Vikublaðið


Vikublaðið - 18.03.1993, Síða 10

Vikublaðið - 18.03.1993, Síða 10
18 A I |/f t j,T \A j /j 3 FJOLMIÐLAR VIKUBLAÐIÐ 18. mars 1993 TONLEIKAR -Gul áskriftarröð- Háskólabíói fimmtudaginn 25. mars kl. 20.00 Hljómsveitarstj.: Avi Ostrowskíj Einleikari: Maarten van der Valk slagverksleikari EFNISSKRÁ Jón Nordal: Langnœtti André Jolivet: Konsert f. slagverk og hljómsveit Johannes Brahms: Sinfónía nr. 4 í e-moll Miöasala fer fram alla virka daga á skrifstofu hljómsveitarinnar í Háskólabíói og viö innganginn viö upphaf tónleika SINFÓNÍUHUÓMSVEIT ÍSLANDS Háskólabíói við Hagatorg. Sími 622255. Greiöslukortaþjónusta. NÖATÚN - íykkar hverfi! ÓDÝRT í helgarmatinn! Kjúklingar OQft, Lambahryggir % - pr.kg. 499 Hrossabjúgu K.Þ. -Nóatúni 17 - S. 617000 Hamraborg 14, Kóp.- S. 43888 Rofabæ 39 - S. 671200 Þverholti 6, Mos. - S. 666656 Laugavegi 116 - S.23456 Furugrund 3, Kóp.- S.42062 Kenneth Starck: í jjölmiðlum fara frelsi og ábyrgð saman en eru ekki andstœður. Skem mtifréttamen nska er hættuleg lýðræðinu Páll Vilhjálmsson Það er ekkert leyndarmál hvers vegna fréttastjóra NBC var sagt upp störfum. Hann bar höfuðábyrgð á nýjasta .„skemmtifrétta-hneykslinu". Fréttadeildin hafði gert heimild- armynd um slysahættuna af pallbílum frá General Motors og sýnt í fréttaþættinum Dateline. Gögn lágu fyrir sem sýndu að við árekstur væri mikil hætta á að kviknaði í bflunum. Það var einn hængur á og hann var sá að sjónvarpsstöðina vantaði mynd- skeið sem sýndi að við árekstur kviknaði í pallbflunum. Frétta- deildin var með efni sem upp- fyllti öll skilyrði til að verða góð frétt, nema eitt; án sjónrænnar framsetningar var fréttin leiðin- leg, samkvæmt skilgreiningu bandarískra sjónvarpsmanna. Og til að fá meiri spennu í frétt- ina var ákveðið að sviðsetja árekstur. Pallbfll var keyptur og hann útbúinn þannig af tækni- mönnum að það kviknaði ör- ugglega í honum við klessu- keyrslu. NBC var komin með dúndur frétt. Meinið er að fréttin var að hluta til tilbúningur. Forstjórar bflafyrirtækisins höfðuðu mál á hendur NBC og í fjölmiðlafár- inu sem fylgdi snerust vopnin í höndum sjónvarpsstöðvarinnar og heimildarmyndin hlaut al- -—fnrHípmineu. Michael UiCllllU MMM—-----0. Gartner fréttastjóri missti starfið og Kenneth Starck varð að út- vega annan ræðumann í kvöld- verðarboð blaðamannadeildar háskólans í Iowa. Það tókst og á fimmtudag í síðustu viku var Starck mættur til að halda fyrsta fyrirlesturinn á námskeiði Sigrúnar Stefáns- dóttur lektors í hagnýtri fjöl- miðlun, en Sigrún skipuleggur heimsóknina. Starck hefur hvorttveggja starfað sem blaða- maður og kennt fagið í þrem þjóðlöndum: Bandarikjunum, Kína og Finnlandi. Ástæðan fyr- ir því að hann er hingað kominn er sú að fyrir nokkrum árum var Þorbjöm Broddason, dósent við félagsvísindadeild og upphafs- maður að fjölmiðlakennslu við Háskólann, á ferð í Iowa og mæltist til þess að Starck kæmi til Islands. Eftir fyrirlesturinn á fimmtu- daginn, sem fjallaði um aðferðir blaðamanna við upplýsingaöfl- un, fengum við Starck til að ræða þróun bandarískrar blaða- mennsku. Fréttir og peningar Talið barst fljótlega að vand- ræðunum sem NBC sjónvarps- , stöðin rataði í nýlega. Starck sagði að það hefðu verið regin mistök að sviðsetja slys með ‘pallbíl, sérútbúinn til að verða að eldhafi, því að sjónvarpsstöð- í vikunni áður en Kenneth Starck hélt til Is- lands í því skyni að halda nokkra fyrirlestra við Háskólann hringdi til hans Michael Gartner fréttastjóri NBC sjónvarpsstöðvarinn- ar. Gartner sagðist ekki geta mætt í árlegt kvöldverðarboð blaðamannadeildarinnar við lowa háskóia, sem Starck veitir forstöðu, en Gartner hafði fyrir mörgum mánuðum sam- þykkt að vera heiðursgestur kvöldsins. Og ástæðan? Gartner var nýbúinn að missa vinn- una og starfslokasamningurinn kvað á um að opinberlega segði hann ekki aukatekið orð um ástæðuna fyrir uppsögninni. Gartner fannst ómögulegt að mæta þegar hann mátti ekki segja það sem allir vildu heyra. in hafði haft gögn sem sýndu að þessi framleiðsla General Mot- ors væri hættuleg. Hann rifjaði upp að skemmtifréttamennska, sem Bandaríkjamenn kalla „entertainment news“, er eink- um tengd við sjónvarpsmiðilinn en síður við aðra fjölmiðla. - Á fyrstu áratugum sjón- varpsins var litið á fréttir sem nauðsynlega þjónustu sem sjón- varpsstöðvamar veittu fremur af þegnskyldu en vegna þess að þær sæju peninga í því að halda úti fréttatímum. Það voru aðrir dagskrárliðir sem áttu að skila sjónvarpsstöðvunum auglýs- ingatekjum. Á síðustu árum hef- ur þetta breyst, fréttatímar og sérstakir fréttaþættir eru orðnir * * * Larrl að mikilvægn tekjunnu. /A.11^1 oi- an í fréttum hefur breyst vegna þessa. í sjónvarpi þykja fréttir ekki standa undir nafni nema þeim fylgi myndrænt efni, og það takmarkar miðilinn óskap- lega, segir Starck. Starck telur að fjölmiðlar á Norðurlöndum standi frammi fyrir verulegum breytingum á fjölmiðlakerfi sínu í kjölfar þess að ljósvakamiðlum fjölgar. Fjöl- miðlakerfið á Norðurlöndum hefur verið byggt upp á áþekkan hátt. Til skamms tíma var ríkis- einokun á ljósvakamiðlum og dagblaðaútgáfa fjölskrúðug. Aukið framboð af sjónvarpsefni dregur úr útbreiðslu dagblaða, þau komast í fjárhagsvandræði og þeim fækkar. - Sjónvarpið hefur tilhneig- ingu til að leita að lægsta sam- nefnaranum sem veldur því að umfjöllun sem höfðar tii af- markaðra hópa er fórnað fyrir efni sem hverjusinni dregur sem flesta að skjánum. Reynslan í Bandaríkjunum er að dagblöð eiga undir högg að sækja þegar sjónvarpsstöðvum fjölgar. Dag- blöð gegna mikilvægu hiutverki við að upplýsa almenning í lýð- ræðisþjóðfélagi og sjónvarpið getur ekki • komið í stáðinn. Sjónvarpið höfðar meira til til- finninganna og gerir fólk að óvirkum áhorfendum. Skrifaða ' orðið er aftur á móti til þess fall- ið að fá fólk til að hugsa og taka þátt. Ég er hræddur við samfélag sem er algjörlega háð sjónvarpi og útvarpi með upplýsingar, segir Starck. Viðbrögð dagblaða við vexti ljósvakamiðla hafa verið þau að leggja meiri áherslu á ítariegri fréttir þar sem atburðir líðandi stundar eru settir í samhengi og mikilvægi þeirra útskýrt. Blaða- mennska af þessu tagi var lengi vel umdeild í Bandaríkjunum. Gagnrýnendur sögðu að blaða- menn ættu að halda sig við stað- reyndir en ekki túlka þær, nema þá á leiðarasíðum dagblaða. Aðrir færðu rök fyrir því að staðreyndir einar sér gæfu oft villandi mynd af atburðum og þessi hefð væri misnotuð af cnwf-"-*;Hurn einstaklingum sem hefðu aðgang umfram aðra að fjölmiðlum. Skýrasta dæmið um slíka misnotkun er herferð öldungadeildarþingmannsins Joseph McCarthy gegn meintum kommúnistum í Bandaríkjunum á sjötta áratugnum. McCarthy notaði þá aðferð að væna nafn- greinda einstaklinga um komm- únistasamúð sem fjölmiðlar greindu frá án þess að ganga úr skugga um sannleiksgildi orða þingmannsins. Þannig atvikaðist það að ákveðin hefð í bandarísk- um fjölmiðlum, hlutlægur fréttaflutningur (objective reporting), var notuð af óvönd- uðum mönnum til persónuof- sókna. Án þessarar hefðar er ós- ennilegt að McCarthy-isminn hefði orðið slíkt vandamál sem raun varð á. Starck segir umræðuna í Bandaríkjunum um hlutlæga fréttamennsku hafa fjarað út. - Blaðamenn komast ekki hjá því að beita dómgreindinni og það er ekkert til sem heitir hlutlægar fréttir. Það eru önnur markmið sem blaðamenn setja sér; að fréttirnar séu ítarlega unnar á sanngjarnan og ná- kvæman hátt. Norrænir fjölmiðlar sýna meiri ábyrgð Starck fékk tækifæri til að bera saman fjölmiðla á Norður- löndum og Bandaríkjunum þar sem hann kenndi blaðamennsku um hríð í Finnlandi. Hann segir norræna fjölmiðla sýna meiri samfélagslega ábyrgð en þá bandarísku. - Bandarískir stjómendur fjölmiðla segja fyrstu skyldu sína að þéna peninga því án þeirra sé ekki hægt að nýta prentfrelsið. Dæmi um ábyrgðartilfinn- ingu norrænna fjölmiðla, segir Starck, er að víða á Norðurlönd- um tíðkast að skipaður sé sér- stakur umboðsmaður á dagblöð- um til að gæta hagsmuna les- enda. Þá em siðanefndir blaðamanna starfandi á Norður- löndum, en tilraunir til að setja á laggimar siðanefndir í Banda- ríkjunum hafa mistekist. Starck tók þátt í rannsókn í Bandaríkjunum þar sem nokk- urs konar siðanefndir voru settar á laggimar með þátttöku al- mennings og ritstjóra og blaða- manna í viðkomandi bæjarfé- lagi. Almenningur fékk tækifæri til að ræða við útgefendur og blaðamenn um það efni sem birtist í fjölmiðlum. Fjölmiðla- fólk tók því misjafnlega að vera með í rannsókninni, en að sögn Starcks höfðu sumir blaðamenn og ritstjórar orð á því að þeir hefðu haft mjög gott af því að heyra fólk segja álit sitt á efni blaðsins sem þeir störfuðu við. - Einn lærdómur af þessari rannsókn er sá að frelsi og ---- °n prn pkki ábyrgo iara síuuoh, bll VI V. - andstæður eins og margir virð- ast halda, segir Starck. Starck er gagnrýninn á banda- ríska fjölmiðla en hann sér líka marga kosti þeirra. Ekki síst varð vera hans í Kína til þess að hann mat frelsi fjölmiðla í Bandaríkjunum meira en áður. Starck var í Kína þegar stúdent- ar mótmæltu yfirvöldum á Torgi hins himneska friðar. - Yfirvöld í Kína héldu að mótmælin myndu leggjast af ef þess yrði gætt að ekkert birtist um andófið í fjölmiðlum, segir Starck. Sú skilgreining á dagblaði sem Starck er hvað hrifnastur af er „dagblað er samfélag sem ræðir við sjálft sig.“ Hann segir bandarísk dagblöð hafa á síð- ustu árum lagt aukna áherslu á samfélagslegt hlutverk sitt með því að fjalla meira um nánasta umhverfi lesenda sinna, íbúða- hverfið og bæjarfélagið, á kostn- að frétta af alríkisstjórninni í Washington og erlendra frétta. Blöðin hafa gert átak til að fá lesendur til að skrifa greinar og jafnvel komið á fót nefndum les- enda sem eru ritstjórnum til halds og trausts. Þessi þróun vegur á móti skemmtifréttamennsku ijós- vakámiðlanna og Starck er von- góður um það að frjáls og ábýrg fjölmiðlun eigi sér framtíð.

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.