Vikublaðið - 04.02.1993, Qupperneq 10
10
MANNRETTINDIN
VIKUBLAÐIÐ 4. febrúar 1993
Vikublaðinu hafa borist margar áskoranir um að birta
ræðu Ögmundar Jónassonar, formanns BSRB, sem hann
hélt á útihindi hinn 30. des. sl., um mál brottreknu Palest-
ínumannanna og veitti hann góðfuslega leyfí sitt til þess.
s
Við erum að vekja athygli á
hinu yfirvegaða ofbeldi.
Ofbeldi þeirra manna
sem eru að reyna hvað
þeir komast. Og öll
hljótum við að
spyrja okkur
þessarar
spurningar:
Efþetta er
hœgt fyrir
opnum
tjöldum,
hvað þá
með
allt
hitt
sem
fram
fer í skjóli nœtur
- á bak við
þagnarmúra?
ISómalíu er fólk að deyja
úr hungri. í Bosníu er
verið að myrða fólk,
pína og pynta. Og víðs vegar
um heiminn eru mannréttindi
fótum troðin. Undir jámhæl-
um valdsmanna. Sumt þekkj-
um við af afspurn. En fleiri
eru tilvikin sem við þekkjum
ekki - sem við ekki sjáum. Og
ef til vill eru þau verst.
En hvers vegna erum við
saman komin hér til að mót-
mæla herleiðingu nokkur
hundruð manna - sem flestir
eru fyrirmenn í sínu samfé-
lagi? Hvers vegna erum við
saman komin til að mótmæla
útlegðardómi sem framfylgt
er undir vökulum augum
fréttamanna og suðandi sjón-
varpsvélum?
Við komum saman þegar
kastljós heimsins standa á
þessum mönnum. Við kom-
um saman þegar við fáum af
því fréttir að utanríkisráðherr-
ar arabaríkja hafi komið til
fundar til að leggja á ráðin um
björgun þessara einstaklinga.
Þegar hjálparstofnanir þrýsta
á og sjálft Öryggisráð Sam-
einuðu þjóðanna er í við-
bragðsstöðu. Þá komum við
saman.
Nú kann einhver að spyrja:
Hvers vegna komum við ekki
saman á útifundi hér á Lækj-
artorgi í síðasta mánuði eða í
fyrra? Hvers vegna í ósköpun-
um komum við ekki saman í
hittifyrra?
Þá var verið að beita þetta
sama samfélag ofbeldi, ekki
einu sinni, ekki einn dag eða
eina viku, heldur stöðugt og
ævinlega - á hverjum degi -
alla daga - allan ársins hring -
án þess þó að heimurinn sýndi
mikil viðbrögð.
Ég held því sé eins farið
með okkur flest að ofbeldi
sem einstaklingar og samfé-
lög, jafnvel heilar þjóðir,
verða fyrir geti orðið svo yfir-
þyrmandi að mönnum bók-
stallega fallist hendur, finnist
þeir vera einskis megnugir og
hjálparvana, sjái enga leið til
að Ieggja lóð á vogarskálar -
sjái enga leið til bjargar.
Og þegar við sjáum fórnar-
lömb gærdagsins beita aðra
ofbeldi í dag - þegar við sjá-
um fræin sem ofbeldið sáði
bera eitraða ávexti - þá spyrj-
um við jafnvel um tilgang -
því við sjáum bara tilgangs-
leysi.
En þetta er fyrirsláttur -
uppgjöf sem á engan rétt á sér.
Það sjáum við þegar hvatn-
ingin kemur einmitt frá þeim
mönnum sem sjálfir hafa
gengið í gegnum þrautir og
pyntingar - mannlega niður-
lægingu eins og hún gerist
mest og verst - þegar slíkir
einstaklingar, sem þekkja
vanmátt - þegar þeir - jafnvel
öðrum mönnum fremur ganga
fram fyrir skjöldu og minna
okkur á að mannréttindabar-
áttu lýkur aldrei - að vanda-
mál eru til að horfast í augu
við - að þau leysast ekki held-
ur verða leyst - og að þar ber
hver og einn ábyrgð - við öll
- hvar sem við erum stödd.
I franska blaðinu Le Figaro
birtist nýlega lesendabréf.
Bréfið er stutt og lætur ekki
mikið yfir sér þótt mikið búi
að baki. Það sést þegar heim-
ilisfang bréfritara í heims-
styijöldinni síðari kemur í
ljós. Það fylgir bréfinu sem
hljóðar á þessa leið:
/ sjónvarpinu fyrir nokkr-
um dögum sáum við og heyrð-
um marga þekkta franska
áhrifamenn, þeirra á meðal
marga gyðinga, fordœma,
með réttu, atburðina í Bosníu
og Sómalíu. En ég saknaði
þess að þetta sama fólk for-
dœmdi ekki af sama ákafa og
jafn ósjálfrátt hinar óréttlœt-
anlegu árásir og mannrétt-
indabrot sem stöðugt eiga sér
stað í Israel. - Svo mörg voru
þau orð. Undir bréfið skrifar
Sam Cohen-Haas fangi í
Treblinka frá 1943 til 1945.
Mennirnir sem nú hafa ver-
ið settir í útlegð í Israel, vista-
lausir - án matar og drykkjar-
fanga - þeir eiga það sam-
merkt að hafa beitt sér í
baráttu fyrir mannréttindum í
sínu samfélagi.
Og það er engin tilviljun að
fréttamenn hafa fengið að
þeim aðgang. Það er verið að
brjóta þessa einstaklinga niður,
það er verið að niðurlægja þá
öðrum til viðvörunar. Til að
koma þeim og samfélagi þeirra
undir jámhæla valdsins.
Þetta er ofbeldi til sýnis.
Það er ekki reynt að fela það.
Þvert á móti. Það er reynt að
sýna það. Sá er einmitt til-
gangurinn: Að storka samfé-
laginu - ekki aðeins á her-
teknu svæðunum í ísrael held-
ur heiminum öllum. Og þess
vegna þarf heimurinn allur að
bregðast við.
Því ef þetta er hægt - ef
hægt er að kæfa frelsis- og
mannréttindabaráttu niður
með þessum hætti - þá verður
þolandinn heimsbyggðin öll.
Við erum ekki að fjalla um of-
beldi herflokks sem vitstola
hefur ruðst inn á fórnarlömb
sín að næturþeli. Við erum
ekki að tala um nein skyndi-
ráð. Við erum að vekja athygli
á hinu yfirvegaða ofbeldi. Of-
beldi þeirra manna sem eru að
reyna hvað þeir komast. Og
öll hljótum við að spyrja okk-
ur þessarar spumingar: Ef
þetta er hægt fyrir opnum
tjöldum, hvað þá með allt hitt
sem fram fer í skjóli nætur - á
bak við þagnarmúra?
Þess vegna þarf núna og
fyrir opnum tjöldum að hafa í
frammi mótmæli - fyrir hönd
þeirra sem sjást en einnig
þeirra sem ekki sjást. Við er-
um komin saman til þess að
taka undir með bréfritaranum
franska sem vitnað var til og
var haldið föngnum í pynt-
ingabúðum nasista í heims-
styrjöldinni síðari og öllum
þeim mönnum sem vilja mót-
mæla kúgun og ofbeldi hvar
sem það er að finna, í hvaða
þjóðríki og í þágu hvaða mál-
staðar sem er. Hvort sem það
heitir Bosnía-Hersegóvína,
Sómalía eða Palestína.
Og við erum komin saman
til að horfast í augu við eigin
ábyrgð og setja fram þá kröfu
að íslensk stjórnvöld komi
þegar í stað á framfæri ein-
dregnum formlegum mót-
mælum til ísraelskra yfirvalda
og krefjist þess að hinir pal-
estínsku útlagar verði tafar-
laust og skilyrðislaust látnir
snúa heim.
Nú rétt fyrir þennan fund
bárust þær fréttir að íslensk
stjórnvöld hefðu sent ísra-
elsku ríkisstjórninni bréf. Það
er gott að viðbrögð skuli hafa
komið fram. En eindregin eru
þau ekki. Látin er í ljós von
um að brottvísun verði aftur-
kölluð; lýst er áhyggjum
vegna hinna landlausu manna
og ísraelsk stjómvöld em
hvött til að gera allt sem í
þeirra valdi stendur til að sjá
mönnunum fyrir nauðþurft-
um. Þannig er það orðað í
bréfi utanríkisráðherra.
En mér er spum: Á hvers
valdi er þessi ósvinna öll?
Hún er á valdi ísraelskra
stjómvalda og það er á þeirra
valdi að láta mennina snúa
til síns heima þegar í stað.
Þetta er krafa sem á að setja
fram. Og við krefjumst þess -
að svo verði gert undan-
bragðalaust.
Það þarf að koma skýrt
fram að íslensk stjómvöld líti
á aðförina að palestínsku út-
lögunum sem aðför að mann-
réttindum, - aðför að öllu því
fólki sem beitir sér gegn mis-
rétti og kúgun hvar sem er í
heiminum.
Hjartagátan
Setjið rétta stafi í reitina neðan við kross-
gátuna. Þeir mynda þá kvenmannsnafn.
1 z K ?— s V 2 T~ 9 5 lo Tl 92 IZ
2T“ 22 ‘A II i n 92 1 13 52 )<o 7- 17 \o W~
I1/ /9 j II ý 10 T~ 15 T~ 2 20 92 13 5 20
zu f H- zi & )3 7- 22 22 8 5 92 23 IV
22 8 )S )0 22 2S 10 5 26 92 '0 V *
23 li> 92 3 '2S z8 22 IV 20 2Í V 15 92 29
)b Z 3 20 22 2£ Z 10 3 1 z IV JO 15
30 $2 )0 5 5 IV- IO 8 /9 Z 20 W 5 18
)l V S 23 2 0 92 5 23 n JD 92 13 5 )0
f Zl JS 10 )S 2? 31 ZO 5" IV 92 zv 2 JV-
IS /9 10 22 10 18 JO 22 8 20 2 3 10 92 19
22 lf ¥ II 7 IV 15 )8 >0 f lá> 20 3 V- 15
)Z 10 8 /3 )V 13 )8 20 92 10 21 ll
z 23^1 o / [V / 5 )/
A= 1=
Á= 2=
B= 3=
C= 4=
D= 5=
E= 6=
É= 7=
F= 8=
G= 9=
H= 10=
1= 11=
í= 12=
J= 13=
K= 14=
L= 15=
M= 16=
N= 17=
o= 18=
Ó= 19=
P= 20=
R= 21=
S= 22=
T= 23=
U= 24=
ú= 25=
v= 26=
x= 27=
Y= 28=
Ý= 29=
Z= 30=
Þ= 31=
Æ= 32=
Ö= 33=