Eintak - 30.03.1994, Qupperneq 32
Gallerí Greip. Þar sýnir hún útsaum, málverk og
lágmyndir. Bragi Ásgeirs var voöa hrifinn af út-
saumnum og sagöi listakonuna þar hafa fundið
sinnhreina tón.
Rut Rebekka sýnir í Portinu í Hafnarfirði. Þar
getur meðal annars að líta myndir unnar með
olíuþurrpensli á pappír og tússteikningar.
í Lísthúsinu Ófeigi stendur yfir samsýningin
Stefnumót Listamennirnir sem þar sýnaeru
þeir Þorri Hringsson, Finninn Jouni Japp-
inen, Helga Magnúsdóttir, Bandaríkjamað-
urinn Robert Bell Sigurður Þórir og Hring-
ur Jóhannesson
Ragnheiður Jónsdóttir og Sólveig Aðai-
steinsdóttir eru enn með sýningar á Kjarvals-
stöðum og standa þær þar til annan í páskum. Á
Kjarvalsstöðum hanga lika verk Kjarvals sjálls
uppi til 8. maí.
Norski listamaðurinn Olav Christopher
Jensen sýnir teikningar sínar í kjallara Nor-
ræna hússins. Þetta er farandsýning sem kemur
frá Tallin í Eistlandi. í andyri hússins eru aftur á
móti biblíumyndir Bodil Kaalund Biblían
virðist því vera nokkuð „inn" um þessar mundir
því hún er heldur ekki langt undan á Mokka. En
Bodil er Ifka með vatnslitamyndir á sýningu f
Hallgrímskirkju.
Ósk Vilhjáimsdóttir heldur nú Ijósmynda-
sýningu f Gerðubergi. Ósk hefur verið í Berlín
sfðastliðin sjö ár við nám og störf. Henni var
hnftið aft vinna í eitt ár vift skólann eftir aft hefft-
FYRIR
FORSJÁLA
Það stendur i auglýsingu frá
Stöð 2 að áskriftin að dag-
skránni kosti aðeins 105
krónur á dag. Þaö hljómar
eins og lítil fjárhæð. En þann-
ig er það með allt. Jafnvel
skatturinn sem við greiðum
verður ekki svo há upphæð ef
við deilum honum niður á
mínútur og sekúndur. En
safnast þegar saman kemur.
Það kostar fjölskyldu ekki
nema 105 krónur að horfa á
tíu tíma dagskrá Stöðvar 2
samkvæmt auglýsingu (og
það hljómar sem góð kaup).
Þessi sama fjölskylda getur
sagt upp áskriftinni fram til
aldamóta, lagt sambærilega
upphæð í banka og átt tæpar
270 þúsund krónur til að
halda upp á aldamótin. Átta
ibúða stigagangur getur líka
lagt saman í púkk og átt
2.155 þúsund krónur. Það má
gera ýmislegt fyrir þann pen-
ing um aldamótin.
Siónvarp
SIGURJÓN KJARTANSSON
Á vegum úti
Malbik
Ríkissjónvarpinu
-* *★
Finnsk-íslenska kvikmyndin
Malbik var sýnd fyrir nokkrum vik-
um í Ríkissjónvarpinu og ég missti
af henni þá. En eftir að nokkrir vin-
ir mínir voru ítrekað búnir að segja
mér undan og ofan af myndinni og
hversu góð hún væri, ákvað ég að
fara á stúfana og redda mér henni á
myndbandi. Það tókst ekki betur
en svo að í lokin varð ég að leita til
eins leikarans sem lék í myndinni
og fá lánaða spólu hjá honum.
Þetta hefði getað komið mér í heil-
mikla klípu ef mér hefði fundist
myndin léleg eftir allt saman. Ég get
ekki ímyndað mér hvernig ég hefði
getað horft í augun á viðkomandi
leikara, verandi búinn að rakka
mynd niður sem hann kannski
eyddi heilu sumri í að vinna við og
ég tala nú ekki um eftir að hann
hafði lánað mér vídeóspóluna sína
sem hann hafði nostrað við að taka
upp úr sjónvarpinu.
En sem betur fer var myndin í
/
A N 0 G
ágætu meðallagi, kannski ekki góð,
en ekkert vond heldur og alls ekki
leiðinleg. Myndin segir frá tveimur
bjánum sem stela amerískum kagga
frá málleysingja og bruna á honum
fyrst til Akureyrar og síðan til
Reykjavíkur til þess að leysa út
25.000 króna lottóvinning. Þeir
taka upp fmnskan puttaferðalang
sem lánar þeim fyrir bensíni og eru
þeir á stöðugum flótta undan mál-
leysingjanum sem eltir þá á mótor-
hjóli. Sagan er að mestu sögð frá
sjónarhóli finnska puttaferðalangs-
ins, þar sem hann les úr dagbók
sinni hugrenningar sínar í bland
við hallærislega frasa. Þetta er
svona andhetju vegamynd sem nær
LANDIfl
því oft að vera þokkalega fyndin og
þó hún sé stundum pínu hallæris-
leg dettur hún aldrei niður í ein-
hvern Foxtrott-hallærisleika. Að
vísu breytist myndin í útvarpsleik-
rit á smá kafla þar sem lýsingin er
stundum svo vond að ekki sést
glóra. En þegar upp er staðið: Ekk-
ert meistaraverk en bráðgóð
skemmtun. Áfram fmnsk-íslensk
samvinna. ©
Myndlist
Guöbergur Bergsson
Einföld línuföll
Rut Rebekka
PoRTIÐ, STRANDGÖTU 50
Það sem áhorfandinn rekur fyrst
augun í, ef hann bregður sér til
Hafnarfjarðar á sýninguna sem
Rut Rebekka heidur um þessar
mundir í Portinu, Strandgötu 50, er
hvernig fjallað er um einfaldleik-
ann í efni og litum. Listakonan
vinnur á hvítleitan venjulegan
pappír og litirnir sem hún notar
eru fábrotin misjafnlega grá blæ-
brigði. Öli myndverkin eru einhver
tegund af teikningum. Viðfangs-
efnið felst öðru fremur í línunum,
að viðbættum hughrifum sem lit-
irnir eru látnir laða fram. Þetta
verður ekki skilið frá hugblæ eða
skoðun listakonunnar sjálfrar.
í fljótu bragði fæst hún við það,
að leiða okkur fýrir sjónir hvernig
einfaldar beinar línur eiga samleið
með fallandi línum. Hún leiðir til
fundar nekt líkama konunnar og
línuföll þess sem hylur hann, línur
klæða og brotin í þeim.
Þetta er sígild aðferð myndlistar-
innar þegar hún kemur hvað göf-
ugust úr pensli eða penna lista-
mannsins. Þetta er sagan um hjúp-
inn og nektina, myndin af því sem
hjúpar með hálfgagnsærri hulu sent
augað sækist eftir að sjá.
Maður sér málverk fremur með
innri sjón en augunum.
Ef áhorfandinn hefur verulegan
áhuga á myndlist getur hann greint
á sýningunni ekki aðeins þessa eig-
inleika, heldur líka að hún er þrí-
skipt. Auk áðurnefnds eru tvö önn-
ur viðfangsefni. Annað er kona í
landslagi, hitt konan í hugblæ sín-
um.
Kona í landslagi er kona í er-
lendu landslagi. Hún situr í garði
þannig klædd að hann getur ekki
verið hér. Við búum við veðurfar
sem er dyntótt í blíðu og stríðu. Is-
lensk náttúra hefnir sín á fegurð
sinni.
Hér á ég við það, að þegar
minnst varir og fegurð náttúrunnar
er hvað mest, þá rýkur hann upp
með versta veður og eyðir hinu
blíða og fagra.
í náttúruverkunum er Rut Reb-
ekka ekki alveg hún sjálf. En af
þeim væri hægt að greina vanda ís-
lensks landslags í myndlist. Það
verður að vera eitt með sjálfu sér.
Það þolir ekki persónur eða fáklætt
fólk í návist sinni. Af þeim sökum
er það sjaldgæft í íslensku lands-
lagsmálverki. Málarar okkar kunna
ekki að mála menn í úlpum og með
trefil allan ársins hring úti á hól.
Þeir mála hólinn og sleppa mann-
inum. I hans stað skjóta þeir inn
lubbalegu hrossi og sauðkind í
þykku reyfi.
Til að vekja hugsun okkar um
mann og náttúru málar listakonan
myndir af konum sem eru ekki í
öðru en sínu innsta eðli. Þær eru í
hugblænum. Þær eru klæddar brosi
sínu.
Rut Rebekka er vönduð mynd-
listarkona. Hún fer sér hægt en
víkkar sviðið á svipaðan hátt og
vatn sem seytlar úr rauf á kletti. Við
rennslið minnkar hann en vatnið
eykst í straum.
Nú er sjaldgæft að sjá þannig
vinnubrögð hjá þeim sem fást við
listir. Venjulega byrjar listafólk sem
fossinn en fíflast brátt inn í ófrjóan
klettinn sem lykst um hæfileika
þess. Síðan á það ekki afturkvæmt
úr honum þótt það kunni að gaula
eins og gamall draugur á ellilífeyris-
bótum.
Ekki er það gert undir hamrin-
um í Hafnarfirði. ©
Popp
Óttarr Proppé
Órœðir brœður í
stœðum
The Sparks
Mael Intuition: The best of sparks
1974-1976
★ ★ ★
The Sparks
Profile: The Ultimate Sparks
Collection
★ ★★★
Pervisinn öfuguggalegur maður
með Hitlerskegg og lævíst augnaráð
hamrar píanóið. Söngvarinn flótta-
leg mjóna með hrokkinn þunga-
málmsmakka. Hljómsveitinni
B í Ó I N
BiOBORGIN
Pelikanaskjalið The Pelican Brief+k Þrátt
fyrir ágaett efni kemst þessi mynd aldrei á flug.
Bókin er betri. 1 það minnsta fyrir þá sem haía
þokkalegt ímyndunarafl og eilítið skárra en Pak-
ula.
Hús andanna The House olthe Spirits
★★★★ Frábær leikur. Myndin verður aldrei
leiðinleg þrátt fyrir þriggja tíma setu.
Mrs. Doubtfire ★★★★ Óborganlega fyndin.
Sumar senurnar eru hreint hættulegar.
BÍÓHÖLLIN
Pelikanaskjalið ThePelican Brief★★ Þrátt
fyrir einvala lið er þessi mynd hálf andvana.
Hvorki persónurnar né sagan ná að lifna við.
Ágæt afþreying.
Mrs. Doubtfire ★★★★ Gasalega fyndin
mynd.
Á dauðaslöð On Deadiy Ground ★ Steven
Seagal fær málið og heldur barnalega einlægar
ræður um umhverfisvernd á milli þess sem
hann dregur umhverfissóða. f næstu mynd fer
hann á hvalaslóðir og kviðristir Halldór Ás-
grímsson og Kristján Loftsson.
Hús andanna The House otthe Spirits
★★★★ Mikil saga, magnaður leikur, frábær
myndataka, falleg og áhrifamikil mynd.
Beethoven 2 ★ Annar þáttur með fleiri hund-
um en færri og þynnri bröndurum.
Svalar ferðir Coot fíunnings-k Það skemmti-
legasta við þessa mynd er lagið og að hún skuli
vera byggð á sönnum heimildum. Það dugir þó
vart sem afsökun fyrir bíóferð.
HÁSKÓLABÍÓ
Listi Schindlers Schindler's List-k-k-k-k
Verðskulduð Óskarsverðlaunamynd Sþielbergs.
Allir skila sínu besta og úr verður heljarinnar
mynd. Meir að segja Polanski braut odd af of-
læti sínu og fór á ameríska mynd (en hann er nú
reyndar gyðingur og missti mömmu sína (hel-
förinni).
Beethoven 2 ★ Meira gelt en hlátur.
Líf mitt MyLile ★★ Hugguleg tilraun til að
búa til mynd um venjulegt fólk.
í nafni föðursins In Ihe Name olthe Father
kkkk Mögnuð mynd um réttarmorð í Eng-
landi. Umdeild fyrir tilfærslur á smáum atriöum
sögunnar en ísköld og sönn engu að síður.
Örlagahelgi Dirty Weekendk Charles Brons-
on í pilsi. Og akkúrat jafn ógeðfelldur og það
hljómar.
Vanrækt vor Det lorsömte lorar ★★ Dönsk
saga um kennaraskandal.
Ys og þys út af engu Much Ado About Not-
hing kk Gott leikrit en ekki neitt sérstaklega
góð mynd.
LAUGARÁSBÍÓ
Leiftursýn Blinkk Ágæt tæknivinna en engin
hugsun.
Dúmsdagur JudgementNightk Heiðarlegir
og velmeinandi ameríkanar villast I frumskógi
eigin heimaborgar. Og hitta óþjóðalýð sem
undir það síðasta óskar sér að hann hefði ekki
abbast upp á þá.
Banvæn múðir Mother's Boys ★ Sálfræðitrill-
ir með enga sál. Og litla spennu.
REGNBOGINN
Lævís leikur Maticek Sérdeilis bjánaleg
mynd. Ætlar að gabba áhorfandann með því að
byggja upp söguþráð en henda honum svo
skyndilega og taka upp nýjan. Áhorfandinn
gabbast ekki heldur móðgast.
Píanú ★★★ Óskarsverðlaunaður leikur í að-
al- og aukahlutverkum. Þykk og góð saga.
Far vei, frilla mín Farwell My Concubine
kkk Glæsíleg mynd.
Germinal ★★ Leikur og tæknileg vinnsla er
óaðfinnanleg en samt nær þessi hryllilega saga
aldrei að veröa áhugaverð.
Kryddlegin hjörtu Como Aqua Para Chocot-
atekkk Ástir undir mexíkóskum mána.
STJÖRNUBÍÓ
Dreggjar dagsins Remains olthe Day
kkkk Magnað verk. ekki handrit áöur en hann samþykkir að leika í
Morðgáta á Manhattan Manhattan Murder þeim.
Mystery ★★★ Allen er fyndinn I þessari mynd. Skuggi úlfsins ★
Hún er ekki ein af hans bestu en sannar að það
er skemmtilegra að tímanum undir Allen-mynd
en annars konar myndum.
Fleiri pottormar Look Who's Thatking Now
★ Allir tala en fáir segja neitt fyndið.
í kjölfar morðingja Striking Distance ★★
Bruce Willis við vanabundin skyldustörf.
SÖGUBÍÓ
The Joy Luck Club ★★★Indæl mynd um
miöaldra kínverskar konur.
í loftinu In the Air Up There k Mynd sem
sannar það sem flesta hefur grunað. Kevin Ba-
con kann ekki aö lesa. (það minnsta les hann
FYRIR SVANGm
Þeir sem eru svo svangir að þeir gætu dáið áður en kokkurinn
væri búinn að útbúa forréttinn geta farið á Pisa í Austurstræti.
Þar eru hreint ágætar brauðstangir alltaf á borðum og einhvers
konar kryddsósa úr sýrðum rjóma sem bragðast ekki sem verst.
Á meðan maður maular stangirnar fær kokkurinn færi á að klára
forréttinn, maginn aðjafna sig og garnirnar að þagna.
32
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1994