Eintak

Tölublað

Eintak - 26.05.1994, Blaðsíða 35

Eintak - 26.05.1994, Blaðsíða 35
ATU SPAIR Fjórir leikir verða i 1. deildinni í kvöld. Henni lýkur siðan annað kvöld með stórleik í Laugar- dalnum. Atli Eðvaldsson spá- ir hér fyrir um úrslit leikjanna. Stjarnan - KR 0:2 „Eg er KR-ingur, held tneð KR og vona að KR verði meistarar.“ FH - Þór1:0 „FH-ingarnir eru hœttir að koma mattni á óvart. Eftir jafnteflið á Skaganum koma þeir feiknasterkir heim.“ ÍBV - Valur 0:0 „Valsmenn eru reynslumeiri en bar- áttan og heimavöllur Eyjamanna fleytirþeim langt. “ ÍBK - UBK 1:0 „Keflvíkingar verða að vinna efþeir œtla sér eitthvað í toppana. Blikarn- ir eru ekki búnir aðjafna sig eftir KR leikinn, hvorki uppi í hausnum né í kroppnutn." Fram - ÍA 1:3 „Einföld ástœða. Skagatnenn eru fúlir yfitr jafntelinu á móti FH. Svo vinna KR-ingar Stjörnuna ogþjóta fratn úrSkaganum efþeir vinna ekki. Því tniðurfyrir Framtnara verða Skagatnenn of grimtnir." Kvenna- landsliðið Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu tilkynnti í gær hópinn sem á að etja kappi við landslið Grikkja í Evrópukeppni kvennalandsliða á sunnudaginn. Leikurinn er líklega einn sá mik- ilvægasti sem landsliðið hefur spil- að. Eftir frábæra byrjun í keppn- inni, þar liðið vann sigur á Hol- lendingum, eigum við ágæta möguleika á að komast upp úr okk- ar riðli og í átta liða úrslit. Liðið er þannig skipað að mark- verðir eru þær Sigríður Pálsdótt- ir, KR og Sigríður Sophusdóttir UBK. Aðrir leikmenn eru Vanda Sigurgeirsdóttir, Margrét Ólafs- dóttir, Ásta B. Gunnlaugsdóttir og Sigrún Óttarsdóttir úr UBK. Úr KR koma þær Ásthildur Helgadóttir, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, Guð- laug Jónsdóttir og Helena Ólafs- dóttir, Bryndís Valsdóttir og Guð- rún Sæmundsdóttir koma úr Val, Auður Skúladóttir og Ragna Lóa Stefánsdóttir úr Stjörnunni og þær Laufey Sigurðardóttir og Magnea Guðlaugsdóttir koma frá lA. Ástæða er til að hvetja fólk til að fjölmenna á Laugardalsvöllinn á sunnudaginn kl. 20:00. Það kostar 500 krónur inn en frítt er fyrir sex- tán ára og yngri. © Mikið að gerast í fótboltanum í kvöld Spáð í leiki annarrar umferðar fýrstu deildar karla. Mikið verður um að vera á knatt- spyrnuvöllum landsins í kvöld því þá fara fram fjórir leikir í annarri umferð íyrstu deildar karla í knatt- spyrnu. 1 Garðabæ taka heimamenn í Stjörnunni á móti KR. Stjörnu- menn eru nú komnir á nýjan leik í slaginn í fyrstu deild eftir tveggja ára fjarveru. Liðið varð í öðru sæti í annarri deild í fyrra og kemur nú til leiks með nokkuð breytt lið því margir nýir og sterkir leikmenn bættust í hópinn fyrir þetta keppn- istímabil. Eftir frammistöðu KR- inga í fyrsta leiknum að dæma virð- ast þeir vera í feikna formi en þá burstuðu þeir Breiðablik sem eru hinir nýliðarnir í fýrstu deildinni í ár. Stjörnumenn verða örugglega ekki eins auðveldir viðfangs en ýmsir hafa spáð því að Stjarnan verði spútniklið sumarsins. Nágrannar Stjörnunnar í FH mæta á heimavelíi sínum í Hafnar- firði, Þór frá Akureyri. FH gerði jafntefli í baráttuleik við Islands- meistara lA uppi á Skaga í fyrstu umferð og virðast til alls líklegir í sumar. Þórsarar gerðu líka jafntefli, en við öllu slakari lið, eða IBV sem er spáð falli í aðra deild, en þeir verða líklega með Guðmund Benediktsson löglegan í leiknum. Eyjamönnum hefur reyndar ver- ið spáð falli undanfarin ár en alltaf tekist að bjarga sér á síðustu stundu. Það er spurning hvort það muni takast í ár en liðið hefur misst rnarga leikmenn frá því í fyrra. Markvörðurinn, Friðrik Friðriks- son, var þó um kyrrt og mun mik- ið á honum mæða í sumar. Eyja- menn fá Val í heimsókn í kvöld. Valsarar eru með frískan hóp leik- manna og ef liðinu tekst að stilla sig saman kemur það sterklega til greina í baráttunni um titilinn. Það eru þó slæmar fréttir fyrir Val að hinn snjalii miðvallarleikmaður, Ágúst Gylfason, kemur ekki frá Sviss fýrr en í byrjun júlí þegar sjö umíerðum er lokið. Breiðabliksmenn unnu aðra deildina í fyrra og styrktu leik- mannahóp sinn fyrir átökin í ár. Liðið tapaði hins vegar mjög illa í fýrsta leik sumarsins og það er ljóst að Ingi Björn Albertsson þarf að taka varnarleik liðsins til endur- skoðunar fyrir leikinn í kvöld gegn IBK í Keflavík. Keflvíkingar eru með sterkt sóknarlið og það þýðir ekkert fýrir varnarmenn Blika að vera á hælunum eins og þeir voru í síðari hálfleik í leiknum við KR. Annað kvöld er síðan lokaleikur annarrar umferðar þegar Fram og ÍA mætast á Laugardalsvelli. Þegar liðin mættust í Laugardalnum í fýrra sigraði Fram 4-2 og var það eina tap meistaranna allt keppnis- tímabilið. Þessi lið gerðu jafntefli í síðari leik þeirra þannig að Fram hefur tölfræðina með sér fyrir leik- inn á morgun. Fram mætir hins vegar með mikið breytt lið frá því í fyrra. Hópurinn samanstendur af ungum og efnilegum leikmönnum en það verður erfitt fýrir þá að eiga við reynslumikið lið Skagamanna. Miðvallarspilið hefur verið höfuð- verkur Fram í leikjum vorsins og Gauti Laxdal og félagar hans á miðjunni verða að standa sig vel ef þeir ætla að eiga einhvern séns í Sigurð Jónsson og hans menn á miðjunni hjá ÍA. © Yngsti dómarinn í fyrstu deild dæmir sinn fyrsta leik í kvöld Heflagtaltt mht Uf íþetta Kristinn Jakobsson ernýjasti 1. deildar dómari ís- lendinga. Hann ermeð yngstu mönnum sem dæmt hafa í deildinni og frami hans þykir hafa verið skjótur. Ofskjótur finnst sumum, sem segja KR standa á bak við þetta, en Kristinn dæmir fyrir KR. Hvað segir hann sjálfur? Kristinn Jakobsson „Auðvitað hefur maður heyrt að KR-ingar hafi lagt þunga áherslu á að eiga dómara i fyrstu deild en það vilja jú öll Er þetta pólítík? „Það er ekki pólitík í þessu að mér vitandi. Menn hafa ekki komið til mín og boðið mér gull og græna skóga fýrir að konra og dæma fýrir þá, enda held ég að þá myndi nú snarlega fjölga í dómarastéttinni." Afhverju dómari? „Líklega vegna ólæknandi knatt- spyrnuáhuga og auðvitað fyrst til að komast frítt inn á leikina. Það var mesta ástæðan fyrir því að mað- ur hóf sig í þetta en síðan þegar dómgæslan byrjaði hjá manni fyrir alvöru fór áhuginn að kvikna." Kristinn er aðeins 24 ára gamall og þykir afar unglegur að sjá. Hann starfar í Kjötbankanum í Hafnar- firði og byrjaði að dæma fyrir IK. „Þegar ÍK fór í þrot var ekkert um annað að ræða en að skrá sig sem dómara í einhvern annan klúbb. Ég þekkti til KR, spurði þáverandi framkvæmdastjóra, Geir Þor- steinsson, hvort eitthvað pláss væri fýrir mig og hann sagði ein- faldlega að allir dómarar væru vel- komnir til KR og alltaf væri þörf á starfskröftum. Þannig að ég fór til KR. Þegar ég var tiltölulega nýbyrjað- ur í dómgæslunni var ég fenginn til að dæma æfingaieik Vals og lA á gervigrasinu í Laugardalnum. Ég var heppinn og stóð mig ágætlega í leiknum og fékk fleiri verkefni upp frá því og menn, sem maður bar mikla virðingu fyrir hvöttu mann óspjrt áfram." Ett þetta er afar skjótur fratni. „Það er alveg rétt. En ég verð að Þórsarar bíða eftir Ekeren Þórsarinn, Guðmundur Benediktsson, er ekki enn orðinn löglegur liði félagsins í fyrstu deildinni. Guðmundur, sem síðustu þrjú ár hefur verið á samning hjá Ekeren í Belgíu, hefur ekki enn fengið staðfestingu að utan um að félagaskiptin hafi farið fram og þess vegna situr allt fast. Ekeren á enn eftir að greiða Þór eitthvað af kaupverðinu fyrir Guðmund á sínum tíma og Sigurður Lárusson, þjálfari liðsins segir að það sé ekki þeirra stíll ytra að flýta sér í svona málum. „Vonandi leysist þetta fljótlega, Gummi er í fínu formi og vill bara fá að spila." © freistast til að telja að frammistaða mín eigi stóran hlut að máli. Þú verður að athuga það að síðan ég fór út í þetta hefur fátt annað kom- ist að hjá mér. Konan mín hefur meira að segja orðið undir í barátt- unni um tímann, og ég hef gefið mig allan í þetta. Til marks um það var ég með nokkuð yfir tvö hundr- uð dómarastörf á síðustu tveimur árum, og ég held að ég hafi aldrei nokkurn tímann neitað beiðni frá KSÍ um að dæma, jafnvel þótt fyrir- varinn hafi oít ekki verið mikill. Auðvitað hefur maður oft spurt sig hvern fjandann maður sé að þvælast í þessu. Þetta gerist kannski þegar maður hefur fengið fúkyrða- flaum yfir sig frá einhverju fólki sem maður hefur aldrei hitt eða heyrt um fyrr. En dómarar eru nauðsynlegur hluti umgjarðarinn- ar, enginn leikur fer fram án dóm- ara, og þess vegna er fólki oft fljótt runnin bræðin. Sumt fólk sem í daglega lífinu er afar dagfarsprútt og kurteist hreinlega umturnast inni á vellinum eða í námunda við hann og tilfmningarnar taka öll völd. En þetta sama fólk er síðan fyrst til að koma eftir leik og taka í hendina á manni og biðjast afsök- unar. Þetta er bara hluti af leikn- um.“ Hvernig eru viðhorfin til dómara? „Þau eru ágæt í dag og hafa verið að breytast mikið til batnaðar. KSl hefur tekið að sér umsjón með dómaramálum fyrir félögin og nú er séð um þessi mál á myndarlegan hátt. Þá er einnig eins og fólk sé farið að velta meira íýrir sér reglunum og því hvernig ákvörðunum dómara er farið. Þetta eru auðvitað ekki einhverjar geðþóttaákvarðanir dómarans og fara ekki eftir því hvort hann fékk te eða kaffi í hálf- leik. Við förum eftir reglum og þótt einn og einn kallari segi annað brosir maður bara að því. Það eru uppi hugmyndir núna um að taka upp einhvers konar hæfileikamótun í dómaramálunum eins og sjálfum fótboltanum. Það er einmitt mjög mikilvægt að byrja strax að leiðbeina dómurum um reglur leiksins og hvaða aðferðir eru bestar. I raun var því þannig farið með mig að fyrsta alvöru kennslan sem ég fékk var þegar ég tók landsdómaraprófið árið 1991 og fór í c-flokk. Annað hafði maður auðvitað frá mætum félögum eins og Agli Má Markússyni og Ara Þórðar sem voru með mér á þess- um tíma í dómarafélagi Kópavogs. Ég vii ekki trúa því að KR hafi átt nokkurn þátt í mínum ferli sem dómari. Áuðvitað hefur maður heyrt að KR-ingar hafi lagt þunga áherslu á að eiga dómara í fyrstu deild en það vilja jú öll félög. Á sín- um tíma áttu Frammarar fimm dómara af tólf í deildinni og þá sögðu þeir að það væri hart að bestu dómararnir gætu aldrei dæmt leiki þeirra." Hver erframtíðarstefnan íþessum dómaramálwn? „Hún er í stöðugri mótun eins og gefur að skilja. Maður hefur heyrt einhvern ávæning af því að fækka eigi dómurum í 1. deild úr tólf í tíu. Mér fmnst allt í lagi að sýna dóm- urum aðhald, menn fá jú borgað fyrir þetta og þurfa að vera í sama gæðaflokki og leikmennirnir sem þeir eru að dæma á. Hins vegar á ekki að færa menn a milli flokka, einungis breytinganna vegna held- ur að vel íhuguðu máli og með góð- um og gildum rökum. Þetta á sér- staklega við um ef dómarar eru færðir niður um flokka. Þá á það að gerast í rólegheitunum og fýrst eftir að þeim er sagt að eitthvað sé í að- sigi. En aðhaldið er af hinu góða og enginn er hafinn yfir gagnrýni.“ Ogfyrsti leikurinn er í kvöld? „Já, nú er komið að því. Þetta er fyrsti leikurinn sem ég dæmi í deildinni en áður hef ég verið á lín- unni. Keflvíkingar taka á móti Blik- um og þetta verður örugglega hörkuleikur. Ég er auðvitað spenntur en er ákveðinn í að halda haus og gera mitt besta. Ég gæti þess vegna verið settur út af sakra- mentinu eftir tvo slæma leiki og þess vegna verð ég að standa mig. Hins vegar veit ég að menn eru þol- inmóðir, sérstaklega við nýliða og vita að allir geta gert mistök." © Kardaklíja Brýtur af sér í leik gegn KR á mánudaginn. Tveir verða í banni Hajrudin Kardaklíja, mark- vörður Breiðabliks og Tryggvi Guðmundsson, sóknarmaður KR- inga taka út leikbönn í kvöld. Tryggvi tekur út annan leik sinn í þriggja leikja banni sem hann fékk í fyrra, en Kardaklíja markvörður fékk að sjá rauða spjaldið í fyrstu umferðinni á mánudaginn var. © Laugardalsvöllur Reynið ekki að bera nafnið fram I nýjasta hefti breska knatt- spyrnublaðins World Soccer, er at- hyglisverð smágrein um mestu og bestu knattspyrnuleikvanga heims. Ekki kemur beint á óvart að lesa um mikilfengleik Ibroxleikvangsins í Skotlandi og þjóðarleikvang Tyrkja og Israela, en það að minnst skuli vera á Laugardalsvöllinn eina sanna, vekur furðu. Höfundur greinarinnar, Simon Inglis, segir að það minnisstæðasta frá heimsókn sinni á Laugardals- völlinn sé h'reinleiki loftsins, stór- kostlegt landslagið og einfaldleiki sem eigi sér fáa líka. Völlurinn, sem var tekinn í notkun árið 1957 sé með einni 3700 manna stúku sem sé nóg fyrir meðalaðsóknina á heimaleiki Fram sem leiki þar heimaleiki sína að staðaldri. Á vell- inum séu einnig þrjú þúsund stæði og um 14.000 manns komist á völl- inn þegar best lætur en það megi ekki í opinberum leikjum. Inglis segir að fín sundlaug sé rétt hjá og einnig höfuðstöðvar íslenska knattspyrnusambandsins. Fyrir söguþyrsta er þess getið að konur hafi þvegið þvotta sína í Laugar- dalnum hér áður fyrr og þess vegna sé nafnið komið, en það hljómi eins og „lather, lather" á ensku og best sé að láta heimamenn um að bera nafnið fram, fyrir aðra sé það ógjörningur, Njótið bara loftsins.© port FIMMTUDAGUR 26. MAI 1994 T? 35

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.