Vikublaðið


Vikublaðið - 16.06.1994, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 16.06.1994, Blaðsíða 2
2 VTKUBLAÐIÐ 16.JUNI 1994 BLAÐ SEM VI T E R ( Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik Þór Guðmundsson og Ólafur Þórðarson Auglýsingasími: (91)-813200 - Fax: (91)-678461 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 - Fax: 17599 .Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: Frjáls Qölmiðlun hf. Hvað verður um sjálfstæðið? Á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins keppast foringjar krata, íslenskra og norskra, við að sann- færa Islendinga um að flytja eigi stjórnmálabaráttu þjóðarinnar til Briissel. Norðmenn hafa þegar samið við Evrópusambandið um að lúta fiskveiði- stjórn þess og það þykir bæði norskum ráðherrum og Jóni Baldvin Hannibalssyni vera góðir samning- ar. Mikilvægi fiskveiða er staðbundið í Noregi en á Islandi er um sjálfa lífshagsmuni þjóðarinnar að ræða. Flokksþing krata í Suðurnesjabæ var ekki svo að- framkomið af sprengjuhótunum og átökum ráð- herra að það léti utanríkisráðherra binda hendur sínar í þessu rnáli. Aukalandsþing þarf til ef taka ákvörðun um að Alþýðuflokkurinn krefjist þess að Island sæki um aðild að Evrópusambandinu. Samningar munu ekki hnika því atriði í stofn- skrám Evrópusambandsins að auðæfi hafsins séu undir sameiginlegri stjórn sambandsins. Það eru hinsvegar rök kratahöfðingjanna að Norðmenn og Islendingar muni verða fiskveiðistórveldi innan ES og geta knúið fram breytingar á fiskveiðistefhu þess þegar ffam líða stundir. Vel kann svo að fara að sig- ur vinnist en hvað ef sú stjórnmálabarátta tapast? Hvað verður þá um sjálfstæði íslensku þjóðarinnar sem byggir tilveru sína á fiskveiðum, úrvinnslu og sölu á sjávarafla? Það duga engir orðaleikir eða sjónhverfmgar þeg- ar verið er að ræða um sjálfstæði þjóðarinnar. Full yfirráð yfir helstu auðlindum lands og lögsögu eru óffávíkjanlegt skilyrði sem Islendingar setja í samn- ingum við önnur ríki. Sé það fyrirsjáanlegt að þessu skilyrði verði ekki hægt að fullnægja er tómt mál og tilgangslaust að hefja samninga, tam. um aðild að Evrópusambandinu. Talsvert er rætt um að skilgreina þurfí upp á nýtt hugtakið fullveldi þjóðar og að rómantískar 19. ald- ar hugmyndir um þjóðríkið veiti litla stoð í alheims- þorpi nútímans. Spurt er hvort ekki sé betra að hafa einhver áhrif í alþjóðasamböndum heldur en að vera einn að paufast eins og Bjartur í Sumarhúsum og ráða þó ekki neinu um örlög sín. Slíkar vangaveltur eiga rétt á sér en vert er að minnast þess að enn er fyrst og fremst byggt á þjóð- ríkishugmyndum í samskiptum þjóða, meira að segja innan Evrópusambandsins. Islenska þjóðríkið er ungt og stofnanir þess eru fýrst nú að öðlast festu og form. Það væri mikið feigðarflan að semja undan því tilverugrundvöllinn upp á hugsanlegan sigur í stjórnmálabaráttu innan Evrópusambandsins. Við skulum í staðinn strengja þess heit á 50 ára affnæl- inu að ná tökum á stjórnun fiskveiða, hámarka af- rakstur Islandsmiða til langframa og létta skulda- klafa á börnum lýðveldisins. Sjónarhorn hvað nú? það er vant að kjósa. Eg er ekki að segja frá þessu til að hreykja mér af því. Mitt framlag var ekki stórt miðað við marga aðra. En ég vildi að Reykjavíkurlistinn ynni og mér fannst ég verða að gera allt sem ég gæti til að svo mætti verða - þótt ég væri ekki í neinum flokki. Mér finnst ég eiga svolítinn part í þessum sigri. Vinnufélagar mínir óskuðu mér til hamingju eftir kosningarnar, og spyrja svo: Hvað gerið þið nú? Eg er orðin fulltrúi R-listans gagnvart þeim. Og ég vil gjarnan vera það áfram. Baráttunni er ekki lokið, hún er að hefjast. Næstu fjögur ár verða enginn dans á rósum fyrir nýja borgarstjórn- armeirihlutann. Hann þarf að taka til hendinni og þarf áfram á stuðningi okkar að halda. Eg vil gera meira en að sitja með hendur í skauti og fylgjast með hvernig þeim reiðir af. Eg vil- vera með og leggja það lið sem ég get. Og ég vil fá einhvern vettvang fyrir okkur, þessi óflokksbundnu, sem ger- ir okkur kleift að taka þátt í því mikla starfi sem framundan er. Ég geng í einhvern flokkanna fjögurra, ef það er eina leiðin til þess, en helst vil ég bara ganga í Reykjavíkurlistann. Ef hann á raunverulega að vera hreyfing fólksins þá verður að vera til einhver vettvang- ur, félag eða samtök, sem óflokks- bundið fólk eins og ég getur gengið í, sem og fólk sem einnig er í flokkunum fjórum, og þar sem allir eru á jafnrétt- isgrundvelli að vinna fyrir þann mál- stað sem þeir trúa á. Höfundur er verkfræðingur. Samsæti til Alþýðubandalagið í Reykjavík hélt Sigur- jóni Péturssyni, borgarfulltrúa þess í aldar- fjórðung, samsæti sl. laugardag í félags- heimili Skagfirðingafélagsins. Garðar Mýr- dal, formaður félagsins, stjórnaði samkom- unni, Einar Gunnarsson söng nokkur lög, Steinunn Jóhannesdóttir flutti sérvalin ljóð til heiðurs Sigurjóni og ræður fluttu Guð- rún Agústsdóttir borgarfulltrúi, Olafur Ragnar Grímsson, formaður AJþýðubanda- lagsins, Svavar Gestsson alþingismaður og Sigurjón Pétursson. I ræðu formanns Al- þýðubandalagsins líkti hann framgöngu Sigurjóns og þýðingu í flokksstarfi við hlut Eðvarðs Sigurðssonar forntanns Dagsbrún- ar á sínum tíma. heiðurs Sigurjóni Hjónin Ragna Brynjarsdóttir og Signijón Pétnrsson ræða við Guðríínu Þorbergsdóttur og Olaf Ragnar Grímsson. Ljósm. OÞ. Reykjavíkurlistinn - Eg er óflokksbundin og hafði til skamms tíma aldrei tekið neinn þátt í pólitík, nema í kjörklefanum, en þar hef ég stundum átt í mestu vandræðum með atkvæðið mitt. Það er þó ekld þar með sagt að ég hafi ekki haft skoðanir á pólitík, ég hef bara átt í erfiðleikum með að finna mér flokk. Eg var hins vegar ekki í nokkrum vafa um að ég myndi kjósa sameiginlegt ffamboð minnihluta- flokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur, ef til slíks kæmi, og varð því all? hugar fegin þegar það varð að veruleika nú á útmánuðum. Um páskana var ég að hugleiða hvernig ég gæti lagt þessu ffamboði lið, og datt helst í hug að hringja í Ingibjörgu Sólrúnu, sem ég hafði kynnst lítillega í Briissel í janúar sl., og bjóða ffam krafta mína í þágu Reykjavíkurlistans. Aður en til þess kom hringdi í mig kunningjakona mín sem starfar í Kvennalistanum og spurði mig hvort ég vildi ekki fara inn í atvinnumálahóp R-listans fyrir Kvennalistann. Ég sagði eins og satt var að ég hefði aldrei komið nálægt Kvennalistanum og gæti ekki verið fulltrúi hans, en hún sagði mér að fara samt. Það varð úr að ég fór á fund hjá atvinnumálahópnum. A fyrsta fundin- um beið ég effir því að einhver spyrði mig frá hvaða flokki'eg væri og kveið því að þurfa að segja að ég væri nú eig- inlega ekki í neinum floldti, því þá gæti ég hugsanlega ekki verið með lengur. En enginn spurði. Ég spurði heldur engan og veit því ekki enn frá hvaða flokkum fólkið þarna var, nema ég vissi fyrir að einn var ffammari og komst að því að annar var krati. En ég gat aldrei heyrt það á fólkinu hvaða flokki - ef nokkrum - það tilheyrði. Ymsum hugmyndum var varpað fram og þær ræddar en ekki eftir neinum flokksiínum. Þegar hópvinnunni lauk fannst mér að ég þyrfti endilega að gera eitthvað meira, enda búin að fá „blod pá tanden" eins og Danir segja, svo ég fór að selja happdrættismiða. Eg seldi eina 75 miða. Svo fór ég að bera út bæklinga og blöð. Eg bar út í allar blokkirnar á Kleppsveginum. A vinnustað mínum rak ég linnulausan áróður fyrir R-listanum og fékk Ingi- björgu Sólrúnu og Arna Þór Sigurðs- son á vinnustaðafund. Eg las próförk að bæklingi og var á styrktarauglýs- ingu. En mér fannst ég ekki gera nóg, svo ég fór að skrifa greinar í Mogg- ann. En það var heldur ekki nóg, svo að á kjördag var ég að keyra kjósendur á kjörstað. Og þetta hafðist. Eg fór á kosningahátíðina og þar var ég að faðma og kyssa fólk sem ég hafði starfað með í kosningabaráttunni en hef ekki einusinni hugmynd um hvað heitir, hvað þá að ég viti hvaða flokk

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.