Eintak - 11.08.1994, Blaðsíða 26
ÉQ VEIT PAÐ EKKI
HALLGRIMUR HELGASON
Dótaskápnum.
Ég man allt í einu eftir þessum
heimsviðburði þegar við sitjum á
Kaffibarnum, nokkur óstrekkt and-
lit, og talið beinist að lýtalækning-
um eins og oft vill verða þegar fleiri
en tveir koma saman.
Við erum bara nokkuð ánægð
með ráðahaginn en hörmum þó að
á sínum tíma hafi ekki gengið sam-
an með megastjörnunni og Önnu
Mjöll. Mægðir Jacksonanna og
Gaukanna. Það hefði orðið stærsta
landkynning Islandssögunnar, en
að vísu þýtt miklar fórnir fyrir okk-
ur. Ríkisstjórnin hefði þurft að
leggja fram 140 milljónir dollara í
heimanmund. Það hefði nú samt
verið þess virði. En það hefði samt
aldrei gengið, og alls ekki eftir að
hin íslenska söngkona stal frá hon-
um bassalínu og notaði í síðustu
Eurovision, eins og Dóra Takef-
usa bendir á. Og hún var nú í
nefndinni.
Sem sagt. Presley var það. Ævin-
týrin gerast enn.
Síðan veltum við fyrir okkur
væntanlegum erfmgja þessara
tveggja konungsríkja, hvort hann
verði rokkari eða diskóbolti, hvítur
eða svartur. I ljósi fortíðar föðurins
höllumst við helst að tæknifrjóvg-
un og Húbert Nói er á því að notuð
verði húðfruma úr fingri Michaels
til að tryggja hvitan ávöxt. Þó
læknavísindin séu orðin nokkuð
langt leidd er vísast að sæði Jack-
sons sé ennþá svart.
Mér hefur alltaf verið fremur
hlýtt til Michaels Jacksons, þessa
(kannski full mikla) barnavinar,
sem í raun er eina tótal séníið sem
nú er uppi (og giftingin sannar enn
á ný) og hef ég alltaf reynt að verja
hann í óvinahópi. Á sínum tíma
eyddi ég meðal annars tveimur vik-
um í (enn óbirta) þýðingu á ljóði
hans um Billie Jean. Hér er sýnis-
horn:
Hún var bæði mjög sæt og synd,
(sena úr bíómynd).
Ég meinti vá, en hún meintiþá,
að ég yrði sá
sem byði í dans, sér uppí skans, í
strákafans.
Hún sagði að ég væri sá
er sýndi dans, þann óla skans,
með mestum glans.
Hún bað um eld oghét
Billie Jean
og bauð mér vín.
Þar snerust augu, hver háls
oghaus
oghjarta fraus.
Þeir áttu ei séns, íþetta kvens, til
dæmis Jens.
Billie Jean er ekki mín.
Hún bara segir, éghafi sofíð hjá
sér.
En barnið er ei bólað af mér.
svarta mannsins“, eins og Anna
Mjöll, en ég gerði þó tilraun á sín-
um tíma og hringdi bjöllunni við
heimili hans, sem þá var, í Encino í
San Fernando-dalnum við L.A., en
var fremur fálega tekið af lífverði
meistarans sem hrakti mig í burtu
með klúryrðum í dyrasíma.
-Fuck off!“
-Voff!“ svaraði ég áður en ég
hrökklaðist burt með skottið á milli
lappanna. Ég taldi það mína einu
von: Að bregða mér í dýralíki. En
Mikjáll bjó þá enn í stórhýsi for-
eldra sinna, þeirra Katrínar og
Jóseps, ásamt lamadýrinu Musc-
les og simpansanum Knuckles
(Vöðvar og Hnúar!) og var ekki
kominn útí það sem hann síðar var
þekktur fyrir. Smám saman fikraði
hann sig svo með sínar bólþarfir úr
dýraríkinu og yfir til eigin tegund-
ar, og hvað var þá eðlilegra en að
byrja neðst í skalanum? Nú er hann
hins vegar loksins búinn að ná
-eðlilegum aldri“ og -réttu kyni“ á
sinn bólfélaga sem hlýtur að kæta
streitarana í Ameríku, þó félagar i
Ku Klux Klan telji sig tekna aftanfrá
með þessum óvænta ráðahag eins
og Húbert bendir á.
Michael Jackson er semsagt
kominn útúr dótaskápnum og orð-
inn kvæntur maður.
Eða hvað gerir maður þegar
löggan í L.A. er búin að ljósmynda
á manni tittlinginn?
Þá er aðeins eitt að gera: Að ná
sér í það sem eitt sinn flaut úr næst-
frægasta tittlingi í heimi.O
listiön, hönnun og byggingarlist. Þetta er mjög
athygllsverð sýning og greinilega mikil vinna á
bak viö heimildasöfnunina.
Heidi Kristiansen sýnir textílmyndteppi í
Perlunni. Verkin eru alls 18 talsins og eru unnin
með quilt- og applikasjónstækni.
Nýlistasafnið sýnir myndlist í öllum mögu-
legum vistarverum og á laugardaginn verður
opnuö í setustofu satnsins sýning á verki Lilju
Bjarkar Egilsdóttur. Verkið nefnist Miðar,
pjötlur, snifsi og er unnið beint á veggi setu-
stofunnar.
„Þetta er skítug plata og jafnvel dálítið „sleazy“
á köflum. Betri en hægt er að búast við af
mönnum á þeirra aldri. Það er verst að Rolling
Stones koma héðan af til með að standa í
skugganum af sjálfum sér.“
Popp
ÓTTARR PROPPÉ
Gamlir, góðir og voða
geggjaðir
Rolling Stones:
Voodoo Lounge
★ ★★★
Það er alveg gegndarlaus helling-
ur af öfum og ömmum í rokkinu
þessa dagana. Einhver öruggasta
leiðin til vinsælda í dag er annað
hvort að vera kominn á ellilauna-
aldurinn, sjá Tinu Turner, Johnny
Cash, Bee Gee’s, eða þá í það
minnsta að líta út fyrir það, saman-
ber McCartney og Sting. Rolling
Stones hljóta þó að teljast ömmur
allra rokkafanna til samans. Þeir
bræður hafa hjakkað saman í þetta
rúmlega þrjátíu ár og eru enn rokk-
aðri en aðrir menn. Á þessum árum
hafa þeir öðlast slíka heimsíf ægð að
það hálfa væri nóg. Jafnvel strák-
greyin úr Bítlunum, sem sömdu
einmitt fyrsta Stones-hittarann
(skemmtileg tilviljun það), eru
farnir að missa frægðarljómann
meðan Bravó og önnur gelgjurit
hamast við að gefa út plaköt af Ri-
chards með rettuna og Jagger
berum að ofan. Það er kannski
þessi óhemju frægð sem eyðileggur
dálítið fyrir manni þessa nýjustu af-
urð þeirra bræðra. Það kunna allir
utan að sögurnar um fylleríið, dóp-
ið, dauðsföllin og grúppíurnar að
ógleymdum þessum sandi sem
drengirnir hafa samið af ldassískum
rokkslögurum. Maður má eiginlega
ekki heyra á Rolling Stones minnst
öðruvísi en að eitthvað úr fortíð-
inni rifjist upp.
Nýja platan með Stones æsir
helst upp í manni löngun til að tína
fram eldri plötur sveitarinnar. Ekki
þar með sagt að Voodoo Lounge sé
ekki arfagóð skífa. Stones eru dálít-
ið mikið að herma eftir sínum
yngri árum sem hlýtur að vera göf-
ug iðja ef marka má fjölda þeirra
hljómsveita sem lifa góðu lífi á því
sama þessa dagana.
Hér er ekki mikið um nýjungar á
sveimi. Bara gamla góða stuðið í
betra sándi. Þó að Bill Wyman hafi
lagt bassanum til að svamla í laug-
inni sinni og telja peninga, og yngri
sé spekingur tekinn við, heyrist það
varla. Bassagúrúinn Darryl Jones
spilar bara alveg eins og Wyman.
Það ánægjulegasta við þessa skífu er
að Stones eru farnir að líta aftur til
gullaldarára sinna fyrir 1970. Mús-
íkin á meira að þakka blús og kántrí
en leikvangarokkið sem einkennt
hefur síðustu plötur. Fyrir vikið
njóta hljóðfæraleikararnir sín betur
og þá sérstaklega meistari Charlie
Watts sem gælir við húðirnar eins
og ástsjúkur nuddari á tælenskri
ópíumbúllu. Þetta er skítug plata
og jafhvel dálítið „sleazy“ á köflum.
Betri en hægt er að búast við af
mönnum á þeirra aldri. Það er verst
að Rolling Stones koma héðan af til
með að standa í skugganum af sjálf-
um sér. Yngri hljómsveit færi langt
á svona grip. ©
Rolluhjakk!
Kiss:
Kiss My Ass
®
Það er orðin lenska í útlandinu
að gefa út plötur þar sem ungir
popparar fá að riðlast á minnigu
goða sinna með því að taka mis-
góðar útgáfúr af uppáhaldslögum
sínum með viðkomandi goði. Þess-
ar útgáfur seljast eins og heitar
lummur svo manni dettur helst í
hug að þær séu gefnar út til að efna
eftirlaunasjóði hjá gengi sem fyrir
veit ekki aura sinna tal. Hvað um
það. í þetta skiptið eru það teikni-
myndafígúrurnar í Kiss sem verða
fyrir barðinu á tólf hljómsveitum,
hljómsveitum jafn gerólíkum hver
annarri og þær eru Kiss. Þetta var
reyndar reynt fyrir nokkrum árum
en seldist þá ekkert. Nú þegar verið
er að prófa þetta aftur, selst gripur-
inn í bílförmum.
Þrátt fyrir þann algenga mis-
skilning að Kiss hafi bara verið
heimskuleg auglýsingabrella, sem
eflaust stafar út frá búningunum,
málningunni og almennum aula-
hætti sveitarmeðlima, þá er stað-
reyndin sú að sveitin gaf út sæg af
dúndurfínum rokkperlum á ferlin-
um. Þessum glæsta ferli er reyndar
langt frá því lokið svo manni dettur
í hug að útgefendur ættu frekar að
eyða sínu púðri í næstu Kissplöt-
una en svona bull. Það er fátt sem
stendur hér upp úr. Sýruhausinn
Lenny Kravitz á reyndar dáfína út-
gáfu af Deuce og Garth Brooks
tekst að taka Hard Luck Woman
því sem næst alveg eins og Kiss
tóku það á sínum tíma. En til
hvers?
Helsti glaðningurinn á Kiss My
Ass er þegar þýska stórsveitin Die
Arzte syngur Unholy af síðustu
plötu Kiss á þýsku: Unheilig. Voða
gaman og álíka fýndið og þýskir
fjölskylduþættir í sjónvarpinu með
íslensku tali. Svona plötur á að
banna og gefa út alvöru safnplötur
með snillingum. Kiss eru reyndar
búnir að því fyrir nokkru. Sú heitir
Smashes Thrashes & Hits og fær
hér með þær fjórar stjörnur sem
hún á skildar ★★★★. íslandsvin-
irnir í Kiss voru hörkurokkarar og
eru það enn. Þessi plata nær varla
að impra á þeirri staðreynd. ©
Sjónvarp
SIGURJÓN KJARTANSSON
í geimferðahug
Tunglganga 1 25 ÁR
Ríkissjónvarpinu
★ ★★★
Um þessar mundir eru liðin tutt-
ugu og fimm ár frá því að jarðarbú-
ar stigu fyrst fæti á tunglið. I tilefni
af því sýndi Ríkissjónvarpið ágætan
bandarískan þátt frá CBS um þenn-
an sögulega viðburð. í þættinum
var rakin saga þessarar gullaldar
NASA, þegar kalda stríðið var í
blóma og peningum var mokað í
geimferðir. Rætt var við nokkra
sem áttu hlut að máli, svo sem
„Mest var þó gaman
þegar menn fóru að
tala um framtíðina og
þá sat helst fyrir svör-
um sköllóttur geimfari
sem að minnti helst á
Dr. Spock í útliti.“
„Sýruhausinn Lenny
Kravitz á reyndar dá-
fína útgáfu af Deuce
og Garth Brooks tekst
að taka Hard Luck Wo-
man því sem næst al-
veg eins og Kiss tóku
það á sínum tíma. En
til hvers?“
geimfara (það er að segja, þá sem
eru enn með réttu ráði), mennina
sem tóku þátt í smíði geimflaug-
anna og þá sem stjórnuðu fram-
kvæmdinni. Þetta var allt saman í
hæsta máta fróðlegt, svo ég tali nú
elcki um þegar sjálfur Carl Sagan
fór að láta móðan mása. Seinni
helmingur fór síðan í að rifja upp
hvað gerst hefur í geimferðamálum
undanfarið, Challenger-slysið kruf-
ið til mergjar og svo framvegis.
Mest var þó gaman þegar menn
fóru að tala um framtíðina og þá
sat helst fyrir svörum sköllóttur
geimfari sem að minnti helst á Dr.
Spock í útliti. Þesi frábæri geim-
karl sagðist eiga sér þann draum
heitastan að verða sendur með las-
ergeisla út í geiminn.
Já, það er ljúft að láta sig dreyma
og þessi þáttur gaf svo sannarlega
tilefni til hinna fegurstu draumfara.
Til dæmis um það má geta þess að
nú eru menn að gera tilraunir með
að senda ómönnuð geimför til
Mars og eru þessi geimför svo
þægileg og meðfærileg að fram-
kvæmdin ætti ekki að kosta nema
um það bil 200 milljónir Banda-
ríkjadala (þegar að fyrsta geimfarið
fór til Mars kostaði framkvæmdin
um 3000 milljónir). Þetta hlýtur að
vera stórkostleg bylting og ætti að
auðvelda rannsóknir á Mars til
muna. Hver veit þá nema að einn
góðan veðurdag getum við farið og
fengið okkur hádegismat á tungl-
inu og kvöldmat á Mars! ©
BÍÓBORGIN
Eg elska hasar I Love Trouble ★ Fullkomlega
fyrirséður söguþráður um ástir milli blaða-
manna á Mogganum og DV. Og álíka spennandi
og það hljómar. Hið undirförula plott efnaverk-
smiðjunnar dugir ekki til að hressa upp á leiðin-
legt ástarlíf þessa lólks.
Maverick ★★ Bíómynd byggð á sixtfs sjón-
varpslöggunni sem skaut allt í tætlur.
Blákaldur raunveruleiki Reality Bites ★★★
Góð skemmtun fyrir unglinga.
Hvað pirrar Gilbert Grape What’s Eating
Gilbert Grape ★★★ Ein af þessum myndum
sem maður gleymir sér ytir.
BÍÓHÖLLIN
Maverick ★★ Jody Foster skýtur James
Garner og Mel Gibson ref fyrir rass (þessum
grínvestra sem er lengri en hann er fyndinn.
SteinaldarmennirnirThe Flintstones ★ Eftir
hina ájptu sendingu frá steinöld í Júragarðin-
um ke'mur hér ein mjög vond. Manni verður
nánast illt í veskinu að sjá jafn mörgum milljón-
um kastað á glæ.
Ace Ventura ★★★ Davíð Alexander, 9 ára
gagnrýnandi EINTAKS, segir myndina fyndna.
Fullorðnir geta hlegið með góðum vilja.
Lögregluskólinn — Leyniför til Meskvu
Police Academy — Mission to Moscow. ★ Yf-
irþyrmandi vitleysa sem er alltaf sjaldan
skemmtileg.
Járnvilji Iron Will ★★ Ævintýramynd frá Walt
Disney sem fær mann til að velta fyrir sér hvers
vegna leiknu myndirnar frá fyrirtækinu eru
svona miklu verri en teiknimyndirnar. Ef til vill
eru þær búnar til í allt annarri deild.
HÁSKÓLABÍÓ
Fjögur brúðkaup og jarðarför Four Wedd-
ings and a Funeral ★★ Hlýleg mynd f gaman-
sömum tón um ástir og heitbindingar. Þrátt fyrir
nokkurt erfiði nær hún aldrei að verða mjög
skemmileg.
Steinaldarmennirnir The Flintstones ★ Mis-
lukkuð skemmtun sem verður nánast óbærilega
leiðinleg þegar á líður. Flest barnanna hefðu
frekar kosið teiknimyndirnar.
Veröld Waynes 2 Wayne’s World 2 ★★★
Sannkölluð gleöimynd.
Löggan í Beverly Hills 3 Beverly Hills Cop 3
★ Það er löngu komið í Ijós að Eddie Murphy
er einnar hliðar maður. Ef maður snýr honum
við þá er sama lagið hinum megin.
Brúðkaupsveislan The Wedding Banquet
★★ Gamanmynd um homma í felum.
LAUGARÁSBÍÓ
Krákan The Crow ★★ Mynd fyrir áhugamenn
um rokk, dulrænu, teiknimyndir og annað þess-
legt.
Serial Mom ★★★ Fyndin og bara rétt mátu-
lega geggjuð svo ýmsir aðrir en einlægir John
Waters-aðdáendur geta haft gaman af.
Ögrun Sirens ★★ Innihaldslaus og snubbótt
saga sem hefði mátt klára fyrir hlé. Þótt sumar
kenurnar séu full jussulegar geta karlar skemmt
sér við að horfa á prestsfrúna. Og konurnar á
Hugh Grant. Þessi tvö eiga stjörnurnar.
REGNBOGINN
Flóttinn The Getaway ★ Þeir sem sáu Steve
MacQuinn á sínum tíma munu fussa yfir Alec
Baldwin þrátt fyrir að hann keyri hraðar, skjóti
meira og að Kim Basinger sé kyssilegri en Ali
McGraw.
Svínin þagna The Silence of the Ham ®
Steypa.
Gestirnir Les Visiteurs ★★★ Frönsk della
26
FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994