Vikublaðið


Vikublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 21. JANÚAR 1994 9 rann Y O Brot úr jafnréttisáætlun Akureyrarbæjar 1993-1997 Markmið jafnréttisáætlunar- innar er að stuðla að jafn- ri stöðu kvenna og karla á Ak- ureyri og jöfnum möguleikum kynjanna til að nýta sér það lagalega jafnrétti sem er til staðar. Þetta á við hið marg- þætta líf: atvinnulíf, fjölskyldu- líf, menntun, félagslíf o.s.frv. Með tilvísun til 13. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er í þessari endurskoðuðu áætlun lögð áhersla á frumkvæði bæjaryf- irvalda til aðgerða sem hafa ofangreint markmið. Einnig er það markmið í sjálfu sér að flétta jafnrétt- ismálin þannig inn í starfsemi bæjarkerfisins og líf bæjarbúa að áætlun sem þessi verði að lokum óþörf. Aætlun þessi tekur annars vegar til stjórnkerfis Akur- eyrarbæjar og starfsmanna bæjarins og hins vegar til starfsemi og þjónustu sem bæjarstofnanir veita bæjarbú- um. Auk þess eru í áætluninni tilmæli til yfirvalda, stofnana og fyrirtækja sem eru óháð bæjarkerfinu. Iupphafi hvers árs geri deildir bæjarins, þar sem það á við, starfsáætlun í jafnréttismálum í samvinnu við jafnréttisfulltrúa og viðkomandi sviðsstjóra. Þar komi fram hvernig deildin hyggst vinna á grundvelli jafn- réttisáætlunarinnar. Þar er bæði átt við starfsmanna- stefnu hverrar deildar og starf- semi. Ymis konar námskeið í þeim tilgangi að jafna stöðu kynjanna, auka þekk- ingu á séreinkennum og mis- munun og bæta samskipti kynjanna skulu vera virkur þáttur í starfsemi jafnréttis- nefndar og annarra stofnana Akureyrarbæjar. Jafnréttisnefnd úthlutar ár hvert styrkjum til verkefna sem hafa það markmið að jafna stöðu kynjanna. Tilgang- urinn er að hverja bæjarbúa, félagasamtök, stofnanir og fyr- irtæki til virks jafnréttisstarfs. Starfsfólk Akureyrarbæjar skal eiga kost á sveigjan- legum vinnutíma, hlutastörfum eða annarri hagræðingu vinnutíma, þar sem því verður við komið. Þannig skal starfs- fólki auðveldað að samræma fjölskylduábyrgð og ábyrgð í starfi. Konum og körlum skal einnig gert kleift að minnka við sig vinnu tímabundið til að sinna fjölskylduábyrgð, s.s. umönnun barna og sjúkra fjölskyldumeðlima. áhuga á jafhréttísmálum frekar en almenningur úti í þjóðfélag- inu. Arangurinn er kannski fyrst og fremst að þeir sem hafa áhuga á að sinna jafhréttismálum geta það og bein andstaða er ekki lengur fyrir hendi. Þegar Val- gerður var ráðinn jafhréttís- fullrúi var það mjög mikilvægt. Hún hafði setíð í bæjarstjórn og unnið lengi að jafnréttísmálum. Þekkti bæði bæjarkerf- ið og fólkið sem er mikils virði í frum- kvöðulsstarfi eins og starf jafhréttisfulltrúá hefur þurft að vera.“ Jafnréttisáætl- un til hvers? „Eitt af því sem er nýtt í þessari áætlun er að deildum bæjarins er gert skylt að gera sér- staka áætlun tíl hvers árs þar sem þeir tíl- greina hvernig þær ætla að stuðla að jafn- rétti í sinni stofnun eða deild,“ segir Hugrún. „Þetta er liður í því að dreifa ábyrgðinni á jafnréttínu þannig að hún se ekki eingöngu á herðum jafhréttís- nefhdar.“ Jafnréttisáælunin mættí mun minni and- stöðu er hún var til umræðu í bæjarstjórn í haust en sú fyrri mættí á sínum tíma. „Þá var spurt hvort áætlunin væri ekki óþarfi og óframkvæmanleg og það kviknuðu spurn- ingar á öllum sviðum. Að lokum var málið sett í nefhd og eftír það náðist samkomulag um tillögur," segir Sigríð- ur. Nú var hafður ann- ar háttur á. Jafhréttís- nefhd sendi áætlunina til umsagnar tíl fjöl- margra innnan og utan bæjarkerfisins. Þetta gerði það að verkum að við afgreiðslu í bæjar- stjórn komu aðeins fáar smávægilegar athuga- semdir. Starf jafhréttisfull- trúa er hálf staða en Valgerður er jafnframt fræðslufulltrúi bæjar- ins. Fræðslufulltrúinn hefur með höndum námskeiðahald fyrir bæjarstarfsmenn. Upp- bygging námskeiða fyrir starfsfólk bæjarins hefur gjörbreyst og jafnréttisfræðsla er orðin einn þáttur allrar almennrar fræðslu, t.d. fyrir nýliða og stjórn- endur. Sigríður Stefáns- dóttir segir Iþrótta- og tómstundaráð vera gott dæmi um nefhd þar sem verkefni á jafhrétt- issviði blasi við. „Bær- inn veitir um áramótín þeim einstaklingum viðurkenningu sem hafa orðið Islands- meistarar á árinu. 1993 urðu 155 karlar frá Ak- ureyri Islandsmeistarar en 9 konur. „Þessi skiptíng sýnir að áherslur í íþrótta- og tómstunda- starfi þurfa að breytast.“ Fjöregg sem stöðugt tjoregg. þarfao g Bergþór Bjarnason 1 gæta Viðmælendur Vikublaðsins eru sammála um að launajafhrétti eigi langt í land á Akureyri eins og ann- ars staðar. Skýringarnar telja þær vera m.a. að konur eru rniklu færri í þeim stöðum sem hafa verið ntemar mikilvægar og eru vel laun- aðar. Valgerður segir hefðbundin kvennastörf oft einskorðuð við op- inber fyrirtæki. Karlastörf hjá opinberum aðil- um eiga sér hins vegar oft samsvör- uin á almennum markaði eins og störf tæknifræðinga og verkfræð- inga, en þeir hafa kannski notíð þess að geta fengið vinnu annars staðar ef launin hjá hinu opinbera eru ekki ásættanleg. Hugrún, Sigríður og Valgerður er sammála um að jafhréttið sé í hættu í kreppunni og sagan sýni að auðvelt sé að taka aftur það sem þegar hefur áunnist. „Við höfum séð það á undan- förnum árum að réttindi sem við áh'turn sjálfsögð hafa auðveldlega verið afnumin. Það sem einu sinni hefur áunnist þarf alltaf að verja,“ segir Sigríður Stefánsdóttír. ERTU MEÐ I HOPI ÞEIRRA BESTU! ÁVÖXTUN Á ÁRINU 1 993 Stærsti ve/ðbréfasjóður á Islandi Skamm - stofna Alþjó&asjóbur með eriend verbbréf Eignarskattsfrjáls sjóður meö ríkisverbbréf Skammtímasjóður Nafnávöxtun Raunávöxtun Frá upphafi hafa veröbréfasjóöir í umsjón Kaupþings hf. ávallt veriö í hópi bestu ávöxtunarleiöa á fjármagnsmarkaönum. Einingabréfin og Skammtímabréfin er hœgt aö innleysa hvenœr sem er. Til þess aö losna viö kostnab* þarf aö tilkynna innlausn á Einingabréfum 1, 2 og 3 meö 2ja mánaöa fyrirvara. Skammtímabréfin eru laus án kostnaöar eftir 30 daga frá kaupdegi. Einingabréf henta vel í reglulegan sparnaö. Bréfin fást hjá eftirtöldum aöilum: Kaupþingi hf., Kaupþingi Noröurlands hf., Sparisjóöunum og Búnaöarbanka íslands. * Mismunur á kaup- og sölugengi. * SPARISJÓÐIRNIR @BÚNAÐARBANKINN KAUPÞING HF Löggilt verbbréfafyrirtœki Kringlunni 5, sirni 689080 l eigu Búnaáarbanka íslands og sparisjóðantia FRAMTIÐARORYGGI I FJARMALUM

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.