Vikublaðið - 18.03.1993, Blaðsíða 12
VIKUBIAÐIÐ ♦
«1. TOLUBLAÐ 2 ÁRGANGUR 18 MARS 1993
ÞREFALDUR 1. vinningur
Sundlaug Glerárskóla
Gallar
Sundlaug Glerárskóla á Akureyri átti langa og erfiða með-
göngu og fæðingu eftir enn lengri og erfiðari tilraunir til
getnaðar. En engum skyldi detta í hug að lífdagar laugarinn-
ar hafi verið þrautaminni en það sem á undan var gengið.
á galla ofan
Konráð Gunnarsson sundlaugarvörður stendur liér við vegg sein jlísarnar hafa hrunið af. Þessi skemmd er hreinasta smárœði við hlið-
ina á öðrum göllum sem fram hafa komið í sundlauginni, enöi er liennar ekki einu sinni getið í bókun íþróttaráðs. Mynd: Yngvi Kjart-
Yngvi Kjartansson
Bygging sundlaugar í Glerár-
hverfi var kosningamál í tvenn-
um, ef ekki þrennum bæjarstjóm-
arkosningum á Akureyri og flest-
ir flokkar með byggingu laugar-
innar á stefnuskrá sinni. Engu að
síður dróst það lengi að nokkuð
yrði úr verki og það var ekki fyrr
en eftir bæjarstjórnarkosningam-
ar 1986 að hafist var handa um
byggingu laugarinnar. Bygging-
arverktakinn sem fenginn var til
verksins hét Híbýli hf. og var á
þeim tíma kominn í alvarlega
rekstrarerfiðleika og varð gjald-
þrota áður en vcrkinu lauk. Þess
má geta að einn aðaleigenda Hí-
býla var Gísli Bragi Hjartarson
múrarameistari, en hann var kos-
inn bæjarfulltrúi Alþýðuflokks-
ins í miklum kosningasigri
flokksins í bæjarstjómarkosning-
unum 1986 og sat einnig í íþrótta-
ráði bæjarins á þessum tíma.
Ekki var mikið eftir af verkinu
þegar Híbýli fóru á hausinn. Aðr-
ir vom fengnir til að ljúka bygg-
ingu laugarinnar og var hún tekin
í notkun í mars 1990. Síðan þá
hefur hver gallinn á fætur öðrum
komið í ljós og hefur sumt verið
lagfært en annað ekki.
NVi hefur íþróttaráð farið fram
á að gerð verði úttekt á göllum á
lauginni og að það verði jafn-
framt skoðað hver eða hverjir
beri ábyrgð á því sem aflaga hef-
ur farið. Á síðasta fundi sínum
samþykkti bæjarstjórn tillögu
íþróttaráðs um að Stefáni Stef-
ánssyni bæjarverkfræðingi og
Baldri Dýrfjörð bæjarlögmanni
verði falið að gera slíka úttekt.
í samþykkt íþróttaráðs, sem
samin var af formanni ráðsins,
Gunnari Jónssyni, segir m.a.:
„Síðan Sundlaug Glerárskóla var
tekin í notkun þann 20. janúar
1990 hafa komið í ljós allskonar
bilanir og gallar, sem kostað hef-
ur mikið fé og ómælda fyrirhöfn
að láta lagfæra. Þá hefur orðið að
loka sundlauginni í tvígang
vegna þessara hluta, í nokkra
daga í hvort skipti."
Gólfefni
Eitt af því sem kom fram fljót-
lega eftir að laugin var opnuð var
að gólfefni í búningsklefum losn-
aði upp og hefur nú verið skipt
um gólfefni á hluta gólfanna. Það
verk unnu starfsmenn efna-
verksmiðjunnar Sjafnar hf. á Ak-
ureyri og tók Sjöfn þátt í kostnaði
við endurbæturnar, en upphaf-
lega gólfefnið og lögnin á því var
keypt frá Sjöfn. Kostnaður bæj-
arins vegna þessara lagfæringa
var tæplega hálf milljón króna.
Rangt fúguefni
Sundlaugin er flísalögð. Uppi
á sundlaugarveggjunum er fúga
sem mikið mæðir á og er ýmist
blaut eða þurr. í verklýsingu var
tekið fram að þessi fúga skyldi
fyllt með sérstöku „epoxy“-efni
sem á að vera mjög slitstérkt.
Fyrirmælum í verklýsingu var
ekki fylgt heldur var annað efni
notað. Það kom síðan í ljós að
fúgan þoldi ekki álagið með
þeim afieiðingum að flfsar byrj-
uðu að losna. Þetta hefur nú verið
lagfært. Viðgerðin kostaði bæinn
tæplega hundrað þúsund krónur.
Hreinsikútar sprungu
Sérstakir hreinsikútar eru not-
aðir til að hreinsa vatnið í laug-
inni. Tveir slíkir kútar hafa
sprungið, að því er viröist vegna
hönnunargalla sem felst í því að
ekki var gert ráð fyrir öryggislok-
um á kútunum sem þar hefðu átt
að vera. Þessir kútar hafa verið
endurnýjaðir og settir á þá örygg-
islokar. Kostnaður við þessa við-
gerð var tæp hálf milljón. Öll
verkfræðihönnun, að undanskil-
inni rafiagnahönnun, var í hönd-
um Verkfræðistofu Sigurðar
Thoroddsens hf.
Rakaskemmdir í skápum
I verklýsingu er tekið fram að í
innréttingar í búningsklefum
skuli nota rakaþéttar spónaplötur,
og þarf kannski ekki að taka fram
af hverju. Þessu var ekki fylgt
heldur voru notaðar venjulegar
kantlímdar spónaplötur 'og eru
skápahillur farnar að láta veru-
lega á sjá af rakaskemmdum.
Spumingin er hvort kasta eigi
öllum innréttingum og smíða
nýjar, eða reyna að klastra í það
sem fyrir er. Ef fyrri leiðin yrði
valin og nýjar innréttingar úr
vönduðu efni keyptar myndi það
kosta um 3 milljónir króna, en ef
aðeins væri skipt um hillur
myndi það kosta nokkur hundruð
þúsund.
Aftur skal tekið fram að það
eru aðeins liðin þrjú ár síðan
sundlaugin var tekin í notkun. Og
ekki er allt talið enn.
Loftræstikerfi gallað
í ljós hafa komið miklir gallar
á loftræstikerfi hússins og hefur
Blikk- og tækniþjónustan á Ak-
ureyri gert úttekt á kerfinu og
komist að þeirri niðurstöðu að
viðgerð kosti um 700 þúsund
krónur.
Hver er ábyrgur?
Ágúst Berg, húsameistari Ak-
ureyrarbæjar, hafði eftirlit með
hönnun og framkvæmdum fyrir
hönd bæjarins. Hann segir að
hann hafi samþykkt að notað
væri annað efni en tiltekið var í
verklýsingu í fúgur á sundlaugar-
bökkum. Ástæðan hefði verið sú
að múrararnir sem lögðu flísarn-
ar hefðu ekki treyst sér til að
leggja „epoxy“-fúguna sem væri
mjög vandmeðfarin. Þess í stað
hefði verið valið efni sem menn
hefði talið sig hafa vissu fyrir að
þyldi það álag sem þarna væri.
Um hilluefnið í skápunum
segir Ágúst að þar hafi menn
ekki verið á einu máli um skil-
greininguna á orðinu ,,rakavarið“
og hann sé ekki tilbúinn að fallast
á að þar hafi verið vikið frá fyrir-
mælum hönnuða, sem eru arki-
tektarnir Gísli Kristinsson og
Páll Tómasson.
Gísli Kristinsson sagði í sam-
tali við Vikublaðið að það væri í
sínum huga enginn vafi á að efn-
ið sem valið var hefði ekki verið í
samræmi við verklýsingu.
Gísli sagði ennfremur að mik-
ið kapp hefði verið lagt á að gera
mannvirkið sem ódýrast í hönn-
un og byggingu og hefði það haft
sín áhrif á efnisval. Spurningin
sem eftir stendur er sú hvort það
hafi ekki verið dýrkeyptur sparn-
aður fyrir akureyrska skattgreið-
endur.
Kópavogsbúar! - Kynningaráskrift!
4* '
í tilefni af sérútgáfu VIKUBLAÐSINS fyrir Kópavog
býðst þeim Kópavogsbúum sem þess óska að fá blaðið
sent til kynningar í einn mánuð án endurgjalds.
Þeir Kópavogsbúar sem vilja notfæra sér þetta tilboð
vinsamlegast hafi samband við VIKUBLAÐIÐ
í síma 17500.
Nýjar leiðir að stefhumiðum
ungs félagshyggjufólks
Þegar spurt er um stefnumið ungs vinstra fólks í pólitík
myndu margir eflaust spyrja: Eru þau ekki alltaf sjálfum
sér lík? Er verið að ræða um að breyta stefnunni, taka ann-
an kúrs núna þegar grunnhugmyndir félagshyggjunnar
þurfa einmitt að slá í gegn?
Sigþrúóur Gunnarsdóttir
Einmitt þessar spurningar
hefur undanfarið borið á góma
þegar fólk heyrir af stofnun
samtaka ungs alþýðubandalag-
sfólks. Og það er ekki skrítið,
því vissulega er Æskulýðsfylk-
ingin enn til og sums staðar er
starfið meira að segja nokkuð
lífiegt. En fámenn er hún bless-
unin, og tilraunir til að ijölga fé-
lögum hennar ýmist ekki verið
gerðar eða runnið út í sandinn.
Þetta er alls ekkj nógu gott á
þessum tímum þegar ríkisstjórn-
in skellir orðalaust hverri kjara-
skerðingunni af annarri á ungt
fólk. Þá er þörfin fyrir öflug
ungmennasamtök á vinstri
vængnum mikil og jafnvel meiri
en oft áður. Það er líka ljóst að-
stór hópur ungs fólks hefur
áhuga á að starfa með eða í
tengslum við Alþýðubandalagið
þó að það hafi ekki verið sýni-
legt á síðustu misserum.
Þess vegna tókum við okkur
saman nokkur, sum úr. Fylking-
unni og önnur ekki, og hófum
undirbúning nýrra æskulýðs-
samtaka í tengslum við fiokk-
inn. Nýju samtökin, sem skulu
bera nafnið Verðandi, á að
stofna á landsvísu og inn í það
ganga þær fylkingar sem eru til
staðar auk einstaklinga um allt
land. Markmið samtakanna er
að vera opinn og lýðræðislegur
vettvangur fyrir róttæka umræðu
í anda jafnaðarstefnunnar og
sósíalismans um málefni er
varða ungt fólk. Til dæmis á að
stofna til málefnavinnu með það
fyrir augum að vekja nýjar hug-
myndir og koma fram aðgerðum
og breytingum.
Stofnfundur samtakanna
verður haldinn í Dagsbrúnar-
salnum, Lindargötu 9, laugar-
daginn 20. mars kl. 14:00. Þar
verður lagður grunnur að starfi
samtakanna, lög samþykkt,
stjórn kosin og fieira. Sérstakur
gestur fundarins verður Guð-
mundur Andri Thorsson sem fær
það vandasama verk að flytja
ungu vinstra fólki hvatningarorð
við upphaf starfsins. Áætluð
fundarlok eru fyrir kl. 17:00 en
þá er samt ekki allt búið. Um
kvöldið skal haldið í Rosenberg-
kjallararin við Austurstræti þar
sem fólki gefst tækifæri til að
spjalla saman um allt rriilli him-
ins og jarðar, láta skemmta sér
og skemmta öðrum. Sú dagskrá
hefst kl. 21:00 og stendur svo
lengi sem úthaldsmestu menn
endast!
Eg vil eindregið hvetja allt
vinstra fólk 16-35 ára til að
streyma á staðinn og láta til sín
taka frá upphafi. Við höfum
heldur betur verk að vinna!
Höfundur er nemi í KHÍ
og félagi í
Æskulýðsfylkingunni.