Vikublaðið


Vikublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 3

Vikublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 3
VTKUBLAÐIÐ 21. JANUAR 1994 3 SKRÍPALEIKUR í BANKAMÁLUM Síðustu dagana hefur þjóðin mátt horfa upp á kostulegan farsa í málefhum bankanna, einkum hvað snertir vaxtainálin og launakjör bankastjóra. Þeir hafa skipst á um að stela senunni hvor af öðrum forsætisráðherra og við- sldptaráðherra, sem hefur fundið blóðbragðið af því að það fer bemr í þjóðina að berja á bankastjórum en sjúklingum. Forsætisráðherra finnur lykt af hinu sama og virðist nú alveg hafa gleymt formúlunni um að þeirn mun óvinsælli sem ráðstafanir eru, þeim mun nauðsynlegri og réttari eru þær, en þetta var viðkvæðið hjá honum framan af, t.d. þegar verið var að réttlæta vaxtahækkanir vorið 1991 og útskýra óvinsældir stjórn- arinnar. Eg tel rétt að hyggja að nokkrum atriðum áður en þeir Davíð og Sig- hvatur verða teknir í dýrlingatölu fyrir afrek í vaxtamálum og hetju- skap í barátm við vonda banka- stjóra. Ferill ríkisstjórnarinn- ar í vaxtamálum Fyrrverandi ríkisstjórn, sú sem tók við efnahags- og atvinnumál- um í kaldakoli og svimandi háum vöxtum haustið 1988, háði harða glímu við að ná þeim niður. Það tókst ineð markvissum aðgerðum og úthaldi að ná vöxtum niður um l'/2 -2% stig. Eitt fyrsta verk nú- verandi ríkisstjórnar, sömu manna og nú hæla sér af vaxtalækkunum, var að hækka raunvaxtastigið í land- inu um svipaða tölu. Þar reið á vað- ið sjálfur fjámálaráðherrann með á- kvörðun um hækkun vaxta á ríkis- skuldabréfúm og auðvitað var markaðurinn, bankar og sjóðir ekki seinir á sér að fylgja á eftir. Það sem er að gerast nú er því ekki ann- að en það að ríkisstjórnin er að taka til baka þá vaxtahækkun sem hún sjálf stóð fyrir og með því auðvitað að viðurkenna mistök sín. Markaður og handafl Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar geistist fram á sjónarsviðið vorið 1991 undir merkjum stálgaddaðrar frjálshyggju og rökstuddi m.a. nauðsyn vaxtahækkunar þá með því að fyrri ríkisstjórn hefði ekki horfst í augu við staðreyndir markaðarins (og hækkaði svo vextina með handafli). Nú er hins vegar annað uppi á teningnum og handafli og hótun- um beitt á víxl. I haust var hótað erlenduin lántökum og nú er bankastjórum hótað brottrekstri. Hvar er þá markaðurinn? Hvar er þá samkeppnin milli lánastofn- ana? Hvar er ríkisstjórn sem forð- ast afskipti af því sem atvinnulífið og inarkaðurinn eiga að sjá um? . Kratar og bankamálin Einn kostulegasti þáttur þessara mála er frammistaða Alþýðuflokks- ins. Þar á bæ hafa ýmsir lengi séð ofsjónum yfir velgengni Jóhönnu Sigurðardóttur í skoðanakönnun- um, en Jóhanna beitir eins og kunnugt er „stjórnarandstöðuað- ferðinni" af mikilli kúnst. Hún er meira og ininna í andstöðu við eig- in ríkisstjóm, af og til að hóta þvf að hætta, alltaf pínd til að gera allt það sem óvinsælt er, en beitir sér fyrir hinu o.s.frv. Síðast en ekki síst heldur svo Jóhanna af og til hjart- næinar ræður uin það hvað ýmsir eigi nú bágt, hvað tekjuskiptíngin sé óréttlát, atvinnuleysið mikið, erfiðleikar húsbyggjenda yfirþyrm- andi o.s.frv. A það er hins vegar ekkert minnst í slíkum ræðum að sama Jóhanna hefúr verið félagsvwlaráðheiTa í nærfelit 7 ár og flest þessi mál hej'ra undir hennar ráðuneyti og úrbæmr hafa átt að vera í hennar verkahring. Nú beitir Sighvamr sömu tækni í bankamálunum. Það er ekki að heyra að bankamál hafi heyrt undir Alþýðuflokkinn síðan 1987. Sökudólgarnir em allir aðrir en hann og hans flokkur, ýmist banka- ráðin, bankastjórarnir, lífeyrissjóð- irnir eða Afþingi (meirihluti þess stendur að vísu á bak við ríkis- stjórnina en hver inan eftir því?). Þegar það hentar er viðskiptaráð- herrann svo allt í einu algerlega valdalaus. Það á t.d. við þegar kem- ur að launakjörum bankastjóra, sem verið hafa lítið breytt öll þau ár sem Alþýðuflokkurinn hefúr far- ið með bankamálin. Þetta sama valdaleysi viðskiptaráðherra kom í veg fyrir að nokkuð væri hægt að gera í jeppakaupunum og vora þó allar þrjár höfuðpersónur verksins eðalkratar, þ.e. Jón Sigurðsson seðlabankastjóri og fráfarandi ráð- herra Alþýðuflokksins, Agúst Ein- arsson formaður bankaráðsins og Sighvamr Björgvinsson banka- málaráðherra. Alþýðuflokkurinn var samt algerlega saklaus og Sig- hvamr sló sig til riddara með því að berja í borðið og heimta upplýsing- ar um bílaffíðindi sem viðgengist höfðu undir handarjaðri Alþýð- flokksins s.l. ár. Sama valdaleysi hefúr sennilega háð Alþýðuflokknum þegar kom að því að reka Jóhannes Nordal og standa þannig við margendurtekn- asta kosningaloforð aldarinnar, sem Jón Baldvin fór með á 100 funduin. Svo vildi að vísu til að í framhaldinu fór Alþýðuflokkurinn „Davíð Oddsson er nú genginn til liðs við þá sem gera hankastjóra að blóraböggli fyrir allt sem tniðurfer viðstjóm efnahagsmála.“ Jóhannes Nordal ogjón Sigurðsson fv. bankaráðherra. „Pað er ekki að heyra að bankamál hafi heyrt undir Alþýðu- flokkinn síðan 1987,“ segir Steingrímur J. Sigfússon m.a. t þessari grein þar sem hann gagnrýnir Sighvat Björg- vinsson fyrír upphlaupið t bankamálunum „um leið og ráðning næstu jlokksg.t»<)i/tgaer undirbúin í Seðlabankann. “. beint inn í ríkisstjórn og fékk bankainál í sinn hlut, en Jóhannes lét samt ekki af störfum fyrr en nú fyrir skemmsm og þá að eigin ósk. Valdaleysi er hins vegar ekki fyrir að fara hjá Alþýðuflokknum þegar ráða þarf krata sem bankastjóra og forstjóra, skipa sendiherra o.s.frv. Upphlaupið út af launum banka- stjóranna er af nákvæmlega sama toga. Alþýðuflokkurinn hefur ekki hreyft við þeim máluin þau hart- nær 7 ár sem hann hefur farið með bankamál. Ohófslaun toppanna í bankakerfinu hafa verið á allra vör- um og því beinlínis grátbroslegt að viðskiptaráðherra krata skuli slá sig til riddara út á það eitt að láta taka saman upplýsingar um málið, um leið og hann flýtir sér að bæta því við að hann hafi hins vegar ekki vald til að gera neitt í því. Ja svei. Vissu ráðherramir um væntanlega vaxtalækk- un? Sterkar vísbendingar hafa komið fram um að forsætis- og viðskipta- ráðherra hafi haft vimeskju um væntanlega lækkun nafnvaxta í bankakerfinu, þegar þeir hlupu upp og tóku að úthrópa bankana og þó einkum bankastjórana fyrir að lækka ekld vexti. Fréttir vora þegar komnar af því að sparisjóðimir hugðust lækka vexti, formaður bankaráðs Búnaðarbankans hefur upplýst að vaxtalækkun hafi þegar verið komin á dagskrá og til um- ræðu í þeim banka og svipaða sögu segja heiinildarmenn úr fleiri bönkum. Auðvitað hafa vextir á Islandi Steingrímur J. Sigfússon verið óþolandi háir um árabil og auðvitað gengið allt of hægt að ná þeim niður, ekki síst í bankakerf- inu, nú sem endranær, en ríkis- stjómin sem sjálf reið á vaðið með vaxtahækkunuin kastar nú steinuin úr glerhúsi, jafiivel þó að banka- kerfið eigi í hlut, en það á sér sem kunnugt er fáa formælendur. Hvorutveggja þörfin á - og for- sendur fyrir - stórlækkun vaxta hafá lengi verið fyrir hendi. Hér hefúr verið mikill samdrátmr í efhahagslífinu og vaxandi atvinnu- leysi. Fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki þannig að ekki er þensl- unni fyrir að fara. Það var jafnljóst vorið 1991 eins og það er nú að fátt komi skuldsettum fyrirtækjuin og heimilium bemr en lágir vextir og mikil nauðsyn væri að örva fjárfest- ingar. Hinn sívinsæli blóra- böggull Ymsir stjórnmálamenn hafa gegnum tíðina iðkað þann ódýra leik að gera bankana eða banka- stjórana að blórabögglum fyrir allt sem iniður fer í peningamálum og jafiivel vandamálum atvinnulífsins. A slíku plani voru uminæli utanrík- isráðherra um að reka nefndan seðlabankastjóra, ummæli hans um blýantsnag og annarra um ffia- beinsturn. Davíð Oddsson gengur nú í þennan kór. Auðvitað er einhæft og að mörgu leyti veikt og vanþróað banka- og peningakerfi eitt af vandamálum íslensks efhahags- kerfis. Okurháir vextir hafa hvflt sem mara á atvinnurekstri og heimilum, en upphlaup af því tagi sem forystumenn ríkisstjómarinn- ar hafa nú staðið fyrir færir okkur ekki hænufeti nær lausn þess vanda. Hinn undirliggjandi vandi liggur í veiku og óhagkvæmu bankakerfi og gífurlega skuldsetm atvinnulífi og heimilum, ástand sem háir vext- ir hafa auðvitað gert illt verra. Lækkun vaxta nú er að sjálfsögðu fagnaðarefni, en er of lítil og kem- ur of seint fyrir marga. Ohag- kvæmur reksmr lítilla eininga og gífurlegar afskriftir hafa kallað á mikinn vaxtamun sem bankarnir hafa tekið sér undanfarin ár í nokkra skjóli af verðbólgu og mjög háuin vöxmm. Þessi undirliggjandi vandi gufar því miður ekki upp með lægri vöxtum og minni vaxta- mun. Lægri vextir munu minnka afskriftaþörf þegar frá líður, en í byrjun mun vandinn fyrst og fremst flytjast til og þá yfir í hærri þjónustugjöld og/eða lakari af- komu bankanna. Bankarnir hafa hinsvegar lítið tapþol og liggja flestir aðeins skammt ofirn við við- urkennd og nú lögbundin eigin- fjárlágmörk. Hin eiginlega lækning felst í því að bæta afkomu viðsldptavina bankakerfisins og um leið mögu- leika þeirra til að endurgreiða lán sín og bera þann kostnað sem lán- tökunni er samfara. Ríkisstjórn sem hefur stórskert lífskjör í land- inu og er ineð allt niðrum sig í at- vinnumálum verðskuldar því litla aðdáun fyrir innihaldslaust upp- hlaup um launamál bankastjóra og hótanir um að reka þá, um leið og ráðning næstu flokksgæðinga er undirbúin í þríhöfðaðan Seðla- bankann. Er það líka í sparnaðar- skyni? Minnumst þess einnig að lokum að því miður hefur sáralítið dregið saman með vaxtastiginu hér á landi og í öðrum vestrænum ríkjum. Að svo miklu leyti sem hér er um að ræða einhverja raunvaxtalækkun, gerir hún ekki betur en halda í við umtalsverða lækkun vaxta í flestum löndum hins vestræna heims sem orðið hefur undanfarin misseri. Höfundur er þingmaður Al- þýðubandalagsins fyrir Norð- urland vestra og varaformað- ur flokksins. Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatnamálastjór- ans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í gatnagerð í Borgar- holti. Verkið nefnist: Strandvegur - Borgarvegur. Helstu magntöiur eru: Uppúrtekt u.þ.b. 7.000 m3 Fylling - 21.000 m3 Regnvatnslagnir - 300 m Púkk undir malbik - 7.500 m2 Klæðning vegaxla - 4.600 m2 Frágangur vegfláa - 7.000 m2 Verkinu skal lokið fyrir 1. ágúst 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 18. janúar 1994, gegn kr. 10.000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 27. janúar 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.