Vikublaðið - 04.02.1993, Síða 16
4-
VIKUBLAÐIÐ
S. TÖLURLAÐ • 2. ÁRGANGUR 4. FEBRUAR 1993
Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins
í Reykjaneskjördæmi 30. janúar 1993
STJÓRNMÁLAÁLYKTUN
Ríkisstjórn
úreltrar
Meðal brýnustu verkefna í íslenskum þjóömálum er bar-
áttan gegn vaxandi atvinnuleysi og fyrir réttlæti í dreifingu
skatta og opinberra gjalda. Ríkisstjóm Sjáffstæðisflokksins og
Alþýðuflokksins er að framkvæma úreftar kenningar um
hagstjóm og efnahagslíf sem draga kjark og kraft úr þjóðinni
og auka mlsréttið á fjölrnörgum sviðum. Á sama tíma og
hina hörðu frjáLshyggju er að daga uppi í Bandaríkjunum er
forystusveit Sjálfetæðisflokksins og Alþýðuflokksins heltekin
af slíkum gamaldags hugmyndum.
Alþýðubandalagið er eini
stjórnmálaflokkurinn sem á
undanförnum mánuðum hefur
sett fram ítarlegar tillögur um
nýjar sóknarlínur í efnahags-
málum og atvinnulífi Islend-
inga. Þessar tillögur Alþýðu-
bandalagsins hafa hlotið
sterkan hljómgrunn meðal
samtaka Iaunafólks og margir
forystumenn í atvinnulífi hafa
lýst yfir stuðningi við slíka
stefnubreytingu. Það er því
raunhæfur möguleiki að
skapa breiða samstöðu um
nýja sáttagjörð í efnahags- og
atvinnumálum sem tekur mið
af grundvallarþáttunum í til-
lögugerð Alþýðubandalagsins.
Kjaminn í tillögum Alþýðu-
bandalagsins er þríþættur:
Langtímauppbygging
I fyrsta lagi komi ný leið
samhæfingar og samvinnu í
stað hinnar gömlu leiðar
frjálshyggjunnar sem núver-
andi ríkisstjóm hefur að leið-
arljósi. Afleiðingar hinnar
hörðu frjálshyggju eru af-
skiptaleysi stjómvalda,
áherslur á verðbréfamarkað í
stað framleiðslu á vörum og
þjónustu, skjótfenginn gróða í
stað markvissrar uppbygging-
ar, hnignun í samgöngum,
kreppu í heilbrigðiskerfi og
menntakerfi. Leið samhæf-
ingar og samvinnu sem AI-
þýðubandalagið boðar felur
hins vegar í sér að stjómvöld
samhæfi aðgerðir sínar við
áherslur fyrirtækjanna og
sóknarlínur atvinnulífsins séu
ávöxtur samræðna og sam-
starfs. Framleiðsla vöru og
þjónustu, útflutningur og
gjaldeyrissköpun njóti for-
gangs í fjármögnun og skatta-
lögurn. Langtímauppbygging
og þróun fyrirtækjaneta, sam-
eiginleg sókn á erlenda mark-
aði, traustar samgöngur og
öflugt heilbrigðiskerfi,
menntun, rannsóknir og
starfsþjálfun, séu sameiginleg
verkefni stjórnvalda, atvinnu-
lífs og samtaka launafólks.
1200 til 1800 ný störf
í öðru lagi hefur Alþýðu-
bandalagið sett fram ítarlega
skrá yfir marga tugi nýrra
hugmynda sem fela í sér að á
næstu 8-12 mánuðum verði
sköpuð 1200-1800 ný störf í
íslensku atvinnulífi. Þau verði
í ferðaþjónustu, skipasmíða-
iðnaði, viðhalds- og bygging-
arframkvæmdum, við úrbætur
í samgöngumálum og á ferða-
mannastöðum, við land-
græðslu og aðrar umhverfis-
umbætur, við fullvinnsluverk-
efni í fiskvinnslu og sjávarút-
vegi, við framleiðsluiðnað og
matvælaiðnað, við velferðar-
þjónustu og á fjölmörgum
öðrum sviðum. Margfeldis-
áhrifin af þessum nýju störf-
um myndu hafa í för nteð sér
aukna sókn í atvinnulífinu
sem gæti tvö- til þrefaldað
þann fjölda starfa sem slík
stefnubreyting hefði í för með
sér í fyrstu umferð.
Skattur á fjármagnstekjur
I þriðja lagi fela tillögur
Alþýðubandalagsins í sér að
meginbyrðarnar af þessum
víðtæku aðgerðum verði
bomar af fjármagnseigendum
og hátekjufólki sem nú leggja
ýmist ekkert eða hverfandi lít-
ið í hinn sameiginlega varnar-
sjóð þjóðarinnar. Það er bæði
efnahagslega skynsamlegt og
siðferðilega réttlætanlegt að
þeir þjóðfélagshópar sem best
eru settir og minnst hafa lagt
til samfélagsins beri megin-
byrðamar í þeirri vamarbar-
áttu sem nú að háð. Alþýðu-
bandalagið leggur því til að
fjármagnstekjuskattur og af-
gerandi hátekjuþrep í tekju-
skatti verði burðarásinn í
breytingum á íslenska skatt-
kerfinu. Núverandi stjómar-
flokkar hafa hafnað slíkum
tillögum.
Tillögur Alþýðubandalags-
ins fela í sér víðtæka stefnu-
breytingu sem hefur í för með
sér almenna sókn í atvinnulífi
íslendinga og einnig sérstakar
áherslur til að útrýma at-
vinnuleysi á þeim svæðum
þar sem það er mest.
Aðalfundur Kjördæmisráðs
Alþýðubandalagsins í Reykja-
neskjördæmi telur því að slík
stefnubreyting þjóni hagsmun-
um þjóðarinnar allrar og stuðli
einnig að lausn á þeim sérstöku
vandamálum sem um nokkurt
skeið hafa verið áberandi í
Reykjaneskjördæmi.
Aðgerðaleysi í
atvmnumálum
Það er sláandi dæmi um af-
skiptaleysisstefnu ríkisstjórn-
arinnar að nú eru senn fjórir
mánuðir síðan forsætisráð-
herra og utanríkisráðherra Iof-
uðu að hálfur milljarður yrði
útvegaður sérstaklega til at-
vinnumála á Suðumesjum.
Niðurstaðan er hins vegar sú
að í fjárlögum 1993 er ekki
ein króna til þessa verkefnis.
Vísað er á Islenska aðalverk-
taka sem setja allskonar skil-
yrði fyrir framlagi og ráðherr-
arnir segja að svo verði Suð-
umesjamenn sjálfir að koma
með 200 milljónir.
Ráðherrar Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðuflokksins
gátu á einni helgi ákveðið
milljarða álögur á hina breiðu,
ungu millistétt sem er að
koma sér upp húsnæði og ala
upp börn og leggja einnig
margvíslegar álögur á sjúkl-
inga og aldraða. Þá var hægt
að taka hinar stóm ákvarðanir
á fáeinum sólarhringum. En
þegar kemur að raunhæfum
aðgerðum til að draga úr at-
vinnuleysi á Suðurnesjum
líða margir mánuðir án nokk-
urrar niðurstöðu.
Gerræðisákvarðanir
og hroki
I heilbrigðismálum rekur
hver gerræðisákvörðunin
aðra. Nauðsynleg lyf kosta
sjúklinga nú þúsundir króna í
hverjum mánuði og algengar
aðgerðir em verðlagðar á tugi
þúsunda. Venjulegt launafólk,
hvað þá heldur þeir mörgu
sem eingöngu lifa á atvinnu-
leysisbótum, hafa ekki lengur
efni á að kaupa nauðsynleg
lyf eða fara í minniháttar
læknisaðgerðir.
Sams konar gerræðisandi
einkennir viðhorf stjórnvalda
til sameiningar sveitarfélaga.
Því er nauðsynlegt að ítreka
rétt íbúa sveitarfélaganna til -
að fá sjálfir að dæma um sam-
eininguna í almennri at-
kvæðagreiðslu í hverju sveit-
arfélagi. Sameiningin á ekki
að koma sem þvingunarað-
gerð að ofan.
Það er sama hvert litið er.
Stefna og stíll ríkisstjómar-
innar bera svipmót gerræðis,
hroka og harðrar og úreltrar
frjálshyggju.
íslenskt þjóðfélag þolir
ekki sljka landsstjórn til
lengdar. í vaxandi mæli er það
krafa fólksins í landinu að rík-
isstjórnin segi af sér og ný rík-
isstjóm með nýja, raunhæfa
og nútímalega stefnu í at-
vinnumálum taki við völdum.
Alþýðubandalagið er reiðu-
búið að hafa forystu um mynd-
un slíkrar ríkisstjómar.
AUGLYSING
UM INNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00
1984 -1.fl. 01.02.93-01.08.93 kr. 59.940,16
*)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, janúar 1993.
SEÐLABANKI ÍSLANDS
Styrkur til
háskólanáms
í Noregi
Norsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslenskum stúdent
eða kandídat til háskólanáms í Noregi námsárið 1993-94.
Styrktímabilið er níu mánuðir frá haustmisseri 1993. Til
greina kemur að skipta styrknum ef henta þykir. Styrkurinn
nemur um 5.500 n.kr. á mánuði. Umsækjendur skulu vera
yngri en 35 ára og hafa stundað háskólanám í a.m.k. 2 ár.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást t mennta-
málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík.
Umsóknum, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og
meðmælum, skal skilað í ráðuneytið fyrir 26. febrúar nk.
Menntamálaráðuneytið,
28. janúar 1993.
i