Eintak

Tölublað

Eintak - 26.05.1994, Blaðsíða 30

Eintak - 26.05.1994, Blaðsíða 30
langri göngu. Brottför kl. 10 frá BSf bensínsölu. Miöar í rútunni. SJÓNVARP RIKISSJONVARPIÐ 9.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.20 Hlé 13.00 Fréttir Fjallað verð- ur um kosningaúrslitin og rætt við lormenn stjórnmálallokkanna^H.55 HM í knattspyrnu Endursýning á 9. og 10. þætli. 15.45 Framlarir felast í nýsköpun Seinniþáttur aítveimur um þettaeíni. Endursýning'lbAS Konurnar í Kreml Heimitdarmynd um konur lyrrum ráðamanna Sovétríkjana EndursýningM .15 Ljósbrot 18.00 Táknmálsfréttir 18.10 Ótrúlegt en satt Bandariskur þáttur um furðuieg uppátæki 18.45 Boltaleikur Sænsk mynd um boltaíþróttir víkinga19.00 Trúöur vill hann veröa 19.30 Vistaskipti 20.00 Fréttir og (þróttir 20.35 Veö- ur 20.35 Birtan bak viö fjöllin Mynd um tjós- myndarann Pái Stefánsson að störlum 21.05 Draumalandið Nú erþessi grútleiðinlega þátta- röð hálfnuð 21.55 Ansjósuprinsinn Finnsk mynd um listamanninn Alvar Gulliesen og íyrir- tækið hans BonkBusiness22A0 Evrópu- keppni kvenna í knattspyrnu Valdir kallar úr leik l'slands og Grikklands Irá þvi lyrr um kvöldið 23.20 Dagskrárlok Stöð 2 9.00 Barnaefni 11.25 Úr dýraríkinu 11.40 Krakkarnir viö flóann Framhaldsþáttur lyrirbörn og unglinga 12.00 Popp og kók Pálmi sérþættinum lyrir vatnshöluðs hauss- kúþu iyfirstærð. 13.00 NBA-körfuboltinn 14.00 Trópi-deildin 14.20 Keila Með eindæm- um leiðinlegtsjónvarpsefniH.35 Ernest fer í sumarbúðir Ernest goes to Camp Einafþess- um nælurþunnu gamanmyndum um hraktalla- bálkinn fmes/16.05 Framlag til framfara 17.00 Húsiö á sléttunni 18.00 Kalli kanína 50 ára Síðbúinn almælisþáttur í tilelni 50 ára aí- mælis Bugs Bunny 18.50 Úr dýraríkinu 19.19 19.1919.55 Hercule Poirot 20.55 Kampavíns- Charlie Fyrri hluti myndar um kampavínskóng 22.30 60 mínútur 23.20 Andlit morðingj- ans Perfect Witness Ungurmaður verður vitni að morði og löggan vill að hann beri vitni en malían vill drepa hann. Stranglega bönnuð börnumOI.OO Dagskrárlok SÝN17 .OOHafnfirsk sjónvarpssyrpa II. Litið er á Hafnarfjarðarbæ og bæjarbúa í fortíð, nútíð og Iramtíð. 17.30 Aö loknum kosningum Forystu- menn llokkanna í lirðinum spá I úrslitin 18.00 Heim á fornar slóðir Pátturmeð heimsfrægum listamönnu'm sem heimsækja löðurland sitt. IVI Y N P L I S T Síðustu helgi opnaði Hrafnhildur Arnardóttir sýningu á myndverkum sínum í Gallerí Greip. Verkin eru unnin á striga með blýanti, lími og tleiru. Sýningin stendur aðeins til 1. maí. Vilhjálmur G. Vilhjálmsson sýnir myndverk sín í Perlunni undir yfirskriftinni Áhrif. Hann sýnir bæði olíuverk og vatnslitamyndir. FYRIR ÓÁNÆGÐA Það eru til margs konar kosn- ingakerfi önnur en þau sem flokkarnir koma sér saman um til að halda völdum. Eitt er eftir Valgarð Guðjónsson, kerf- isfræðing og fyrr- um söngvara Fræb- blana. Það kerfi er sérstaklega óánægju- fylgisvænt. Valgarð vill skera niður fjölda þingmanna í fimm- tíu. Og i ofanálag gerir hann ráð fyrir að auðu atkvæðin verði jafn rétthá og önnur. Ef auðu seðlarnir eru nógu margir þá geta þeir unnið einn þing- mann — það er komið honum út af þingi og þá mun auður stóll standa fyrir vilja þessara kjósenda. Þessi hugmynd er svo góð að hún krefst þess að um hana verði stofnað félag. Gallinn er sá að hinir óánægðu mundu sjálfsagt illa tolla sam- an 7 því félagi. Drottning hljóðfœmnna Víóla d’amore eða ástarvíólan var drottning hljóðfæranna í Mið-Evrópu á 18. öld. Hún átti marga aðdáendur og meðal þeirra sem sömdu verk ætluð henni voru Telemann og Vivaldi. Framan á hljóðfærinu er útskorið kvenmanns- höfuð sem ýmist var haít með bundið fýrir augun eða með augun lokuð til tákns um að ástin sé blind. Stundum var jafnvel ástarguðinn sjálfur, Amor, hafður í stað höfuðsins. Ástarvíólan er sjö strengja hljóðfæri með sjö samklingjandi strengjum og er spilað á það með boga. Hljómur þeirra hefur yfir sér afar sætan blæ og því er víólan tengd ástinni. Fleiri hljóðfæri voru tengd þeirri göfugu tilfinningu og einnig eru til óbó d’amore og flauta d’amore. En ástarviólan er bundin einni tóntegund og þegar tónlistarstíllinn breyttist þótti hún ekki henta lengur. Állt þetta og miklu meira veit Svava Bernharðs- dóttir um ástarvíóluna. Hún leikur á hana í Norræna húsinu í kvöld og er það í fyrsta sinn sem slíkir tónleik- ar eru haldnir hér á landi. „Ég lærði á söguleg hljóðfæri í Sviss í nokkur ár og meðal annars á gömbu og miðalda-fiðlu. Ég hef alltaf haft sérstaklega gaman af barokktónlist,“ segir Svava. Hún hefur stundað tónlistarnám á íslandi, Eþíópíu, Hollandi og í Bandaríkjunum þar sem hún lauk dokt- orsprófi í víóluleik frá Gulliard-tónlistarskólanum. Svava hlaut í. verðlaun í víólukeppni skólans árið 1986. Nú leikur hún á víólu með Sinfóníuhljómsveit íslands. „En ég spila á ástarvíólu þegar tækfifæri gefst. Með Skálholtshátíðinni hefur myndast hefð fýrir því að leik- ið sé á barokkhljóðfæri hér á landi,“ segir Svava. Með henni á tónleikunum í Norræna húsinu leikur semballeikarinn Elín Guðmundsdóttir og óbóleikar- inn Matej Sarc. Verkin sem þau leika eru eftir Mi- landre, Benda, Petzold og áðurnefndan Telemann. O ÆSKAN 0 G LANDID EFTIR ÞORVALD ÞORSTEINSSON Mvnd 19: Vélmenni Sýning Sigurðar Guðmundssonar opnará kaffihúsinu Sðlon íslandus við Bankastræti á laugardaginn. Sýningin er hluti al Listahátið í Reykjavík. Sýning Helga Þorgils opnar í Listasafni ASf á laugardaginn með tilheyrandi pompi og prakt. Jens Urup sýnir í Gallerí Borg. Þetta er síðasta sýningarhelgi. Helga Björnsdóttir sýnir leirverk Hjá þeim. Sýningin stendur til 11. júní. Hin þýska Simone Stoll og hinn franski Her- ve Hahon sýna í Portinu í Haínarfiröi. Málverk og skúlptúrar skreyta sali. f Nýlistasafninu sýnir Haraldur Jönsson í neðri sal og Sonný Þorbjörnsdóttir í þeim efri. Sýning Haraldar ber yfirskriftina Umhverf- isáhrif og eru verkin unnin f ýmis efni úr borg- arlandslaginu. Sonný sýnir Ijósmyndir, teikn- ingar og skúlptúr. Síðasta sýningarhelgi Hlífar Ásgrímsdótturá vatnslitamyndum í Stöðlakoti. í Sneglu á Klapparstíg hefur verið opnuð sýning á slæðum. Þær eru handmálaðar og þrykktar á silki. Slæðurnar eru eftir sex listakonur og eru þar á meðal þær Björk Magnúsdóttir, Ingi- ríður Óðinsdóttir og Hrafnhildur Sigurð- ardóttir Islensk samtímalist heitir sýningin á Kjarvals- stöðum og eru það skúlptúrar sem eru í brenni- depli. Skellið ykkur fyrir alla muni í bænaklef- ann hans Steingríms. Auk hans sýna meðal annarra þau Steinunn Þórarinsdðttir, Rúrí, Finnbogi Pétursson og Haraldur Jónsson f Ásmundarsal stendur yfir samsýning Ás- mundar Sveinssonar og Kristins E. Hrafnssonar. Þeir félagar vinna báöir mikið með náttúruna. Yfirskrift sýningarinnar er „Hér getur alltgerst." Listamaöurinn Guttormur Jónsson sýnir höggmyndir í Gallerí Úmbru. Guðrún Marinósdóttir sýnir þrívíð skúlptúr- verk f kjallara Norræna hússins. Islensk listahátíð í London Menningartogari siglir upp Thames íslenska listahátíðin 50 Northern Light Years hefst í London í dag en hún er helguð 50 ára afmæli lýð- veldisins. Það er Jakob Magnús- son, menningarfulltrúi þjóðarinnar hjá Engilsöxum, sem á veg og vanda af uppátækinu. Hátíðin hefst með því að Björk Guðmundsdóttir, söngkona, opn- ar sýningu á verkum sex myndlist- arkvenna í Barbian Course Galleries en síðan rekur hver menningarvið- burðurinn annan út júní. Hinn 1. júní hefst sýningin „I út- legð“ en þar verða verk 17 ungra myndlistarmanna, sem flestir búa erlendis, til sýnis. Daginn eftir mun „Islenski kórinn“ hefja söngferðalag um Bretlandseyjar en Helgi Ág- ústsson, sendiherra, er mikill áhugamaður um kórsöng eins og kunnugt er. Laugardaginn 5. júní heldur Sigríður Edda Magnús- dóttir einsöngstónleika en auk þess verður boðið upp á margt fleira fyrstu tvær vikur hátíðarinnar. Frumlegasti viðburður þessarar menningarveislu er sennilega koma togarans Leifs Eiríkssonar til Lond- on 9. júní en þá mun hann sigla upp Thames ána. Á meðan á siglingunni stendur verður tónlistarflutningur á þilfari skipsins til að vekja sem mesta at- hygli á þessu óvenjulega uppátæki. Togarinn mun leggja landfestar við Butlers Warf en um borð í honum verða höfúðstöðvar útvarpsstöðvar- innar Radio Reykjavík sem mun út- varpa samfelldri dagskrá daglega frá hádegi til miðnættis fram til 26. júní. Togaranum hefúr verið breytt í fljótandi listasafn og stað fýrir tón- listarflutning. Ráðgert er að bjóða einnig upp á kvikmyndasýningar og aðra listviðburði um borð í togar- anum allt til loka hátíðarinnar. EINTAK lláði tali af Jakobi Magnússyni á Hótel Borg í vik- unni. Er ekki mikil vinna sem liggur að baki þessari hútíð? „Jú það má segja að ófáir kluldeutímarnir hafi farið í hana. Það hefur lítið ver- ið um frí hjá mér undanfarið og ég hef oft unnið fram eftir nóttu. Það hafa nokkrir sjálfboðaliðar einnig lagt hönd á plóginn og aðstoðað í sambandi við undirbúninginn fyrir útvarpsreksturinn, bréfasamskipti og fleira.“ Hver er heildarkostnaðurinn við framkvcemdina? „Hann er svona þrjár og hálf milljón króna með öllu. Svo hef ég náttúrlega fengið fjölmarga einka- aðila til að styðja framtakið." Hvaða togari er þetta? „Þetta er togari sem er verið að breyta núna í ævintýra- og listaskip sém á að gera út frá íslandi í skoð- ana- og ævintýraferðir. Ferðir til að skoða hvali og ferðir til Grænlands og fleira. íslenska fýrirtækið sem rekur hann hefur starfssemi sína með þessu móti, en það verður mikið um sérstakar uppákomur um borð auk þess sem rekin verður út- varpsstöð í honum. Bong og Bubbl- eflies munu halda uppi hljóðfæra- slætti á meðan siglt verður upp Thames og fjölmargir aðrir tónlist- armenn munu láta til sín taka í kjölfarið. Þegar útvarpsstöðin verð- ur vígð mun kirkjukór Dalvíkur syngja þjóðsönginn." Þú hefur ekki getaðfengið Björk til að taka lagið? „Hún verður stödd á Ítalíu þegar þetta verður en hún mun opna list- sýningu á hátíðinni auk þess að vera með dagskrárgerð fyrir Radio Reykjavík.“ Hvernig undirtektir fékk hug- myndin um togarann hjá íslenskum ráðamönnum? „Mjög góðar. Það hafa allir verið hrifnir af þessari hugmynd. Við eig- um auðvitað að taka þessi kvóta- lausu skip okkar og gera eitthvað.úr þeim, veitingastaði, hótel eða eitt- hvað í þeim dúr. Ef ég ætti hval- veiðibátana sem bundnir eru við höfn í Reykjavík þá mundi ég breyta þeim í fyrsta flokks hótel og veitingahús.“ Áttu von á að þettaframtak eigi eftir að vekja mikla athygli? „Það er þegar farið að gera það. Við höfum fengið umfjöllun í blöð- um eins og Sunday Times, Guardi- an, Independant og Time Out og við vitum þegar um nokkrar sjón- varpsstöðvar sem munu skýra frá þessu. Ein ástæðan fyrir að þessi leið er farin er að hún hefur ýmsa innbyggða kynningarmöguleika sem er sjálfgefið að verður fjallað um. Og að vera með útvarpsstöð sem boðar fagnaðarerindið um Is- land getur ekki verið annað en til góða.“ Hvað finnstþér utn þá stefnu stjórnvalda að dusta rykið aflista- mönnurn við hátíðleg tcekifœri til að reyna að efla útflutning á íslenskum vörum og ferðaþjónustu, ett halda þeim í jjársvelti þess á milli? „Ég vildi að sjálfsögðu óska þess að betur væri gert við íslenska lista- menn. Ef ég mætti ráða yrði mótuð markvissari stefna í þeim málum, bæði hvernig þeim er gert kleift að starfa innan lands og hvernig afurð'- um þeirra er komið á framfæri er- lendis. Það er vinna sem á eftir að vinna og ég held að verði ekki beðið með það mikið lengur. Það er heildarstefnumótun sem þarf að eiga sér stað og ég mundi vilja láta samhæfa hana undir útflutnings-, ferðamála- og menningar kynning- arráði. Það hlýtur að vera framtíðin fyrir þjóð sem er ekki stærri en við.“ © Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttír heldur sýningu á pastelmyndum í Gallerí Fold. Listamannahópurinn Gruppe 5 sýnir í Hafnar- borg. Hann skipa þeir Hákon Bleken, Ramon Isern, Halvdan Ljosne, Lars Tiller og Ro- ar Wold. Sýningin er framlag Noregs til lýð- veldisafmælisins og stendur út þennan mánuð. Anton Einarsson sýnir enn ansi litríkar mynd- ir á Veitingastaðnum 22 á Laugavegi. Hannes Lárusson er með sýningu í Gerðu- bergi. Þar þekur hann veggina áletruðum próffl- um heldur en ekkert. Þetta er síðasta sýningar- helgi. Verk Þóreyjar Magnúsdóttur hanga uppi i Gallerí Sævars Karls að Bankastræti 9. Æja, eins og hún er kölluð, sýnir skúlptúra unna í leir, járn, stein, rekavið og gips sem málaðir eru með jarpiktmentlitum. Æja málar meðal annars Ijótleika í andlitum þess fólks sem hún rekst á. Þetta er sölusýning. Listasafn Háskóla fslands er með sýningu á nýjum verkum f eigu safnsins á öllum hæðum í Odda. Á Mokka stendur yfir sýning á verkum krakka úr Hlíðaskóla. Björgvin Björgvinsson mynd- menntakennari hafði umsjón með herlegheitun- um. 30 FIMMTUDAGUR 26. MAÍ1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.