Eintak - 11.08.1994, Side 6
EINTAK
Gefið út af Nokkrum íslendingum hf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Framkvæmdastjóri: Árni Benediktsson
Auglýsingastjóri: Örn ísleifsson
Dreifingarstjóri: Pétur Gíslason
HÖFUNDAR EFNIS í ÞESSU BLAÐI
Alda Lóa Leifsdóttir, Andrés Magnússon,
Björn Ingi Hrafnsson, Björn Malmquist, Bonni, Davíð Alexander,
Gauti Bergþóruson Eggertsson, Glúmur Baldvinsson,
Gerður Kristný, Hallgrímur Helgason, Huldar Breiðfjörð, Jói Dungal,
Jón Óskar Hafsteinsson, Jón Kaldal, Loftur Atli Eiríksson,
Óttarr Proppé, Ragnar Óskarsson, Sigurjón Kjartansson
og Sævar Hreiðarsson.
Setning og umbrot: Nokkrir íslendingar hf.
Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi.
Verð í lausasölu kr. 195.
Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði fyrir tvö blöð í viku.
Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 10 prósenta afslátt.
Sameiningarhug-
myndir án stjórn-
málahugmynda
Niðurstöður skoðanakannana virðast hafa komið stjórnmála-
mönnum í opna skjöldu á undanförnum dögum. Á sunnudag
undruðust stuðningsmenn Jóhönnu Sigurðardóttur hversu lítinn
stuðning hún fékk í Gallup-könnun. Á mánudag undruðust for-
ystumenn annarra flokka hversu margir sögðust geta hugsað sér að
kjósa Jóhönnu í DV-könnun. Sú könnun leiddi meðal annars til
þess að forsætisráðherra blés haustkosningar af. Og í gærkvöld birt-
ist enn ein könnunin sem sýndi að noldcur vilji er meðal almenn-
ings til sameiningar á vinstri kanti stjórnmálanna. í kjölfar þessara
tveggja síðartöldu kannana hafa hugmyndir um slíka sameiningu
farið á flug.
I sjálfu sér er full ástæða til að taka tillit til þessara niðurstaðna.
En það er jafnframt full ástæða til að taka þær með varúð. í fyrsta
lagi má benda á að þegar DV spyr um fylgi við einstaka flokka fær
tilvonandi sérlisti Jóhönnu sáralítið fylgi. Þegar þátttakendur eru
síðan spurðir hvort þeir geti hugsað sér að kjósa slíkan lista þá
kveða rúm 30 prósent þátttakenda já við. Sökum þess hversu veikt
þessi spurning er orðuð má allt eins segja sem svo að tæp 70 pró-
sent landsmanna geti á engan hátt hugsað sér að kjósa Jóhönnu. Og
þegar stór hluti þátttakenda lýsa yfir áhuga á sameiginlegum vinstri
lista þá getur það allt eins borið vott um langþreytu þeirra yfir hin-
um hefðbundnu flokkum. Og menn ættu að varast að draga sama-
semmerld á milli niðurstöðunnar úr könnuninni nú og sambæri-
legri könnun fýrir um ári síðan sem sýndi mikinn vilja til samein-
ingar vinstri flokkanna í Reykjavík. Sú könnun leiddi til þess að
flokkarnir sameinuðust um vinsælt borgarstjóraefni. Ef þingflokk-
arnir sameinast er ekki að búast við því að þeir bjóði fram forsætis-
ráðherraefni. Líldegra er að listarnir verði bræddir saman. Og slík
bræðsla gefur ekki tilefni til að búast við viðlíka árangri og náðist í
Reykjavík.
Á undanförnum árum hafa ný framboð yfirleitt fengið mildð
fýlgi í könnunum fyrst eftir að hugmyndir um þau koma upp. Þeg-
ar fólki hefur síðan verið stillt á lista þessara framboða hefur lyst
kjósenda á þeim minnkað. Á meðan þau eru enn ómótuð er tiltölu-
lega ábyrgðarlaust að lýsa yfir stuðningi við þau. Á sínum tíma fékk
Borgarafloldcurinn vel yfir 20 prósent í fyrstu könnunum eftir að
stofnun hans var boðuð. Sömu sögu er að segja af Bandalagi jafn-
aðarmanna. Bæði þessi framboð náðu hins vegar ekki nema um 8
til 10 prósenta fýlgi. Og það má jafnframt minna á að Kvennalistinn
fór einu sinni yfir 30 prósentin í skoðanakönnun en hefur aldrei
komist yfir 11 prósent í kosningum. Meira að segja Alþýðuflokkur-
inn var risastór flolckur einu sinni — en aðeins í könnunum.
En þrátt fýrir að taka beri kannanir sem gerðar eru þegar enn er
langt til kosninga og engin kosningabarátta í raun hafin, hafa þess-
ar þrjár kannanir haft mikil áhrif á forystumenn stjórnmálaflokk-
anna. Forsætisráðherra las út úr þeim að hann var líklegri til að
tapa haustkosningum en vinna. Þeir forystumenn á vinstri vængn-
um sem lengst hefur dreymt um sameiningu þar hafa tekið þeim
sem sterku vopni í sinni baráttu. Og aðrir forystumenn á þessum
kanti sem hafa hingað til verið tregir í taumi hafa nú ljáð máls á
einhvers konar sameiningu.
Ef til vill væri réttast að taka þeim tíðindum fagnandi. En það er
erfitt þegar ekkert virðist liggja að baki þessum sameiningarhug-
myndum annað en væntingar um kosningasigur og að slíku fram-
boði tældst að koma vænlegu höggi á Sjálfstæðisflokldnn. Elckert í
málflutningi þessara flolcka bendir til að nú sé styttra á milli þeirra
en oftast áður.
í sjálfu sér væri gleðilegt ef vinstri menn hefðu komið auga á þær
lausnir í þjóðfélagsmálum sem þeir gætu sameinast um. En ef þær
lausnir eru einhvers staðar til þá eru þær ekki hafðar í hámælum.
Af ummælum forystumanna vinstri flokkanna má ráða að þeir
stefni á sameiningu nú einfaldlega vegna þess að nú er lag. ©
Ritstjóm og skrifstofur
Vesturgata 2,
101 Reykjavík
sími 1 68 88 og fax 1 68 83.
Stefán Jón Hafstein ráðinn í Ráðhúsið
Stefán naskur á að
skynja umhverfið
segir Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi. Stefán Jón ráðinn tímabundið
til að kanna hvort þörf sé á að ráða aðila til að endurskipuleggja stjórn-
sýslu í Ráðhúsinu. Árni Sigfússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
kallarþetta einkavinavæðingu.
SlGRÚN MAGNÚSDÓTTIR
„Stefán Jón er ekki ráðinn sem fagmaður til að breyta skipulagi
borgarinnar heldur á hann að kanna jarðveginn. Hann var ráðinn
fyrir opnum tjöldum og tilkynnti borgarstjóri um það fyrir hálfum
mánuði."
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri, hefur ráðið Stefán
Jón Hafstein, fyrrverandi dag-
skrárstjóra Rásar 2, til tímabundins
verkefnis í Ráðhúsinu. Að sögn
Sigrúnar Magnúsdóttur, borgar-
fulltrúa, sem situr fyrir svörum í
stað borgarstjóra sem er í leyfi,
mun Stefán Jón fá þann starfa að
gera úttekt á innanbúðarmálum í
Ráðhúsinu, það er, þeim er tengjast
almennri stjórnsýslu og boðskipt-
um milli embættismanna og
stjórnmálamanna. Árni Sigfús-
son, borgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins, hefur gagnrýnt þessa
ráðningu og lagði fram spurningar
varðandi hana á síðasta fundi borg-
arráðs.
Stefán Jón á að skynja andrúms-
loftið, eins og Sigrún orðar það, og
að því loknu ber honum að svara
því hvort þörf sé á að borgarstjórn
ráði sérlegt ráðgjafafýrirtæki til
starfa, með það fyrir augum að
endurskipuleggja stjórnsýsluna.
„Stefán Jón er naskur að skilja
umhverfið. Hann mun spyrja
menn út úr hér innandyra í Ráð-
húsinu og athuga alla starfshætti."
Sigrún segir að ýmsar borgarstofn-
anir hafi nýtt sér aðstoð ráðgjafa-
Árni Sigfússon
„Borgarstjóri hefur ráðið sér
einkastarfsmann og einkavinur
er ráðinn ráðgjafi. Mér skilst að
fleiri ráðgjafar séu á leiðinni til
handa öðrum borgarfulltrúum
R-listans. Það sem ég vil fá að
vita er, hvar endar þetta og
hverjar eru forsendurnar fyrir
slíkum ráðningum?“
Fjárlagagerð
Samkvæmt upplýsingum úr fjár-
málaráðuneytinu búast menn við
tíu til tólf milljarða halla á fjárlög-
um þessa árs. Nú stendur yfir vinna
í ráðuneytunum vegna fjárlaga-
frumvarpsins, sem lagt verður fram
á Alþingi í byrjun október og þau
boð hafa verið látin út ganga frá
fjármálaráðuneytinu, að ríkiskerfið
skuli rifa seglin.
„Ráðuneytin hafa fengið þau
skilaboð að rammi fjárlaganna á
næsta ári verði smærri en í ár,
þannig að það er ljóst að útgjalda-
fyrirtækja eins og Rafmagnsveita
ríkisins og Hitaveitan. Hún segir að
ýmislegt megi bæta varðandi
stjórnsýslu í Ráðhúsinu, til dæmis
sé þar ekki unnið eftir skipuriti.
„Á síðasta ári var komið á fót
stjórnsýslunefnd sem ég hafði með-
al annars barist lengi fyrir að stofn-
uð yrði. Sú nefnd skilaði ekki miklu
en athuganir hennar leiddu þó til
þess að skipuriti borgarendurskoð-
unar var breytt,“ sagði Sigrún.
Minnihluti sjálfstæðismanna
hefur gagnrýnt hvernig staðið hefur
verið að ráðningu Stefán Jóns og
einnig forsendur fyrir ráðningunni.
Árni Sigfússon, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, segir að þeir i
minnihlutanum séu búnir að bíða í
hálfan mánuð eftir upplýsingum
um þessa ráðningu.
Hann segir að borgarstjóri hafi
tilkynnt um þetta í lok borgarráðs-
fundar fyrir tveimur vikum og þá
hafi verið farið fram á nánari upp-
lýsingar. Þær upplýsingar hafi þó
ekki enn verið lagðar fram. Af þess-
um ástæðum segist Árni hafa lagt
fram spurningalista fyrir borgar-
stjóra um forsendur ráðningarinn-
ar.
„Mér sýnist hafa orðið til ný skil-
greining á hugtakinu einkavæð-
ing,“ sagði Árni. „Það var jú sá
hópur sem nú skipar meirihluta í
borgarstjórn sem fann upp hugtak-
ið einkavinavæðing og því ekkert
óeðlilegt að þeirra fyrsta verk sé að
nýta þetta hugtak. Borgarstjóri hef-
ur ráðið sér einkastarfsmann og
einkavinur er ráðinn ráðgjafí. Mér
skilst að fleiri ráðgjafar séu á leið-
inni til handa öðrum borgarfulltrú-
um R-listans. Það sem ég vil fá að
vita er, hvar endar þetta og hverjar
eru forsendurnar fýrir slíkum ráðn-
ingum?
Sigrún Magnúsdóttir segir að
Stefáni sé ekki ætlað að sinna
stjórnsýsluráðgjöf heldur eigi hann
einungis að komast að því hvort
slíkrar ráðgjafar sé þörf. Varðandi
svör Sigrúnar segist Árni telja það
óvenjulegt að ráðinn sé andrúms-
loftsskynjari til starfa hjá borginni.
Hann bendir á að leysa megi at-
vinnuleysisvandann í borginni með
því að fá fleiri af atvinnuleysisskrá
til að taka þátt í sérstöku átaki í að
skynja andrúmsloftið.
Aðspurð hvort ekki sé óvenjulegt
að maður sé ráðinn til starfa til að
lækkun verður allnokkur,“ segir
Halldór Árnason hjá fjárlagaskrif-
stofu fjármálaráðuneytisins. „Sam-
kvæmt fjárlögum þessa árs átti hall-
inn að verða 9.6 milljarðar króna,
en þær upplýsingar sem við höfum
núna benda til þess að hann verði á
bilinu tíu til tólf milljarðar. Mark-
mið næsta árs hljóðar upp á að
halda hallanum neðan við níu
milljarða markið, þannig að all
nokkur niðurskurður verður að
koma til, eigi það markmið að
nást.“
kanna hvort hagkvæmt sé að ráða
nýja aðila, segir Sigrún það mjög
eðíilegt og sjálfsagt að nýir stjórn-
endur athugi hvort gera megi betur
hvað skipulag og stjórnsýslu varð-
ar. „Sjálfstæðismenn, margir hverj-
ir, og embættismenn telja sjálfir að
margt megi betur fara, sérstaklega
að stjórnsýslan megi vera markviss-
ari,“ segir Sigrún.
„Stefán Jón er ekki ráðinn sem
fagmaður til að breyta skipulagi
Samkvæmt spá Þjóðhagsstofn-
unar um efnahagsástandið á næsta
ári, verður hagvöxtur hér á landi
um eitt prósent, þannig að einhver
von er til þess að tekjur ríkisins
hækki af þeim sökum.
„Sú vinna sem nú fer fram í ráðu-
neytunum miðar auðvitað að því að
þau haldi sér innan fjárlaga. Hvert
ráðuneyti er nú búið að fá viðmið-
unarramma fýrir næsta ár og það er
ljóst að til þess að komast inn í
þann ramma, þarf að draga nokkuð
úr útgjöldum,“ segir Halldór. 0
borgarinnar heldur á hann að
kanna jarðveginn. Hann var ráðinn
fyrir opnum tjöldum og tilkynnti
borgarstjóri um það fýrir hálfum
mánuði.
Þessi vinnubrögð tíðkuðust ekki
hjá sjálfstæðismönnum, í tíð Mark-
úsar Arnar var til dæmis Inga Jóna
Þórðardóttir ráðin sem verktaki.
Við í minnihlutanum fréttum ekki
af því fýrr en hálfu ári eftir að hún
lauk störfum.“ ©
Opið svar við
fyrirspurn
Kjartans
Valgarðssonar
Kjartan Valgarðsson skrifaði
bréf í Morgunblaðið í gær eftir
að hafa lent í þeirri reynslu að
blaðamaður EINTAKS sem jafn-
framt er sonur formanns Al-
þýðuflokksins hringdi í hann og
spurði hann um hugsanlegt
sameiginlegt framboð vinstri
manna með Jóhönnu Sigurðar-
dóttur. I lok hugleiðinga hans
ber hann fram tvær spurningar,
annars vegar hvaða reglur gildi
um tengsl blaðamanna við um-
fjöllunarefni sín og hins vegar
hvort eðlilegt geti talist að sonur
formannsins hafi hringt í sig.
Svarið við fyrri spurningunni er:
Engar umfram heilbrigða skyn-
semi. Og við seinni spurning-
unni: Já.
Ritstj.
Stefriir í tíu til tólf
milljarða halla
Búist við all nokkrum niðurskurði á næsta ári
6
FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994