Eintak

Tölublað

Eintak - 26.05.1994, Blaðsíða 36

Eintak - 26.05.1994, Blaðsíða 36
Arni og Ingi- björg skipt- ast bara á að vera ofan á. Já, en það eina íem skiptir máli er hvort verður ofan á á kosninganótt- ina. Ieðal yngri stuðn- ingsmanna R- listans eru marg- ir sem hlutu eldskírn sina í pólitík hjá Röskvu, fé- lagi vinstri manna í Há- skólanum, en margir þeirra fylgja vafalaust STEINUNNI V. ÓSKARS- dóttur, fyrrverandi oddvita Röskvu. Innan Háskólans mun hins vegar vera nokkur kurr með stuðning þeirra, sem nú ráða ríkjum í Röskvu, við R-listann. i blaðinu Vorið í Reykjavlk, sem Skúli Helgason, fyrrverandi áhrifamaður í Röskvu rit- stýrði fyrir R-listann, eru ekki margar auglýsingar, en þar er þó að finna heilsíðuauglýsingu frá Háskóla- bíói, þar sem Röskvumaðurinn Einar Logi Vignisson hefur nokkur ítök, og baksíðuaug- lýsingin er frá Ferðaskrifstofu stúdenta, sem er í eigu Fé- lagsstofnunar, þar sem Röskvumaðurinn Berhard Petersen ræðurferðinni... Jón Baldvin Hannibals- son, formaður Alþýðu- flokksins, hefur sent öll- um alþýðuflokksmönnum í borginni bréf þess efnis að skora á þá að kjósa R-list- ann. í bréfinu kemur fram að nú sé besta tæki- færið sem gefist hefur lengi tii að velta Reykja- víkuríhaldinu úr sessi... Árni Samúelsson seldi Ingimundi í Heklu bréfin sín í Stöð 2 „Oddastaðan var upp á mín bréf“ Harður eltingaleikur um hlutabréf Islenska útvarpsfélagsins Eins og kunnugt er af fréttum hefur verið mikil eftirspurn undan- farna viku eftir hlutabréfum ís- lenska útvarpsfélagsins sem rekur Stöð 2, Bylgjuna og Sýn. Síðastlið- inn föstudag keypti óþekktur aðili bréf fyrir 52 milljónir króna og í fyrradag skiptu hlutabréf að nafn- verði 16 milljónir króna, eða um það bil 46 milljónir að söluvirði, um eigendur. Baráttan um hluta- bréfin hélt síðan áfram í gær og heildarupphæð þessara viðskipta er nú áætluð um 130 milljónir króna þ a ð r y r 1 Það vona ég að kosninganóttin verði eins og þessi vika. Að ingi- björg og Þorbergur verði inni og úti til skiptis. Heist þannig að við fáum sjö, átta viðtöl við hvort um hvernig erað vera í borgarstjórn og hvernig ekki. Hver endanleg niðurstaða verður skiptir engu máli. Borgin stjórnar sér sjálf. Auk þess er enginn munur á þessum framboðum tveimur. Svo lítill að neytendur, skattgreiðend- ur og kjósendur ættu að taka sig saman og krefjast aukins vöruúr- vals í kosningum. Eða í það minnsta fá að kjósa um hunda- hald, opnunartíma veitingahúsa eða einhvern fjárann með til að dunda sér við í kjörklefanum. Úr því það er ekki hægt er þó best að reyna að hafa sem mest gam- an af kosninganóttunni. Eins og það hefur mátt hafa gaman af kosningabaráttunni. Deilunni um hvortAlfreð væri í boði, kærun- um út af nöfnunum og hangsinu í kjörklefunum og svo framvegis. Þeir sem hafa ætlað að fá ein- hverja pólitíska hugsun út úr þessum kosningum hafa ekki fengið mikið fyrir sinn snúð. Við sem ætlum að hafa gaman höf- um fengið okkar og eigum eftir að fá meira. Lalli Jones AR AUSTURSTRÆTI SÍM117371 hÓRþARHÖFPA1 SÍMI 676177 Verð kr. 39,90 mínútan og með þeim hafa 8 prósent af heildarhlutafé fyrirtækisins, sem er 548 milljónir að nafnvirði, gengið kaupum og sölum. Þetta er einung- is sá hluti viðskiptanna sem hefur átt sér stað á opna verðbréfamark- aðinum en miklar hræringar hafa einnig átt sér stað bak við tjöldin. Hér eru það miklar fjárhæðir á ferðinni að margir stjórnarmanna Stöðvar 2 óttast að erlendir aðilar séu að reyna að ná völdum innan félagsins. Ekki er heldur loku fyrir það skotið að hér sé áhrifalítill hlut- hafi að reyna að tryggja stöðu sína með fulltingi erlendra fjárfesta. Það er ljóst að stór hluti viðskipt- anna með hlutabréfin eiga sér stað með þeim hætti að verðbréfafyrir- tækin Handsal og Skandía hafa beint samband við hluthafana og gera þeim tilboð í skjóli umbjóð- enda sinna. Þegar stjórnarmenn íslenska út- varpsfélagsins gerðu sér grein fyrir þessum tilfærslum brugðust þeir skjótt við og eltingaleikurinn um hlutabréfín magnaðist um allan hclming. Árni Samúelsson segir að hann hafi ekki haft við að neita tilboðum frá verðbréfafyrirtækjun- um. „Eftir að Skandía og Handsal voru að andskotast í mér í allan gærdag seldi ég félögum mínum í stjórn Stöðvar 2 minn hlut sem var upp á 14 til 15 milljónir að nafn- verði,“ sagði Árni í samtali við EIN- TAK í gærkvöldi. „Oddastaðan var upp á mín bréf og verðbréfafyrir- tækin voru komnir upp í kaup- gengið 3 en ég lét þau ekki. Ég vil ekkert segja um hvort að Ingi- mundur Sigfússon, stjórnarfor- maður íslenska útvarpsfélagsins, hafi boðið betur, en við vorum báðir ánægðir að loknum viðskipt- unum.“ Hvað heldur þú að valdi þessum skynndilega áhuga á hlutabréfun- um? „Þetta er fyrst og fremst spurn- ingin um völd. Það er aldrei neinn arður borgaður út úr félaginu og því spyrja menn sig hvað sé svona spennandi við þetta. Arður verður væntanlega í fyrsta lagi greiddur út 1997-1998 þannig að ég skil ekki þennan áhuga.“ Ingimundur Sigfússon vildi ekki viðurkenna að stjórn Útvarpfélags- ins væri að kaupa hlutabréf í félag- inu og varðist allra frétta. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náði eintak ekki sambandi við Jón Ólafsson hjá Skífunni en þrá- látur orðrómur hefur verið um að hann hafí keypt bréfin til að tryggja stöðu sína innan félagsins. I DV í gær vísaði hann þessum sögusögn- um hins vegar alfarið á bug. Þar voru einnig leiddar líkur að því að lífeyrissjóðir væru meðal kaupenda en heimildamanni EINTAKS úr innsta hring íslenskra verðbréfavið- skipta finnst það hæpin tilgáta. „Það hefur verið vandamál með líf- eyrissjóðina hvað þeir eru ragir við að fjárfesta í hlutabréfum íslenskra fyrirtækja,“ segir hann. „Rekstrar- staða Islenska útvarpsfélagsins undanfarin misseri hefur verið þannig að mér finnst ótrúlegt að sjóðirnir hafi leitað þangað að íjár- festingu." Vitað er að Lífeyrissjóður Aust- urlands seldi um helgina Handsali bréf í íslenska útvarpsfélaginu fyrir 4 milljónir króna, en ekki er vitað um kaup annarra sjóða á bréfúm þess. Reikna má með að hinir nýju kaupendur hlutabréfanna muni til- kynna kaup sín til hluthafaskrár um leið og þeir hafa hug á að nýta áhrif sín innan íslenska útvarpsfé- lagsins en það getur þó hugsanlega dregist í nokkra mánuði. © Inpibjörg Sólrún Gísladóttir: Úrslitin ráðast á næstu tveimur dögum Hvert atkvæði telur, segirÁrni Sigfússon. „Ég reikna með að þetta séu raunhæfari niðurstöður en síðasta könnun Skáís sýndi,“ sagði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóraefni Reykjavíkurlistans þegar niðurstöður skoðanakönnunar Skáfs fyrir EINTAK voru bornar undir hana. Könnunin, sem gerð var í gær, er á þá leið að fylgið við Reykjavíkurlistann mælist 52,5% en Sjálfstæðisflokksins 47,5%. Þetta er nánast viðsnúningur frá könnun Skáís sem birt var hér í blaðinu á þriðjudaginn. „Ég lít á þetta sem nokkurs konar leiðréttingu á þeirri könnun, en ég hafði miklar efasemdir um hana meðal annars vegna ,þess hvenær hún var gerð,“ sagði Ingibjörg Sól- rún ennfremur. „Þetta er líka meira í takt við það sem könnun Félags- vísindastofnunar sýnir. Hins vegar tek ég öllum könnunum með ákveðnum fýrirvara og lít ekki svo á að borgin sé unnin fyrr en upp er staðið að kosningum loknum.“ Hvað heldur þú að komi til með að gera gœfumuninn? „Það er eiginlega ómögulegt að segja. Það getur að hluta til verið tilfinningar fólks eftir þessa sjón- varpsþætti sem eru framundan. Við vitum að þessi einvígi dagana fyrir kjördag geta haft úrslitaáhrif. Það er ljóst að við þurfum hvert einasta atkvæði.“ Árni Sigfússon, borgarstjóri, tók í sama streng, þegar honum voru kynntar niðurstöðurnar. „Það er augljóst að hvert atkvæði skiptir máli og könnunin staðfestir að þetta verða tvísýnustu borgar- stjórnarkosningar sögunnar. Við höfum fundið fýrir fylgisaukningu og hún er öllum augljós. Við von- um að það skili sér með meirihluta okkar þegar upp verður staðið í lok kjördags.“ Hvað telurðu að komi til með að ríða baggamuninn á síðustu dögun- um? „Baráttan snýst áfram um að gera grein fýrir stefnu okkar og kalla eftir þeim ólíku stefnumiðum sem er að baki fjórflokknum."© EINTAK - taktu það tvisvar Frétt 4 Friðrik Þór gekk frá fjármögn- un á þremur bíómyndum 6 Tíunda hver króna tapast í bönkum 6 Subway kemur til íslands 6 Líklegra að Rússar beiti heræfingum í Smugudeilunni en viðskiptaþvingunum 5 Bæjaryfirvöld Hafnarfjarðar beita einstakling fjárþvingun 10 Japanskt fyrirtæki notar „Frá íslandi" á vörum sínum án þess að kaupa hráefni héðan Skoðanakönnun 12 R-listinn vinnur aftur á 21 Árni þykir glæsilegri og fastsæknari en Ingibjörg lýðræðislegri og orðheldnari Greinar 16 Dagbók hungurverkfallsmai 18 Sumar og só 22 Ferðasagan Viðtöl Árni Sigfússon: „Tvísýnustu borgarstjórnar- kosningar sögunnar." 2 Didda með djont í vinstri og írskan tittling í hægri Fólk 2 Kosningahátíðir út um allan bæ 26 Þórhallur hætti í Bubbleflies til að einbeita sér að sólóferlinum Dýrið komið í ný föt Póstkortasamkeppni hleypt af stokkunum 2001 á rúntinn um Evrópu Dauðum dýrum gefið líf 80 Fljótandi útvarpsstöð og menningarmiðstöð siglir upp Thames ána 30 Drottning hljóðfæranna 31 Mary Ann Owen safnar frímerkjum með myndum af fílum og regnhlífum 32 Tími Svölu er kominn 32 Klúbbur Listahátíðar á Sólon íslandus Hver er Steingrímur Karlsson? íbróttir Kvennalandsliðið 35 Yngsti dómarinn í fyrstu deild dæmir sinn fyrsta leik í kvöld Þórsarar biða eftir Ekeren 35 Atli spáir í úrslit leikjanna í kvöld og annað kvöld Krítík Jet Black Joe Material What’s Eating Gilbert Grape „Jet Black Joe eign ovð- ið vel skilið ad spilafyr- ir willjótiir i Dusseldorf ogPntg." Óttarr Proppé i dómi sín- um um alþjóðlegu útgáf- una af „You Ain’t Here“ með Jet Black Joe.

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.