Eintak - 30.03.1994, Qupperneq 23
um söng. Það er
einnig mikið um
engla í verkum
franska tónskáldsins
Olivier Messia-
en sem er nýlátinn.
Hann var mikill kaþ-
ólikki og ég er það
líka og kirkjan gerir
ráð fýrir tilvist engla
og þeir eru þáttur í
trúararfleifð okkar.
Englarnir gegna
stóru hlutverki í tón-
listinni sem annars
staðar. I boðun Mar-
íu eru englar, og öll
sú músik sem hefur
verið samin um hana
inniheldur lýsingar
af tilvist þeirra. Glor-
ían er englasöngur
en hana heyrðu Ijár-
hirðarnir í Betlehem
og það eru til þús-
undir af gloríum. Ég
hef skrifað gloríu
fyrir píanó og þá
hugsaði ég um
engla.“
En hefur þú heyrt
englasöng?
„Já ég hef heyrt
hann. Eg get lítið
sagt ffá því, ég heyrði
hann bara. Ég heyrði
hann í sjálfúm mér
og þetta var fagur
tónn sem ég heyrði
innra með mér sem
ytra. Ég geri engan
greinarmun þar á.
Þetta hefur nokkrum
sinnum komið fyrir
mig og eitthvað af
þessu hefúr kannski
komist til skila í glor-
íunni. Ég veit ekki
hvort englar hjálpi
okkur að skapa en ég
útiloka það ekki. Það
er erfitt að svara því
hvort ég hafi fundið
fyrir nálægð engla en
auðvitað finnur
maður fyrir nálægð
guðdómsins þegar
best gengur. Þá eru englarnir ef-
laust hluti af því.“
Draumur Jakobs um himnastigann
Englar rápa í löngum bunum inn og út um dyr himnaríkis í mynd Haleys frá
Jóoa Rúna Kvaran
„Eger
englakær“
Jóna Rúna Kvaran
miðill er einn fárra fslendinga
sem hefur sagt opinberlega
frá kynnum sínum af englum.
Hún kveðst trúa staðfastlega
á tilvist engla og mikilvægi
þess að fólk kenni bömum að
verndarengill starfi í lífi þeirra
allt frá fæðingu. Marteinn
Lufher lagði áherslu á við
foreldra hversu miklu gilti að
börn hefðu vitund um návist
verndarengla,“ segir hún.
„Mér finnst að þetta mætti
taka alvarlegar nú á dögum af
því að þessi vitund eða vissa um að
hið góða er nálægt í lífi viðkomandi
skapar allt aðrar forsendur fýrir til-
vist hans. Hann er öruggari, hann
er aldrei einn og yfirgefínn og þetta
er að mörgu leyti ákjósanleg leið að
guði. Hitt er annað mál að eins
og málum er háttað andlega
í dag þá finnst mér
inni orðnar of margar og flóknar.
Hér á öldum áður þá fór fólk út á
hól og talaði við drottinn og vissi af
nærveru engla og þótti það ekkert
tiltökumál. Ég sjálf notfæri mér
Satan í undirdjúpunum
eftir Gustave Dore. Englar heljar eru með vængi af
leðurblökum eða eðlum í listrænum útfærslum
sínum.
þessa möguleika því ég sofna ekki
öðruvísi en að fínna fýrir návist
engla og eins fer ég ekki á fætur án
þess að skynja nálægð þeirra. Það
skyggir engu að siður ekki á trú
mína á Jesúm Krist eða guðlega for-
sjá. Mér finnst engill
vera stig á milli manns
og guðs og maðurinn
getur kannski gert
ímynd engils efnis-
legri en guðsvitund-
ina.“
Hvemig líta englar
út?
„Ég hef engan sér-
stakan áhuga á að
lýsa nákvæmlega
engli því
m é r
finnst það hljóta að vera með engla,
eins og allar guðlegar verur og allt
sem er göfúgt í mannssálinni, að
hver og einn hefur sína eigin ímynd
af hinu andlega. í biblíunni höfðu
englar stórt hlutverk
sem tákn um það sem
ffamundan var. Fyrir
fæðingu frelsarans var
mikið talað um engla
og hefúr alltaf verið í
kristinni trú. Mér
finnst útlit engla auka-
atriði en vissan um
guðlega forsjón skiptir
mun meira máli. Ég
held að það sé mann-
leg tilhneiging að gefa
englum mannlega
ásjónu, hvort sem við
sjáum þá eða ekki, og
engill með vængi er
tákn frelsis, takmarka-
leysis, og þrárinnar að fljúga. Hann
er táknmynd einhvers sem er óháð
efni og þeim lögmálum sem við
verðum að lúta sem jarðneskar ver-
ur þannig að ég held að strangt til
tekið eigi vængjahafíð sér rætur í
þessari þrá okkar til að efnisgera
guðlega vitund.
í andlegu lífi skipta litir miklu
máli og ára engla er miklu marg-
flóknari en manna. Það er ekkert
skrýtið að listamenn hafi málað
engla með vængi því litróf engla og
orkusvið er miklu fíngerðara og
ljósríkara en hjá mönnum. Lista-
menn eru oft næmari en annað fólk
og því er ekki ósennilegt að suntir
þeirra hafi séð engla og skynjað
hreyfmgu litanna í áru þeirra sem
blikandi vængjahaf. Það sem við
teljum huglægt er hlutlægt í heimi
engla og þeir lifa í heimi hugsana,
tilfmninga og innsæis.
Ég kann ekki að staðsetja ná-
kvæmlega hvenær vitund fólks um
engla fór hrakandi. Það er ákveðin
firring í mannssálinni í dag, sem
var ekki áður, og ég held að það sé
fyrst og fremst skortur á einlægni,
sem veldur því að fólk verður frá-
hverft englatrú. Englar eru fýrir-
bæri sem hafa alltaf verið til og
verða alltaf til í vitund mannsins,
meðvitað eða ómeðvitað, en auð-
vitað verðum við að ýta undir og
rækta andlega þrá og andlega hæfni
okkar.
Á tímum mikillar
spennu og ytri trufl-
ana eins og núna þá
hverfum við ósjálfr-
átt frá einlægninni
og getum átt á
hættu að uppræta
það sem okkur er
eðlislægt. Englar
eru partur af þeirri
guðsvitund sem við
hundsum of mikið
vegna þess að okkur
þykir meira varið í
dauða hluti og ytri
aðstæður sem eru
sjáanlegar. Unga
fólkið í dag er
óskaplega merki-
legt, andlega séð.
Það er ákaflega opið
og einlægt og for-
sendur fyrir nei-
kvæðni eru ekki
eins margþættar og
oft hefur verið áður.
Sú kynslóð sem er
nú að vaxa úr grasi
er djúpvitrari og
þótt ég hafi ekki þá
trú að hún muni
hafna veraldlegum
gæðum held ég að
hún muni skapa sér
meiri hæfni til að
samrýma andlega
þætti mannssálar-
innar og tengja þá
veraldlegum stað-
reyndum. Þannig
að englar eru og
verða áfram til.“
En er ekki stað-
reyndin sú að englar
tengjast barnatrú og
eftir fertninguna
fljúga þeir út um
gluggann?
„Ef við erum alin
upp í þvi hugarfari
að það sé mikilvæg-
ara að eignast eitt-
hvað veraldlegt og
koma sér vel fyrir í
samfélaginu efnis-
.... lega þá verður hið
/ö. o/o. andlega minna
áberandi í fari okkar. Á öllum
stundum örvæntingar kemur trúin
hins vegar upp en ég er þeirrar
skoðunar að það eigi ekki að
þurfa slík augnablik til.
Við eigum að vera
holl undir guðlega
forsjón í okkar dag-
lega lífi og véra viss
um hana, líka við að-
stæður sem eru
þægilegar. Þessa
hugsanavillu gagn-
vart trúnni verðum
við að uppræta.“
Heldur þú að
englar geti tekið sér
vist í líkama manna
og birst sem menn?
„Það er til þjónustu-
bundin tilvist engla sem
felst í því að þeir eru í
þjónustu guðlegra afla sem
hafa áhrif á mennina. Þau
áhrif geta aldrei verið öðru-
vísi en andleg og huglæg því
engill er ekki maður. Við vilj-
um gera þá mennska og eftir
því sem við erum mannkær-
ari, þeim mun meiri tilhneig-
ingu höfum við til að efnis-
gera englana. Englar eru
andlegar verur sem geta tek-
ið á sig efnislega ásjónu sök-
um þess að við viljum líta
þannig á þá.“
Getur verið að menn verði
etiglar eftir dauðann?
„Það eru til einstaklingar í
veröldinni sem hafa verið, að
því er manni virðist, miklu
fullkomnari en venjulegt
fólk. Vegna göfgi þeirra og
fullkomnunar tengjum við þá
englum. Ef hugsað er um guð
þá er guð ekki maður heldur
fúllkominn aflvaki og óend-
anlegur kærleikur. Til þess að
guð geti haft áhrif hefúr mað-
ur tilhneigingu til að halda að
hann nýti sér fólk sem er
kærleiksríkt, gott og óeigingjarnt.
Þar af leiðandi er hægt að hugsa sér
að til sé fólk sem er líkt englurn í
vitund sinni en það eru ekki englar
í þeim skilningi sem talað er um í
biblíunni.
Ég held að í okkar tilvist séum
við að undirbúa okkur undir annað
líf sem er dýpra og andlegra í eðli
sínu. Þess vegna finnst mér svo
mikið aukaatriði að eyða svona
miklum tíma í að reyna að sjá fýrir
sér annað líf að loknu þessu og að
fólk skuli efast um tilvist þess.
Kristur sagði óumdeilanlega „Sá
sem trúir á mig mun aldrei að eilífu
deyja“ og hann sagði einnig: „f húsi
föður míns eru margar vistarver-
ur.“ Hann steig niður í efnislega til-
vist en hafði guðlega vitund jafnvel
í efninu. Kristur var líkami eins og
ég og þú, og ég held að þessi innri
tilfinning eða vitund um líf að
loknu þessu lífi sé holl og geri okk-
ur samfélagskærari og kærleiksrík-
ari. Við erum ábyrgari gagnvart
hugsanlegum axarsköftum og vilj-
um göfga okkur og fullkomna sem
andlegar verur, ekki síður en lík-
amlegar. Ég held það fari best á því
að maðurinn sé í líkamanum með
þeirri vitund að hann sé að undir-
búa sig undir komuna í ríki guðs.
Maður fer með það sem maður á
innra með sér og langi mann til að
eignast einhvers konar englavitund
í annari tilvist veit maður að engill
er fýrst og fremst tákn um kærleika
og guðlega göfgun. Þá vitund er
ekki hægt að uppskera upp úr nei-
kvæðu líferni og lífsháttum.“
Friðrik Þór
Friðriksson
.Englar
vinna hjá mér“
Friðrik Þór Friðriksson
kvikmyndagerðarmaður hefur gert
Karl Sigurbjörnsson
PRESTUR
„Þegar englar eru sýndir með
vængi í myndlistinni þá erþað
ekki líffræðileg aðgreining sem
flokkar þá með fiðurfé, heldur
tákn. “
Atli Heimir Sveinsson
TÓNSKÁLD
„Ég heyrði englasöng ísjálfum
mér og þetta var fagur tónn
sem ég heyrði innra með mér
semytra."
Fyrirmynd
ENDURREISNARINNAR
Margir listamanna endur-
reisnartímans sóttu hug-
myndirsínar um útlit
engla íþessa styttu.
JÓNA RUNA KVARAN
MIÐILL
„Það er ekkert skrýtið að lista-
menn hafi málað engla með
vængi því litróf engla og orku-
svið er miklu fíngerðara og Ijós
ríkara en hjá mönnum. “
Friðrik Þór Friðriksson
KViKMYNDAGERÐARMAÐUR
„Englar eru mjög skemmti-
legar verur. Þetta er
svona lið sem getur
flogið og uppfyllir all-
ar óskir mannsins. “
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1994
23