu lagi. Sá
hængur var á að maðurinn sagðist
vera orðinn hálf lúinn og vildi leigja
íbúðina með þeim kjörum að hann
fengi að liggja í kör í einu herbergj-
anna, leigjendurnir þvæðu þvott af
honum og elduðu handa honum.
Hann tók það fram að hann væri
alls ekki matvandur og sætti sig við
að borða þann mat sem leigjend-
urnir væru hvort eð er að búa til
handa sjálfum sér. Leiguverðið væri
þessi þjónusta og auk þess fór hann
fram á að vera laus við sinn hlut af
matarreikningnum.
Þetta hljómaði sanngjarnt; karl-
inn góðlátlegur og íbúðin glæsileg
— og fólkið gekk að þessum kjör-
um.
Maðurinn og konan fluttu inn.
Stuttu síðar fór að renna á þau tvær
grímur. Það kom í ljós að karlinn
var ótrúlega lystarmikill. Til að
byrja með keyptu þau 600 grömm
af beinlausu og 750 grömm af kjöti
með beini í matinn handa þeim
þremur, samkvæmt formúlu sem
maðurinn hafði lært til sjós. En það
dugði engan veginn. Karlinn var
glorsoltinn eftir að hafa klárað sinn
skammt. Smátt og smátt neyddist
fólkið til að kaupa meira og meira í
matinn. Undir það síðasta keyptu
þau aldrei minna en 1.200 grömm
af beinlausu, 200 grömm handa
hvoru um sig en 800 grömm handa
karlinum. Og hann vildi heitt bæði
í hádeginu og á kvöldin og morg-
unkaffi, síðdegiskaffi og kvöldkaffi.
Fólkinu leið eins og það væri
þrælar karlsins. Bæði unnu úti og
tóku alla þá aukavinnu sem bauðst.
Samt áttu þau í vandræðum með
að láta enda ná saman. Karlinn át
svo ofboðslega. En þar sem erfitt
var um húsnæði á þessum árum
sættu þau sig við þetta fremur en að
enda á götunni.
Þar sem þau sátu á móti mér á
skrifstofu Leigjendasamtakanna
lýstu þau lífi sínu sem helvíti. Þau
sátu þögul við eldhúsborðið og
horfðu upp á karlinn sporðrenna
sex saltkjötsbitum með rófustöppu
og kartöflumús og heilli skál af
búðingi á eftir. Þegar hann var far-
inn inn til sín á eftir án þess að
þakka fyrir sig hékk nærvera hans í
loftinu svo fólkið þorði ekki annað
en að hvísla viðbjóð sínum á karl-
inum.
Það rak þau á skrifstofu Leigj-
endasamtakanna að eitt föstudags-
kvöld um tíuleytið hafði maðurinn
komið við í Hagkaupi í Skeifunni á
leiðinni heim og keypt fimm kex-
pakka ef einhver gestur skyldi líta
inn. Þegar hann kom heim stakk
hann pökkunum inn í skáp og fór
að sofa. Þegar hann vaknaði til
vinnu daginn eftir klukkan sjö kom
hann að öllum fimm kexpökkun-
um tómum á eldhúsborðinu.
Þar sem maðurinn sat fýrir fram-
an mig, búinn á sál og líkama, gat
ég ekki ráðlagt honum annað en
leita sér að nýju húsnæði. Lögfræð-
ingar gætu ef til vill fundið aðferð
til að takmarka leigufjárhæðina við
ákveðið magn af kjöti og ákveðinn
fjölda af kexi en ég taldi best fýrir
fólkið að koma sér sem fyrst og sem
lengst frá karlinum og íbúðinni. Líf
þeirra ætti að snúast um annað en
maga hans og munn.
Annars gerðist fátt markvért
þessar fáu vikur sem ég
vann á skrifstofu Leigjenda-
samtakanna. Samtökin reyndu að
reka leigumiðlun en fengu litið af
húsnæði á skrá. Helst húsnæði sem
fólk hafði reynt að koma út með
öðrum hætti en allir fúlsað við.
Ég man eftir konu sem hringdi
ofan úr Breiðholti og sagðist vera
með herbergi á jarðhæð sem hún
vildi leigja út. Eftir stutt samtal
kom í ljós að jarðhæðin var kjallari
sem var niðurgrafinn af þremur
fjórðu hlutum. Það er reyndar ekki
í frásögur færandi, þar sem húseig-
endur kalla kjallara aldrei kjallara.
Konan sagði enga eldhúsaðstöðu
fylgja herberginu og þegar ég
spurði hvort leigjandinn gæti farið í
sturtu eða bað sagðist hún hafa
hugsað sér að leigja einhleypum
karlmanni og hann gæti bara farið í
sund til að baða sig. Ég spurði þá
hvort hún gerði ráð fyrir að leigj-
andinn þyrfti að pissa. Hún hafði
nú ekki hugsað fyrir því en það
væri sjálfsagt fyrir hann að banka
upp á hæðinni hjá þeim ef hann
þyrfti að nota klósettið, en þó ekki
eftir klukkan átta á kvöldin.
Svona hélt samtalið áfram. Undir
lokin var ég búinn að átta mig á að
konan hafði neglt fyrir rimla-
kompu sem hún átti í blokkinni
sinni og vildi kalla það herbergi.
Kompan var um einn og hálfur á
breidd og þrír metrar á lengd eða
4,5 fermetrar í allt. Það var einn
þverhandarhár gluggi á kompunni
upp undir lofti. Ekkert eldhús, ekk-
ert bað og ekkert klósett eftir
klukkan átta á kvöldin. Ég sagði
konunni að þetta væri húsnæði
sem væri sniðið fyrir einhleypa
karla og hún kvaddi mig vonglöð
um að fá góðan pening fýrir.
ins og sjá má af þessu hafa
húseigendur ekki talið ein-
hleypa karla freka til lífs-
gæða. Einu sinni leigði ég forstofu-
herbergi í húsi á Hverfisgötu sem
var fullt af leigjendum á þremur
hæðum. Á neðstu hæðinni bjó
kona sem jafnframt var húsvörður.
Hún hafði sér bað, tvö herbergi og
eldhús. Á næstu hæð fyrir ofan
bjuggu tvær skólastúlkur hvor í
sínu herberginu en deildu eldhúsi
og baði. Efst uppi í risinu bjuggu
síðan einir sex einhleypir karlar
hver í sínu herbergi sem voru álíka
stór öll saman og íbúð húsvarðar-
ins og herbergi skólastelpnanna.
Karlarnir deildu allir saman einu
klósetti.
Þannig var gæðum hússins skipt
á milli íbúanna. Ég var síðan á ein-
hvers konar óráðnu svæði í for-
stofuherberginu enda of ungur til
að vera ffáskilinn.
Karlarnir á efri hæðinni voru
flestir óreglumenn. Unnu aðra
hverja viku hjá skilningsríkum
vinnuveitendum en drukku hina.
Ég gat ekki áfellst þá. Á sama hátt
og það er ekki hægt að enda í einu
herbergi edrú er ekki hægt að lifa
edrú í einu herbergi. Alla vega gafst
ég upp á forstofuherberginu og hef
ekki þorað fyrir mitt litla líf að ger-
ast svo lítillátur affur að sætta mig
við eitt herbergi.
En það eru heilar kynslóðir
einhleypra karla sem búa í
herbergjum út um allan bæ.
Þetta eru kynslóðir karla sem eng-
inn gerir ráð fyrir að kunni að elda
og flestir telja ekki þrifnari en svo
að þeir geti vel látið sér nægja að
skreppa annað slagið í sund.
Og eins og í húsinu á Hverfisgötu
er stéttaskipting meðal þessara
manna. Þeir aumustu búa í kjall-
araherbergjum, þeir sem búa undir
súð eru skör hærri en topparnir
búa í forstofuherbergjum hjá kon-
um í Hlíðunum.
Ég hitti einu sinni einn þessara
fínni einhleypinga á Kaffivagnin-
um. Hann sagði mér frá ferð sinni
milli forstofuherbergja og því
fýlgdu margar kostulegar sögur af
húseigendunum.
Ein var þessi:
Einu sinni leigði hann forstofu-
herbergi af konu sem var ákaflega
passasöm í fjármálum. Leiguverðið
sem hún setti fram var ekki ósann-
gjarnt en hún vildi vera þess fullviss
að hún tapaði ekki á viðskiptunum.
Og þar sem forstofuherbergið var
tengt sömu rafmagnstöflu og íbúð
konunnar lagði hún blátt bann við
að hann hefði nokkur rafmagns-
tæki inni hjá
sér. Mannin-
um fannst
súrt í broti
að geta ekki
einu sinni
hellt sér upp á
kaffi en sætti
sig við þetta
framan af þar sem það er alltaf svo
þröngt á leigumarkaðinum.
Einn dag gekk hann hins vegar á
fund konunnar og bað um leyfi til
að halda straujárn í herberginu
sínu. Konan féllst á þetta eftir
nokkra umhugsun, enda er ekki
hægt að eyða miklu rafmagni með
einu straujárni og eins eru mið-
aldra konur alltaf viðkvæmar fyrir
einhleypum körlum sem eru
snyrtimenni.
Maðurinn bjó með straujárni
sínu í nokkurn tíma og smátt og
smátt lærðist honum að nota það
til fleiri hluta en að strauja. Hann
kom sér upp tveimur múrsteinum,
setti straujárnið á hæstu stillingu
og skorðaði það á hvolfi milli múr-
steinanna. Síðan setti hann pott,
sem hann faldi vel í skápnum sín-
um, ofan á straujárnið og sauð sér
vatn í Nescafé.
Og eftir því sem tíminn leið varð
maðurinn leiknari við að elda á
straujárninu og ofmetnaðist að lok-
um. Konan kom að honum í her-
berginu þar sem hann hafði boðið
fimm kunningjum sínum í saltkjöt
og baunir og rak hann á dyr. ©
18
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS>I1994