Vikublaðið


Vikublaðið - 03.03.1994, Blaðsíða 8

Vikublaðið - 03.03.1994, Blaðsíða 8
8 VIKUBLAÐIÐ 3.MARS 1994 Stjómvöld í Peking reyndu ný- verið að koma í veg fyrir að í Hong Kong yrði sýnd heim- ildarmynd um fyrrverandi leiðtoga kommúnista í Kína, Maó-tse- Tung. Breska ríkisútvarpið, BBC, stendur að gerð myndarinnar sem íjallar hvorttveggja um einkalíf hins látna leiðtoga og hörmung- amar sem hann leiddi yfir þjóð sína. Meginlandskínverjar munu fá Hong Kong afhenta eftir þrjú ár frá Bretum og sú staðreynd fékk ýms- ar stofnanir í smáríkinu til að taka undir það með Pekingstjóminni að sýning heimildarmyndarinnar væri óheppileg. Það er vert að íhuga tilraun kín- verskra kommúnista til að koma í veg fyrir sýningu heimildarmyndarinnar í samhengi við orð sem Stefán F. Hjartarson formaður Félags íslenskra sagnfræðinga lét falla á ráðstefnunni Sagan og samtíminn, ráðstefna um söguskoðun Islendinga sem haldin var J 9. febrúar síðasdiðinn á Kornhlöðu- loftínu við Bankastræti í Reykjavík. Stefán sagði undir lok ráðstefnunnar - þegar talið barst loks að sjálfii tilefni samkomunnar, sjónvarpsþáttunum Þjóð í hlekkjum hugarfarsins - að ekki fyrr en sagnfræðingar fengju vald yfir sagnfræðilegri heimildarmyndargerð væri hægt að koma í veg fyrir sögu- fölsun hliðstæða þeirri sem er að finna í nefndum sjónvarpsþáttum. Frásögnin um ritskoðunartilburði kínversku stjórnarherranna er fengin úr Far Eastern Economic Review og þar kemur ekki fram nákvæmlega hvað eftirmenn Maós hafa við heim- ildarmyndina að athuga. En vísast hafa þeir kvartað undan því að ekki hafi verið dregin upp „rétt“ mynd af formanninum, minningu hans sé ekki sýnd tilhlýðileg virðing og annað í þeim dúr. Réttlæting fyrir ritskoðun er áþekk hvort heldur er í Kína eða á Islandi. Eftir að Þjóð í hlekkjum hug- arfarsins var sýnd í Sjónvarpinu máttí víða heyra þau sjónarmið að svona þættí ætti nú bara að banna. Bergmál af þessum viðhorfum endurómaði hjá leikmönnum á ráðstefnu Sagnfræð- ingafélagins. En þegar formaður félagsins segir það upphátt að nauðsynlegt sé að sagnfræðingar fái vald yfir því sagn- fræðilega efni sem tekið er til umfjöll- unar í sjónvarpi er komin fræðileg þyngd á bakvið kröfuna, það er ekki lengur nafrilaus almenningur sem hana gerir. Ilugmyndin sem Stefán ýtti á flot gefur vísbendingu um kreppu sagnfræðinnar á íslandi. og fortíðin á Islandssagan var lengi skoðuð úr glugga torfbcejarins og á ráðstefnu Sagnfræðingafélags Islands komfram að menn eiga í erf- iðleikum með aðfinna nýjan útsýnisstað. Mynd: Ol.Þ. Kínverska heitið á Bókinni um Veginn er „Dao De Jing“ sem má t.d. þýða sem „Bókin um Veginn og Dyggðina“ eða „Biblía Dyggðarferlisins". Dao (Tao) þýðir upphaflega vegur eða leið en var síðar notað í merkingunni stefna, umfjöllun, frásögn eða lögmál og í Bókinni um Veginn má hugsanlega þýða það sem ffumeðli eða frumferli. De (l'e) þýðir hins vegar dyggð, en það hefur líka aukamerkingarnar kostur, að öðlast eitthvað eða jafnvel að búa yfir styrk. Sainkvæmt Laotse er dyggð fólgin í því að fylgja ffumferlinu, Tao, hinni eilífu og óhöndlanlegu leið sem flæðir í gegnum tílveruna og tengir öll fyrirbæri og ferli umheimsins í eina heild. Með öðrum orðum er dyggð fólgin í því að fylgja réttri leið í lífinu. Kannski er þetta ekki eins fjarri nútímahugsunarhætti og ætla mætti við fyrstu sýn. 21. brot úr Bókinni um veginn Æðsta dyggðinfelst í því að fy/gja einungis fruinferl- inu. Hlutrœnt er frumferlið aðeins óljóst og ógreinilegt. Það er bœði ógreinilegt og óljóst, samt býr þaðyfirformi. Það er bæði óljóst og ógreinilegt, samt býr það yfir hlut- lœgni. Það er bæði djúpt og dulið, samt býr þaðyfir eðli. Eðli þess er alveg fólskvalaust. Það má treysta þvt' sem í því býr. Fra' nútíð allt aftur til fomaldar hefur nafit þess aldrei glatast. Af því má kynna sér fóður fjöldans. A hvem hátt veit ég hvemig faðir fjöldans er? Einmitt með þessum hætti. Umritun þýðanda Dyggðum prýddir menn fylgja fordæmi frum- ferlisins (Tao) í einu og öllu. I hlutveruleikanum er frumferlið (Tao) óljóst og ógreinilegt. Þrátt fyrir hvað það er þokukennt og eins og í móðu mótar óljóst fyrir formi þess og hlutrænni tilveru. Þrátt fyrir hvað það liggur djúpt grafið og virðist fjarlægt býr það yfir eðli eða anda sem alveg fölskvalaus. Auðvelt er að sannreyna trúverðugleika eðlis þess. Frá ómunatíð hefur það (Tao) ávallt staðið undir nafni. Það má grafast fyrir um uppruna allra fyrir- bæra umheimsins með athugun á því. Hvernig gæti ég annars öðlast skilning á uppruna allra hluta ef ekki þannig. Þýðandi: Ragnar Baldursson. Sagan er stjórnmálaafl Lengi framan af öldinni var aðeins til ein íslensk sagnfræði í þeim skiln- ingi að almennur einhugur var meðal sagnfræðinga og þjóðarinnar um megindrættina í sögu landsins. í stuttu máli var viðtekið að íslensk saga snerist um barátm þjóðarinnar við að ná sjálfstæði sem hún tapaði á 13. öld. Lífseigar kennslubækur Jónasar Jóns- sonar frá Hriflu og Jóns J. Aðils predikuðu gildi sjálfstæðisbaráttunnar með því að upphefja tímabilið ffá landnámi til afsals sjálfstæðis í hendur Noregskonungs 1262 og að sama skapi voru aldirnar þar á eftir heldur aumar í sögu þjóðarinnar. A 19. öld tók að rofa tíl eftir því sem sjálfstæðis- baráttunni miðaði áffam. Hluti þess- grar söguskoðunar er hetjudýrkun á þeim mönnum sem þóttu hafa gagn- ast þjóðinni vél. Sögulegar tilvísanir eru algengar í stjórnmálum og í ljósi hatrammra pólitískra átaka fyrr á öldinni hefði mátt búast við að til yrðu tvær eða fleiri söguskoðanir sem tækju mið af hugmyndafræði stjórnmálaflokkanna og innbyrðis baráttu þeirra. Því var ekki að heilsa og allra flokka kvikindi gátu lært sögu framsóknarmannsins Jónasar frá Hriflu sem var skrifúð fyr- ir fullveldið. Þegar sósíalistinn Einar Olgeirsson skrifaði sagnfræðiritið Ættarsamfélag og ríkisvald í Þjóðveldi Islendinga var takturinn hinn sami og í bókum Jónasar. í bókinni, sem kom út í miðju kalda stríðinu, fellir Einar þjóðernissinnaðar hugmyndir að konnnúnískri hugmyndafræði og þvingar saman þessa ólíku tvennd. Stéttabaráttan, samkvæmt útgáfu Ein- ars, hefst ekki fyrr en yfirvaldið á ís- landi er orðið útlent. Þá fyrst er marxísk þjóðfélagsgreining við hæfi. Viðtekin söguskoðun þjóðarinnar var nægilega sterk og afgerandi til að stjórnmálaflokkar beygðu sig undir hana. Sagan var ekki nomð tíl frekari aðgreiningu á hugmyndastraumum samtímans. Hún var eitt þeirra sviða opinbers lífs sem menn gerðu ekki á- greining um, sennilega vegna þess að þá stóðu menn berskjaldaðir gagnvart ásökunum um að vera óþjóðlegir. Þar sem mestallt andlegt líf var á ábyrgð stjórnmálaflokka eða þreifst í skjóli þeirra voru engir aðrir til að endur- skoða söguna, að minnsta kosti engir sem tekið var mark á. Ný viðmið Hefðbundin söguskoðun kennir að sjálfstæðisbaráttan hafi verið megin- viðfangsefni þjóðarinnar fram á þessa öld þegar stéttabarátta hélt innreið sína í íslenskt samfélag sem síðan leiddi til þess flokkakerfis sem við búum við í dag. Bók Olafs heitins Asgeirssonar sagnfræðings, Iðnbylting hugarfars- ins, var ein fyrsta alvarlega tilraunin hin síðari ár til að hnekkja viðtekinni söguskoðun. Olafur skoðar fyrsm ára- mgi 20. aldar út frá átökum milli þétt- býlissinna og dreifbýlissinna. Þeir fyrrnefndu voru hallir undir stóriðju og borgarmyndun og hinir síðar- nefndu smáreksmr og sveitalíf. Þessi greining hafnar skiptingunni í hægri og vinstri flokka sem grundvelli til að skilja stjórnmálaþróun á íslandi. Hin raunverulegu átök voru milli þéttbýl- issinna og dreifbýlissinna en ekki milli hægri- og vinstrimanna og þaðan af síður rnilli stétta. Olafur vann að bókinni þegar hann var í námi við sagnfræði í Fláskólan- um um miðjan síðasta áramg. A þess- um árum var Vilmundur Gylfason á- berandi í opinberri urnræðu en hann skoraði flokkakerfið á hólm með stofnun Bandalags jafnaðarmanna. Sagnfræðideildin er til húsa í Arna- garði og í kaffistofunni á fyrsm hæð- inni voru hugmyndir Vilmundar oft á dagskrá. Sumir félagar Olafs í sagn- fræðinni voru samstarfsmenn Vil- mundar. Það andrúmsloft breytinga

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.