Eintak

Tölublað

Eintak - 26.05.1994, Blaðsíða 12

Eintak - 26.05.1994, Blaðsíða 12
SlGRÚN MAGNÚSDÓTTIR R-lista Árni Sigfússon D-lista Guðrún Ágústsdóttir R-lista Vilhjálmur Þ. Vilhjálmss. D-lista Guðrún Ögmundsdóttir R-lista Inga Jóna Þórðardóttir D-lista Þorbergur Aðalsteinss. D-lista Skoðanakönnun sem Skáís gerði fyrir EINTAK í gærkvöldi R-listinn hefur aftur náð meirihlutanum Miðað við tvær síðustu karmanir sem gerðar voru með fjögurra daga millibili er kosninga- baráttan í Reykjavík algjörlega íjárnum þrátt fyrirað aðeins 12,6 prósent séu enn óákveðnir. Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar sem Skáls gerði fyrir eintak í gærkvöldi hefur Reykjav- íkurlistinn aftur náð forystunni í konsingabaráttunni í Reykjavík. Samkvæmt könnuninni fengi list- inn 52,5 prósent atkvæða ef gengið yrði til kosninga nú. Það fylgi myndi færa honum átta borgarfull- trúa. Sjálfstæðisflokkurinn fengi hins vegar 47,5 prósent atkvæða og sjö menn kjörna. eintak birti könnun á þriðju- daginn sem var gerð á laugardaginn var. Þá var staðan öfug. Sjálfstæðs- menn mældust með 52,6 prósent fylgi og átta menn inni en R-listinn með 47,4 prósent og sjö menn inni í borgarstjórn. í raun sýna þessar kannanir að það er nánast enginn munur á list- unum tveimur þessa dagana. í báð- um tilfellum eru flokkarnir innan skekkjumarka frá 50 prósentunum. Þetta bendir til þess að þá tvo daga sem eru fram að kjördegi verði slegist um hvert einasta atkvæði. I könnuninni nú segjast aðeins 12,6 prósent vera óákveðnir á móti 16,3 prósentum á laugardaginn síð- asta. Til samanburðar má geta þess að í upphafí kosningabaráttunnar sögðust 20 til 25 prósent óákveðnir í könnunum Skáls. Niðurstöður könnunarinnar nú eru þær að af þeim sem svöruðu sögðust 40,6 prósent ætla að kjósa R-listann, 36,7 prósent D- listann, 12,6 prósent sögðust óákveðnir, 7,3 prósent neituðu að svara en 2,8 prósent sögðust alls ekki ætla að kjósa, eða skila auðu ef þeir á annað borð færu á kjörstað. í könnuninni á laugardaginn sögðust 39,7 prósent af þeim sem svöruðu ætla að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn en 35,8 prósent R- listann. Ef litið er til þess hvernig kosn- ingabaráttan hefur þróast þá fékk Reykjavíkurlistinn 62,3 prósent í könnun sem EINTAK birti í febrú- ar og Sjálfstæðisflokkurinn 37,4 prósent. í kjölfar þessara niður- staðna sagði Markús Örn Antons- son af sér sem borgarstjóri í mars og Árni Sigfússon tók við. Daginn eftir þau stólaskipti lýsti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir því yfir að hún ætlaði að taka áttunda sætið á R- listanum og verða borgarstjóraefni hans. Um kvöldið þennan dag lét eintak gera nýja könnun og niður- Kosningar febrúar ’94 mars ’94 apríl ’94 maí ’94 í maí 1990 Gintak ©1994 R-listinn herðir róðurinn I skoðanakönnun, sem Skáls gerði fyrir EINTAK var spurt um afstöðu manna til framboðslistanna til borgar- stjórnarkosninga í Reykjavík, Reykjavíkurlistans og lista Sjálfstæðisflokksins. Aðeins 2,8% svarenda kváðust ekki myndu kjósa eða skila auðu, en óákveðnir og þeir sem ekki vildu svara voru 19,9%. Til hægri sést hlutfall þeirra, sem afstöðú tóku. Öryggismörk eru 3,9%, svo óhætt er að segja að mikil tvísýna sé um úrslit kosninga. Úrtakið var 800 manns og var könnunin gerð í síma miðviku daginn 25. maí. ©INTAK 01994 staða hennar varð sú að Sjálfstæðis- flokkurinn hafði heldur rétt úr kútnum. Hann fékk þá 45,2 prósent fylgi á móti 54,8 prósent fylgi R-list- ans. Næsta könnun var gerð í lok apríl. Þá hafði R-listinn aukið for- skot sitt lítillega, var kominn með 56,2 prósent fylgi á móti 43,8 pró- sent fylgi sjálfstæðismanna. Kosningabaráttan fór síðan á fulla ferð fyrir tveimur vikum. Á laugardaginn var gerði Skáís aðra könnun fyrir EINTAK og sýndi sú könnun að Sjálfstæðisflokkurinn hafði unnið verulega á í upphafinu að endaspretti baráttunnar. Hann mældist með meirihluta í fyrsta skipti í könnun fyrir þessar kosn- ingar með 52,6 prósenta fylgi gegn 47,4 prósenta fylgi R-listans. Og nú hefur dæmið snúist við. R-listinn er með 52,5 prósenta fylgi og sjálf- stæðismenn 47,5 prósent. Af þessum niðurstöðum og nið- urstöðum laugardagskönnunar- innar má sjá að úrslit kosninganna á laugardaginn liggja síður en svo ljós fyrir. Fólk er að gera upp hug sinn þessa dagana. Á sama tíma og kosningabarátta listanna tveggja er í algleymingi. O Þorbergur Aðalsteinsson D-lista Munurinn er vart marktækur „Það er ljóst að munurinn er það lítili að hann er vart marktækur,“ segir Þorbergur Aðalsteinsson, sem er í baráttusætinu á lista Sjálfstæðisflokksins, því áttunda. „Enn er tiltölulega stór hópur óákveðinn og bafáttan þessa síðustu daga fyrir kosningar snýst um að ná óákveðna fylginu. Við munum halda áfram að vinna okkar heimavinnu og berjumst ótrauð áfram fram á kjördag.“ 1 síðustu könnun okkar, sem birt var á þriðjudaginn, varstu inni en nú ertu úti. Verðurðu inni eftir kosningar? „Já, ég hef vonað það og hef trú á því.“ Þorbergur verður staddur í Portúgal á kosningadag- inn með landsliðinu í handknattleik. „Það er spurning hvort ég verði í símasambandi heim og svo er hug- myndin að útvega stuttbylgjuútvarp. Það eru fleiri en ég spenntir að fýlgjast með kosningunum því að Siggi Sveins er á listanum hjá okkur og Gunnar Bein- teinsson á lista flokksins í Hafnarfirði.“0 Sigrún Magnúsdóttir R-lista Tvísýnar kosningar framundan „Þessar niðurstöður sýna að það er mjótt á munun- um og tvísýnar kosningar framundan," segir Sigrún Magnúsdóttir, oddviti Reykjavíkurlistans. „Mér sýn- ist niðurstöðurnar einnig benda til þess að við sækjum aukið fylgi til þeirra sem áður voru óákveðnir. Við finnum fyrir gífurlegri stemmningu hvar sem við kom- um, á vinnustaðafundum og annars staðar. Við höfum alltaf verið bjartsýn, en hóflega þó, því við vitum að við eigum við mikið ofurefli að etja þar sem peningama- skína Sjálfstæðisflokksins er. Það batterí heftir spýtt út ótrúlegu auglýsingaflæði og óhróðri síðustu daga.“ Hvað heldurþú að ráði úrslitum á endasprettinum? „Það sem rœður úrslitum er að við höfum Ingibjörgu Sólrúnu í baráttusæti okkar. Hún vogar öllu, en Sjálf- stæðisflokkurinn leggur ekkert undir þótt þeir hafi hent Markúsi Erni út. Borgarbúar sjá að Ingibjörg er í baráttunni og fólk vill fá hana inn.“Ó 12 FIMMTUDAGUR 26. MAÍ1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.