Eintak

Eksemplar

Eintak - 30.03.1994, Side 20

Eintak - 30.03.1994, Side 20
AA-sanrrtökin á íslandi eru fjörutíu ára á föstudaginn, föstudaginn langa. Ingólfur Margeirsson blaðamaður og rithöfundur, hefur undanfarið unnið að ritun sögu samtakanna á íslandi og kemur fyrri hlutinn út núna í tilefni af afmælinu. Sú saga er eðlilega hetjusaga. Saga af fyllibyttum sem urðu að mönnum. Gerður Kristný ræddi við Ingólf um bókina og þessi samtök sem í raun it að skrifa HETJUS9GA < um þar sem nafnleyndin er ein af erfðavenjum AA. Það er ekki skemmtilegasta markmiðið sem hægt er að setja sér að vera ófullur, en ef til vill nauð- syn hjá sumum. Til eru heil samtök sem ganga út á það að vera edrú og aðstoða aðra við það: AA-samtök- in. Ingólfur Margeirsson hef- ur nýlega lokið við að skrá sögu samtakanna og ber hún heitið Frumherjartiir - saga AA-samtak- anna á íslandi 1948-1964. Bókin er skrifuð af því tilefni að á föstudag- inn langa eru 40 ár liðin síðan Reykjavíkurdeild AA-samtakanna á íslandi var stofnuð. „Ég var efins um að hægt væri að skrifa bók um sögu AA- samtak- anna, því þar ríkir nafnleynd og hvorki er til félagaskrá né neinn nafnalisti. Ég vissi satt að segja ekki hvernig ég ætti að fara að,“ segir Ingólfur. „En ég komst í fundargerðar- bækur samtakanna sem gamlir AA- félagar höfðu forðað frá eyðilegg- ingu. Þetta er í fyrsta sinn sem þau gögn koma fram á sjónarsviðið. Bækurnar eru fádæma skemmtileg- ar þar sem þar hefur verið skráð mjög nákvæmlega hverjir tóku til máls og hvað þeir sögðu. Þetta lagðist af í kringum árið 1964. Frá AA-samtökunum í Bandaríkjunum bárust mér veigamiklar heimildir. Margar þeirra heimilda sem ég nota eru frumheimildir sem gerði verkið erfitt en skemmtilegt. AA-samtökin í Bandaríkjunum hafa skráð sögu sína og þangað sótti ég fyrirmyndina að bókinni. Þar eru nefndir frumherjarnir og þeir sem ekki eru alkar svo sem eins og læknar og hjúkrunarfólk. Ég kaus að gera slíkt hið sama.“ AA-samtökin voru stofnuð árið 1945 í Bandaríkjunum og boðskap- ur þeirra barst hingað til lands að- eins þremur árum síðar. Það var Guðrún nokkur Camp sem boð- aði hér fyrst hugmyndafræði AA- samtakanna. Hún hafði flust vestur um haf, orðið þar Bakkusi að bráð, kynnst AA-samtökunum og ætlaði svo að bjarga föndum sínum. Hún fékk Gísla á Grund í lið með sér sem var alþekktur bindindismaður. Þau söfnuðu saman sex áfengissiúklinqum en AA-deiiain iagðist af begar ailir foru á fylieri. „Guðrúnu tókst ekki að koma þeim á réttan kjöl vegna þess að frumkvæðið kom ekki frá sjúkling- unum sjálfum. Þeir voru eiginlega hálfgerð tilraunadýr," segir Ingólf- ur. „Þeir Guðmundur Jó- hannsson, Guðni Þór Ás- geirsson og Jónas Guð- mundsson stofnuðu svo AA- samtökin hér á landi. Þeir voru allir fyrrverandi alkar. Guðni Þór hafði kynnst AA-samtökunum í Banda- ríkjunum og hætt að drekka með þeirra aðstoð. JÓnaS hafði siáifur dottið niður á ieið AA-samtakanna án þess að hafa hug- mynd um að þau Værií t Guðmundur hafði aft- ur á móti lagt flöskuna á hilluna af eigin rammleik. Guðni Þór datt fljótlega út úr selskapnum en hinir tveir störfuðu ötulir í samtökun- um.“ Það var orðin mikil þörf á sam- tökum á borð við AA-samtökin því íslendingar stóðu ráðþrota gagn- vart drykkjusýkinni. „Læknar og bindindishreyfingin fylgdust með því hvernig sumir fóru í hundana ef þeir smökkuðu áfengi og gátu ekkert aðhafst. Kleppspítali tók aðeins á móti þeim áfengissjúklingum sem orðnir voru mjög illa farnir og var sýkin flokk- þessu og P< uð undir geðveiki,“ segir Ingólfur. Ekki var langt í að fyrsta með- ferðarstofnun í anda AA- samtak- anna liti dagsins ljós. Jónas var for- vígismaður þess að koma Bláa bandinu á stofn ári eftir að AA- samtökunum var komið á fót. „Þeir létu þó AA-samtökin ekki koma þar of mikið nálægt en fengu 24 AA-félaga til að stofna það sem sjálfseignarstofnun að Flókagötu 29. Þeir fylgdust gjörla með því hvernig þeir sem komu af Bláa bandinu stóðu sig þegar út var komið. Læknar urðu ekki hrifnir af því að fylli- byttur oa amatörar stæðu í , sýndu auk þess árangur," segir Ingólfur. „Þetta var á miklum verðbólgutímum og að lokum fór Bláa bandið á haus- inn. Ríkið var undir pressu frá Kleppi og læknastéttinni og vildi ekki létta undir bagga. Kleppur yfirtók Flókastöðina þar sem meðal annars fælingarlækn- ingar við áfengissýki tíðkuðust. Hún fólst í því að fara þar sem sjúk- lingarnir voru látnir standa við bar- inn og fá rafmagnsstuð á meðan. Það er ekki fyrr en upp úr 1978 að SÁÁ tók stefnu AA-samtakanna aftur upp.“ AA-samtökin höfðu frá upphafi eilítið öðruvísi starfsreglur en tíðk- uðust í Bandaríkjunum. Meðal annars var nafnleyndin ekki virt hér eins og þar. „Nafnleyndin var frá upphafi lykilatriði í starfinu vestanhafs. Þar gerðu forsvarsmenn samtakanna sér grein fyrir því að enginn kæmi á fundi ef ekki ríkti nafnleynd. Þá þótti afar skammarlegt að vera haldinn áfengissýki. Menn upp- götvuðu líka að í nafnleyndinni fólst ákveðin auðmýkt," segir Ing- ólfur. „Hér á landi var nafnleyndin aftur á móti ekki virt innan samtak- anna heldur aðeins utan þeirra. Forystumenn AA-samtakanna létu gera spjaldskrá með nöfnum, heimilisföngum og símanúmerum félaganna. :*eír VÖrðil þessa skráninqu með því að segja að pannig gætu þeir gripið inn i fé gætu ef mættu élagar þ ekkí á tí eirra undi og grunur léki á að þeir væru að falla í gamla farið. Eftiriitskerfið var enda mjög virkt.“ Ingólfur segir Guðna Þór hafa gengið sérstaklega hart í að koma Ingólfur Margeirsson „Ég var efins um að hægt væri að skrifa bók um sögu AA- samtakanna, því þar ríkir nafnleynd og hvorki er til félagaskrá né neinn nafnalisti. Ég vissi satt að segjja ekki hvernig ég sétti að fara að.“ Æ ölkum á AA-fundi. Stundum hringdu eiginkonur þeirra í hann þegar mennirnir voru með drykkjulæti heima við. Mætti þá Guðni Þór með lögregluna og lét hana setja mennina í steininn. Þeg- ar runnið var af ólánsmönnunum fór hann með þá á AA-fund. Þetta hafði oftast tilætluð áhrif. „Stjórnkerfi tíðkaðist ekki í sam- tökunum í Bandaríkjunum svo fólk yæri ekki í þeim í eintómri von um frama. Þannig héldust AA- samtök- in sem grasrótarsamtök. Aftur á móti komu þeir Jónas og Guð- mundur iðulega fram opinberlega fýrir hönd samtakanna,“ segir Ing- ólfur. AA-samtökin mega heldur ekki velta peningum. Á fýrstu starfsár- um sínum báðu bandarísku AA- samtökin John D. Rockefeller um fjárstyrk. Hann neitaði á þeim forsendum að pening^r myndu bara leiða samtökin til hnignunar. Þar með var ákveðið að AA-sam- tökin létu allar fjárbeiðnir lönd og leið. Ingólfur segir Islendinga held- ur ekki hafa virt þetta boðorð. „Þó ekki væru nein félagsgjöld fengu samtökin pening frá Afengisvarn- arráði og sömuleiðis frá Reykjavík- urborg. Aðeins eru örfá ár síðan síðastnefnda fjárveitingin lagðist af.“ Guð hefur alltaf verið yfir og allt um kring í AA-samtökunum og frá upphafi samtakanna var því trúað að hver og einn yrði að eiga sér al- mætti sem væri sterkara en hann sjálfur. „Það skipti engu hvaða guð það var. Drottinn, eða þess vegna Karl Marx, voru lagðir að jöfhu. Trúin var hluti af auðmýktinni. Þetta gekk vel á Islandi þar sem ríkti sterk lúterstrú. Jónas var skemmtilegur upreisnarmaður sem fýrirleit presta og kirkjuna þótt strangtrúaður væri. Hann trúði á kenningar Jesú Krists og fýrstu ár Reykjavíkur- deildar AA- samtakanna voru und- irlögð af trúnni á Jesúm. JÓrtas tók fólk jafnvei afsíðis og lét það biðja á hnianum til Jesú. Ef það þráaðist við ráðlagði hann því að snúa sér til Djöfulsins. Ekki hef ég þó heyrt að það hafi fælt neinn mann frá. Menn létu ekki yfirbugast við svona látum og tóku Jónasi bara eins og hann var. Jónas trúði því líka að til væru óæðri verur sem drykkju í gegnum alka. Það hefur verið nefnd demónakenningin. Islenska spírit- istasamfélagið trúir henni statt og stöðugt enn.“ Þetta kemur meðal annars fram í bók Jóhönnu Kristjónsdótt- ur, Perlum og steinum, sem kom út fýrir síðustu jól. Þar er sagt frá því að Þóra Jónsdóttir, móðir Jökuls Jakobssonar leikrita- skálds, hafi trúað því statt og stöð- ugt að einhver framliðinn drykki í gegnum son hennar. Ingólfi bárust margar skemmti- sögur til eyrna þegar hann vann að bókinni. Ekki rúmuðust þær allar þar en þessi er þar á meðal: „Þegar AA-samtökin áttu fimm ára afmæli var einn sá alharðasti af félögunum bakari. Samstarfsmenn hans vildu gleðja samtökin á afmælinu og bökuðu stóra köku. Þeir sáu sér leik á borði og þegar kakan var skorin gaus upp mikil rommlykt. Þeir höfðu þá sett ótakmarkað af rommdropum í uppskriftina. Bak- arinn reiddist vinum sínum en kak- an var etin. Ekki hefur þó heyrst að neinn hafi fallið." © 20 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1994

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.