Vikublaðið


Vikublaðið - 03.03.1994, Blaðsíða 16

Vikublaðið - 03.03.1994, Blaðsíða 16
Vikubla B L A Ð S E M V I T FIMMTUDAGURINN 3. MARS 1994 Tillögum útvarpslaganefndar fálega tekið: Moðsuðan fær að safna ryki Utvarpslaganefnd hefur sent frá sér tillögur í frum- varpsformi og fór eins og ýmsir höfðu spáð fyrir um að til- lögumar yrðu hvorki fugl né fiskur. I þokkabót virðast flestir gera ráð fyrir því að tillögur nefndarinnar dagi uppi á þessu Iöggjafarþingi að minnsta kosti. Tillögur nefndar- innar hafa verið gagnrýndar bæði af þeim sem vilja óbreytt ástand og af þeim sem vildu ganga lengst í því að kippa stoðum undan veldi RÚV. Helstu breytingarnar sem felast í framvarpsdrögum útvarpslaganefndar eru eftirfarandi: l.Yfirstjórn RUV verði einfölduð, framkvæmdastjórum fækkað (og deildum úr fjórum í tvær) og útvarp og sjónvarp verði sjálfstæðar ein- ingar undir einuin útvarpsstjóra. 2. Utvarpsstjóri verði ráðinn tíma- bundið til 5 ára og hann en ekki ráðherra á að ráða framkvæmda- stjóra, einnig tímabundið. 3. Menningarsjóður útvarpsstöðva verði lagður niður. 4. Stoftiaður verði sérstakur dagskrár- gerðarsjóður, fjármagnaður með tollum og vörugjöldum af sjón- varps- og útvarpstækjum. RUV yrði þó meinað að sækja í þann sjóð. 5. Ráðstöfunarréttur á sjálfsaflafé (auglýsingatekjum) verði aukinn. 6. Sinfóníuhljómsveitin verði ekki lengur styrkt af Menningarsjóðsfé. 7. Skýrt verði kveðið á um að RUV sjónvarpi aðeins á einni rás. 8. Skylda RLJV til að útvarpa á tveim- ur rásum verði afnumin. 9. Réttarvernd gegn „sjóræningjalykl- um“ verði leidd í lög. Tillögur útvarpslaganefndar gera ekki ráð fyrir því að afnotagjöld RÚV verði lögð niður. Hins vegar er lagt til að RÚV verði bannað að hækka af- notagjöldin í tvö ár. Einnig er lagt til að RÚV rnegi ekki sem hingað til inn- sigla tæki vegna vangoldinna afnota- gjalda eða leggja I0 prósent álag á vangoldin afhotagjöld. Og ekki leggur nefndin til að útvarpsráð verði aflagt. I nefndinni sátu engir stjórnarand- stæðingar, en þrír þingntenn stjórnar- flokkanna, sinnhvor fúlltrúi þeirra úr útvarpsráði og tveir fulltrúar einka- rekinna ljósvakamiðla. Hinir síðast- töldu era ekki ánægðir með niður- stöðuna. Baldvin Jónsson frá Aðal- stöðinni skrifaði undir með hinum en segir í sérstakri bókun að ekki sé gengið nógu langt í að jafna sam- keppnisstöðu RÚV og annarra út- varpsstöðva. Og Jóhann Óli Guð- mundsson stjórnarmaður í Stöð tvö skrifaði ekki undir og hefur lýst því opinberlega yfir að nefndinni hafi mistekist í störfum sínum. „I nútíma- samfélagi á ríkið ekkert erindi í út- varpsrekstur,“ segir Jóhann Óli og tel- ur að meginniðurstaða nefndarinnar sé að lögfesta núverandi misrétti á- fram. Tómas Ingi Olrich formaður nefndarinnar segir hins vegar í samtali við Vikublaðið að hann sé fullkom- lega sáttur við afurðina. - Nú eru menn óánægðir á báðum vængjum, þeir sem vilja veg RÚV sem mestan og þeir sem viljan veg ríkisins í fjölmiðlum sent minnstan. Er það á- sættanleg niðurstaða? „Þessi mál eru nokkuð flókin og urn þau er veralegur ágreiningur, ekki bara hér á landi heldur í allri Evrópu. Hluti þeirra sem fjalla um þessi mál líta á þjónustustarfsemina einvörð- ungu og vilja t.d. fjalla um ljósvaka- miðlana á grundvelli samkeppnislaga og reglna EES. Aðrir líta á samþáttun viðskipta- og menningarmála og þar er ég í hópi.“ - Hvað þýðir þetta á mannamáli? Hvert á t.d. hlutverk ríkisins að vera að þínu mati? „Eg tel að ríkið hafi tvímælalaust hlutverki að gegna í ljósvakamiðlun. En að sama skapi tel ég afar brýnt að efla einkarekna ljósvakamiðla til þátt- Frumvarp Hjörleifs Guttormssonar: Samræmdur launaréttur í veikindaforföllum Hjörleifur Guttormsson hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um rétt til launa í veikindaforföllum. Frum- varpið gerir ráð fyrir því að réttur verkafólks til launa vegna sjúk- dóms- og slysaforfalla verði auk- inn með því að bæta inn í núgild- andi lög eftirfarandi ákvæði: „Til forfalla frá vinnu vegna sjúk- dóma eða slysa samkvæmt þessum lögum teljast hvers kyns aðgerðir, rannsóknir og önnur meðferð að læknisráði, enda þótt launþegi (skip- verji) hafi ekki verið óvinnufær við upphaf læknismeðferðar. Heilbrigð- ir líffæragjafar njóta réttar til launa í forföllum frá vinnu vegna líffæra- Hjörleifur Guttormsson: Fólk í sam- tökum eins og BSRB hejur fengið launaréttindi í yeikindaforföllum umframfólk íASI. gjafar í samræmi við ákvæði laga þessara.“ „Fjölmenn samtök launafólks eins og BSRB hafa fengið virðurkenndan rétt til launa í forfölluin uinfram það sem gerist innan ASI,“ segir Hjör- leifur. „Núgildandi lög hafa verið túlkuð afar þröngt, bæði hugtökin „óvinnufærni“ og „sjúkdómur". Nefna má mismunandi stöðu vegna hjartaþræðingar sem dæini, önnur dæini eru tæknifrjóvgun og fyrsta áfengismeðferð. Þetta mis- ræmi þarf að laga. Þá er ástæða til að tryggja rétt h'ffæragjafa í þessu sam- bandi, en vitað er um fjögur slík til- vik hér á landi á síðasta ári,“ segir H" ’ ’r töku í innlendri dagskrárgerð." Svavar Gestsson fyrrverandi menntamálaráðherra hefur lýst því yfir að tillögur nefndarinnar miði að því að veikja stöðu RUV. Hann gagn- rýnir einkum forsendur dagskrárgerð- arsjóðsins, lítt dulbúna auglýsingu á fyrirhugaðri sölu Rásar 2 og frystingu afttotagjaldanna. Þorbjörn Broddason dósent tók nokkuð í sama streng en taldi að miðað við hvernig af stað hefði verið farið þá væri niðurstaðan nokkur varnarsigur fyrir málssvara RÚV. „Þarna sýnist mér mennirnir bæði vilja viðhalda RÚV og styrkja stöðu einkarekinna stöðva án grandvallar- breytinga. Þó er hagur RIJV sam- kvæmt þessu þrengdur með ýmsu móti. Það er hugsanlega verið að fækka útvarpsrásum í raun, að koma í veg fyrir að ríkissjónvarpið þenji sig út og fjárhagsleg staða RUV er þrengd með banni á hækkun afnotagjalda í tvö ár. Þetta síðastnefnda er athyglis- vert og í fljótu bragði sé ég enga skýr- ingu á því hvers vegna nefndin tekur sér fyrir hendur að gera þetta að til- lögu til lagabreytinga. Mér sýnist þetta vera hrein neikvæðni í garð RÚV,“ segir Þorbjörn. Hann sagði enn fremur að nefhdin hafi látið þeirri spurningu ósvarað, hvort Island ætli áfrarn að vera í hóp með nágrannaþjóðum sínum, sem líta svo á að útvarp og sjónvarp sé að væn- um hluta rekstur á grandvelli annars en hreinna markaðssjónarmiða, rekst- ur þar sem hlúð væri að öryggis- og menningarmálum. „Þessar þjóðir hafa rofið einangrun ríkisreksturs en ekki varpað þessum ákveðnu skyldum fyrir róða. Mér sýnist að nefndin hafi reynt að sigla á milli skers og bára, þótt vart hafi verið boðið upp á það,“ segir Þor- Dagný Kristjánsdóttir Margrét Frimannsdóttir Stofnhátíð ‘Kpennafmyfingarinnar jFöstudagsf&öCcCu) 4. mars verður hreyfing Afþýðubanda- Cayskvenna oy annarra róttcekra jafnaðarkyenna stofnuð tneð veyCeyri hátíð að JfóteCLind við j{auðarárstig. Ofátiðin fiefst ff. 20 með ftefðbundnum stofn- og aðaCfundarstörfum. !A dagskrá er ennfremur: Ávarp — CDagný Ofristjánsdóttir bókpienntafratðingur fCytur Cétta hugCeiðingu. Sara, íMargrét og Ásgerður — Ásgerður Júníusdóttir söng- kona og CMargrét ÖrnóCfsdóttir píanóCeikari fCytja revíuCög sem Sara Leandergerði frczg fyrr á öCdinni. ‘V’ið höfum aCCarsömu sögu að segja — iÞáltur úr 'DónaCegu dúkjfunni eftir ‘Dario ‘fo og fröneu ‘Rame. Leikgri: Jóhanna Jónas — Leikstjóri: María ReytidaC fundar stjóri verður Margrét frímannsdóttir aíþingistnaður. feitingar — spjaCC — gCeði. Undirbúnings- nefndin Jóbanna Jónas i Dónalegu dúkkunni. Margrét Örnólfsdóttir og Ásgerður Júníusdóttir. SIKtiimi ett gá&utfi srruujiií í Mikilvægt er að standa vörð um þann mikla árangur sem náðst hefur í tóbaksvörnum á undanfömum árum. Hjartavemd og Krabbameinsfélagið vara því við öllum breytingum á innflutningi, sölu og dreifingu tóbaks sem ætla má að geti orðið til að auka tóbaksneyslu í landinu, ekki síst meðal ungs fólks. Verði slíkar breytingar samt sem áður gerðar leggja félögin þunga áherslu á að jafnhliða þeim verði gripið til ráðstafana í því skyni að koma í veg fyrir að tóbaksneysla aukist. Tryggja verður m.a. að tóbaksverð lækki ekki og bann við beinum og óbeinum auglýsingum verði virt. Þess er sérstaklega vænst að frumvarp til nýrra tóbaksvamalaga verði sem fyrst lagt fram og tekið til meðferðar á Alþingi. Löngu er orðið tímabært að kveða skýrar á um rétt fólks til reyklauss andrúmslofts og lögfesta ýmis önnur ný úrræði í tóbaksvömum. Krabbameinsfélagið Hjartavernd

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.