Vikublaðið


Vikublaðið - 03.03.1994, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 03.03.1994, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 3. MARS 1994 9 og uppgjörs sem gjarnan fylgdi Vil- mundi hefur eflaust haft áhrif á hug- myndir Olafs um andstæður í íslensk- um stjórnmálum á öndverðri öldinni. Ólafi heitnum Asgeirssyni auðnað- ist ekki að þróa hugmyndir sínar því hann lést langt um aldur fram í janúar árið 1990. Málamiðlun gruggar va-tnið í bókinni Iðnbylting hugarfarsins er tílhoð tíl lesandans um að skoða sögu mótunarára stjórnmálakerfisins í ljósi togstreitu á milli þéttbýlis og dreifbýlis. Ef lesandinn tekur tílboð- inu verður hann að hafna viðtekinni söguskoðun sem leggur áherslu á and- stæða hagsmuni verkalýðs og hinna efnameiri í mótun kerfisins. Viðmiðin tvö nánast útiloka hvort annað vegna þess að hvort um sig gefur sér fyrir- frarn hvar átakamiðjan liggur. Það er lítið svigrúm fyrir inálamiðlun gagn- vart bók Ólafs og það gerir hana sér- staka. Fæst sagnfræðirit brjóta með afger- andi hætti gegn ríkjandi hefð. Sagn- fræðingum er almennt tamari var- færnislegri afstaða en sú sem Ólafur tók í sinni bók. Það er mildu tryggara að fylgja hefðinni. Þess vegna ber lítið á því meðal sagnfræðinga að þeir fjalli um stóru spurningarnar sem kreljast andstæðra grundvallarsjónarmiða. Og þess vegna var tilefni ráðstefnu Sagn- fræðingafélags Islands ekki verk eftir sagnffæðing heldur eftir þáttagerðar- mann sem stendur utan raða sagn- fræðinga. Framsaga Guðmundar Hálfdanar- sonar dósents á ráðstefnunni Sagan og samtíminn er dæmigerð fyrir það ein- stígi sem sagnfræðipgar margir hverj- ir reyna að feta á milli endurskoðunar og íhaldssemi. í einn stað tók Guð- mundur undir með uppreisninni gegn einingarsögu sjálfstæðisbaráttunnar og sagði lifandi sögu ekki geta byggt á endurvinnslu gamalla hugmynda. Guðmundur opnaði hinsvegar á það að gantla söguskoðunin fengi að lifa við hlið þeirrar nýju með því að stað- hæfa að endurskoðun sögunnar sé hvorki heildstætt verk né hafi hún augljóst markmið. Eins og dæmið af bók Ólafs heitins Asgeirssonar sýnir er það hvergi nærri sjálfsagt að ólíkar söguskoðanir getí staðið hlið við hlið, stundum er um að ræða gagnkvæma útilokun. Ur viðhorfi Guðmundar má lesa varkára afstöðu þess sem vill forðast átök sem uppgjöri óhjákvæmilega fylgir. í umræðum á efrir framsöguer- indum lét Guðmundur þá athuga- semd flakka að tilgangslaust væri að ræða sjónvarpsþættina Þjóð í hlekkj- um hugarfarsins. Þögn um þessa sjón- varpsþættí þýðir afstöðuleysi og spruningin er hvort það sé heppileg- asta afstaðan á þeim vegamótum sem sagnffæðin stendur á. Hlédræg tilraun til uppgjörs Gunnar Karlsson prófessor var ó- tvíræðari en Guðmundur og talaði um atriði sem möruðu í hálfu kafi alla ráðstefnuna. Hann sagðist eiga erfitt með að verjast þeirri tilhugsun að á- hugi manna á nýrri söguskoðun eigi skylt við neikvæða umræðu um land- búnað á okkar dögum. Gunnar kastaði því ffam að kannski markaði stofnun Dagblaðsins árið 1975 tíma- mót í sögskoðun landsmanna. Jónas Kristjánsson núverandi ritstjóri DV var einn aðalstofnandi Dagblaðsins og hann er þekktur fyrir óhefðbundnar skoðanir á íslenskum landbúnaði. Gunnar varaði sagnffæðinga við því að vera of auðsveipir þjónar samtím- ans. Gunnar sagðist ekki kunna leið úr vandanum. Hann benti á að stóru at- riðin í sögunni verða hvorki sönnuð né afsönnuð. Sagnfræðingar búa við tvöfeldni sem felst í því að þeir fást við að skrifa sögu sem þeir telja sanna og rétta vitandi það að þegar öllu er á botninn hvolft eru það ekki nema stöku staðreyndir sem standast ítrustu kröfur um sannleiksgibdi. Gunnar kvaðst ffekar vilja lifa ineð tvöfeldninni heldur en að takan annan hvorn útveginn sem stendur til boða, að halda sig við þurrar sannanlegar staðreyndir eða að yfirgefa sannleik- ann alfarið og segja það eitt sem er skemmtilegt. Gunnar Karlsson hefúr allar for- sendur tíl þess að þekkja til íslensks landbúnaðar. Hann er fæddur í sveit og bróðir hans er formaður Lands- sambands sauðfjárbænda. Honum gremst neikvæð umræða um landbún- aðinn og virðist láta hana hafa áhrif á faglegt mat sitt á sögukoðun. Og af- leiðingin er að allur kraftur fer úr gagnrýni hans á endurskoðunarsinna. Gunnar skrifaði ritgerð í Sögu árið 1982 um markmið sögukennslu og þar kvað við annan tón en á ráðstefnu Sagnfræðingafélagsins. í ritgerðinni heitir það að freistandi sé að taka „þjóðernisstefnu og einstakalings- dýrkun vekjandi sögukennslu sér að einhverju leyti tíl fyrirmyndar og segja að sögukennsla sé líkleg til að heppnast vel ef hún fjallar um þá þætti mannlífsins sem eru ofarlega á baugi í samtíðinni." Landbúnaður er ofarlega á baugi í samtíðinni og ef sagnfræðingar fjalla ekki um hann á sínum forsendum taka aðrir af þeim ómakið, eins og dæmin sanna. Gunnar gerði sagnfræðinni meiri greiða ef hann, í stað þess að fara með úrtölur, tæki Þjóð í hlekkjum hugar- farsins til gagnrýninnar umfjöllunar, til að mynda á þeim forsendum sem hann lagði í ritgerðinni í Sögu fyrir tólf árum. Kvikan ber Söguskoðun er viðkvæmt mál. Eftir að Gunnar Karlsson hafði flutt fram- sögu sína gat Gísli Gunnarsson dós- ent ekki orða bundist og bað um orð- ið tíl að andmæla því að hann hafi ver- ið undir áhrifum Dagblaðsins og nei- kvæðrar landbúnaðarumræðu þegar hann samdi doktorsritgerð sína urn utanríkisverslun Islandinga á dögum einokunarverslunarinnar. Gísli áttí síðasta erindið á ráðstefnunni en vildi ekki bíða eftir því að röðin kæmi að sér til að andmæla samkennara sínum í Háskólanum. I sjálffi framsögunni reyndi Gísli að útskýra afstöðu sína til söguskoðunar íslendinga. Gísli er maðurinn sem veitti Baldri Hermannssyni ráðgjöf við gerð sjón- varpsþáttanna Þjóð í hlekkjum hugar- farsins og hefúr búið við kúnstuga til- veru síðan þættirnir birmst almenn- ingi á liðnum vetri. Gísli vill í senn verja sjónarmið endurskoðunarsinna eins og þau birtast í sjónvarpsþátmn- um en jafnframt þvo hendur sínar af alvarlegusm misfellunum. Hvorugt gengur vel. Þannig er staðið að verld í sjónvarpsþátmnum að ekki er nema tveggja kosta völ, að vera alfarið á móti eða með. Fram- setning og efnistök bjóða ekki upp á málamiðlun. Varfærin og blæbrigða- rík rýni er einfaldlega ekki við hæfi í þessu tilfelli. Gísli stendur því eftír sem helsti verjandi Þjóðar í hlekkjum hugarfarsins og virðist ekki líða vel í því hlutverki sem hann þó tók að sér óbeðinn. í erindi sínu hafnaði Jón Hjaltason sagnfræðingur þeirri söguskoðun sem kemur firam í sjónvarpsþátmnum og sagði þættína byggja á þeirri fyrir- framgefnu forsendu að allt hafi verið aurnara hér á landi en erlendis. Hann fjallaði um helstu alhæfingarnar sem koma fram í Þjóð í hlekkjum hugar- farsins og leitaðist við að hrekja þær á grundvelli eyfirskrar sögu. Þar er Jón vel heima þar eð hann hefur undan- farin ár unnið að rimn sögu Akureyr- ar. Enga háljvelgju, takk Erindi Jóns Hjaltasonar var það síðasta á ráðstefnu Sagnffæðingafé- lagsins. I almennuin umræðum spurði gömul kona Gísla Gunnarsson dósent ítrekað að því hvort hann teldi sjón- varpsþætri Baldurs Hermannssonar sagnffæði eða sagnfræðilega lygi, eins og hún orðaði það. Gísli vék sér und- an því að svara spurningu konunnar. Jón Hjaltason fékk orðið og sagði að hann myndi svara spurningunni þannig að sjónvarpsþættirnir væru meira lygi en sagnffæði. 1 ffamhaldi af svari Jóns kom Stefán F. Hjartarson, formaður Sagnffæð- ingafélags íslands, þeirri hugmynd á ffamfæri að sagnffæðingar fengju rit- skoðunarvald yfir sögulegu efni í fjöl- miðlum. Rétt eins og kínverskir kommúnist- ar hafa fyrir löngu misst félaga Maó og eru á harðahlaupum ffá gömlu kennisetningunum án þess að vita hvert þeir ætla, þá hafa íslenskir sagn- fræðingar týnt gömlu sögunni en vita ekki hvað á að koma í staðinn. Rit- skoðunartilburðir kínverskra komm- únista nútímans er vafasöm fyrir- mynd. Formaðurinn sjálfur er betra fordæmi. Sá Maó sem árin 1966-1967 gerði bandalag við unga uppreisnar- menn tíl að ganga ffá kommúnista- flokknum sem hann átti drjúgan þátt í að byggja upp. Uppreisn sagnffæð- inga gegn göinlu söguskoðuninni myndi ekki kosta nein mannslíf en kannski kæmi hún ffæðigreininni tíl bjargar og losaði hana úr tilvistar- kreppunni sem hún á við að stríða. Spurningin er bara sú hvort íslenska menningarbyltingin sé ekki fullseint á ferðinni. Páll Vilhjálmsson Mannleg reisn Kunningjakona mín ein hringdi í mig um daginn og vildi kalla saman breiðfylkingu kvenna. Ástæðan fyrir því að henni fannst þörf fyrir kvennasamstöðu nú var pistill Karls Th. Birgissonar um fjölmiðla í Pressunni á dögunum. Það var fátt um svör hjá mér enda hafði ég ekki lesið blaðið, en eftir að hafa kippt því í lag finnst mér símhringjandinn hafa nokkuð til síns máls. Forsaga málsins er birting hinna svokölluðu nektarmynda af Lindu Pé í Pressunni fyrir nokkrunt vikum og eftirleikurinn sem hefúr teygt sig inn á síður DV með viðtali við Lindu, í Morgunblaðið með pistli Guðrúnar Guðlaugsdóttur og aftur í Pressuna með svari ritstjórans undir dul-titlin- um Fjölmiðlar. Ekki er það ætlun mín að blanda mér í deiluna um hvort fleiri rnyndir en um var samið birtust í viðkomandi Pressu (sem inér skilst að sé orðin safngripur), enda finnst mér hún vera á milli Lindu og ljósmyndar- ans. Eg ætla heldur ekki að fjölyrða um viðtalið við Lindu sem kom mér satt að segja á óvart þar sem ég hafði haldið að hún væri meiri töffari. Guð- rún Guðlaugsdóttir rná hafa sínar skoðanir á nektarmyndum fyrir mér og plássins vegna get ég ekki fjölyrt um þá „afstöðú tíl mannlífsins“ sem skín í gegnum skrif ritstjórans. Ritstjórinn vill fá að sjá mynd af Guðrúnu með pistlum hennar því hann langar tíl að vita hvort andlitið passi „við svona óbærilega aldraða og frústreraða lífsskoðun". Ef hún verður við bón hans þá ætlar hann að skoða í alvöru hugmynd hennar um nektar- myndir af honum sjálfum. Sú sem hringdi í mig vill að konur hvetji Guðrúnu að verða við bón ritstjórans til að við megum berja tippi hans aug- Ragnhildur Vigfúsdóttir Ég vil ekki iátar staðar numið þar heldur vil ég að konur skori á fleiri karlkynsritstjóra að gera hið sama. Myndirnar gættu skrýtt sérstakt Rit- stjóraalmanak en nóg er af blöðum og tímaritum ritstýrðum af körlum og því ætti hugmyndin að vera auðveld í framkvæmd - og ágóðinn rynni að sjálfsögðu til mannúðarmála. Eðlilegt er að þeir hafi forgang sem hafa sinnt því betur hingað tíl að birta myndir af léttklæddum stúlkum en piltum, en það þarf ekki að vera skilvrði fyrir því að fá að vera með. Þótt e.t.v. væri við- eigandi að ritstjóri búnaðarblaðsins. Freys birtist í júní tel ég vænlegast að draga um niðurröðun til að þeir bítist ekki allir urn desembermyndina. Sjálf get ég ekki beðið í heilt ár eftir að geta glatt augað með þessum myndum og skora á þá að gefa almanakið út í júní sem lýðveldisgjöf tíl íslenskra kvenna. Þótt hinir hógværu þyrftu ekki að sýna „allt“ væri það ótvíræður kostur, þá væri hægt að velta því fyrir sér hvort tippið risi undir þeim hug- myndum sem eigandann hefur um líf- ið og tilveruna. p.s. Ég er hrædd um að Guðrún sé ekki sú eina sem hefur ekki tekið eftir „öll- um allsberu strákunum sem skreytt hafa blaðið okkar upp á síðkastið“. Þeir hafa einnig farið framhjá mér sem er annáluð áhugakona um bera karla. Utboö F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboð- um í smíði 6 færanlegra kennslustofa ásamt 3 tengigöngum. Helstu magntölur: Heildarflatarmál kennslustofa: 360 m2 Heildarflatarmál tengiganga: 30 m2 Verkinu á að vera lokið 29. júlí 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 16. mars 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 VIRKU búðirnar flytja úr Faxafeni 1. mars og af Klapparstíg í apríl. Verið velkomin í nýja glæsilega verslun fulla af fallegum efnum í vor- og sumarlitum. Opið laugardaga frá 1. sept. - 1 júní milli kl. 10.00-14.00. Sími 687477. Næg bílastæði. Lokaö í Faxafeni: mánudag 28. febrúar

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.