Vikublaðið


Vikublaðið - 18.03.1993, Síða 8

Vikublaðið - 18.03.1993, Síða 8
16 VIKUBLAÐIÐ 18. mars 1993 Björn Guðbrandur Jónsson Eftir á að hyggja er það býsna eðlilegt: stríð hlýtur að þrengja pólitískt fýsilega valkosti og stefnumörkun á æðstu stöðum verður meira og minna þvinguð. Mun hljóðlegar fór um ýmsar að- gerðir í innanlandsmálum á þess- um tíma. Má nefna stefnu John- sons sem kennd er við hið Mikla samfélag (The Great Society) og fyrstu skrefin við nútímastefnu- mótun í umhverfismálum í stjómartíð Nixons. Sjöundi og áttundi, áratugurinn drógu ekki fram þær andstæður sem þrátt fyrir allt eru innbyggðar í banda- ríska flokkakerfið. Dýrkeyptar hrossalækningar Saga stjórnmálanna eftir Ví- etnamstríðið hér í USA er saga vonbrigða og tilrauna til að end- urreisa grósku fyrri áratuga. Eft- irþankar Víelnamstríðsins og Watergate-hneykslið voru erfiðir bitar í háls, gíslatakan í íran, olíukreppur og verðbólga 8. ára- tugarins voru u.þ.b. að gera út af við ameríska drauminn. I forseta- kösningunum I980 var svo kom- ið að kjósendur köstuðu út Jimmy Carter við illan leik, sem þó bar litla sem enga ábyrgð á því hversu komið var. Inn á svið- ið steig Ronald Reagan við dynj- andi lófatak. Reagan hét því að hressa við land sitt og þjóð. Hann sagði öllu sleni stríð á hendur; velferðarkerfið, skattlagning og eftirgjöf við kommúnista voru efst á lista. Það er verðugt rann- sóknarefni hvernig Reagan, á átt- ræðisaldri, gat orðið persónu- gervingur ferskleika og stemmn- ingar. Reagan naut fádæma vin- sælda og gjörsigraði andstæðing sinn árið 1984. Ronald Reagan stóð við orð sín, Bandaríkin voru hress um nokkra hrfð og endur- reisnin var býsna tilkomumikil meðan hún varði. Að lokinni meðferð Reagans og skottulækna hans er sjúklingurinn hins vegar verr á sig kominn en nokkru sinni síðan á kreppuárunum. I ofanálag var hin misheppnaða meðferð svo dýr að sjúklingurinn hefur vart ráð á almennilegri læknis- hjálp. Undir þessum kringumstæð- um þeysir með fríðu föruneyti innum hlið Washingtonborgar hugumprúður riddari, Vilhjálmur af Arkansas, öðru nafni Bill Clin- ton, ásamt eiginkonu, dóttur og búpeningi og tekur sér bólfestu í Hvíta húsinu. í farteskinu eru meðul sem eru framandi í Wash- ingtonborg eftir 12 ára stjórn repúblíkana. Sum þeirra eru ný af nálinni en lærðir öldungar þykj- ast kenna gamlar mixtúrur frá tíð Franklins Roosevelt. Ein meginstoðin í boðskap Clintons í haust sem leið var að hann myndi taka rösklega til f Washington og gjörbreyta um stefnu frá því sem verið hefur. Hann sagðist vera nýr og ferskur, Demókrataflokkurinn væri ekki sá sami og áður, hann væri nýr demókrati. Eftir nokkrar vikur í embætti stendur það enn í hiönh- um hvað Clinton á við? Hvernig eru nýir demókratar? Kapítalismanum er ekki treystandi Repúblíkanar segja að Clinton sé alveg dæmigerður gamall demókrati af gerðinni Tax & Spend (skattlagning og eyðsla). Vítamínsprautur ríkisstjórnarinn- ar, örvandi aðgerðir um viðgerðir á undirlagi samfélagsins, hinum svo kallaða infrastrúktúr, séu til marks um dálæti hans á ríkisaf- skiptum og áætlanabúskap. Þá séu skattahækkanir hans dæmi- gerðar gamlar demókratalausnir. Repúblíkanar hafa nokkuð til síns máls. Stcfna Clintons er staðfesting á því að demókratar treysta ekki kapítalismanum skil- yrðislaust. Þjóðfélagið getur ekki beitt fyrir sig kröftugri en staur- blindri skepnu. Ef markaðsöflin fá að rása að vild um víðan völl lendir þjóðfélagið fyrr eða síðar í sjálfheldu ef ekki fram af hengi- flugi. Slíkri skepnu þýðir ekki að ríða berbakt. Stefna Clintons er að gefa þessari skepnu sjón og heyrn og koma á hana reiðtygj- um. Þessi boðskapur er kjarninn í því sem margir af virtustu fræði- mönnum og hagfræðingum USA hafa látið frá sér fara upp á sfð- Hvíta húsið skiptír út úrbræddri vél Reagan-áranna Sú var tíðin að gárungamir sögðu að munurinn á repúblíkönum og demókrötum væri sá sami og munuiinn á kók og pepsí. Meðan stríðið í Víetnam stóð yfir og skyggði á flest annað, tók umheimurinn vart eftir öðm í bandarískri pólitík en viðbrögðum bandarískra stjómmálamanna við stríðinu. Demókratinn Johnson og repúblíkaninn Nixon virtust bregðast nákvæmlega eins við. Thatcher-Bretland í kaldakoli Margaret Thatcher skildi við siðferðilega gjaldþrota Bret- land með ömurlegan efnahag. A tólf ára valdaferli sínum sem forsætisráðherra (1979-1990) umturnaði Thatcher bresku samfélagi. Hún ætlaði að gera almcnning að eignafólki sem ætti hlutabréf í einkavædduni ríkisfyrirtækjum. Reyndin varð sú að ríkisfyrir- tækin komust í hendur fárra kaupsýslumanna á meðan bið- raðir atvinnuleysingja lengdust. Thatcher ætlaði að gera allan þorra almennings að íbúðareig- endum. Núna eiga margir venju- legir borgarar í mestu vandræð- um með að halda íbúðunum sem þeir festu sér með lánum. Vegna hárra vaxta og verðfalls á fast- eignum skuldar ein milljón fjöl- skyldna hærri veðlán en nemur andvirði íbúða þeirra. Stjórnar- stefna Thatchers fórnaði mörg- um gildum bresks samfélags; samúð með lítilmagnanum vék fyrir því viðhorfi að fólki eigi að bjarga sér sjálft og napðsyn sam- hjálpar fyrir hugmyndum um óheft einstaklingsframtak. Bretar sakna þessara gilda núna þegar kreppir að. Aðalefni alþjóðaútgáfu viku- ritsins Time var í síðustu viku um pólitíska, efnahagslega og sið- ferðilega hnignun Bretlands og arfleifð Thatchers. 1 greininni er haft eftir George Carey, erkibisk- upnum af Kantaraborg, að frjáls- hyggja níunda áratugarins hafi verið árás á viðtekin velferðar- gildi með þeirri afleiðingu að Breta skorti núna sameiginleg markmið. Þegar John Major tók við forsætisráðherradómi af Margaret Thatcher lofaði hann þjóð í sátt við sjálfa sig. Annað er uppi á teningnum því að Bretar eru nú um slundir sjálfum sér sundurþykkir. I vaxandi mæli eru Bretar sam- mála þeim dómi yfir stjórnar- stefnu Thatchers að hún hafi þan- ið efnahagskerfið meira en það þoldi í uppsveiflunni á síðasta áratug og samtímis hafið til vegs siðferði skjótfengins gróða. Bankar lánuðu hverjum sem vildi á lágum vöxtum og fyrirtæki og einstaklingar lögðu í fjárfesting-s ar. Þegar fór að kreppa að efna- hag Breta, um það leyti sem Thatcher lét af völduin, voru Bretar ekki viðbúnir því að þeir stóðu í þeirri trú að samfélags- breytingarnar myndu skila við- varandi árangri. Blaðamanni Time finnst það lýsa ástandinu í Bretlandi betur en margt annað að sú bók sem hefur verið efst á metsölulistan- um þar heitir Hvernig sleppa á lifandi frá lífinu (Life and how to survive it). Annar höfundur bók- arinnar er grínistinn John Cleese. pv Bretland er slitið og trosnað eftir áratug frjálshyggjunnar. kastið. Sú skoðun gerist æ al- mennari hér þeirra á meðal að USA geti ekki hangið í einhverri frjálshyggjuól af hugsjónaástæð- unt meðan umheimurinn praktís- erar allt aðra og áhrifaríkari lífs- björg. Eitt meginverkefni Clin- tons verður að koma á virku samstarfi iðnaðar og ríkisvalds, einfaldlega til að styrkja sam- keppnisaðstöðu bandarísks iðn- aðar á heimsmarkaði. Það verður fróðlegt að sjá hvernig GATT viðræðunum og hugmyndum um frjálsa heimsverslun reiðir af á næstu árum og hvað Clinton- stjórnin leggur þar til. Eins og er virðist bandarískur iðnaður ekk- ert alltof efnilegur þátttakandi í þcim leik. Það er hins vegar býsna sársaukafullt fyrir Banda- ríkjamenn að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir eins og þá að óblandin einstaklings- hyggjan sem þjóðfélag þeirra hefur alltaf byggt á og. gert Bandaríkin að því stórveldi sem þau eru, er í dag að leiða þjóðfé- lagið út í ógöngur. Samfélag - er það til? Fáar þjóðir eru líklega eins af- huga því að greiða skatta og Bandaríkjamenn. Að gjalda keis- aranum sitt er brennheitt mál. Ein meginástæðan fyrir vinsældum Reagans var skattalækkunin mikla árið 1981. Snjöll leið til að kaupa sér vinsældir. Sama skatta- lækkun er ein meginástæðan fyr- ir vandræðagangi bandarísks samfélags í dag. Hvernig sem á það er litið er ekki hægt að ráða niðurlögum fjárlagahallans og skulda ríkisins nema hækka skatta. Þetta hefur Bill Clinton eflaust gert sér ljóst strax frá upp- hafi. Til að tryggja sér heimilis- fang í Hvíta húsinu var honum nauðugur einn kostur að heita skattalækkunum handa milli- stéttinni. Ef hann hefði ekki gert það væri George Bush líklega enn forseti. Eitt það fyrsta sem Clinlon gerir er að brjóta þetta loforð. Við ríkjandi kringum- stæður það eina sem hægt var að gera í stöðunni. Þessi gríðarmikla fælni við að greiða til samfélagsins, nánast af- neitun á að eitthvað sé til sem heitir samfélag og að það sé eitt- hvað meira en summa einstakl- inganna sem það mynda, er e.t.v. kjarninn í erfiðleikum Banda- ríkjamanna í dag. Eitthvert mikil- vægasta verkefni Clintons verður að sannfæra bandarísku þjóðina um að færa fórnir til að rétta af hallann og um kosti þess að við- urkenna tilvist samfélags. Eins og hann orðaði það svo ágætlega í innsetningarræðu sinni um dag- inn: „Það er ekkert óheilbrigt í USA sem ekki er hægt að leið- rétta með því sem er heilbrigt í USA“ („There is nothing wrong with America that can’t be put right with what’s right with Am- erica“). Hildarleikur Hillary Eitt af því sem enga bið þolir er að umbylta heilbrigðiskerfinu. USA býr við dýrasta og líklega óskilvirkasta heilbrigðiskerfi á Vesturlöndum. Kerfið er að miklu leyti einkavætt. Flestir eru sammála um að umbreytingarnar verði mikill hildarleikurog flestir muni koma sárir úr þeim leik. Það vekur því meiri athygli en ella að Hillary Rodhant Clinton forsetafrú tekur að sér aðalhlut- verkið. Hlutverkið verður eflaust afar vanþakklátt. Líklega er þetta enn ein staðfestingin á skörung- sskap Hillary Rodham Clinton. Það er svo efni í langt mál að lýsa viðbrögðum fólks við forseta- frúnni nýju. Henni er gjarnan líkt við Eleanor Roosevelt sem lét að sér kveða við misjafnar undir- tektir á sínum tíma. Víst er að frú Clinton verður virk í stefnumót- un Hvíta hússins og líklega hefur hún hringt inn nýja tíma þannig að hugmyndin um konu sem for- seta USA í náinni framtíð fær byr undir vængi. Sumum finnst hug- myndin um hjón sem stjórnendur beinlínis truflandi og benda á að Hillary hali ekki verið kosin heldur bóndi hennar. Spurningin er hvort það sé ekki einmitt á hinn veginn að þjóðin hafi kosið milli tveggja hjóna og hvort það hafi í raun ekki alltaf verið svo. Eiginkona forsetans hljóti alltaf að vera áhrifamikil hvort sem hún sýni það opinberlega eða ekki. Það sem er nýtt er áberandi sjálfsöryggi nýju forsetafrúarinn- ar og það hefur valdið vissum taugatitringi. Að einu leyti fer ekki milli

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.