Vikublaðið - 04.02.1993, Side 1
Seðlabankinn með
3 milljarða í hagnað
Gengisfellingargróðmn skilar sér í bankann
Þegar aðalbankastjóri Seðlabanka íslands, Jóhannes
Nordal, leggur fram ársuppgjör á aðalfundi bankans í
apríl næstkomandi, munu bækumar sýna um þriggja
milljarða króna hagnað af starfsemi bankans á síðasta
ári.
Helsta ástæðan fyrir þess-
um hagnaði er gengisfelling
ríkisstjórnarinnar í haust.
Eignir Seðlabankans eru aðal-
lega í erlendu fé en skuldimar
eru einkum taldar í krónum.
Þriggja milljarða króna hagn-
aður er veruleg upphæð, ef
miðað er við þá peninga sem
eru á ferli í hagkerfinu. Það
sést best á því að niðurfelling
aðstöðugjalds á fyrirtækjum,
en það var aðgerð sem ríkis-
stjómin réðst í samhliða geng-
islækkun í nóvember, skilaði
sjávarútveginum um 600 millj-
ónum í auknar tekjur.
Afkoma Seðlabankans hef-
ur ekki verið betri í mörg
herrans ár. Árið 1991 var
hagnaðurinn rúmur milljarður
án þess að gengisfelling
hjálpaði upp á sakirnar og ár-
ið áður var tap upp á 118 millj-
ónir króna. Fyrir þrem ámm,
1989, skilaði bankinn hagnaði
upp á 2,7 milljarða króna og
stafaði hagnaðurinn að mestu
leyti af gengisfellingu. Það
sama var uppi á teningnum ár-
ið 1988 en þá var 1,4 milljarða
króna hagnaður af rekstri
bankans.
Aðrar tekjur Seðlabankans
eru vaxtatekjur vegna lána til
ríkissjóðs, en dregið hefur úr
þessum tekjum þar sem ríkis-
sjóður leitar í auknum mæli
beint á fjármagnsmarkaðinn.
Þá greiða viðskiptabankarnir
umtalsverðar fjárhæðir í vexti
og refsivexti til Seðlabankans.
Talsmenn bankans vildu
ekki staðfesta tölur um hagn-
að Seðlabankans. Tómas
Ámason bankastjóri vildi
ekki segja meira en að afkom-
an „gæti verið í plús“ og
Bjarni Bragi Jónsson aðstoð-
arbankastjóri kvaðst ekki hafa
heimild til að gefa upplýsing-
ar um niðurstöður ársupp-
gjörs.
pv
Seðlabankinn skilar meiri
hagnaði en mörg utidanfar-
in ár og munar mest um
gengisfellingu ríkisstjórnar-
innar.
Reiptog ráðherra og kennara
Á næstu vikum og mánuðum verður tekist á um
breytingar á grunn- og framhaldsskólum landsins. í að-
alhlutverkum eru annars vegar Ólafur G. Einarsson
menntamálaráðherra með 18 manna nefnd um mótun
menntastefhu sér til fuUtingis og hins vegar Kennara-
samband Islands.
Nefnd urn mótun mennta-
stefnu lagði fram áfanga-
skýrslu í síðustu viku þar sem
kynnt em ýmis nýmæli, til
dæmis unt valddreifingu og
gæðastjórnun, jafnframt því
sem dustað er rykið af göml-
um hugmyndum á borð við
samræmd próf.
Kennarar eru tortryggnir.
Kennarasambandið fékk ekki
að tilnefna fulltrúa í nefndina
og þeir gleyma því ekki að
núverandi menntamálaráð-
herra hefur í tvígang frestað
gildistöku lagaákvæðis um
lengri skóladag, en það mál er
efst á forgangslista kennara.
Þá hefur Kennarasambandið
þegar hafnað samræmdum
prófum á þeim gmndvelli að
þau hafí neikvæð áhrif á
skólastarfið.
Það kemur á daginn næstu
misserin hversu fast ráðherra
knýr á um breytingar á skóla-
Sigríður Anna Þórðardóttir
er formaður nefndar um
mótun menntastefnu: „Ekki
flokkspólitísk nefnd“.
Svanhildur Kaaber formað-
ur Kennarasambands Is-
lands: „Þurfum ekki á
gagngerum breytingum að
lialda.“
löggjöfínni. Ólafur G. Einars-
son mun meta stöðuna á nýjan
leik þegar hann fær í hendur
umsögn Kennarasambandsins
þann 25ta febrúar næstkom-
andi.
Kennarar taka þann pól í
hæðina að skynsamlegast sé
að taka tillögur ráðherra í
fullri alvöm og reyna að koma
á þannig sambandi milli sín
og ráðuneytisins að samtök
þeirra verði ekki útilokuð frá
stefnumótun í skólamálum.
Samtímis vill Kennarasam-
bandið ekki víkja frá mark-
aðri stefnu.
Sjá fréttaskýringu Mótsögn
í mótun menntastefnu á bls.
4-5.
Aramótahappdrætti
Vinningsnúmer
birt 11. febrúar
Dregið var í áramótahappdrætti
Alþýðubandalagsins 6. janúar si. hjá
borgarfógetaembættinu.
Vinningsnúmerin voru innsigluð og
verða birt í VIKUBLAÐINU
11. febrúar nk.
ASKRIFTARSIMI VIKUBLAÐSINS ER 17500
Nú hafa verið sendir út gíróseðlar til þeirra sem hafa
fengið VIKUBLAÐIÐ sent heim og enn hafa ekki
gengið frá áskrift. Við förum þess á leit við þá sem fá
senda gíróseðla að staðfesta áskrift að
VIKUBLAÐINU með því að gera skil sem allra fyrst.
Þá sem ekki ætla að gerast áskrifendur biðjum viö
vinsamlegast að hafa samband hið fyrsta í
áskriftarsíma VIKUBLADSINS
1 7 5 0 0
Betl á íslandi
Á Lauga-
veginum
vatt maður
sér að Ing-
ólfi V.
Gíslasyni og
betlaði pen-
inga fyrir mat. Draumur-
inn er orðinn að martröð
og Ingólfur útskýrir hvers
vegna á bls. 3.
Barátta
Jenný
Sigfúsdóttir
er hógvær
friðsemdar-
kona sem
var stórlega
misboðið
þegar karlmaður var ráð-
inn við hlið hennar á
miklu hærri launum.
Bráðum er að vænta úr-
skurðar í máli Jennýjar.
Bls. 7.
Uppgjöf
Miðaldra
Finnar sem
hálft lífið
hafa tregað
Kirjálahér-
að, land Ka-
levala sem
Rússar tóku í seinni
heimsstyrjöld, snúa nú á
æskuslóðir til að hleypa
heimþránni úr sálinni.
Bls. 8-9.
Ofbeldi í
Palestínu
Aðför
ísraels-
manna að
Palestínu-
mönnum er
aðför að
mannrétt-
indum og íslensk stjórn-
völd eiga ekki að láta að-
förina óátalda. Við birtum
Palestfnuræðu Ögmundar
Jónassonar formanns
BSRB. Bls. 10.
Auðlind er ekki
tekjulind
Við erum
gjörn á að
leggja þann
skilning í
orðið auð-
lind að það
þýði tekju-
lind. En þessi skilningur
er rangur, því auðlindir
verða ekki nýttar nema
þekking komi til. Þekking
er hin eina sanna auðlind.
Bls. 12-13.
Ríkisstjórnina
frá
Stjómmálaályktun kjör-
dæmisráðs Reykjaneskjör-
dæmis er birt á baksíðu.