Vikublaðið


Vikublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 8

Vikublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 8
Sveitarstjóriiariiiáliii 8 VIKUBLAÐIÐ 21. JANÚAR 1994 Er jafnrétti meira á Akureyri en annars staðar? Bæjarstjóm Akureyrar samþykkti á síðasta ári aðra jafnréttisáætlun sína sem gildir til 1997. Mark- miðið með henni er meðal annars gert ráð fyrir að stofiianir og fyrirtæki bæj- arins geri sínar eigin áætlanir þar sem gerð er grein fyrir hvemig þau ætli að framfylgja jafhréttisáætlun bæjarins. Frá 1991 hefur sérstakur jafiiréttisfull- trúi starfað hjá bænum og mun svo verða áfram. Að þessu Ieyti er Akureryi er í fararbroddi ef litið er til annarra sveitarfélaga. Jafnrétti í bœjarfélaginu sjalfu „Stærsta breytingin á nýju áætluninni er sú að hin fyrri beindist eingöngu að starfs- mannamálum og bæjarkerfinu,“ segir Val- gerður H. Bjarnadóttir, jafnréttis- og fræðslufulltrúi Akureyrarbæjar. „Nýja áætlunin fjallar ítarlegar um þau mál en snýr einnig að jafhrétti í bæjarféiag- inu sjálfu. Með nýjum jafnréttislögum 1991 var sveitarfélögum með 500 íbúa eða fleiri gert skylt að koma á fót jafhréttis- nefndum. Þeim er ætlað að hafa frumkvæði í jafnréttismálum í bæjarfélögunum. A þessum lögum er áædunin byggð. Sá „mis- skilningur" ríktí að jafhréttisnefhdin ætti eingöngu að fást við jafnrétti í bæjarkerf- inu en hún er svipuð nefnd og félagsmáia- ráð eða atvinnumálanefnd sem vinnur að málum bæjarfélagsins fyrir hönd bæjar- kerfisins. Bæjarkerfið getur svo valið að vera fyrir- mynd og það höfum við ákveðið að vera. Þess vegna verður starf jafnréttisfulltrúa og jafnréttisnefttdar mikilvægt innan kerfis- ins.“ ' Grundvallaratriði að veita jjármagni til jafnréttisnefnd- ar Valgerður segir það mjög mikilvægt í nýju áætluninni að þar sé leitast við að virkja og styrkja konur hvar sem þær standa í valdakerfinu. „Við getum hamast við það næstu tuttugu árin að ná helmings hlutfalli kvenna í deildarstjórastöðum og með- al bæjarfulltra og það verður mikilvægur árangur þegar það tekst.“ Hún telur það þó ekki síður mikilvægt að ná til þeirra kvenna sem eru í neðsta lagi valdapíramídans Athygli launagreiðenda og launþega er vakin á því að breyttar reglur varðandi dagpeninga sem halda má utan staðgreiðslu taka gildi við staðgreiðslu á árinu 1994. Hjá launþegum sem ferðast á vegum vinnuveitanda á árinu 1994 og fá greidda dagpeninga er heimilt að halda utan staðgreiðslu dagpeningum samkvæmt skattmati ríkisskattstjóra, sbr. þó eftirfarandi takmarkanir. Dagslerðir Ef dagpeningar eru greiddir vegna dagsferða innanlands er heimilt að halda utan staðgreiðslu fjárhæð sem nemur hálfu fæði á dag vegna ferðar sem stendur yfir minnst 6 klst. eða fjárhæð sem nemur heilsdagsfæði fyrir hverja ferð sem stendur yfir minnst 10 klst. Ekki er heimilt að halda utan staðgreiðslu dagpeningum samkvæmt framansögðu fyrir fleiri ferðir en 30 á árinu 1994. Þegar gisting fylgir ferðalagi Fyrir hvern dag sem dagpeningagreiðslur fara fram yfir 30 daga lækkar sú fjárhæð sem halda má utan staðgreiðslu sem nemur 723 kr. á dag. Gildir þessi regla hvort sem um er að ræða dagpeninga erlendis eða innanlands. Breytingin frá áður gildandi reglum er sú að ekki er lengur miðað við að ferð vari lengur en í 30 daga samfellt. m RÍKISSKATTSTJ ÓRI „Fólk áttar sig á því aðjafnréttismál eru mikilvæg og ekki bara barátta milli kynjanna heldur er þetta barátta beggja kynjafyrir betra bæjarfélagi og betra lífi, “ segir Valgerður K. Bjarnadóttir. „Viðhöfum séðþaðá undanfómum árum að réttindi sem við álitum sjálfsögð hafa auðveldlega verið afnumin. Það sem einu sinni hefur áunnist þarf alltaf að verja, “ segir Sigríður Stefánsdóttir. „Deildum bæjarins er gert skylt aðgera sérstaka áællun til hvers árs þar sem þeir tilgreina hvemigþær ætla að stuðla að jafhrétti t sinni stofiiun eða deild, “ segir Hugrán Sig- mundsdóttir og auka áhrif þeirra. Með því er píramíd- inn flattur út í stað þess að sífellt sé reynt að hjálpa konum að klífa hann. I jaíhréttísáætluninni er gert ráð fyrir námskeiðahaldi og á næstunni verður t.d. haldið námskeið fyrir konur um sveitar- stjórnarmál til að auðvelda þeim þátttöku í þeim. Sigríður Stefánsdóttír, formaður bæjar- ráðs, segir það verða að fara saman að auka hlutfall kvenna í valdastöðum og auka áhrif þeirra sem ekki eru í valdastöðum. Konur eru meirihluti bæjarstarfsmanna en flestar áhrifalausar. „Til þess að jafnréttisnefndir hafi áhrif er grundvallaratriði að það sé viðurkennt að þær þurfi fjármagn,“ segir Sigríður. „Lagaákvæði er ekki nóg og það dugar ekki að kjósa bara jafnréttisnefnd því það er dýrt t.d. að halda námskeið, gera kannanir og ráða starfsmenn. Eg held að margir gætu lært af okkur hvað þetta varð- ar. Við höfum varið meira fé en önnur sveitarfélög til jafnréttismála. Hins vegar gerist ekkert án áhugasamra einstaklinga. Hjá Reykjavíkurborg svo dæmi sé tekið er virk jafnréttisnefhd en hún virðist ekki ná í gegn í borgarstjórn.“ „Konur í borgarstjórn Reykjavíkur hafa ekki jafh sterka stöðu og við hér því þær eru ekki margar í meirihlutanum,“ segir Valgerður. „Hér höfðu konur miklu sterk- ari stöðu þegar jafnréttisumræðan fór af stað. Kona var forseti bæjarstjórnar og við vorum um tíma meirihluti bæjarstjórnar.“ Hugrún Sigmundsdóttir, formaður jafn- réttisnefndar Akureyrar, segir mikinn áhuga á nýju jafnréttisáætíuninni og marg- ir hafi hringt tii að fá hana senda, m.a. Reykjavíkurborg fyrir borgarfuiltrúa. Jafn- rétrisfulltrúi Akureyrarbæjar er eini jafn- réttisfulltrúinn á landinu og er mikið leitað frá öðrum bæjarfélögum og stofhunum til hennar svo að í raun sinnir fulltrúinn víð- tækara sviði en hún er ráðin til. I jafnréttis- lögum frá 1991 er heimilað að ráðinn verði jafnréttisfulltrúi á vegum ríkisins en ekkert hefur verið gert í því og staðan hefur ekki verið auglýst. Þrettán ára saga jafiiréttis- starfs hjá Akureyrarbæ Valgerður H. Bjarnadóttir segir að það þurfi að leita allt aftur til ársins 1981 til að finna skýringar á sérstöðu Akureyrar í jafn- réttismálum. Þá var stofnuð jafnréttis- nefhd sem starfaði af krafti og þá fóru kon- ur á Akureyri að huga að stofnun kvenna- framboðs. I kosningunum 1982 fékk Kvennaframboðið 2 fulltrúa af 11 í bæjar- stjórn og konur úr öðrum flokkum komu inn í bæjarstjórn. Hluta þessa kjörtímabils voru konur í meirihluta innan bæjarstjórn- ar og jafhréttisnefhd bæjarins var mjög virk. Upp frá því var farið að ræða aðgerðir í jafhréttismáluin. 1989 var jafhréttisáætíun Akureyrar samþykkt í fyrsta sinn og þar var kveðið á um ráðningu jafhréttisfulltrúa, þess fyrsta á landinu. „Þeir eru óskaplega fáir núorðið sem leyfa sér að vera opinber- lega á móti jafhréttismálum, bæði í bæjar- stjórn og í bænurn," segir Valgerður. „Hluti af því er blekking en hér hefur ver- ið unnið það mikið að jafnréttismálum að fólk er farið að þekkja þá vinnu. Fólk áttar sig á því að jafhréttismál eru mikilvæg mál og ekki bara barátta milli kynjanna heldur er þetta barátta beggja kynja fyrir betra bæjarfélagi og betra lífi. Þá eru karlmenn eru orðnir töluvert virkir í umræðunni." Leyfa sér ekki lengur að vera opinberlega á móti jafnrétti Hugrún telur fyrri jafnréttisáætlunina hafa verið barn síns tíma. „Lengi vel var því ekki framfylgt að ráða jafnréttisfulltrúa og ég held að það hafi gert það að verkum að ekki var farið eins nákvæmlega eftir áætluninni og annars hefði verið.“ Sigríður telur það að hafa jafnréttisáætl- un, jafnréttisfulltrúa og starfandi jafhréttis- nefnd tryggja jafhréttisstarfið í sessi. „Bæj- arstjórn Akureyrar er ekki öll brennandi af

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.